Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Side 31
DV. MIÐVIKUDAGUR14. MARS1984. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Mikil fjölgun Barneignlr á Isafiröi munu hafa verið óvenjumargar það sem af er þessu ári ef marka má frásagnir að vestan. Vest- firska fréttablaðiö segir að sautján börn hafi litið þar dagsins Ijós frá áramótum og sé það meira en oft áður. Segir blaðið ennfremur aö vænta megi „8—10 króga” á mánuði fram tU vors. Ef kvenþjóðin haldi sömu afköstum út árið verði þetta hundrað barna ár og metár a.m.k. síðan pillan hafi komlð á markaðinn. Taiandi um „afköst kven- þjóðarinnar” þá hafa sveita- menn nú haldið að það þyrfti tvo tU. Eða hvernig ætli þetta sé fyrir vestan? Tíu til allaballa Þegar þau tíöindi kvisuðust PéturTyrfingsson. út að Fylkingin ætlaði að ganga í Alþýðubandaiagið þóttu þau jafnast á vlð jarð- skjálftafregnir eða þaðan af meira. Blöðin kepptust um að gera þessu máU skU við mis- jafna hrifningu manna. En hversu f jölmenn skyldu þessi stórhættulcgu samtök, Fylkingin, nú vera? Sam- kvæmt upplýsingum fróðra manna voru í henni um 20 félagsmenn fyrir samruna. Og áður en til hans kom urðu nokkrar hreinsanir. TU að mynda gengu skörungurinn Birna Þórðardóttir og Ragnar jarðskjálftafræð- ingur út. Eftir urðu 10—11 manns sem ganga í Alþýðu- bandalagið undir forystu Péturs Tyrfingssonar. Róttækar breytingar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á dögunum breyt- ingar á lögreglusamþykkt bæjarins. Samkvæmt þeim breytingum skyldi m.a. standa i samþykktinni þessi klausa: „Bannað er að ung- menni innan 18 ára aldurs starfi á veitingahúsum og skemmtistöðum.” Að þessu afloknu var lögreglusamþykktin send hæstvirtu dómsmáiaráðu- neyti tU staöfestlngar. Þar þótti mönnum ekki nóg að gert en gripu tU þess að klína fomaldarlegri hnykkingu aftan við setninguna sem þá hljóðaði þannig: „Bannað er að ungmenni innan 18 ára aldurs starfi á veitingahúsum og skemmtistöðum þar sem ætia má að siðferði þeirra sé sérstök hætta búin.” Taldi ráðuneytið sig þaraa vera að virða rétt baraa samkvæmt lögum þar að lútandi. En það kemur svo í hlut bæjarfógetans í Hafnarfirði að ákveða hvar „siðferði baraa er sérstök hætta búin” og verður hann vafalaust ekki of sæU af þetm starfa. Hemmi í gleðina Einhverjar mannabreyt- ingar munu í aðsigi á út- varpinu. Gunnar Kvaran, sá ágæti þingfréttamaður, mun senn láta af störfum þar og flytja sig yfir á Timann. Hermann Gunnarsson. Þá mun Hermann Gunnars- son íþróttafréttamaður hugsa sér tU hreyfings, tímabundið þó. Heyrst hefur að hann muni ætla að taka sér frí frá fréttamennsku í sumar en bregða á leik með Sumargleð- inni um iand aUt. Kemur Hermann I stað Þorgeirs Ast- valdssonar sem hefur verið meöUmur Glcðinnar um ára- Þorgeir Astvaldsson. bU en helgar nú rás 2 aUa krafta sína. Annars eru töluverð umsvif hjá þeim Sumargleðimönn- um núna. Þeir eru aö vinna að gcrð hljómplötu sem kemur væntanlega út innan tíðar. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsd. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir B a Stjörnubíó—Ævintýri í forboðna beltinu: Oskuhaugarattieimsins Heiti: Ævintýri í forboöna beltinu (Space- hunter — Adventures In The Forbidden Zone). Leikstjóri: Lamount Johnson. Handrit: Edith Ray, David Preston, Don Gold- berg og Len Blum. Kvikmyndun: Frank Tidy. Tónlist: Elmer Bernstein. Aðalleikendur: Peter Strauss, Molly Ringwald, Ernie Hudson og Michael Tronside. Þótt fátt sé um fína drætti í þessari framtíðarævintýramynd má þó hafa nokkurt gaman af eins og um flestar geimmyndir er standast þær tækni- legu kröfur sem verður að gera tU þessarar tegundar kvikmynda. Það er oft einkar auðvelt aö líkja geim- myndum viö vestra aö uppbyggingu efnis og söguþræðinum í Ævintýri í forboðna beltinu væri auðveldlega hægt að breyta úr framtíð í fortíð aðeins með því aö breyta sviðsetn- ingunni. Spacehunter yröi Body- hunter. Ævintýri í f orboðna beltinu er látin gerast á tuttugustu og annarri öld og byrjar með því að geimskip ferst i himingeimnum og með því allir nema þrjár stúlkur sem geta forðað sér á næstu plánetu sem hefur andrúmsloft í líkingu viö það á jörð- inni. Þær lenda á Terra 11 sem er nokkurs konar öskuhaugar alheims- ins og lenda þar fljótt í vandræöum. Boð eru send um háa verðlauna- f járhæð til handa hverjum þeim sem bjargar þeim úr höndum íbúa á Terra 11. Þetta heyrir Wolff (Peter Strauss), nokkurs konar einfari í geimnum, sem hefur atvinnu af því verkefni sem býðst hverju sinni. Honum til aðstoðar er vélmenni í líki fagurrar konu sem verður íbúum Terra 11 auðveld bráð þegar hann lendir þar. Fljótlega í leit sinni að stúlkunum þremur verður á vegi hans ung stúlka, Niki (Molly Ringwald), sem hann tekur með sér enda þekkir hún alla staðhætti. Það eru fleiri að leita að stúlkunum, meðal annars Washington (Ernie Hudson), svartur maður sem, þrátt fyrir aö Wolff og hann séu í hörkusamkeppni um verðlaunaféð, slæst í hóp með þeim tveimur. Þremenningarnir komast að því að stúlkurnar eru í haldi hjá vægast sagt ógeðfelldum náunga, Overdog, sem virðist stjórna að mestu leyti á plánetunni. Eftir mikil ævintýri og svaðilfarir tekst þeim að komast inn í híbýli hans og frelsa stúlkumar en það er ekki fyrr en komiö hefur til uppgjörs milli Wolff og Overdog. Þetta er hvorki nýstárlegur né merkilegur söguþráöur enda er ekki stefnt að því með þessari mynd heldur er stefnt að því að sem flestir hafi ánægju af þeim furðulegu fyrir- bærum sem koma fyrir í myndinni og að spennan sé alltaf í hámarki. Það er ekki mikill framtíöarblær sæmilega sterkbyggðir. Peter Strauss, sá ágæti leikari, fer með aðalhlutverkið áreynslulaust og vona ég að fljótlega fái ég að sjá hann i bitastæöari hlutverkum. Aðeins meiri möguleika fær Molly Ringwald. Hún er passlega stráksleg Peter Strauss leikur Wolff, einfara í geimnum sem tekur því verkefni sem býðst hverju sinni ef launin eru mikil. yfir sviðssetningunum á Terra 11. Allt í niöumíðslu og vel skiljanlegt að Wolff gefi plánetunni nafnið ösku- haugur alheimsins. Þar úir og grúir af alls konar drasli sem á varla við í geimmynd en passar samt sem áður vel við söguþráðinn. Eins og í flestum geimmyndum reynir lítið á leikhæfileika aðalleik- endanna. Þaö er nóg að koma vel fyrir og fyrir karlleikarana að vera til aö yngstu áhorfendurnir hafi gaman af henni og um leið aðlaðandi ung stúlka sem heillar Wolff. Eitt er það sem pirraði mig nokkuð en það var tónlist Elmer Bernstein. Hún minnti óþarflega á tónlistina í Stjörnustríðsmyndunum. En í heild er Ævintýri í forðboðna beltinu sak- laus skemmtun sem skilur litið eftir sig. Hilmar Karlsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir VANDINN LEYSTUR Handhœg lausn til ad vardveita bladid. Hálfur árgangur í hverja möppu Fást á afgreidslu Urvals, Þverholti 11, sími (91) 27022 og hjá Bindagerdínni, Skemmuvegi 22, símar (91) 77040 og (91) 35468

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.