Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Síða 10
10 Útlönd Útlönd Útlönd DV. MIÐVIKUDAGUR14. MARS1984. Útlönd Gary Hart, hin nýja stjama i bandarískum stjómmálum Hin nýja stórstjama stjórnmál- anna í Bandaríkjunum, Gary Hart öldungadeildarþingmaöur demó- krata í Kóloradó, var ekki ýkja mikið kynntur innan síns heimalands áöur en hann gaf kost á sér til for- kosningabaráttunnar um útnefningu demókrata til forsetaframboðs. Og erlendis vissu menr alls engin deili á honum. Jafnvel núna, þegar nafn Harts hef ur verið á hvers manns vörum og í öllum fjölmiðlum í rúmar tvær vikur og hann rækilega kynntur, eru menn ekki alltof vissir hver þar er á ferö eða hvaða stefnur hann boði. Og um einkalíf hans vita menn næsta lítið, í viðmiöun hvemig sh'kir odd- vitar í bandarískum stjórnmálum eru venjulega skoðaðir alveg niður í saumana. Skýringin á þessu síðarnefnda liggur í því að Hart þykir nánast feiminn í framkomu eftir því sem gerist um menn sem eiga frama sinn undir því að afla sér vinsælda meöal almennings. Honum er ekkert um það gefið að flíka einkalífinu eða eigin persónu svo mikið. — ,,Það er kosið um hugsjónir,” segir hann. Þetta er nokkuð mótsagnakennt, enda ber mönnum flestum saman um að Hart sé maður margra mót- sagna. Hann vill láta líta á sig sem fulltrúa yngri kynslóöarinnar, en var þó orðinn þrítugur á sjöunda ára- tugnum, þegar þrítugum mönnum í Bandaríkjunum þótti illa treystandi fyrir ábyrgðarverkum. Þegar hann vakti fyrst á sér verulega athygli í stjómmálum, stýrði hann kosninga- baráttu George McGoverns 1972, sem sótti að forystu Demókrata- flokksins frá því lengst af vinstri kanti, en sækir sjálfur aö henni núna beint frá miðju flokksins. Af persónulegri viðkynningu segja sumir hann kuldalegan og til- finningalítinn, nánast hofmóðugan, Framboðsefnið Hart blandar geði við heimamenn í New Hampshire þar sem sigurinn fékk stjörnu hans fyrst til að hækka að ráðiá stjórnmáiahimninum. Hart með eiginkonunni, Lee ft.v.i og dótturinni Andreu, krafti með honum íkosningabaráttunni. en aörir segja hann bæði fljótan til reiði og jafnfljótan til meðaumkunar og viökvæmni. Fjölmiðlar hafa sagt Hart vera sneyddan kímnigáfu, en sjálfur skopast hann að slíku. „Víst hef ég kímnigáfu,” segir hann. „En þurfi maður aö segja'fólki að maður hafi kímnigáfu býst ég viö að eitt- hvaðsé djúpt á henni.” Hart eða Hartpence, eins og ættar- nafnið var þá, er fæddur og uppahnn í smábænum Ottawa, sem er um 50 mílur frá Kansas City. Foreldrar hans sem eru hvorugt á lífi lengur voru ekki það efnuð að þau gætu ýtt syninum inn á stjórnmálabrautina. Carl, faðir hans, var olíubílstjóri, en- síðan sölumaður á landbúnaöar- tækjum. Móðir hans, Ninavarkona ströng og siðavönd og mjög trúrækin í sértrúarsöfnuði sem kennir sig við Kirkjuna af Nazarene. Gary Hart þótti bráðvel gefinn í skóla, þar sem honum gekk mjög vel í náminu. Hann gekk í menntaskóla í Bethany i Oklahoma, þar sem hann kynntist þeim tveim manneskjum, er skiptu miklum sköpum fyrir hann í lífinu. Önnur þeirra var heimspeki- prófessorinn, J. Prescott Johnson, sem hafði mikil áhrif á Hart um val á námsbraut í framhaldinu, en hin var Oletha Ludwig, sem Hart kallar dags daglega Lee. Hún hefur verið eigin- kona hans i 25 ár því aö þau giftu sig þegar þau útskrifuðust. I þá daga var pólitík hvergi í myndinni, en Hart stefndi að kennslu og fræðimennsku. Það var fyrst 1960 að Hart gaf sig að pólitísku starfi og þá fyrir framboösundirbúning Kennedys. Um svipað leyti inn- ritaðist hann í lögfræði í Yale og lauk því 1964. Eftir það starfaöi hann í dómsmálaráðuneytinu í stjómartíð, Johnsons forseta. Síðar vann hann hjá lögfræðifyrirtæki í Denver í Kólóradó, en stjórnmálaáhuginn hafði þá gripið hann. Starfaði Hart fyrir Robert Kennedy að framboös- undirbúningi, og er ekki enn úr minni liöiö, hvílíkt áfall þaö var honum, þegar Bobby var myrtur. Eftir að hafa starfað aftur aö mál- flutningi í Denver gekk Hart í lið með stuðningsmönnum George McGovern 1970 og tók fljótlega viö stjórn kosningabaráttunnar fyrir McGovern í vesturríkjunum. Þá vakti hann á sér athygli atvinnupóli- tíkusa fyrir snilldarvinnubrögð, sem að miklu leyti voru þökkuð því að McGövem stefndi hraðbyri í að hljóta útnefningu. Síöan kom Eagletonhneykslið, Watergate- hneyksliö og hrikalegur kosninga- ósigur. Hart segir í dag að sárindi hans upp úr þeim hrakföllum hafi komið honum til aö ákveða að bjóða sig fram til kosninga í öldungadeild Bandaríkjaþings tveim árum síðar. Reynslan úr kosningabaráttunni fyrir McGovem kom honum þá að góðu haldi og Hart vann fyrst út- nefningu og síðan þingsætið og kom engum á óvart. En þegar til þing- starfanna tók kom hitt á óvart að hann þótti snöggtum íhaldssamari en McGovern, sem hann hafði áður fylgt svo dyggilega. Hart segir til skýringar því aö hann hafi í rauninni aldrei veriö eins f rjálslyndur og virst hafði í kosningabaráttu McGovems. Af málum, sem Hart hefur stutt eða staðið gegn í öldungadeildinni, hefur hann veriö talinn til svokall- aöra „nýfrjálslyndra”, þótt hann sjálfur bregðist illa við ef draga á hann í dilka með öðrum. Hann náði endurkjöri 1980 en þá naumlega. Meðal annarra öldungadeildar- þingmanna nýtur Hart álits, sérstak- lega fyrir þekkingu sína á vamar- málunum, og hann þykir sjálfstæður í skoðunum og afstöðu, en ívið fjar- lægur og seintekinn í viðkynningu. I Washington þykir hann hafa hirt lítið um að sinna veislulífinu eða félags- skap embættis- og þingmannaaðals- ins. Hart er dulur um einkahagi sína. Biaðamönnum hefur gengið illa að fá hjá honum skýringar á því, hvers- vegna fjölskyldan breytti ættar- nafninu úr Hartpence í Hart. Hann segir sjálfur aö fyrr á öldum hafi það verið Hart, og foreldrar hans hafi ákveöið að breyta því aftur til upp- runans, en hann hafi ekki staðið í vegi fyrir því. Ur öðmm áttum heyrist að hann hafi sjálfur haft fmmkvæðið að nafnbreytingunni. Jafnlítiö hafa blaðamenn haft upp úr krafsinu þegar þeir forvitnast um hjónaband Harts og Lee. Þau hafa tvívegis slitið sambúð en tekið saman aftur. Hún starfar af fullum krafti með eiginmanninum í for- kosningunum, en orð er gert á því aö þau sýni ekki hvort ööru mikla kærleika í augsýn annarra. Þau eiga tvö börn, Andreu (19 ára), sem er í háskólanum í Maryland, og 17 ára son, John að nafni. — I kunningja- hópi hefur Andrea skýrt erfiöleika í sambúð foreldranna út frá þindar- sem báðar starfa af fullum lausum stjórnmálferli föðurins. Hún vinnur þó í forkosningunum fyrir föðurinn eins og móðir hennar. Um stefnu sína segir Hart að hún sé samsett úr „nýjum hugmyndum” á sama hátt og hann segist fulltrúi. fyrir „nýja kynslóö í landsmála- forystunni”. Keppinautar hans vilja mjög draga í efa nýmælin í öllum þeim yfirlýsingum og segja flest af því gamalkunnugt og ekkert splunkunýtt. Að vísu hefur Hart í þingliðinu talist til þess þingmanna- hóps, sem kallaðir eru „nýbylgju- demókratar, eða nýfrjálslyndir”, og hann hefur staðfastlega fylgt á víxl frjálslyndi demókrata í ýmsum málum, en nýíhaldssemi Reagans- mannaíöðrum. Þegar yfir heildina er litið þykir þaö því hafa viö nokkuð að styðjast aö hiö „nýja” í málflutningi Harts sé fyrst og fremst að hjá einum manni sameinist úr beggja herbúðum það nýjasta og viðleitni til þess að finna ný svör við vandamálum bandarísku þjóöarinnar. Einkum í efnahags- málum og vamarmálum. Hart hefur verið gagnrýninn á stefnu Reagans í vamarmálum og vill draga þar úr útgjöldum eða nýta fjárveitingar betur í ódýrari hernaðartækni. Menn vilja taka afstöðu hans þar saman í slagorðið að „því smærri og hagnýtari því betri” sem er að vísu ekki alveg rétt lýsing en þó í áttina. I efnahagslífinu leggur Hart áherslu á frjálsa sam- keppni og aukna tæknivæðingu í atvinnuh'finu. Hann hefur lagt þar fram margvíslegar tillögur, og flóknar sumar, og margar aöeins hálfsoðnar ennþá. Aðalinntakið er að hann leggur til að stjómin — eða þaö er að segja forsetinn — leiði saman atvinnurekendur og verkalýð til þess að móta stefnuna í framleiðslu- málum í samvinnu. Hann styður hugmyndir um endurmenntun laun- þega sem tæknin hefur gert atvinnu- lausa. Eins og aörir demókratar styður hann mikil opinber umsvif, en vill þó ekki afskipti þess opinbera af markaðnum. Hann er hlynntur grundvallarbreytingum á skatta- lögum og endurskoðun þeirra. Hann styöur hugmyndina um | „frystingu kjarnorkuvopnabirgða” sem bráöabirgöaráöstöfun og vill samninga við Sovétmenn um fækkun þeirra. Hann var þó hlynntur stað- setningu nýju kjamaeldflauganna í NATO-löndunum í Evrópu. Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.