Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Qupperneq 7
DV. MIÐVIKUDAGUR14. MARS1984. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur JL-húsinu a NEITAÐ UM HEILSUVORUR „Við íengum tvisvar eða þrisvar skilaboð Irá talsmanni Náttúrulækn- ingaiélagsbúðanna um að hækka okkar álagningarprósentu á þeirra vörum. Annars mundu þeir hætta að selja okkur þær vörur sem við höfum keypt af þeim. Við neituðum að hækka og þeir síðan að selja okkur vörurnar,” sagði Gunnar Bjartmars verslunar- stjóri matvörudeUdar i J L húsinu við Hringbraut í viðtali við DV. I þeirri verslun hefur verið komið upp heilsuhorni og þar hafa verið á boðstólum um þrjú hundruð vörutegundir af alls konar heUsuvamingi. Frá Náttúmlækningafélaginu hafa veriö keyptar á mUli 40 og 50 vöru- tegundir sem félagið flytur inn og selur í verslunum sínum. Nú hefur N.L.F.I. neitað að selja J L húsinu umbeðnar vörur og vilja J L menn ekki una þeim úrslitum. Astæðan mun vera sú sem Gunnar verslunarstjóri vék að hér að framan, álagningarprósentan á vöranum í smásölu. Samræming óheimil I heilsuhorni J L matvörudeild- arinnar eru allar vöru seldar með 23% álagningu og era vöramar frá N.L.F.I ódýrari í J L húsinu en í Náttúrulækn- ingabúðunum. Hafa talsmenn þeirra óskað eftir því að J L menn hækki sína álagningarprósentu til samræmingar á þeirra verði, sem ekki hefurveriögert. Nú þegar felld hefur verið niður hámarksálagning á matvörum, þannig að kaupmenn ráða sjálfir álagningu á vöranum, má segja að þessi viðskipta- máti skjóti skökku við, ef rétt reynist. Þessi mynd er tekin i heilsuhorni JL -hússins. Þar eru á boðstólum um þrjú hundruð vörutegundir, þar af hafa verið um fjörutiu frá NLFÍ, sem nú eru senn á þrotum. DV-mynd GVA Samkvæmt lögum um samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskiptahætti er óheimilt, þegar verðlagning er frjáls, að samræma verö og álagningu á milli fyrirtækja. Einnig er óheimilt að á- kveða, samþykkja eöasemjaum ófrá- víkjanlegt lágmarksverð (brúttóverð) eða álagningu, er gilda skuli við endur- sölu á næsta sölustigi, segir orðrétt í 23. gr. laganna. Ekki nertað þessari ástæðu Því stendur málið þannig í dag að J L húsið hefur ekki á boðstólum vörur frá N.L.F.I. Við höfðum sam- band viö Eggert Olafsson, lögfræðing hjá Verðlagsstofnun, um þetta mál. Sagði hann þetta mjög alvarlegt mál, ef rétt reyndist. ,,Eg hef haft samband við talsmann N.L.F .1. og hann hefur ekki neitað þessari ástæðu fyrir því að þeir selja J L húsinu ekki tilteknar vörur. En hann hefur líka gefið í skyn aðrar : ástæður. A þessu stigi málsins get ég ekki fleira sagt um málið,” sagði Eggert Olafsson. Næsta skref sagði hann að yrði tekið í málinu ef skríflæg kæra bærist frá J L húsinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið frá Oskari Guðmundssyni hjá N.L.F.I. segir hann ástæðu þess að þeir selji J L húsinu ekki umbeðnar vörur vera aö þeir anni ekki eftirspum. Þeir rétt anni því að flytja inn vörar fyrir eigin verslanir og hafi því tæplega bolmagn til að sinna meira. Ein vörategund sem seld hefur verið í heilsuhominu hjá J L húsinu era APP99 blómafræflar. Pakkinn kostar þar 102,55 krónur, sama vara og sama magnkostarhjáN.L.F.1.115krónur. -ÞG Ef þú ert orðin(n) leid(ur) á kaffiauglýsingum skaltu ekki lesa þessa.................................. „En ef þú vilt endilega lesa þessa auglýsingu — þá get ég af eigin reynslu sagt þér aö þetta er alvöru kaffi. Afa- og ömmukaffiö frá Ivari er kaffið sem kemur mér í gang á morgnana og eftir einn til þrjá bolla er ég til í tuskið. — Stálsleginn. Okkar á milli... kaffiö frá (vari er öðruvísi en gengur og gerist, enda um úrvalsbaunir að ræða og innihald í lofttæmdum umbúðum. Reyndu bara — þú sannfærist og hvað er einn pakki af kaffi á milli vina..." Otsölustaöir: Versl. Straumnes, Vesturbergi Kjörval, Mosfellssv. Kostakaup, Hafnarf. Kjötbúð S.S. Iðufelli Útsölustaöir: Sláturfélag Suðurlands, Glæsibæ Sláturfélag Suðurlands, Austurveri Kaupfélag Kjalarnesþings, Mosfellssveit Arnarkjör, Garðabæ Versl. Arnarhraun, Hafnarf. IVAR - SKIPHOLTI 21 - SlMI(91) 23188 og (91) 27799 Menn hafa verið að fá botn i hlutina í Borgamesi. Það var haft eftir Bakkabræðrum, að botninn væri suður í Borgarfirði. Þetta orðtak hefur verið að rætast á óvæntan hátt fyrir marga, sem átt hafa í flóknari málum en bræðurnir á Bakka. Menn kannast orðið við það úr fréttum, að þegar mikið liggur við og ekkert má trufla fara nefndir og ráð stundum upp í Borgarnes til þess að fá botn í hlutina. Þar finna menn frið til að hugsa og tala saman. Þar er líka að finna þá tilbreytingu frá daglegu umhverfi, sem oft nægir til þess að sjá hlutina í samhengi. Frið og tilbreytingu má víða finna á íslandi en í Borgarnesi hefur verið byggð upp að- staða rétt utan við höfuðborgarsvæðið fyrir fólk sem vill vera í friði án þess að missa í leiðinni af þægindum nútímans. Hótelið er tilvalið fyrir ráðstefnur, fundi og námskeið en ekki síður íyrir einstaklinga, sem vilja finna frið og ró rétt við bæjardyrnar hjá sér án þess að leggja á sig mikil ferðaiög eða kostnað. FERÐASKRIFSTDFA HÓTEL RIKISINS BORGARNES HELQARTILBOÐ: Qisting í tveggja manna herbergi m/baði í tvær nætur ásamt morgunverði og ferðum fram og tii baka frá Reykjavík með Sæmundi eða Akraborg. Verð frá kr. 970.00 á mann. Leitið upplýs- inga hjá Hótel Borgarnesi eða Ferðaskrif- stofu ríkisins. (Tilboðþetta gildirtil 15. apríl nk.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.