Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Blaðsíða 12
! 12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Sfjórnarformaður og Otgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. | Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. , Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. > Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. 1 Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. , Áskriftarverðá mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. , Helgarblað25kr. Lexía stjómarandstæðinga Niðurstöður skoðanakannana DV eru vantraust á stjórnarandstöðuna, ekki síður en þær eru traustsyfir- lýsing við ríkisstjórnina. Kannanirnar sýna að almenningur kýs stöðugleika í efnahagsmálum og gerir sér vonir um að ríkisstjórnin spjari sig áfram. Jafnframt refsar almenningur stjórnar- andstöðunni, sem oft á tíðum vill bregða fæti fyrir aðgerðir stjórnarinnar. Ljóst er að um þessar mundir eru kjósendur hrifnastir af því, að stjórnmálamenn sýni ábyrgð. Utkoma Alþýðubandalagsins er til dæmis harla merkileg. Forysta Alþýðubandalagsins hefur að undanförnu helzt vakið á sér athygli fyrir baráttu gegn kjarasamningun- um. Sennilega hefur forystan álitiö, að með því mætti vinna fylgi. Almenningur væri langþreyttur á kjaraskerðingu og vildi fá mun hærra kaup. Alþýðubandalagið hefur haft forystu í stjórnarandstöðu, allt frá því að núverandi ríkis- stjórn var mynduð, og stundum bariö bumbur. En hvað uppsker Alþýðubandalagið? Samkvæmt skoðanakönnuninni hefur flokkurinn tapaö töluverðu fyigi- Það er rétt, sem Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra sagði í viðtali í DV í gær um niðurstöður skoðanakönnunarinnar: „Frammistöðu stjórnarandstöð- unnar má rekja til ábyrgðarleysis. . . Málflutningur stjórnarandstæðinga er ekki sannfærandi, og sérstaklega hefur málflutningur Alþýðubandalagsins verið óábyrgur.” Samkvæmt skoðanakönnuninni er fylgi Alþýðu- flokksins talsvert undir því sem var í kosningunum í fyrra. En staða Alþýðuflokksins hefur skánað að und- anförnu, ef saman eru bornar niðurstöður könnunarinnar nú og skoðanakönnunar DV í október síðastliðnum. Alþýðuflokksmenn hafa verið miklu ábyrgari í kjara- samningunum en forysta Alþýðubandalagsins. Vel má vera, að Alþýöuflokkurinn njóti góðs af því í þessari skoðanakönnun. Bandalag jafnaðarmanna og Samtök um kvennalista hafa tapað fylgi samkvæmt skoðanakönnuninni. Bandalag jafnaðarmanna kæmi ekki manni á þing ef kosningaúrslit yrði eins og niðurstöður síðustu skoðana- könnunar. Þessi samtök gjalda einnig þess, að almenningur grunar þau um ábyrgðarleysi í stjórnarandstöðu. Fleira kemur auðvitað til. Hætt er við, að slík samtök eða „smáflokkar” gleymist mörgum milli kosninga. Bæði náðu þau góðum árangri í þingkosningunum í apríl síðastliðnum eftir skamma líf- daga. Bandalag jafnaðarmanna byggðist að mestu á vinsældum Vilmundar heitins Gylfasonar. Vera má, að þessi skoðanakönnun sé fyrstu merki þess, að Bandalag jafnaðarmanna muni líða undir lok. Samtök um kvenna- lista hafa hins vegar enn fylgi, sem ekki er langt frá kosningaúrslitunum í fyrra. Lengi hafa sést merki þess í skoðanakönnunum, að almenningur vill styðja þá, sem sýna ábyrgð. Nú er það einkum Sjálfstæðisflokkurinn, sem nýtur góðs af, enda stendur flokkurinn sem nokkuð sameinað afl eftir síðasta landsfund. Skoðanakönnunin er lexía fyrir stjórnarandstæðinga, sem ættu að læra, að ábyrgðarleysi borgar sig ekki lengur. Haukur Helgason. DV. MIÐVIKUDAGUR14. MARS1984. 14. mars — í minningu Maríanellu ,,Ég vil alls ekki týna lífi. í lífið vil ég halda sem lengst. En ég er þess samt fullviss, að frá því augnabliki er ég stíg niður úr flugvélinni (íEl Salvador) eru um 90% líkur áað ég verði myrt..... Ég get ekki sagt, að ég sé ekki hrædd. Það er ég. En ég finn ekki svo mjög til óttans. Ég veit einnig, að ég mun fá þann kraft sem til þarf til að sigrast á óttanum. Ég vil berjast fyrir lífi, sem er einhvers virði. Einmitt þess vegna vil ég ekki deyja. Svo lengi hef ég lifað við hlið dauðans og afleiðingar hans, að hann ætti að vera orðinn eðlileg- ur hluti tilverunnar í mínum augum. Öll munum við kynnast honum að lokum. En einatt kemur hann þó of snemma til þeirra, sem lifað hafa hratt og mikið. ’' Þaö var ekki aö ástæöulausu aö Maríanella García Villas reit þessi orö í bréfi til vinar síns nokkru áöur en hún var drepin í E1 Salvador — 14. mars — fyrir réttu ári. Dauði og ofsóknir höföu fylgt henni sem skuggi í mörg ár. Nokkrum sinnum hafði hún sjálf verið handtekin í E1 Salvador meðan hún átti þar fasta búsetu. Hún þekkti pyntingaraðferðir öryggislögreglu og þjóövaröliöa af eigin raun. Hús for- eldra hennar haföi veriö stórskemmt í sprengjuárás. Reynt haföi verið aö ráöa hana af dögum í skotárás. Hvaö eftir annað haföi sprengjum veriö komiö fyrir í skrifstofuhúsnæöi mann- réttindanefndar E1 Salvador og reynt var aö hefta starfsemina með morðhótunum og ógnarverkum á hendur félögum nefndarinnar. Marían- ella haföi horft á eftir þremur félögum sínum í mannréttindanefndinni sem urðu fórnarlömb fólskuverka öfga- manna. Mesta áfallið var morðið á Rómeró erkibiskupi sem var meðan hann liföi sverö og skjöldur allrar mannréttindabaráttu um gervalla Mið-Ameríku. Meö því svíviröilega moröi var ljóst aö hægri öfgamenn í Miö-Ameríku myndu engu eira til aö koma í veg fyrir þróun í átt til félags- legs jafnaöar og mannréttinda í álfunni. Maríanella gat því lesiö sín eigin örlög af veggnum. Hún geröi þaö, en óttaðist ekki. En hver var hún þessi lágvaxna kona sem lét svo lítið yfir sér viö fyrstu kynni? Maríanella García-Villas var fædd í höfuöborg E1 Salvador, San Salvador, 7. ágúst 1948. Móöir hennar var upp- (Úr bréfifrá Maríanellu García- Villas, forseta mannréttindanefndar El Salvador.) runnin í E1 Salvador en faðir hennar frá Spáni. Hann haföi hlotið menntun sína þar í heimspeki og lögfræöi. Snemma bar á miklum námshæfi- leikum Maríanellu og hún var eftir grunnskólanám send til Spánar þar sem hún lauk stúdentsprófi en sneri sér síöar aö laganámi og heimspeki og lauk prófum í þeim greinum viö há- skólann í E1 Salvador. Að því loknu nam hún félagsvísindi viö háskóla kaþólsku kirkjunnar í San Salvador um nokkurt skeiö. Maríanella fékk snemma áhuga á stjórnmálum og gekk um tvítugt til liös við flokk kristilegra demókrata. Hún var um tíma þingmaöur og áhrifa- maður í flokknum en kaus aö yfirgefa þennan vettvang árið 1979 þegar ljóst var aö kristilegir demókratar höföu tengst áhrifamönnum í hernum og stefndu aö því aö taka þátt í stjóm landsins. Maríanella taldi að stjórnar- þátttaka kristilegra myndi leiöa til klofnings í flokknum og ekki leysa nokkurn vanda. Þetta gekk eftir og næstu ár voru tímabil samfelldra átaka. Ógnarverk á hendur almenn- ingi tóku á sig nýja og hroðalega mynd. Þúsundum saman voru meintir andstæöingar stjórnvalda og hers teknir af lífi án dóms og laga. A daginn fóru þjóövaröliö og lögregla meö völd en um nætur tóku auk þess dauöasveit- ir hægri manna viö, rifu menn og konur út úr húsum sínum í skjóli myrkurs. Síöan spurðist ekki til þeirra meira. Frá því 1979 hafa yfir fimmtíu þúsund pólitísk morö veriö framin í E1 Salvador og þúsundir hafa horfiö spor- laust. Maríanella stofnaöi ásamt nokkrum félögum sínum mannréttindanefnd E1 Salvador áriö 1978. Frá þeim tíma Landshlutarígur eða orkuokur Jónas Guömundsson rithöfundur, sem hér á árum áöur titlaði sig stýri- mann, hefur undanfarnar vikur fariö um meö miklum rassaköstum í kjallaragreinum DV. Tilefni skrifa hans munu vera fréttir frá fréttaritara DV á Flateyri þar sem lýst er óánægju fólks meö háa raforkureikninga hér vestra. Hver undirrótin er veit ég hins vegar ekki, nema ef vera skyldi ill- gimi. Skáldiö teiknar þetta upp í þeim lit- um aö um landshlutaríg sé aö ræða og árás á Reykvíkinga. Ekki fæ ég nú les- iö þaö út úr þeim fréttaklausum sem birst hafa því þaö eina sem minnst hef- ur verið á Reykjavík er að þar er lágur upphitunarkostnaöur og gott eitt um þaöaðsegja. Orörétt segir í fréttinni: „I því til- viki má segja sem svo aö eigandinn færi sléttur út úr því aö láta loka, fara til Reykjavíkur og leigja þar íbúð fyrir 10 þúsund kr. á mánuði.” Þarna er ekki minnst á ölmusur Reykvíkingum til handa heldur aöeins þaö aö dæmiö er orðið þannig aö óbúandi er að veröa hér um slóðir vegna orkuokurs. Grundva/larrangfærslur Okkar vandi verður ekki leystur meö því að hækka verö á hitaveituvatni heldur með því aö lækka raforkuverð. Landshlutarígurinn á því upptök sín hjá Jónasi sjálfum sem er aö blanda sér í mál sem honum er í raun óviö- komandi. Varöandi útreikninga skáldsins á orkunotkun undirritaös, þar sem hann fær út aö hér sé aö ræða meiriháttar upphitun á ekki aðeins húsinu sjálfu heldur og nánasta umhverfi líka, þá vil ég benda á grundvallarrangfærslur, því hús mitt við Olafstún 9 Flateyri er ekki 380 rúmmetrar eins og Jónas seg- ir í kjallaragrein sinni, heldur er þaö samkvæmt því rými og plöggum sem ég hef undir höndum 723 rúmmetrar fyrir utan bílskúr eða alls 796m, sem segir þá sögu aö orkumælir nr. 51808763 snýst á svipuðum hraöa og þeir bræöur hans sem sjá um mæling- ar á svipuðu rými annars staöar, og þó fer hann ívið hægar, því samkvæmt þeim tölum sem iönaöarráöuneytiö gefur upp er eðlileg eyösla í slíku hús- næöi 59286 kwh en er eins og Jónas réttilega upplýsir 56385 og þar af leið- andi undir meðallagi. Er ég ekki undrandi þó Jónasi hafi þótt þröngt á ritstjórn Tímans ef hann hefur notað svipaðar reiknikúnstir til aö finna út svigrúmið þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.