Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR14. MARS1984. ' Kjallarinn Myndir sem teknar voru af liki Marianellu sýndu svo ekki varð um villst að hún hafði ekki „ fallið i átök- um " eins og heimildir stjórnarhersins sögðu. Hún hafði verið pyntuð klukkustundum saman á herskólan- um i San Salvador áður en hún var tekin aflifi. ÞRÁINN HALLGRÍMSSON FULLTRÚI CDHES Á ÍSLANDI helgaöi hún sig mannréttindabaráttu. Fyrst í staö var skrifstofa samtakanna heima hjá einum stofnfélaganna. Verkefnin voru óþrjótandi. Sem vel menntaður lögfræöingur gat Marían- ella komiö aö miklu liöi meöal fórnar- lamba stjórnvalda, hers og lögreglu. Hún varö strax miðpunkturinn í starf- inu og meginverkefni hennar var aö hjálpa pólitískum föngum auk þess sem hún sinnti daglegu starfi nefndar- manna. Hún tók viö upplýsingum um horfna menn og týnda, reyndi aö graf- ast fyrir um örlög þeirra. Félagar mannréttindanefndarinnar fóru á staöinn þegar lík fundust t.d. á götum úti í dagrenningu. Þeir skráöu nöfn, starfsheiti og fl.þ.h., þeir aðstoöuðu fá- tæka viö aö sjá um útför fórnarlamba hersins og tóku myndir af líkunum. Maríanella tók margar af fyrstu myndunum sem síðar uröu kunnar um allan heim vegna þess aö þær sýndu svart á hvítu hvaö var aö gerast í E1 Salvador. 30. mars 1980 Maríanella var viöstödd jaröarför Rómerós erkibiskups 30. mars 1980. Þá eins og oft áöur hófu öryggissveitir skothríö á mannfjöldann utan viö dómkirkjuna. Margir féllu og minnstu munaöi að Maríanella træöist undir er mikill ótti greip um sig í mannfjöldan- um. Þarna sýndi hún mikið hugrekki. Hún hopaði ekki þegar á reyndi heldur gekk skrefi framar. Hún var forkur til vinnu. I E1 Salvador var hún allar stundir á skrif- stofu CDHES, mannréttindanefndar- ‘ innar, þegar hún ekki var aö sinna verkefnum utanhúss. Þeir sem kynnt- ust Maríanellu á ferö hennar hingað til lands sáu að þarna fór ekki neinn venjulegur verkmaöur. Er komiö var heim aö löngum starfsdegi loknum tók hún til viö skriftir og sat viö þær lengi nætur. Aö morgni var hún jafnhörö til verka og þeir sem sofið höföu úr sér þreytuna. I höfuöborginni San Salva- dor kallaði fólk hana „la Doctora”. Hjá henni fann fólk hlýju, kærleik og hjálp viö erfiðar aöstæöur þegar nánir vinir eða ættingjar voru komnir inn fyrir fangelsismúra eöa fallnir í val- inn. Ekki síst var hún því mikil stoö sem lögfræðingur og sáttasemjari í erfiðum málum. Starf Maríanellu García-Villas og félaga hennar í mannréttindanefnd E1 Salvador var þegar á árinu 1979 farið aö vekja athygli á alþjóðavettvangi. Það fór illa í helstu talsmenn hernaöarlausna svo sem Roberto D’Aubuisson, núverandi formann Arena, flokks hægrimanna og forseta stjórnlagaþings E1 Salvador, en hann er talinn hafa lagt gjörva hönd á plóg- inn er morö Rómerós erkibiskups var skipulagt á sínum tíma. Hann lýsti því yfir í febrúar 1980 aö Maríanella væri á snærum vinstri skæruliöa og gengi þar undir nafninu „Lúsía liösforingi”. Hann lýsti hana einnig fööurlandssvik- ara sem og marga aðra um þaö leyti. Þessi yfirlýsing af vörum Roberto D’Aubuisson þýddi greinilega aö Maríanella væri réttdræp ásamt félög- um hennar í mannréttindanefndinni. Dauöasveitirnar og her áttu síöar aö sjá um aftökurnar. CDHES-mannréttindanefnd E1 Salvador ávánn sér stööugt meira traust. Nefndin varð aðili að alþjóð- legu mannréttindanefndinni (FIDH) sem er ráðgefandi nefnd gagnvart S.Þ. og Maríanella varö varaformaður nefndarinnar. Þá var mannréttinda- nefnd E1 Salvador tilnefnd til nóbels- verðlauna tvisvar sinnum og nú í þriöja sinn á 'þessu ári m.a. af íslenskum þingmönnum. Hún fékk „Isabel La Católica” viðurkenninguna á Spáni, verölaim blaöamannasam- taka í Svíþjóö og „Van Praag de Hivos” verölaunin í Hollandi. Marían- ella varð þó þekktust á Noröurlöndum sem hún heimsótti nokkrum sinnum og kynntist þá áhrifamönnum í flestum Noröurlandanna og kom fram á al- mennum fundum þar sem hún kynnti málefni E1 Salvador meö ákaflega áhrifamiklum hætti. Hún var óþreyt- andi í því verkefni aö kynna mann- réttindabaráttu í Mið-Ameríku og afla málefninu stuönings. Maríanella hélt í hinstu för sína til heimalandsins þann 19. janúar á síö- asta ári. Meðal verkefna hennar og nunnu að nafni Laura Hernandez var aö safna gögnum um eiturefnahernaö stjórnarhersins á þeim svæöum sem eru undir stjórn skæruliöa FMLN, en ásakanir hafa komiö fram í því efni allt frá árinu 1981. Kristnir söfnuöir á svæðunum tóku aö sér að undirbúa komu Maríanellu. Skv. ferðaáætlun Maríanellu átti hún aö halda.til Mexíkó að nýju 19. febrúar og halda þaðan rakleiðis til Genfar í Sviss á ráöstefnu á vegum Sameinuöu þjóöanna. Af þessu varð aldrei. Allar heimildir benda til þess aö yfirvöld hafi vitaö allan tímann af veru hennar í landinu. Aödragandinn aö morðinu á Marían- ellu García-Villas verður ekki rakifln hér, þaö er ekki unnt í stuttri kjallara- grein. Stjórnvöld í E1 Salvador settu af staö áhrifamikla blekkingar- og áróöursmaskínu þegar í staö er verkið haföi verið unniö til þess eins aö draga hulu yfir þaö sem raunverulega haföi gerst. Þess vegna voru fyrstu fréttir af morðinu allar í skötulíki. Rannsóknir tveggja óháöra aðila, Pax Christi International og alþjóðamannréttinda- nefndarinnar — FIDH — leiddu hins vegar hiö rétta í ljós: Aö fjöldamorð hafði verið framið á þeim hóp flótta- manna sem Maríanella var stödd í þann 13. mars 1983 í La Bermuda. Maríanella haföi hins vegar ekki veriö drepin þar heldur haföi hún verið numin á brott og flutt til herskólans í San Salvador sem þekktur er af pyntingum og öörum hroðaverkum á hendur almenningi. Þar var Marían- ella pínd til dauða á hroðalegan hátt. ÞaÖ tók pyntingameistara hennar margar klukkustundir aö ljúka ætlunarverkinu. Þegar því var lokið fluttu hermenn hana til hersjúkrahúss- ins í San Salvador. Þeir sem skoðuöu lík Maríanellu voru ekki í neinum vafa um þaö sem gerst hafði. „Eg hef aldrei séð nokkurt lík svo illa út leikið,” sagði Antonio García Borrajo, formaöur spænsku mannréttindasamtakanna, sem fór til E1 Salvador gagngert til aö rannsaka þetta mál. I sama streng tóku aörir óháöir aðilar sem kynntu sér gögn málsins. Myndir sem teknar voru af líkinu hrekja einnig meö skýrum hætti þær fullyrðingar yfir- valda í E1 Salvador aö Maríanella hafi látist í „átökum” en sú er uppáhalds- skýring hers og lögreglu þegar fólk hefur veriö drepiö meö skipulögöum hætti. Efnahernaður staðfestur Meö moröinu á Maríanellu García- Villas tókst yfirvöldum þar í landi aö koma fyrir kattarnef ötulasta baráttu- manni mannréttinda í allri Rómönsku Ameríku. Gögn þau sem Maríanella gat komið á framfæri áöur en hún komst í hendur pyntara sinna voru mikils viröi. Þau sýndu aö yfirvöld í E1 Salvador nota hvítan fosfór og efni sem líkist napalmi til aö vinna á óbreyttum borgurum á svæðum skæruliðanna. Afleiöingar þessa efnahernaðar eru skelfilegar á landsbyggð E1 Salvador þar sem fjöldi barna og unglinga býr nú viö varanleg örkuml af völdum þeirra. Tölur mannréttindanefndarinnar yfir pólitísk morö og mannshvörf á síð- asta ári sýna einnig aö ástand mann- réttindamála í E1 Salvador fer síður en svo batnandi þó aö sérfræöingar kúrekans í Hvíta húsinu haldi ööru fram þegar þaö hentar. Samtals voru meira en fimm þúsund og átta hundruð manns myrt í E1 Salvador á síðasta ári. Stærstu hópar fórnarlambanna eru launamenn á landsbyggöinni og verkamenn í borgum. A sama tíma hurfu sporlaust nokkuð á sjötta hundr- aö manns. Mannréttindanefndin telur aö ekkert lát sé á ógnarverkum og póli- tískum morðum í landinu enda hníga allar tölur í þá átt. Viö þessar aöstæöur hefur stjórn- völdum, her og lögreglu tekist aö losa sig við alla helstu talsmenn mann- réttinda sem þekktir eru á alþjóöavett- vangi. Mjög hefur veriö þrengt aö mannréttindanefnd E1 Salvador á síö- ustu mánuðum og nefndin hefur nýlega misst húsnæöi sitt sem tengt var biskupsstofu í San Salvador. Mann- réttindanefndin berst því nú um þessar mundir fyrir lífi sínu og þeim verkefnum innan E1 Salvador og utan sem hún var stofnuð til aö sinna. Sér- staka áherslu leggur nefndin um þess- ar mundir á hjálparstarf fyrir flótta- börn frá E1 Salvador sem búa nú m.a. í Hondúras í flóttamannabúðum, mörg hver viö mjög slæman aöbúnaö. Einnig hér á landi munu mannréttinda- ' samtökin, MESA, leggja sitt af mörkum til að efla starf í þágu mann- réttinda fyrir þjóö E1 Salvador. Skal að lokum á þaö minnt aö félagasamtök af ýmsum toga, einstaklingar og stjórn- málaöfl víöa um heim skora um þessar mundir á nefndina í Osló aö veita mannréttindanefndinni friöarverðlaun 1984. Víst er aö nefndin veröskuldar þá viðurkenningu fyrir öflugt starf og fórnir undanfarin ár. Kjallarinn REYNIR TRAUSTASON STÝRIMAÐUR, FLATEYRI Varðandi mína Ijósa- og raftækja- notkun þá get ég upplýst aö fyrir fjög- urra mánaöa tímabil hljóðuðu reikn- ingar upp á samt. kr. 8657 sem þýðir kr. 2164 á mánuöi ef notaðar eru þær reikniaðferðir sem almenningur kann. Ef ég aftur á móti byggi á Sólvallagöt- unni viö hlið Jónasar þá liti dæmiö heldur skár út því þá þyrfti ég aö borga fyrir sömu orku alls kr. 7791 eöa á mánuöi kr. 1947 sem er 50 kr. undir því meðaltali sem Jónas nefnir og opinber- ar heimildir greina frá. Og ef ég væri svo lánsamur aö kaupa einnig hita úr sömu æö og Jónas þá þyrfti ég aö borga fyrir áriö 1983 kr. 11.582,46 í staö 43.559 og ætti því til góöa kr. 31.976. Þegar ég er svo búinn aö greiða skatt af þessum krónum þá er mismunurinn orðinn 47.000 kr. á einu ári. Þessar tölur eru reiknaðar út eftir þeim upplýsingum sem ég fékk frá Hitaveitu Reykjavíkur og iönaðarráöuneyti. Hitaveitan upplýsir einnig að Jónas Guömundsson, Sólvallagötu 9, Reykja- vík, hefur notaö á bilinu 912—946 tonn af heitu vatni undanfarin tvö ár til aö hita upp íbúö sína sem er 252,8 fer- metrar en ekki reyndist unnt aö f á upp- gefna rúmmetratölu íbúðar hans svo ég álykta sem svo aö íbúðin sé um 600 rúmmetrar sem þýðir að hann er held- ur undir meðallagi í eyðslu eins og sá sem þetta ritar. Rang/æti Eg vona að þetta nægi til að opna augu Jónasar skálds fyrir því ranglæti sem er þama á feröinni og hann átti sig á því aö leiðréttinga er þörf og þaö skjótt svo ekki komi til byggðaröskun- ar og viö sem viljum búa á köldu svæð- unum fáum aö búa þar um ókomna tíö viö svipuð skilyrði og aðrir landsmenn. En svona að lokum, mér hefur fundist votta fyrir frjálshyggju í skrifum Jón- asar, þ.e.a.s. byggðarlögin eigi sjálf aö gera eitthvað í sínum málum, gott og vel meö það, en þaö skyldu menn at- huga aö ekki þýöir að nota frjáls- hyggju á einu sviði en hafna henni á ööru. Heldur verður aö stíga skrefið til fulls og gefa allt frjálst þar með taliö allan útflutning. Þá yröi nú veisla sum- staöar. Meö kveðju frá köldu svæöi. Reynir á Flateyri á að greiða 2000 á mánuði fyrir rafhitun Nokkur reiöi er nú vestur á fjörðum útaf janúarreikningi Orkubús Vest- . fjaröa og hafa fréttaritarar frá Flat- jeyri og vestan úr Bolungarvík sent blööunum reikninga til birtingar því til sönnunar aö Vestfirðingar séu hafðir ^aðféþúfu. Þar eö Reykjavíkurborg ein var Fdregin inn í þessa 220 volta harmsögu og látiö að því liggja aö Reykvikingar nytu forréttinda eða þægju jafnvel [ orkulega ömusu frá þjóöinni vildi ég i mínum skrifum um málið minna á að Reykjavík var nú brautryöjandi í orkumálum. Og á því fengu foreldrar | mínir og hin svonefnda eldri kynslóð að kenna með vondum útsvörum meðan verið var að reisa gasvirki á , fyrsta áratug aldarinnar, eða Gasstöð- ] ina. Síðan sama þegar verið var að I virkja Elliðaámar og Sogið. Kaupa vatnsréttindi hér og þar af eigendum ) Islands, lika hitaréttindi á deildar- tunguprísum. Síðar stofnuðu ríki og Kjallarinn JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR borg, sem kunnugt er, til helminga raf- magnsfélagið Landsvirkjun. Reykja- vík lagði á borð með sér orkuver, keypt vatnsréttlndi og peninga, eða reiðufé, svo unnt væri að klára Sogiö og ljúka Búrfellsvirkjun. Sumsé tók af útsvör- um manna m.a. til þess að setja straum á raflinur út um allt land. Onn- ur sveitarfélög vörðu útsvörum þá öðruvísi. Hitaveitan á sér enn lengri sögu eða I frá Þvottalaugunum þar sem þvegið ' var af Ingólfi Amarsyni og fjölskyldu hans sem og öðrum Forn-tslendingum. Arið 1921 var heitt vatn fyrst leitt í hús i í Reykjavik frá jarðhitanum í Laugar-1 dal. Og nú um stundir eiga Reyk-j víkingar um 65% Landsvirkjunar; tæpan helming sem Reykvikingar og afganginn sem þriðjungur Islendinga, eðasvo. Þar að auki á borgin Hitaveitu} Reykjavíkur er einnig hitar Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð og tekur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.