Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Page 5
DV. MIÐVIKUDAGUR14. MARS1984. 5 Hæstiréttur sýknaði ríki og borg af kröf u Læknaþjónustunnar: Loðnuveiðamar: Læknar höfðu ekki ástæðu til að ætla að fallist hefði verið á gjaldskrána Hæstiréttur sýknaöi ríkissjóð og borgarsjóð Reykjavíkur af kröfum Læknaþjónustunnar sf. með dómi síðastliðinn föstudag. Dómur undir- réttar var þar með staðfestur. Mál þetta má rekja til kjaradeilu lækna í Reykjavík við hið opinbera á fyrri hluta árs 1981. I dómi Hæsta- réttar segir: „Læknaþjónustan sf. er talin hafa verið stofnuð 16. maí 1981 af sér- fræðingum og aðstoðarlæknum, sem sagt höfðu upp störf um sínum við ríkis- spítalana, Borgarspítalann og Landa- kotsspítala vegna óánægju með launa- kjör sín og dóm Kjaradóms í kjara- dómsmálinu nr. 5/1979: Læknafélag Islands gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Var tilgangur félagsins eftir félagssamningi „að annast sölu læknisþjónustu til sjúkra- húsa og annarra aðila”. Stóð félags- stofnunin þannig í beinum tengslum við þaðað ætla mátti að óhjákvæmilegt yrði fyrir sjúkrastofnanir að leita til lækna þeirra sem hætt höfðu störfum ef unnt ætti að verða að sinna brýnustu þörfum sjúklinga. Eftir sem áður var þó haldið áfram tilraunum til að ná samkomulagi um þann ágreining sem leitt hafði til uppsagnanna og tókst það eigi löngu síðar eða 24. júní 1981. Hurfu læknamir þá almennt til fyrri starfa. Er ekkert komið fram um að neins konar samningar þeirra við Lækna- þjónustuna sf. hafi staðiö því í vegi að þeir gætu fyrirvaralaust tekiö upp fyrri störf. ” I málinu krafði Læknaþjónustan ríki og borg um greiöslu fyrir vinnu sem 22 læknar leystu af hendi dagana 18. til 22. maí á sjúkrastofnunum í Reykjavík. Krafist var um 160 þúsund króna auk hæstu dráttarvaxta frá 1. júní 1981. „Stefndu höfnuðu að viðurkenna Læknaþjónustuna sf. sem viðsemj- anda sinn um þá læknisþjónustu á sjúkrastofnunum, sem sýnt var aö leita yrði eftir hjá þeim sérfræðingum og aðstoðarlæknum, sem sagt höfðu upp störfum sem „lausráönir iæknar” svo og að viöurkenna þá gjaldskrá sem stjórn Læknaþjónustunnar sf. samþykkti og tilkynnti 17. maí. Gat fyrirsvarsmönnum hennar ekki dulist þessi afstaöa. Höfðu hvorki fyrirsvars- mennirnir né einstakir læknar rétt- mæta ástæöu til að líta svo á, aö stefndu hefðu í orði eða verki fallist á að greiða Læknaþjónustunni sf. fyrir vinnu læknanna samkvæmt umræddri gjaldskrá. Ber í því sambandi að taka fram, að ekki verður með réttu litið svo á, að með áritun sinni á vinnukort læknanna hafi hlutaðeigandi yfir- læknar skuldbundið stefndu til þessa, enda var slíkt ekki á valdi yfirlækn- anna. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Rétt þykir aðmáls- kostnaður fyrir Hæstarétti falli niður," segirídómnum. Málið dæmdu Þór Vilhjálmsson, Guömundur Jónsson, Halldór Þor- bjömsson, Magnús Þ. Torfason og Sigurgeir Jónsson. Sigurgeir skilaði sératkvæði. Hann telur aö taka eigi til greina kröfu Læknaþjónustunnar.KMU. 13bátar bunirað • Jtr veiða kvóta — stærstu bátamir með hæstu kvótana klára þá fyrst Síðla dags í gær voru 13 bátar búnir að veiða upp í loönukvóta sinn og fjórir td viðbótar voru alveg um þaö bil að fylla sína kvóta. Eins og greint hefur verið frá í DV mega þeir halda áfram veiðum að vUd uns 60 þúsund tonna sameiginlegum kvóta er náð. Nú er búið að veiða um 12 þúsund tonn af honum. Yfirleitt ero það stærstu bátamir með hæstu kvótana sem eru búnir með þá enda byrjuðu þeir flestir veiöar fyrir áramót. HeildarafUnn var i gær orðinn 460 þúsund tonn en heUdarkvótinn er 640 þúsund tonn. Vegna kvóta- skiptingarinnar segir það minna en áður að tíunda hæstu skip en þó má geta þess að skip eins og Hilmir SU, Eldborg GK og Sigurður RE hafa borið hvað mest að landi á ver- tíöinni. Þessi skip voru öll með háa kvóta í upphafi vertíðar og byr juðu því fyrr en flestir aðrir. -GS. Bæjarstjórn Eskif jarðar: ÓVISSAN ER OÞOLANDI um byggingu kísilmálmverksmiðju við Reyðarf jörð Frá EmU Thorarensen, fréttaritara DV á Eskifirði. A fundi bæjarstjórnar Eskifjarðar hinn 8. þessa mánaðar var einróma samþykkt eftirfarandi ályktun frá Hrafnkeli A. Jónssyni, Sjálfstæðis- flokki: „Bæjarstjórn Eskifjarðar skorar á iðnaðarráðherra og Alþúigi að taka án tafar af skarið um byggingu kísU- máimverksmiðju við Reyðarfjörð. Bæjarstjórnin bendir á að óvissa í þessu máli er óþolandi fyrir sveitar- félögin við Reyðarf jörð og því brýnt að ákvörðun verði tekin sem aUra fyrstummálið.” A sama bæjarstjórnarfundi var einróma samþykkt eftirfarandi ályktun frá þremur bæjarstjórnar- mönnum Sjálf stæðisflokksins: „Bæjarstjórn Eskifjaröar mót- mælir þeirri ákvörðun samgöngu- ráðherra að endurveita ekki Benna og Svenna h/f sérleyfi á leiðinni EgUs- staðir—Neskaupstaður sem fyrir- tækið hefur haft um árabil og sinnt óaðfinnanlega. Bæjarstjórnin minnir á einróma samþykkt sína um máUö þar sem lagt var tU að fyrirtækinu væri veitt sérleyfið áfram. Bæjar- stjórnin harmar ákvörðun sam- gönguráðherra og vekur athygU á að með henni er verið að skerða einhæft atvmnuUf á Eskifirði og hefði vænst annars af ráðherra og þingmönnum kjördæmisins en þeir ynnu gegn framtaki einstakUnga á staðnum.” -GB Olympia CPD 3212 Ein af mörgum fró Olympia Áreiðanleg og fjölhœf reiknivél sem eyðir ekki borðplássi að ópörfu. OIÝMWA, Olympia vél sem reikna má með þótt annað bregðist. Leitið nánari upplýsinga. Kr. 3.700.- stgr. KJARAIM ARMULI 22 - REYKJAVlK - SÍMI 83022 Act skór, Réttir skór, á Réttum tíma, á Réttu veröi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.