Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Blaðsíða 33
DV. MIÐVIKUDAGUR14. MARS1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Priscilla Presley. Það er ekki auðveh Priscilla ásamt vinisinum, Michaei Edwards. að ala upp ungling - sérstaklega ef nafnið erLisa Priscilla Presley hefur undanfarin ár reynt aö koma út úr skugga manns síns og skapa sér sína eigin framtíð og frama. Dóttir hennar og Elvis Presley, Lisa Maria, er oröin táningur, og auk þeirra heföbundnu vandamála sem því fylgir aö ala unglinga upp er þaö ekki létt verk, þegar eftirnafniö er Presley. Priscilla Presley er nú 38 ára gömul. Hiö fríða andlit hennar meö háu kinnbeinunum ber nokkur merki þess aö líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Hún var aðeins 14 ára gömul þegar hún varö ást- fangin af Elvis Presley. 21 árs gömul var Priscilla þegar hún gekk upp aö altarinu meö Elvis og nákvæmlega níu mánuöum seinna fæddist Lisa Maria. „Mér varö fljótt fullljóst aö uppeldi Lisu Mariu yrði öðruvísi heldur en gerist og gengur. Eg vissi að það kæmi til meö aö hafa áhrif á Maria Presley líf hennar hvers dóttir hún er,” segir Priscilla. ,,A tímabili gat ég ekki tekiö hana meö mér út í matvöru- verslun af ótta viö aö slúöurblööin færu í gang og birtu einhverjar voöa- sögur af pabba hennar. A tímabili þoldi Lisa heldur ekki fööur sinn vegna alls slúðursins sem hún las um hann. Það er aöeins nú á síðustu árum sem Lisa er farin aö leika hljóm- plötur fööur síns og viröist opin- skátt stolt af því að vera dóttir hans,” segir Priscilla. „Lisa á sjálf að skapa sér frama" Priscilla er mjög stolt af dótturinni. Þann 1. febrúar var haldið upp á 16 ára afmæli Lisu Mariu. Lisa er 155 sentímetrar á hæð og móöir hennar lýsir henni sem mjög sérstæðri ungri stúlku. „Hún er svolítið til baka og ögn feimin,” segir Priscilla, en „mjög hiý og opinská viö nánarikynni.” Eftir níu ár, þegar Lisa veröur 25 ára gömul, erfir hún óhemju auöæfi. En sem stendur fær hún aðeins 300 krónur í vasapeninga á viku. „Eg vil ekki skemma hana meö eftirlæti. Hún á sjálf aö skapa sér sinn frama og læra aö hafa fyrir hlutunum. „Fyrir nokkrum dögum snæddum við Lisa saman á veitingastaö. Eg virti hana fyrir mér og sagði henni aö sem móðir hennar hefði ég alltaf elskað hana en einmitt nú líkaöi mér einnig afskaplega vel við hana. En þaö hefur stundum verið storma- samt í kringum okkur og það hefur haft áhrif á samband okkar. Versta reynslan sem við höfum gengiö í gegnum saman er mannránshótanir í garð Lisu. En Lisa er mjög trúuð stúlka og þaö hefur hjálpaö henni. Þessi mynd var tekin afElvis, Priscillu og Lisu árið 1968.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.