Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Qupperneq 28
28 DV. MIÐVIKUDAGUR14. MARS'1984. Steinþóra Einarsdóttir lést 3. mars sl. Hún var fædd 8. ágúst 1890. Steinþóra var tvígift. Fyrri mann sinn, Bjarna Dagsson, missti hún áriö 1921. Stein- þóra giftist Gunnari Jóhannssyni áriö 1923. Þau bjuggu fyrstu árin í Reykja- vík en fluttu til Siglufjarðar 1928 og áttu þar heima í 37 ár. Utför Steinþóru veröur gerö frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.00. Andlát Margrét Ingiríður Jónsdóttir lést 4. mars sl. Hún var fædd 20. ágúst 1909. Dóttir hjónanna Ingibjargar Isaks- dóttur og Jóns Magnússonar. Margrét giftist Tómasi Hallgrímssyni en hann lést fyrir alimörgum árum. Þeim hjón- um varö þriggja barna auðiö. Utför Margrétar verður gerö frá Dómkirkj- unniídagkl. 13.30. Innilegt þakklæti færi ég öllum þeim sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu þann 3. febrúar sl. með heillaóskum, góðum gjöfum og á annan hátt gerðu þennan dag ánœgjulegan fyrir mig. Guð launiykkur og blessi Rósa Lárusdóttir Dalbraut 25, Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 137. og 140. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Laugarnesvegi 37, þingl. eign Sigrúnar Eddu Gunnarsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Gústafs Þ. Tryggvasonar hdl., Arnmundar Backman hdl., Þór- arins Arnasonar hdl., Asgeirs Thoroddsen hdl. og Gests Jónssonar á eigninni sjálfri föstudaginn 16. mars 1984 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem augiýst var í 113., 117. og 120. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Sólheimum 23, tal. eign Vaigarðs Magnússonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Jóns Þóroddssonar hdl., Ölafs Gústafs- sonar hdl. og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri föstudaginn 16. mars 1984 kl. 14.45. Borgarfógetaembættiö íReykjavík. Nauðungaruppboð sem augiýst var í 113., 117. og 120. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Sólheimum 18, þingl. eign Elvu Andrésdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 16. mars 1984 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 137. og 140. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Miklubraut 60, þingl. eign Bryndísar Þráinsdóttur, fer fram eftir kröfu Sigurmars K. Albertssonar hdl. á eigninni sjáifri föstudaginn 16. mars 1984kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 70., 72. og 74. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Hverfis- götu 70A, þingl. eign Ingibjargar Ingvarsdóttur o.fl., fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 16. mars 1984 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 137. og 140. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Hverfisgötu 82, verslunarhúsnæði, þingl. eign Jóns Guðvarðssonar, fer fram eftir kröfu Utvegsbanka Islands, Skúla J. Pálmasonar hrl. og Þorvarðar Sæmundssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 16. mars 1984 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. í gærkvöldi____________í gærkvöldi Bjór og hundar björguðu kvöldinu Skarpskyggnu skötuhjúin hennar Agöthu Christie veröa hálfþreytandi á skerminum þegar til lengdar lætur. Skarpskyggnin er nefnilega ekki meiri en svo að þau eiga af og til í hverjum þætti langar oröræöur þar sem þau þvæla fram og til baka, einkum kvensan. Líklega hefur eitt- hvaö fariö úr böndunum við gerö þessara þátta því aö í flesta þeirra vantar alla þá spennu sem einkenndi sakamálasögur Agöthu sálugu. Þáttur Guöjóns fréttamanns Einarssonar um hunda- og bjórbann var prýðisgóður. Það var vissulega kominn tími til að taka á þessum tveim bönnum og láta menn mæla með þeim og mót. Þau hafa nefnilega gert okkur að athlægi um allan heim og er ekki séð fyrir endann á þeim ósköpum. Syrpan um hundabanniö hófst með sænskri hundaóperu, tekinni í Reykjavík. Oneitanlega kitlaði það þjóðernisstoltið aö sjá ráðherra- tíkina Lucy fara með aðalhlutverkið af tilfinningu og festu. Hún virðist hafa öðlast mikinn þroska á stuttum ferli sínum og er vaxandi viö hverja myndatöku. Þeir Jón Ottar matvælafræðingur og Páll V. Daníelsson bindindismað- ur skiptust á skoöunum um bjórinn. Páll vildi meina að síneysla léttra drykkja væri miklu hættulegri en ef „menn skvettu einstöku sinnum í sig”. Jón Ottar mælti aftur meö „veikara og hollara” áfengi. Spunn- ust af þessu hinar æsilegustu umræð- ur en miklu var málflutningur mat- vælafræðingsins skotheldari heldur en rök Páls. Dýr bjór, einungis seld- ur í Ríkinu, getur tæpast skaðað fólk meira en lútsterkar veigar og kannski gómsætari. Landalagið í dagskrárlok var svo vel valinn punktur yfir i-iö. Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Hjörtur Rósmann Jónsson, Ashamri 63, Vestmannaeyjum, lést af slysför- um mánudaginn 11. þ.m. Guðmunda Úlafsdóttir frá Brimnesi, Grindavík, andaðist 12. mars á Hrafn- istu, Hafnarfiröi. Rósamunda Jónsdóttir, fyrrv. ljós- móðir frá Bakka, Dýrafirði, lést í Landspítalanum 12. mars. Kristin Guðmundsdóttir, Sævangi 6, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju, fimmtudaginn 15. mars kl. 13.30. Guðmundur Sigurvin Sigurðsson vöru- bifreiöarstjóri, Bólstaðarhlíö 35, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. mars kl. 15.00. Þuríður Kvaran verður jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. mars kl. 10.30. Þorleifur Finnbogason frá Bolungar- vík í Grunnavíkurhreppi, síðast á Hrafnistu, sem andaöist 6. mars sl„ verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu föstudaginn 16. mars kl. 13.30. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkju- garöi. Æfingatímar Golfklúbbur Reykjavikur hefur fengið að- stöðu til inniæfinga í Tranavogi 1. Hefur þar verið komið fyrir netum til að slá í og sett upp I litil púttbraut. Aðgangur verður ókeypis en kylfingar þurfa sjálfir að koma með bolta og kylfur. Opið verður þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 16—22, laugardaga kl. 10—16 og sunnudaga kl. 13-19. Ferðalög Ferðafélag íslands Helgarferð 16.—18. mars: Helgarferð í Borgarfjörð. Gist í húsum BSRB í Munaðarnesi. Skíðagönguferðir á Holta- vörðuheiði við aUra hæfi. Notið snjóinn meðan tækifæri gefst. Holtavörðuheiði er kjörið skíðaland. Farmiðasala og aUar upplýsingar á skrifstofunni, Oldugötu 3, Símar 19533 og 11798. Fundir Kvenfélag Kópavogs Aöalfundur félagsins veröur haldinn á morgun fimmtudag kl. 20.30 í Félags- heimilinu. Mætum stundvíslega. Stjómin. Kvennadeild Flugbjörg- unarsveitarinnar Félagsfundur verður haldinn í dag, miðviku- dag 14. mars, kl. 20.30. Heiðar Jónsson snyrtir kemuráfundinn. Formannafundur Sjómannasambands íslands haldinn föstudaginn 9. mars 1984 aö Borgar- túni 18, mótmælir harðlega framkomnu frum- varpi til laga um breytingu á lögum nr. 51 28. apríl 1983 um Aflatryggingasjóð sjávarút- vegsins. Fundurinn minnir á að upphaflegt markmið sjóðsins var eingöngu í því skyni að tryggja sjómönnum laun sín, ef um verulegan afla- brest væri að ræða eöa ef útgerð brygðist fjár- hagslegri skuldbindingu sinni gagnvart sjó- mönnum. Enn í dag er eitt meginverkefni sjóðsins það sama og í upphaf i. Með frumvarpi þessu sem nú liggur fyrir Alþingi er ætlunin aö bótagreiðslur Aflatrygg- ingasjóös gangi inn til stofnfjársjóðs fiski- skipa sem hefur allt ööru hlutverki aö gegna en að tryggja sjómönnum laun sín. Þessum breytingum mótmælir fundurinn harðlega og krefst þess að hlutverk Afla- tryggingasjóðs verði óbreytt. Fundurinn skorar á alþingismenn að fella þetta frumvarp, og minnir á í því sambandi að vegna stjórnvaldsaðgerða í sjávarútvegs- málum þurfi sjómenn enn frekar en áður á núgildandi lögum Aflatryggingasjóðs að halda. Tilkynningar Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands Næstu tónleikar S.I. veröa í Háskólabíói á morgun, fimmtudaginn 15. mars, hefjast kl. 20.30. A efnisskránni eru eftirtalin verk: Franz Schubert: Forleikur (Der vierjáhrige post- en), W.A. Mozart: Klarínettukonsert í A-dúr, K.622, John Speight: Klarínettukonsert (frumflutningur), Richard Strauss: Don Juan,op.20. Stjórnandi er aöalstjórnandi hljóm- sveitarinnar Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari kvöldsins er Einar Jóhannesson klarínettuleikari. Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra veröur haldinn í Skeljahelli, Skeljanesi 6, helgina 17.—18. mars nk. OpiÖ verður milli kl. 14 og 18 báöa dagana. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Sýnikennsla verður í félagsheimilinu að Baldursgötu 9 fimmtudaginn 15. mars kl. 20.30. Matreiðslumaður kynnir matargerð úr svínakjöti. Konur fjölmennið. Kristniboðsvika í Reykjavík Samkoma verður að Amtmannsstíg 2B í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður sr. Lárus Halldórsson. Helgi Hrjóbjartsson verður með kristniboðs- þátt. Harpa Amarsdóttir flytur nokkur orð, æskulýðskór KFUM og K syngur. Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra verður haldinn í Skeljahelli, Skeljanesi 6, helgina 17.—18. mars nk. Opið verður milli kl. 14 og 18 báða dagana. Verkstjórafélag Reykjavíkur Laugardaginn 3. mars varö Verkstjórafélag Reykjavíkur 65 ára. Félagið var stofnaö árið 1919 í húsi KFUM. Fyrsti formaður félagsins var Bjami Pétursson og gegndi hann því starfi til mai 1923 er hann andaöist. Meðal fyrstu verkefna félagsins var að koma á f astri skipan matar- og kaffitíma verkamanna. Einnig beitti félagið sér fyrir byggingu húss viö Reykjavikurhöfn þar sem hinir mörgu hafnarverkamenn gátu haft afdrep. I stjóm Verkstjórafélags Reykjavikur era í dag, Högni Jónsson formaður, Auður Ingólfs- dóttir ritari, Jörgen Berndsen gjaldkeri, Anna M. Jónsdóttir varaformaður og Birgir Davíðsson varagjaldkeri. Félagsmenn eru um 600 úr öllum starfsgreinum. Hækkandi sól í Keflavík — nýjung á Suðurnesjum I allan vetur hefur skammdegið legið eins og mara á landsmönnum. En það stendur allt til bóta með hækkandi sól. Tími til kominn að hrista af sér dmngann og taka lífinu létt. Og það er svo sannarlega hægt í veitingasölum K. K. í Keflavík. Á föstudaginn kemur ætlar veitingahúsið að fitja upp á .þeirri nýjung í skemmtanalffi Suðumesjamanna að bjóða matargestum sinum upp á skemmtidagskrá sem hlotið hefur nafniö Hækkandi sól. Sýningarkvöld verða fimm, 16., 17., 23., 24. og 30. mars. Meginefni dagskrárinnar er skemmtiefni sem Leikfélagið í Garði sér um. Það er söngur, grín og gleði í fimmtíu mínútur samfleytt. Áður en dagskráin hefst eiga menn völ á fordrykk og gómsætum mat. Menn geta valið milli tveggja matseðla. Og maturinn rennur ljúflega niður við undirleik Gróu Hreinsdóttur sem leikur dinnermúsík á píanó á meðan á kvöldverðinum stendur. Að skemmtidagskránni lokinni leikur hljóm- sveitin Pónik og Einar fyrir dansi. Allir era velkomnir meðan húsrúm leyfir og stóram og smáum fyrirtækjum gefst kjörið tækifæri að halda árshátíðir eða afmæli á skemmti- kvöldunum. Allar nánari upplýsingar um þau era veittar í Veitingasölum K. K. í Keflavík, sími 3717. Einnig er hægt að afla sér nánari vitneskju um skemmtikvöldin í síma 2853. Afmæli 75 óra er í dag, miðvikudaginn 14. mars, Jórunn Valdimarsdóttir, Odda- braut 12 Þorlákshöfn. Him verður aö heiman í dag. 75 ára er í dag, miðvikudaginn 14. mars, Guðbjörg Magnea Jónsdóttir. Hún er fædd 14. mars árið 1909 að Vorsabæ í Austur-Landeyjum Rang. Hún er gift Guðjóni Jóhannessyni frá Læk á Skagaströnd. Þau búa nú á Hvammstanga. Bella Ég hef ekki heyrt í Verner í meira en ár.... ef ég bara myndi hvernig hann lítur út gæti ég fundið hann hér á veggnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.