Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Blaðsíða 16
DV. MIÐVIKUDAGUR14. MARS1984. IKi Spurningin Hlustarðu á óperutónlist? Sigurvin Sigurjónsson: Nei, ég hlusta aldrei á óperur. Mín tónlist er hvers- konar dægurmúsík. Margrét Pétursdóttir: Nei, aldrei. Eg hlusta helst á country-tónlist. Eg hlusta mikið á rás 2. Atli Krístmundsson: Það er Iítið. Eg hef aldrei komið i Operuna, er aðallega í dægurlögum og því sem er í eyrunum þá stundina. Haraldur Sveinbjörnsson: Nei, það geri ég ekki. Eg hlusta nú bara á hitt og þetta, ekkert sérstakt. Haukur Magnússon: Nei, ég gerí þaö nú ekki en ég hef oft í óperuhús komið, þó ég hafi ekki mikinn áhuga á tónlistinni. Þ irgerður Þorbjörnsdóttir: Já, ég geri svolitið aðþví, fer stundum í Operuna. Eg hef að vísu ekki séð nýjustu verkin en ætla að sjá eitthvað af þeim. Frá Þórshöfn i Færeyjum. Bréfritarí tetur að islenskir sjónvarpsmenn eigi að taia færeysku i viðtölum við Færeyinga. Samskipti íslendinga við Færeyinga Aðalsteinn Gíslason skrifar: Eg er svolítið óánægður með það þegar fréttamenn sjónvarpsins eiga viötöl við granna okkar Færeyinga fara þau fram á dönsku. Eg held að færeyska eigi sér fullan þegnrétt í vitund okkar Islendinga og varla ætti það að vera erfiðleikum háð að þýða svörin ef texti er látinn fylgja meö á annað borð. Spuming er hvort ekki ætti það sama að gilda um Grænlendinga en senni- lega er það erfiðara viðfangs þar sem ég geri ráð fyrir að fréttamenn okkar noti eigið mál í viðtölum við Fær- — og aðra Norðurlandabúa eyinga. Eg varð stórhrifinn er ég heyrði fær- eyskan skipstjóra svara á islensku þegar fréttamaður sjónvarpsins átti við hann viðtal á Isafirði. Hann talaöi islenskuna mjög vel og svaraði með þeim orðaforða sem hann hafði yfir að ráða. Vafalítiö hefur þessi maður kunnaö dönsku en hann kaus að nota íslensku þótt hún væri kannski ekki alveg lýtalaus hjá honum. Örlítið meira um norræn samskipti. Aldrei get ég fellt mig við það þegar Norðurlandabúar, Islendingar og Skandinavar, hittast þá tala þeir ensku. Þetta á einkum við um ungt fólk. Nú er danska, eða eitthvert annað Norðurlandamál, kennd í skólum á Islandi allt frá neöri bekkjum grunn- skóla. Mismunurinn á þessum tungu- málum er það lítill að með lítilsháttar hagræðingu í framburði og orðavali getur sá sem eitthvaö kann i einu málinu gert sig skiljanlegan á öllum Norðurlöndunum. Raunar er mállýsku- munur innan landanna sjálfra, t.d. Noregs, það mikill að auðvelt er að villa á sér heimildir þótt málakunn- áttan sé ekki upp á marga fiska. Hárgreiðslunemar vinna öll hárgreiðslustörf — og eiga því rétt á mannsæmandi launum Hárgreiðslunemi skrifar: Nokkur orð um baráttu hárgreiðslu- og hárskeranema þar sem ég er ein af þeim og er það von mín að fleiri láti til sin heyra. Eg álít ekki að við séum neitt þriöja flokks fólk þótt viö viljum berjast fyrir tilveru okkar og rétti. Já, ágætu meirarar, tilveru okkar og rétti. Tilvera okkar er að mínu áliti fólgin í því að viö þurfum að geta lifað rétt eins og aðrir. Það hlýtur hver maður að sjá að viö getum ekki lifað af 5.000—10.000 kr. mánaðarlaunum. Réttur okkar hlýtur að vera sá aö fá sömu laun og aðrir iðnnemar. En ykkar fag getur ekki verið hátt skrifað af ykkur ef þið meistarar getið framið á okkur slíkt mannréttindabrot að neita að semja við okkur um sömu laun og aðrir iðnnemar hafa. Er það fag sem við sækjumst svo eftir aö læra ekki meira metið af meisturum en svo að þeir vilji helst ekki vita af tilveru okkar ef þeir- þurfa að borga okkur mannsæmandi laun? Og eru þau laun sem við förum f ram á vart mannsæmandi eins og allir Islendingar hljóta að vita því það eru fleiri en við sem hafa ekki í sig og á. Heyrst hefur að viö mættum þakka fyrir að fá að vinna á stofum þótt við séum nú ekki að heimta kaup líka. Við> eigum víst bara aö lifa á námslánum. Þau eru að vísu hjálp fyrir þá sem hana þurfa en ekki finnst mér aö ætti að neyða neinn til þess að lifa á láni ef hann hefur löngun til að vinna fyrir sér enda vinnum við fyllilega fyrir því kaupi sem viö erum að fara fram á. Ef einhverjum hefur dottið í hug að ekki sé hægt að nota okkur til annars en að sópa gólf, þurrka af, gefa kaffi eða skola hár þá er þaö ekki rétt. Við getum meira og mörg okkar gera miklu meira, jafnvel reka stofumar að miklu leyti þótt þau fái ekkert fyrir. Það ætti kannski að koma fram líka aö það er skylda hvers meistara aö sjá um að neminn fái að vinna öll þau störf sem á stofunni eru unnin enda held ég að það sé beggja hagur. Það hlýtur að segja sig sjálft að viö þurfum að taka próf út úr þriðja bekk eftir að hafa unnið á stofu og viö tökum ekki próf í því að sópa gólf. Getur verið að sú lúalega framkoma meistara viö nema sina sé sönn aö þeir hóti að reka þá ef þeir fari fram á sömu laun og aðrir iðnnemar? Kannski eru til meistarar sem hugsa þannig en ég vil ekki trúa að það sé meirihlutinn enda geta þeir það ekki. Við erum ekki alveg réttlaus þótt við þurfum kannski að biðja þá afsökunar á tilveru okkar og löngun til að læra þeirra iðn. Góðir nemar, stöndum saman og berjumst fyrir rétti okkar. Þau eru ekkert viðriðin réttindabaráttu hárgreiðsiunema. Myndin á bara við. Bjarni Fel.: Fáum troö- keppnina Guðjón skrifar: Mig langar að þakka Bjarna Felixsyni fyrir „All-Star” leikinn sem var í íþróttaþætti hans síðasta laugardag og taka undir óskir les- anda er skrifaði þann 9. mars um að fá troökeppnina sem haldin var daginn fyrir „AIl Star” leikinn. Þama er um stórmerkilegt fyrir- bæri aö ræða og veit ég um margan körfuboltaáhugamanninn sem glaður vildi borga fé til að fá að sjá þessa keppni. Eg vona bara að Bjarna takist að bregðast jafnfljótt við þessu og „All Star” leiknum því þarna er um að ræða frábært efni fyrir alla körfuboltaaödáendur. Að lokum langar mig að koma aöeins inn á ensku knattspyrnuna og allar þær raddir um að nú eigi að sýna minna með Liverpool eða meira með Liverpool og Bjarni eigi aö gera þetta og Bjami eigi að gera hitt. Hvað haldið þið, ágætu bréfrit- arar, aö Bjarni sé? Það er ekki hann sem ræður því hvaða leiki hann fær senda og það sem hann fær sent þaö sýnir hann. Svo ef þið hafið einhverjar kvart- anir fram að færa um hvaö eigi að sýna í ensku knattspyrnunni þá skuluð þið skrifa beint til Englands enda hefur það margkomið fram í lesendadálkunum að Bjarni Fel. ræöur ekki hvaða leikir eru sýndir nema að litlu leyti. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.