Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR mTmARíTiSm.” ’ 11 — rabbað við Arturo Nazareno, alþjóðlegan varaforseta JC, en bjórkneyfarar sátu íkringum hann íflugvélinni til íslands Filippseyingurinn . Arturo Nazareno hallaði sér makindalega aftur í einu sæta Flugleiðaþotunnar. Þar sem þetta var næturflug ákvað hann að ná sér í smá„kríu” áöur en lent yrði í Keflavík síðar um nóttina. Honum gekk hins vegar illa að sofna. Astæðan var sú að skrafhreifiö fólk í kringumhann kneyfaði bjór. ,,Nei, nei, þetta fór ekkert í taug- amar á mér. Það var frekar aö ég hefði gaman af þessu. Eg vissi jú sem var aö á Islandi er ekki seldur bjór. Eitt var ég þó öruggur um. Eg var alténd í réttri vél.” Við hittum Arturo „Douglas” Nazareno að máli síðastliðinn laug- ardag. Fyrrnefnd saga kom fram er við spurðum hann sakleysislega um það hvernig flugið frá Osló þá um nóttinahefðiverið. En hver er maðurinn? Jú, alþjóð- legur varaforseti JC. Einn af nokkr- um. Hann mun stíga aftur upp í Flugleiöaþotu á morgun, eftir að hafa rabbað við JC-félaga á Reykja- víkursvæðinu, Egilsstöðum og Akur- eyri undanfarna daga. Þá ligg- urleiðin til Bandaríkjanna. „Eg er fæddur í borginni Rosario, sem er um 37 km fyrir utan Maniia. Þannig vill til að ég fæddist á sama degi og hershöfðinginn frægi Dougl- as McArthur. Og það var nóg til þess að félagar mínir heima á Fihppseyj- um kölluöu mig strax í æsku Douglas. Þetta nafn hefur reyndar festvið mig.” Nazareno starfar hjá fyrirtæki fjölskyldu sinnar. Það heitir Rattan Pasifica og framleiðir og selurhús- gögn. Arið 1968 gekk hann í JC og hefur starfað af krafti í hreyfingunni síöan. Hann var landsforseti JC á Fiiipps- eyjum í fyrra. Svo vel fórst honum það úr hendi að á síðasta heimsþingi JC var hann kosinn „besti landsfor- seti”fyrir áriö 1983. — Hvernig finnst þér íslenskir JC- félagar? „Þeir eru virtir erlendis fyrir gott starf og dugnað. Og það JC-fólk sem ég hef þegar kynnst hér virðist mér veragottfólk.” — Nú hefuröu verið 16 ár í JC. Hvað er það sem þú hefur fengið mest út úr þessum f élagsskap? „Því er fljótsvarað. Eg hef þróað sjálfstraustiö með ræðumennsku og fleiri verkefnum. Þá hef ég eignast marga kunningja.” — Veðrið hér á landi. Það er ekk- ertaðfara með þig? „Nei, alls ekki. Hér er auðvitað kaldara en ég á aö venjast heima á Filippseyjum, en þó er mun hlýrra hér en ég átti von á.” Svo við ræðum aöeins um Filipps- eyjar. — Hverjar eru helstu atvinnu- greinar þar? „Filippseyjar eru mjög ríkar af hráefnum, eins og kopar, kokos- hnetuolíu, svo eitthvaö sé nefnt. Og hráefni eru meginuppistaðan í út- flutningi okkar. Þá höfum við eins og þið Islendingar dágóðar tekjur af fiskveiðum.” Nazareno sagði að veruleg vand- ræði væru af því fyrir efnahagslífið á Filippseyjum hve mikill halli væri ávalltá utanríkisviðskiptum þeirra. „Þar er mikill innflutningur á olíu þyngstur á metunum. Við þurfum að flytja inn mn 90 prósent af allri okkar olíu og það er óhemju dýrt fyrir okk- ur. Sjálfir getum við fullnægt 10 pró- sent af olíuþörfinni og vonandi fer þaö hlutfall hækkandi því nýjar olíu- lindir hafa fundist á Filippseyjum á síöustu árum.” — Er mikil fátækt á Filippséyj- um? Arturo „Douglas" Nazareno. „Hún hefur minnkað mikiö, en þaö er af og frá að henni hafi verið út- rýmt. Helsta breytingin er sú að því fólki sem þið kallið væntanlega milli- stéttarfólk hefur fjölgaö mjög, þann- ig aö nú eru miklu færri fátækari.” Þess má til fróöleiks geta að á Filippseyjum eru fimm sjónvarps- stöðvar og þá er ein kapalstöð í Manila, höfuðborg landsins. Fyrir utan „snjóinn” í sjónvarp- inu. Hafðirðu séö snjó áður en þú komst til Islands? „Já, reyndar.það var hvít jörð í Bandaríkjunum þegar ég var þar í vetur. -JGH Var þá öruggur um að ég væri í réttri vél Loðnuvonin í Djúpál brást „ Viö höf um verið hérna síðan í gær- kvöldi og þaö er loðna hérna í Djúpáln- um og köntunum báðum megin. Þetta er hrygningarloðna en heldur tætings- leg og ekki mikið af henni,” sagöi Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur í viðtali við DV í morgun er hann var staddur um borð í Áma Friðrikssyni útiaf Vestfjörðum. Togarar hafa lóðað á loðnu á þessum slóöum að undanfömu og því var Árni Friðriksson sendur á staðinn. „Það kemur varla neitt út úr þessu fyrir þann veiðiskap, sem við stundum, en þó gæti loðnan hlaupið saman þannig að bátar næðu kasti og kasti, en ég sé ekki ástæðu til þess að bátar komi hingað og bíði þess,” sagöi Hjálmar-GB Fimmtán milljóna hækkun bensíngjalds — kemur ekki upp í gatið Hækkun bensíngjalds um 19 aura á lítrann veldur ekki hækkun á útsölu- verði. Það verður áfram um sinn 22,50 krónur. Þær 14,7 milljónir, sem vænt- anlega koma í ríkissjóð vegna þessar- ar breytingar, koma heldur ekki upp í fjárlagagatið. I forsendum fjárlaga var gert ráð fyrir að möguleikar til tekna af þessu gjaldi yrðu nýttir til hins ýtrasta. Þrátt fyrir þessa hækkun er óvíst að tekju- áætluninstandist. HERB Selfoss: Kaupfélag Árnesinga f lytur brauðgerðina Kaupfélag Amesinga flutti nýlega brauðgerð sína frá Eyrvarvegi 3 á Sel- fossi að Austurvegi 2. Vélakosturinn var endurný jaður að mestu leyti með Mono brauðsamstæðuvélum frá Bretlandi og ofnum frá Svíþjóð. Afkastageta brauðgeröarinnar jókst um helming meö tilkomu hinna nýju tækja og öll starfsaöstaða batnaði að mun, enda voru gerðar miklar breytingar á hús- inu. 1 bakaríinu vinna 9 manns og bakarameistari er Sævar Ástráðsson. Hann á þakkir skildar fyrir hvað mat- arbrauðin og fínni brauðin em góð. Þegar ég kom hingað fyrst fyrir 2 1/2 ári voru matarbrauðin, sérstaklega rúgbrauöiö, alveg óæt. Þau voru bæði grá og súr. Fyrir bolludaginn nú voru bakaðar 12 þúsund bollur, en aðeins 6 þúsund í fyrra, og var Sævar miklu lengur að vinna þær. Utibú KÁ fá sinn skammt af framleiðslu brauðgerðar- innar, útibúin á Eyrarbakka, Laugar- vatni, Stokkseyri, í Hveragerði og Þorlákshöfn. Regína/Selfossi. HIN S/VINSÆLA OG MYNDARLEGA FERMINGAR- GJAFAHANDBÚK I -48 SIDUR- fylgir bladinu Á MORGUN Þú cettir að geta fundið réttu FERMINGARGJÖFINA í henni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.