Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Qupperneq 19
DV. MIÐVIKUDAGUR14. MARS1984. 19 frttir íþróttir fþréttir KR-ingar réðu ekkert við Leif 1 fý. t I — Leifur Gústafsson átti stórleik með Val þegar Valur vann KR 76:61 í úrslitakeppninni íkörfu „Þrátt fyrir aö við höfum unnið auðveldan sigur hér í kvöld gerum við Valsmenn okkur grein fyrir þvi að það eru erfiðir leikir framundan,” sagði Leifur Gústafsson, Val, eftir að Valur hafði unnið stóran sigur á KR í fyrsta leiknum í úrslitakeppni úr- valsdeildar í Seljaskóla í gærkvöldi með 76 stigum gegn 61 eftir að staðan í leikhléi haf ði verið 33:28 Val í vil. Leifur Gústafsson var maðurinn á bak viö sigur Valsmanna í gær- kvöldi. Hann skoraöi 27 stig, hitti úr 12 skotum sínum af 16 í leiknum og skoraði þrjú stig úr vítum. Þá var hann einnig góöur í vörninni. Besti leikur Leifs í vetur og hann kom svo sannarlega á réttum tíma. Þeir Jón Steingrímsson, Torfi Magnússon og Kristján Agústsson skoruðu 10 stig hver og þessir fjórir voru bestu menn Vals í leiknum. Tómas Holton varð fyrir meiðslum snemma í leiknum og var lítiö með. Það skipti sköpum fyrir KR-inga að þrír af bestu leikmönnum liðsins gátu ekki leikið meö. Jón Sigurösson á við meiðsli að stríöa í baki, Birgir Guðbjörnsson meiddur á öxl og Kristján Rafnsson veikur heima og illa fjarri góðu gamni. KR-ingar mega ekki viö slíkum missi og leikur þeirra bar þess líka merki. Páll Kolbeinsson var einna frísk- astur hjá KR en þeir Guðni og Agúst áttu góða spretti. Garðar var aftur á móti slakur. Páll skoraði 16 stig. Guðnil3, Garðarll. Liðin leika að nýju á morgun kl. 20.00 í Hagaskóla og ef Valsmenn sigra þá hafa þeir tryggt sér réttinn til aö leika til úrslita gegn Haukum eða Njarðvík um titilinn. Leikirin í gærkvöldi dæmdu þeir Siguröur Valur Halldórsson og Krist- björn Albertsson og var dómgæsla þeirra til mikillar f yrirmyndar. -SK. Tómas brotnaði Bakvörðurmn snjalli hjá Val í körf- unni, Tómas Holtan varð fyrir því óhappi í Iciknum gcgn KR i gterkvöldi að ncf- brotna þcgar tæpar fjórar mínútur voru af leik. Kappinn var þó ekki á því að gefa sig og kom inn á aftur í lokin og gerði góða hluti að venju, skoraði þá fimm stig fyrirVal. -SK. I Hroðalegt óréttlæti i i i KR-ingar bafa heldur betur orðið fyrir áfalli í körfunni. Þrir af þcirra bestu mönnum gátu ekki ieikið mcð liðiuu í gær- kvöldi og er KR því annað liðið til að verða fyrir því hroðaiega óréttlæti sem úrslitakeppni úrvalsdeildar er. Aður hafa Njarðvikingar fcngið að kynnast þvi cftir að Vaiur Ingimundarson meiddist. Eitt stærsta málið í dag er að iaga þessa deiiu sem úrslitakcppnin er og láta réttlætið hafa forgang. -SK. Ekkert félag hef ur boðið í Bryan Robson — en fjöldi leikmanna á leið til Old Trafford í staðinn fyrir hann að sögn ensku sunnudagsblaðanna Frábær árangur Hins vegar eru ensku blöðin búin að kveðja Bryan Robson. Hann fari til Italíu eftir þetta leiktímabil. Enski landsliðseinvaldurinn, Bobby Robson, hefur þó aðvaraö Bryan. Biður hann að hugsa sig vel um áður en hann heldur til Italíu. Enska landsliðið þurfi á hon- um að halda og það með ensku liði. Ef hann fari til Italíu sé undir hælinn lagt hvort hann fái sig lausan, þegar lands- liöið þarf á honum að halda. Ekki nóg með að ensku blöðin hafi kvatt Bryan, þau hafa lika bent á fjöl- marga leikmenn sem Man.Utd ætlar að kaupa fyrir peningana sem fást fyrir Robson. Þar eru oftast nefndir Steve Archibald , skoski miðherjinn hjá Tottenham, John Wark, annar skoskur landsliðsmaður, sem vill fara frá Ipswich, og Paul Walsh, hinn nýi Bryan Robson, fyrirliði Man, Utd og enska landsliðsins. miðherji enska landsliösins, sem leikur með Luton Town. hsím. „Það hefur ekkert félag haft sam- band við okkur. Aðeins milliliðir, sölu- menn, hafa hringt. Ef eitthvert félag byði okkur tvær milljónir sterlings- punda fyrir Bryan Robson mimdi ég segja nei á stundinni. Hins vegar ræða málin ef þrjár milljónir punda væru í boði — þó aðeins ef Robson vill fara frá Man.Utd,” sagði Ron Atkinson, stjóri ■ Man. Utd , í viðtali í Sunday Mirror sl. sunnudag. jKari- fjögur fgærkvöldi — og Austur-Þjóðverjar sigruðu Sovétríkin í landskeppni í sundi en markið var dæmt af vegna brots á varnarmanni. A 25. mín. var dæmd vítaspyrna á Stuttgart, Völler lét sig falla. Alls ekki vítaspyrna en Rohleder gerði sér lítið fyrir og varði frá Reind- ers. A 30. mín. lék Ásgeir upp og gaf fyrir en Corneliusson spyrnti rétt framhjá. I s.h. sótti Werder mjög og naut greinilega heimavallarins. Bjargaö varámarklínu Stuttgartfrá Völlerog það var ekki fyrr en á 89. mín. að Werder skoraði sigurmarkið. Völler lék á Makan, gaf fyrir og Sidka skall- aði í mark. Stuttgart hafði varist af grimmd til að reyna að fá heimaleik. Rohleder var besti maður Stuttgart í leiknum en Asgeir var langbestur af útispilurunum. HO/hsím. Austur-Þýskaland sigraði Sovétrík- in með 178 stigum gegn 166 í lands- keppni í sundi, sem háð var um helgina í Kharkov og stóð í þrjá daga. Loka- sprettur austur-þýska sundfólksins var mikill. Það sigraði í næstum hverju sundi lokadaginn. Stórkostlegur árangur náöist í mörgum greinum. Besti sundmaður heims, Vladimir Salnikov, Sovét, sigr- aði í 400 m skriðsundi á 3:49,51 mín. Langfyrstur en Austur-Þjóðverjarnir Sven Lodzievski og Stefan Liss komu næstir á 3:52,55 og 3:52,65 mín. Sergei Smiryagin, Sovét, sigraði í 100 m skrið- sundi á 50,35 sek. Jörg Woithe, A- Þýskaiandi, annar á 50,95 sek. Alexei Markovsky, Sovét, sigraði í 100 m flug- sundi á 55,06 sek. en Thomas Dressler, A-Þýskalandi, varð annar á 55,80 sek. Juri Kis og Alexander Dubrovin, báðir Sovét, urðu í tveimur fyrstu sætunum á 100 m bringusundi á 1:04,82 og 1:05,06 mín. Kristin Otto, A-Þýskalandi, varð fyrst í 100 m skriðsundi kvenna á 55,34 sek. og sigraði einnig í 100 m baksundi á 1:02,08 mín. Astrid Strauss, A-Þýska- landi, sigraði í 400 m skriðsundi kvenna á 4:09,43 min. og í 200 m skrið- sundi karla sigraði Sven Lodzievski, A- Þýskalandi, á 1:50,97 min. hsím. Almennur fundur um kvótakerfi og stjórnun fiskveiða verður haldinn í Sigtúni, Suðurlandsbraut 26, sunnudaginn 18. mars kl. 14.00. HAGSMUNAAÐILAR. Auglýsing frá ríkisskattstjóra um framtalsfrest Framtalsfrestur manna, sem hafa með höndum atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfsemi, er hér með framlengdur til og með 29. mars 1984. Reykjavík 12. mars 1984 RÍKISSKATTSTJÓRI STEYPUBIFREIÐ ÓSKAST UPPLÝSINGAR í SÍMA 96-71333 OG 96 71473. BÍLDSHÖFDA 16. SÍMAR 81530 OG 83104 SELJUM f DAG 'aVT Saab 99 GLi árg. 1981, 4-dyra, Ijós- blár, beinskiptur, 4- gíra, ekinn 37 þús. ; Skipti möguleg á ódýrari. Saab 99 GLS árg. 1980, 4-dyra, sjálf- skiptur, dökkrauður, ekinn 27 þús. Saab 900 GLE árg. 1982, 4-dyra, silver, sjálfsk. + vökvast. ekinn 39 þús. Skipti á ódýrari Saab. Saab 900 GL árg. 1982, 5-dyra, beige litur, beinskiptur, 4- gira, ekinn 42 þús. Eigum til afgreiðslu strax tvo Saab 900 árg. 1983 á góðum kjörum. - ÓKEYRÐIR BÍLAR. opkmo-4 TOGGURHR SAAB UMBOÐIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.