Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR14. MARS1984. 15 Ekki vil ég fullyrða hversu réttmætt dæmi það er en nýverið var haldið um helgi mikið fimleikamót. Frá þessu móti kom stutt fréttamynd, í henni sást sigurvegari í einni grein við æfingar. Já, viö æfingar en ekki í keppni, en það var vegna þess að íþróttafréttamenn komu ekki á vettvang fyrr en keppni var lokiö og tók þó mótið tvo daga. Til að bjarga sér frá algerri skömm fengu íþróttafréttamenn sjónvarps sigur- vegarann í einni greininni til þess aö sýna siguræfingar sínar til mynda- töku. Um myndatöku frá slíku móti vil að sýna a.m.k. 15 mínútna mynd, smá- glefsur úr ýmsum atriðum svona í 10 mínútur og svo fimm mínútur frá bestu atriðunum. Með þessu heföi sést mynd af fjöldanum og svo af afburða- fólkinu. Iþróttafréttamenn og svo þeir sem þeim stjóma ættu endilega að gera sér grein fyrir því að uppörvun þurfa allir, ekki aðeins afburðafólkið. Reyndar má ætla að nógu margir veröi til þess að hvetja það. Svo er að sumu leyti nýlega kunn sorgarsaga íslenskra afburða- manna sem selt hafa sig á markaði SMÁAUGLÝSINGAÞJÓNUSTA VIDGETUn • „Þess vegna verður að viðurkenna að kappleikir, t.d. knattspyrna eða aðrir boltaleikir, njóta mikilla vinsælda og eiga að fá allgóðan tíma í íþróttafréttum.” ég hafa þau orö aö þótt þarna verði ekki lands- eða heimssögulegir atburðir þá eru þarna börn og unglingar sem eiga ef til vill eftir að vekja aðdáun á Norðurlanda- og jafn- vel Evrópuvísu. Víst er að á þessu móti voru stjömur fimleika á landsvísu en þar voru fleiri. Frá þessu móti hefði átt ofurmennanna og þykjast svo ekki vita hvað eru mútur og hvað ekki. Af- burðamenn uppvísir að slíku eru engrar virðingar verðir. Lítil börn sem af einlægni gera sitt besta á íslensku fimleikamóti eru hins vegar allrar viröingar verð.Þetta ættuýmsir fullorðnir menn að athuga vandlega. Menning Menning VORBLÓT Vorblót. Ballettmúsík eftir Igor Stravinsky. Hljómplata í útgáfu DGG. Flytjendur: ísraelska Fflharmóníusveitin undir stjórn Leonard Bemstein. Útgáfustjórn: Hanno Rinke. Upptökustjórn: Hans Weber. Tónmeistari: Karl-August Naegler. Útgefin 1983 DGG 2532 075 digital (snœlda Cr02 3302 075; snúður (compact disc) 410 508— 2 GH) Umboð á íslandi: Fálkinn. „Þetta er í fyrsta sinn á sextíu ámm, að ég er höfð að fífli,” sagði dePourtalés greifinna eftir fmmsýn- ingu balletts Diaghilevs, Vorblóts, sem stiginn var við músík Igors Stravinskys. Nú, næstum þremur aldarf jórðungum síðar spyrja menn í forundran — hvað olli uppþotinu? Hvað hneykslaði fólk þá? — Meöan enn var hægt að ná tali af fólki sem uppiiföi skandalann kepptust tónfé- lagsfræðingar við að reyna aö upp- lýsa, eftir lifandi heimildum, hvað í raun hefði valdið skandalnum um árið. Niðurstöðumar urðu sam- kvæmt venju þegar reynt er aö graf- ast fyrir um orsakir framsýningar- uppþota, það er að segja, harla lítil- fjörlegar. Ef ekki keppinautur leigir til menn að hleypa öllu í bál og brand (sem telja má aö heyri sögunni til) þá er nærtækast að taka svörin saman í eina nútímalega axlarypptu og...bara. Margir hallast aö því aö þaö hafi verið „sex” sem hneykslaði mann- skapinn þegar rúmur áratugur var liöinn af öldinni. Stravinsky þvertök jafnan fyrir að nokkuð væri sexúelt í Vorblóti og kóreógrafía Diaghilevs bendir ekki til þess að fyrir þeim félögum hafi vakað að höfða í kúnst sinni beint til þessarar framkenndar mannsins. Sumir tónlistarfræðingar halda því fram aö sex sé ekki til í músík, því að hún sé í eöli sínu al- gjörlega abstrakt. Þessu er erfiðara að halda fram um dansinn. Oft er því haldið á lofti að í þjóðlög- um og þjóðdönsum Evrópubúa sé einmitt forðast eins og heitan eldinn aö höföa til hins kynferðislega. Gjarnan er nefndur „Schuplattler- dansinn” sem dæmi því til stuönings. I þeim dansi skella herrarnir sér á hæla og skinnklædd lær og sveifla stúlkunum svo að hringskorin pilsin standa beint út í loftið og við blasa blúndum hulin herlegheitin. Söguleg- ar staðreyndir segja okkur hins vegar að pilsgerðin og dansinn séu frá því um tólf hundruð, en nærhöld (meö blúndu eða án) hafi ekki þekkst sem hluti af viðkomandi kvenlegum þjóðbúningi fyrr en á átjándu öld. Þannig vill stundum fara þegar neyða á siðgæðisvitund upp á kúnst- ina og vel má vera að afdráttarlaus- ar neitanir Stravinskys og Diaghil- ,evs reyndar líka eigi eitthvað skylt með sögunni af blúndubuxunum og þ jóðdansinum góða. Hvort flytjendur fylgi eöa hafni kenningunni um hið kynferðislega í Vorblóti verður að sjálfsögðu ekki greint nema að saman fari músíkin og dansinn. En manni gleymist oft þegar maður hlustar á músíkina eina sér, að þetta sé ballettmúsík. Hugsar tæpast út í það þegar Stravinsky ger- ir hljómsveitina alla, strengi jafnt sem blásara að einni allsherjar slag- verkssveit að þá sé hún trumban sem Hljómplötur Eyjólfur Melsted slær taktinn við sefjandi heiðinn dans. Tónn Israelsku Fílharmóníunnar er hvass og það notfærir Bemstein í túlkun sinni á verkinu. Hvergi þarf fyrir vikið að ýkja í leik. I Jarðar- tilbeiðslunni í upphafi er spilað eins einfalt og slétt og hugsast getur. Og þegar að því kemur að hljómsveitin ummyndast öll í eitt slagverk í Brott- námsleiknum verður það einhvern veginn svo áreynslulítið. Þá kemur hvass leikur og tónn Israelanna þeim til góða, þar sem margar hljómsveit- ir með breiðari og mýkri tónblæ verða að grípa til þess að ýkja veru- lega til að ná áhrifunum fram. Heildarsvipurinn á flutningi þessum á plötunni er ákaflega seiðandi og sef jandi án þess þó að sú magnaða ögrun sem músík Stravinskys ber í eðli sínu með sér glatist í neinu. Um vinnuna á plötunni er fátt aö segja. Hún er öll fyrsta flokks. Eg ímynda mér að tækninnar mönnum þyki gott að vinna með svo hvassan og fremur grannan tón og víst er að litlar tilraunir eru gerðar til að mýkja hann upp og breikka á þessari plötu. EM IETT ÞER SPOR1N OG AUDVEIDAD t>ÉR FYRIRHÖFN • Afsöl og sölutilkynningar bifreiða • Húsaleigusamningar (löggiltir) • Tekið á móti skriflegum tilboðum Við viljum vekja athygli á að þú getur látið okkur sjá um að svara fyrir þig símanum. Við tökum á móti upplýsingum og þú getur síðanfarið yfir þær í góðu tómi virka daga kl. 9—22 OPIÐ: laugardaga 9—14 sunnudaga kl. 18—22 Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9—17. SÍMINN ER 27022 ATHUGIÐ Ef smáauglýsing á að birtast í helgarblaði þarf hún að hafa borist fyrir kl. 17föstudaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.