Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR14. MARS1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Gary Hart öldungadeildarþingmaöur hlaut þrjá mikilvæga sigra í forkosn- ingunum í gær yfir Walter Mondale, fyrrum varaforseta, sem hins vegar vann meö yfirburðum í Alabama en aö- eins naumlega í Georgíu þar sem hann haföi ötulan stuðning Jimmy Carters, fyrrum forseta. George McGovern, einn af fram- boösefnunum fimm, endaði í þriöja sæti í Massachusetts, eina fylkinu sem hann sigraöi í fyrir tólf árum í forseta- kosningunum þá, og hefur nú dregiö sig út úr forkosningabaráttunni. — Hann haföi fyrir gærdaginn sagt að næöi hann ekki öruggu ööru sæti í Massachusetts mundi hann hætta bar- áttunni til þess aö ná útnefningu demó- krata til forsetaframboðs. Þegar talning atkvæöa í forkosn- ingum níu fylkja var vel á veg komin, varö ljóst aö Hart mundi sigra örugg- lega í Flórída, Massachusetts og Rhode Island. — I Flórída og Massa- chusetts voru flestir landsþingsfulltrú- ar í húfi. John Glenn virtist ekki ætla aö hafa árangur sem erfiöi og er búist viö því, þegar úrslit liggja endanlega fyrir eft- ir forkosningarnar í gær, aö hann hætti. Jesse Jackson, sem byggt hefur aðalvonir sínar á fylgi blökkumanna í Suöurrikjunum, fékk þó ekki nema rúm 50% atkvæða blökkumanna í Ala- bama á meöan Mondale fékk um 30%, samkvæmt fylgiskönnunum. Var mjótt á mununum milli Jacksons og Glenns í þriöja og f jóröa sætinu í Alabama. •** VÍ George McGovern gafst upp þegar Ijóst varð i hvað stefndi i Massachusetts. Mondale átti mikið undir því aö ná góðum árangri í forkosningum í gær til þess að geta sýnt fram á góöa mögu- leika áöur en forkosningar veröa í Miö- vesturfylkjunum eins og Michigan næsta laugardag. — Sigur hans í Ala- bama og Georgíu þykir þaö naumasta sem til þurfti. Engu að síöur vildi hann í yfirlýsing- um viö fjölmiðla túlka niöurstööur gærdagsins sem sigur fyrir sig, þótt stuðningsmenn Harts væru í sjöunda himni yfir árangri þingmannsins frá Kólorado. Hart hefur nú aö allra mati tekiö ótvíræöa forystu í forkosningunum, sem gæti reynst afgerandi. — Um leið kemur fram í fylgissamanburöi milli hans og Reagans forseta og milli Mondales og Reagans aö Hart þykir hafa bestan möguleika demókrata til þess aö sigra Reagan. Sonur Dengs fyrir hjálp- arsjóði fatl- aðra í Kína Hartsigraðií 3 fylkjum og hefur nú forystu McGovem hættur og búist er við að Glenn gef ist einnig upp Gary Hart hefur tekið ótviræða forystu i forkosningunum en fyigis- kannanir benda til þess að hann eigi bestan möguleika demókrata til að sigra Reagan i forkosning- unum næsta vetur. John Glenn, á kosningaferðalagi, hættir sennilega eftir þriðjudaginn stóra. Jesse Jackson fékk ekki það fylgi meðal blökkumanna i Alabama sem hann hafði vænst. Walter Mondale, fyrrum varafor- seti, þurfti sigur i gær áður en for- kosningarnar hefjast i Miðvestur- fylkjunum. SKAUT KENNARANN FYRIR ÁVÍTURNAR 15 ára gamall námsmaður, sem hlotiö haföi ávítur fyrir aö koma of seint í kennslustund í Castres í Frakklandi, drap kennara sinn og fyrirfór sér síöan. Kennarinn haföi sent pilt til skólastjórnar til aö sækja um- sóknareyðublað til áframhaldandi tímasóknar, en pilturinn kom 20 mínútum síöar, brá skammbyssu undan jakka sínum og hóf skothríö. Skaut hann kennarinn af örstuttu færi og síðan sjálfan sig í höfuöiö. Lögreglan fann í fórum hans síö- ar bók eftir Jacques Mesrine, sem heitir „Dauöahvötin” en Mesrine þessi var franskur stórglæpa- maöur. Sjálfur í hjólastól eftir meðferð rauðra varðliða 1967 Franska sambandið aftur í f réttunum Fatlaöur sonur Deng Xiaoping, aöalvaldamanns Kína, tilkynnti í gær að stofnaður heföi verið sérstakur hjálparsjóöur fyrir fatlaö fólk og hefur hann hlotiö viöurkenningu af hálfu þess opinbera. Deng Pufang hefur veriö í hjólastól allt frá því aö rauðir varðliðar (maóistar) vörpuöu honum út um glugga af f jóröu hæö í Pekingháskóla 1967 þegar faðir hans haföi oröiö fyrir barðinu á einni hreinsuninni í menn- ingarbyltingunni. Hann segir aö sjóöurinn veröi til styrktar um 20 milljón Kínverjum sem eru fatlaðir. I viötölum viö blaöamenn út af stofnun hjálparsjóösins vildi Deng y ngri f átt um hreinsanirnar fyrir 14 ár- um segja. — „Það áttur margir í Kína um sárt aö binda þá. Eg var einn af þeim,” var allt og sumt sem hann sagöi í svari viö eftirgrennslunum á blaðamannafundinum. Einn af forystumönnunum í „Franska sambandinu”, heróínsmygl- hring sem á sjöunda áratugnum stóö fyrir stórsmygli frá Marseilles til Bandaríkjanna, var handtekinn á flug- vellinum í Miami 1. mars um leið og hann sté þar út úr flugvél. Lucien Rene Sans (51 árs) var ákæröur 1972 fyrir heróínsmygl, þá fjarverandi, því aö hann haföi sloppiö á síðustu stundu þegar handtökur fóru fram. Hann er einnig eftirlýstur af frönsku lögreglunni. Þegar lögreglumenn handtóku Sans í Miami spuröu þeir hann um nafn og at- vinnu en hann svaraði: „Heróínheild- sali,. . . en ekki í Bandaríkjunum. Smyglmálið 1972 varö svo frægt aö gerðar voru um þá tvær kvikmyndir. Reykjavík: 91-31615/86915 Akureyri: 96-21715/23515 Borgarnes: 93-7618 VíöigerðiV-Hún. : 95-1591 Blönduós: 95-4136 Sauöárkrókur: 95-5175/5337 Siglufjörður: 96-71489 Húsavík: 96-41940/41229 Vopnafjörður: 97-3145/3121 Egilsstaðir: 97-1550 Seyðisfjörður: 97-2312/2204 Höfn Hornafiröi: 97-8303 interRent Bríta. OFFSET FJÖLRITUN V______________ Ný tæki gera okkur kleift, aö veita vandaöa og hraövirka þjónustu. Möguleikarnir sem viö getum boóió upp á eru fjölmargir. Auk offsetfjölritunar, Ijósritum viö, seljum pappír, blokkir og minnismiöa, silkiprentum á ýmsa hluti, vinnum litglærur fyrir myndvarpa, vélritum og bindum inn. Lítió við og kynniö ykkur þjónustu okkar. Byggjum á reynslu, þekkingu á þessu sviöi. FINNAR AFSTÝRÐU VERKFÖLLUM Afstýrt hefur verið í Finnlandi alls- herjarverkfalli, sem hefjast átti þar í dag. Helstu verkalýösfélög féllust á síðustu stundu á sáttatillögur varðandi launahækkanir og vinnustundafjölda. — Til verkfalls gæti þó komiö síöar í sumum iðngreinum. Kalevi Sorsa forsætisráðherra fagnaði samkomulaginu og sagði aö ef það héldist ættu Finnar stórum meiri möguleika í samkeppninni á alþjóöa- mörkuöum. Upp úr viðræöum stærstu launþega- samtaka Finna og atvinnurekenda slitnaði í síðustu viku og haföi veriö boðað verkfall sem hefjast átti í dag. Tveggja daga verkfall haföi svo aftur veriö boöað 15. og 16. mars. I samkomulaginu er gert ráö fyrir 3,2% meöalhækkun launa á þessu ári, 3,6% meöalhækkun aftur á næsta ári og styttingu vinnutímans upp úr 1986, en þeir lægst launuöu fá auka hækkan- ir. — Upphaflegu kröfumar um launa- hækkun hljóðuðu upp á 9%. Ef ekki hefði gengið saman heföu verksmiðjur lokað í dag og almennar samgöngur og margháttuð önnur þjón- usta lagst niöur. Jafnaöarmenn gegna forystu í ríkis- stjórn landsins og fara víðast meö meirihluta i verkalýösfélögum Finna. VIÐ ERUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.