Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR14. MARS1984. Flugleiðir fá endur- greiddar 27 milliónir — af lendingar- gjöldumvegna Norður- Atlantshafsflugs semenn er rekið með halla Meirihluti fjárhags- og viðskipta- nefndar Alþingis lagði í gær fram breytíngartillögu við lánsfjárlaga- frumvarpið þess efnis að rikissjóði væri heimilt að endurgreiða Flugleið- um og Cargolux lendingargjöld á Keflavikurflugvelli vegna Norður- Atlantshafsflugs. Heimildin gildir fyr- ir timabilið frá 1. október síðastliðnum til loka yfirstandandi árs og er talin kosta ríkissjóð rúmar 27 milljónir króna í tekjutap og er hluti af því gati á fjárlögum sem ríkisstjórnin reynir nú aðleysa. Niðurfellingar á lendingargjöldum Cargolux eru þó ekki inni í þeirri upp- hæð þar sem ekki hafði verið gert ráð fyrir þeim lendingum. Nú eru hins veg- ar áætlaðar 50 lendingar Cargolux hér á landi í tengslum við Norður-Atlants- hafsflug og myndu lendingargjöld af þeim nema 1,3 til 1,5 milljónum króna. Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, sagði að fyrirtækið hefði farið fram á endurgreiðslu lendingargjalda vegna þess að Noröur-Atlantshafs- flugið væri enn rekið með haUa. Sagði Sigurður að Flugleiðir væru ekki samkeppnisfærar á þessari flugleið ef endurgreiösla kæmi ekki til þar sem fyrirtækið væri með viðbótarlending- argjöld vegna lendinga á Islandi og auk þess væri leiðin um Island nokkuð lengri. Endurgreiðslan hér á landi er háð samskonar fyrirgreiðslu í Luxem- burg og hefur hún þegar fengist. Stuöningi ríkissjóðs við Flugleiðir vegna Norður-Atlantshafsflugsins lauk 30. september siöastUðinn. Sigurður Helgason sagði í viðtali við DV í febrúar að Flugleiðir myndu ekki óska eftir frekari stuðningi. ÓEF Seðlabankagrunnurinn: a m MANNLEG MISTOK —orsök þess að kraninn féll Fullvíst þykir að mannleg mistök hafi verið orsökin að því er stór byggingakrani féll niður í grunni Seðlabankahússins síöastliöinn laug- ardag. Mennimir sem unnu að því að hækka kranann munu hafa losaö of marga bolta við verkið meö fyrr- nefndum afleiðingum. Um 10 metrar af bómu kranans bognuðu við faUið og er nú unnið við að rétta hana í vélsmiðjunni Trausta. Aætlað er að því veröi í fyrsta lagi lokið í næstu viku og tefj- ast framkvæmdir við byggingu Seðlabankahússins sem því nemur. -GB Þrír bílkranar unnu við að rétta byggingakranann í Seðlabankanum . Hefur þeim tekist að lyfta bómunni af þaki húss launadeUdar fjármálaráðuneytisins. Stærsti bUkrani landsins, 150 tonna ferlíki, heldur uppi kranaturninum en tveir minni eru á bómunni. DV-mynd: S. Flugleiðir hætta að fá ríkisstyrk Stuöningi ríkissjóös viö Fhigleiðir Rikissjóöir Islands og Lúxem- niðurfellingar lendingargjalda og vegna Noröur-Atlantshafsflugsins borgarveittufélaginustuöningíþrjú annarra skatta. lauk 30. september síöastliöinn. ár mcöan á mestu erfiöleikum þess Samkvaemt ársskýrslu Flugleiöa Flugleiöir hyggjast ekki óska eftir stóö. Stuöningur Islands varmiöaöur nam stuöningurínn 35,5 milljónum frekari stuöningi, aö því er Sigurður viö þann tekjumissi sem taliö var aö króna aUs áriö 1982 og 40,6 nulljónum Helgason forstjórí tjáöi DV. Fjár- ríkissjóöur heföi oröiö fyrir ef króna áríö 1981. Tölur fyrír árið 1983 hagsafkoma síöastliðins árs er taUn AUantshafsflugiö stöövaöist. StuÖn- Uggja ekki fyrír. jákvsö. ingur Lúxemborgar var í formi -KMU. Eiturlyfjasmyglari dæmdur Nýlega var kveðinn upp í sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum dómur yfir 29 ára gömlum manni sem tekinn var 1. febrúar í fyrra fyrir að smygla inn mjög sterkum fíkniefnum til landsins. Maðurinn var með 280 g af hassolíu sem hann haf öi komið fyrir í verjum og síðan gleypt. Einnig var hann með heróín sem hann hafði sett í hylki og falið í endaþarminum á sér en auk þess var hann með smávegis magn af kóka- íni og hassi í fórum sínum. Maðurinn var dæmdur í 18 mánaöa fangelsi. Er það þungur dómur í samanburði við aðra dóma sem hér hafa verið kveönir upp í svipuöum málum ef miðað er við magnið sem maöurinn var tekinn með. -klp Loðskinnin í gott verð — eftir lægð f lok síðasta árs Refaskinn seldust á uppboöi í Kaup- mannahöfn í síöustu viku fyrir 25% hærra verð en fyrir mánuði og 65% hærra verð en í desember. Þá var verð- ið í mikilli lægð. Uppboðssala á minka- skinnum hófst í gær og var búist við líkri þróun í verði þeirra. Héöan voru 2.500 blárefs- og shadow- skinn. Fyrir blárefsskinnin fengust að meðaltali 1.470 krónur, mest 1.873, síð- an 1.720, 1.374 og minnst 1.160 krónur eftir gæðaflokkum. Þetta verð er um 25% hærra en í lok janúar. Shadow-skinnin fóru á 1.573 krónur að meðaltah sem er 11% hækkun frá uppboði í janúar. HERB Áskorendaeinvígi Smyslovs og Kasparovs: Smyslov mætir sterkur til leiks Af tveimur fyrstu skákunum í á- skorendaeinvigi Smyslovs og Kasparovs i Vilnius í Litháen má dæma að Smyslov mætir mjög vel undirbúinn til leiks. I 1. skákinni tefldi hann trausta byrjun með svörtu mönnunum og hélt auðveld- lega jafntefli og í 2. skákinni hristi hann nýja hugmynd fram úr eminni á móti eftirlætisbyrjun Kasparovs. Vafalaust lumar heimsmeistarinn fyrrverandi á fleiri slíkum nýjung- um og þeir sem spáöu Kasparov auðveldum sigri fyrir einvígið hljóta nú að hugsa sig um tvisvar. Það sem einkenir þetta einvígi er aldursmunurinn — Smyslov er 62ja ára en Kasparov tvítugur. Einnig ólíkur skákstíll. Smyslov rökhyggjan yfirveguð en Kasparov æstur sóknar- skákmaöur. Reyndar lýsti Korstnoj því yfir í viðtali að helsti veikleiki Kasparovs væri sá að hann kynni ekki að hörfa, heldur léki alltaf Iengstu leikjum fram borðið sem völ væri á. „Leikur mönnunum eins langt og þeir komast,” segir Korstnoj. Lítum á fyrstu tvær skákir einvigisins. Hvítt: Garri Ksaparov. Svart: Vassfly Smyslov. Slavneskvörn. 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 c6 4. Rc3 g6 5. Bg5 Þannig hefur Kasparov aldrei teflt áður en leikurinn er þó mjög í hans anda. Virkari en 5. e3, eins og Ribli tefldi í einviginu við Smyslov. 5. — Bg7 6. e3 0-0 7. Bd3 Be6! ? Ovenjulegur reitur fyrir biskupinn, því að oftast stendur hon- um stuggur af riddaraferð til g5. Eins og lög gera ráð fyrir, kemur Smyslov mönnum sínum á framfæri. 8. De2 Rbd7 9.0—0. Til greina kemur 9. h3, því að eftir 9. — dxc4 10. Bxc4 Bxc4 11. Dxc4 á hvítur liprara tafl. Nú nær Smyslov að létta á stöðunni með því að gefa hvitreitabiskup sinn. Biskupaparið gefur þá hvítum vissa stöðuyfirburði en svarta saðan er ákaflega traust. 9. — h610. Bh4Bg4! Il.cxd5. Það er ólíkt Kasparov að létta á spennunni á miðborðinu. Eftir 11. h3 Bxf3 12. Dxf3 þarf hann ekki að ótt- ast 12. — dxc4 (12. — e5? 13. cxd5) 13. Bxc4 e5, 14. Hadl með betri stöðu. Smyslov hefði vafalaust leikið 12. — e6, eins og í skákinni. 11. — cxd5 12. h3 Bxf313. Dxf3 e614. Hfcl a6 15. Hc2 Hc8 16. Hacl Rb6 17. b3 De7. Smyslov kemur auga á veikan blett í stöðu hvits, a3-reitinn! 18. De2 Da3 19. Del Dd6 20. Bg3 De7 21. Ddl Hfd8 22. Ra4! ? Nú fær hann tvipeð, en b-línan opnst og Kasparov vonast eftir sókn- arfærum. Staða Smyslovs er hins vegar traust og meira en þetta þarf til þess að koma honum úr jafnvægi. 22. — Hxc2 23. Dxc2 Rxa4 24. bxa4 Re8 25. Hbl h5 26. a5 h4 27. Bf4 Bf6 28. Db3 Hd7 29. Hcl Rd6 30. Db6 Kg7 31. Db4 Rc4 32. a3 Dxb4 33. axb4 Rd6. Jafntefli samið. Hvítt: Vassfly Smyslov. Svart: Garrí Kasparov. 2. einvígisskákin. Tarrasch-vörn. 1. d4 d5 2. Rf3 c5 3. c4 e6 4. cxd5 exd5 5. g3 Rf6 6. Bg2 Be7 7. 0-0 0—0 8. Rc3 Rc6. Afbrigðið sem Smyslov teflir á móti Tarrasch-vörninni er vinsælast nú á dögum og er ýmist kennt við Rubinstein, eða Schlechter. Sá síðar- nefndi er einnig upphafsmaður aðaf- brigðinu, sem Smyslov beitti í 1. skákinni. Schlecter náði því aldrei að verða heimsmeistari en hann hafði næman skilning á skák og nánast ó- gjörningur var að vinna hann. Nokk- urs konar Knezevic þeirra tíma! 9. Bg5 cxd4 10. Rxd4 h6 11. Be3 He8 12. a3Be613. Khl!? Er Kasparov sá þennan leik, leit hann á Smyslov með spumarsvip og síðan á aðstoðarmenn sína frammi í sal. Hugmyndin kemur i ljós í næstu leikjum. Hann hyggur á framrás f- peðsins og vill gefa biskupnum griðarstað á gl ef svarti riddarinn angrar hann. Nú hugsaöi Kasparov sig um í tæpar 40 mínútur. 13. —Dd714. Rxe6 fxe615. f4 Hed8. Gaffalbitinn 15. — d4 stenst ekki ströngustu gæðakröfur vegna 16. Re4! dxe3?? 17. Rxf6 með skák og drottningin fellur. Þessi hrókur fer á d-línuna, þvi að hann rýmir e8- reitinn fyrir drottningunni og hinum hróknum er ætlað hlutverk á c- linunni. 16. Bgl Hac8 17. Da4 Kh8 18. Hadl De819. e4 d4 20. Re2 Bc5 21. Db5! Setur á biskupinn og valdar reitinn fýrir framan svarta frelsingjann. Auðvitað ekki 21. Rxd4?? Rxd4 og vinnur mann, því að hvíta drottn- ingin er í uppnámi. 21. —Bb622.h3. Svartur hefði svarað 22. e5 með 22. — Rg4 og siðan 23. — Re3 og stendur þá ekki lakar. Nú hótar Smyslov hins vegar 23. e5! svo Kasparov tekur af skarið og fórnar peði. 22. — e5! 23. fxe5 Rxe5 24. Dxe8+ Hxe8 25. Rxd4 Rc4! Peðsfórnin var þá ekki merkilegri en þetta. Nú eru tvö hvít peð í upp- námi og hann getur ekki valdað bæði. Möguleikar hvíts eru þó ívið betri því að hann hefur biskupaparið og Kasparov var að verða tíma- naumur. 26. e5! Hxe5 27. Bxb7 Hc7 28. Hcl! Rxb2 29. Hxc7 Bxc7 30. Rc6 He2 31. Rd4He532.Rf5!? Jafntefli hefði hann fengið með 32. Rc6 en hann teflir til vinnings. 32. — Bb6 33. Rxh6 Ha5! 34. Bxb6 axb6 35. Rf5 Hxa3 36. Kh2 Rc4 37. g4 Ha7 38. Bhl Re5 39. g5 Rh5! 40. Hel Ha5! abcdefgh Biðstaðan. Kasparov hefur bætt stöðuna mjög í síðustu leikjum og er nú jafnvel kominn með yfirhöndina, þótt búast megi við jafntefli. I frétta- skeyturn segir að biðskákin hafi end- að með jafntefli í gær enblaðinu hafði ekki borist framhald skákarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.