Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 Fréttir „Flestir hérna eru á skrá eftir ibúð hjá borginni en biðtíminn er tvö ár og ein hefur beðið i þrjú og hálft ár,“ segir Aðalheiður Gylfadóttir en hún var ein þeirra sem buðu Árna Sigfússyni borgarstjóra i kaffi í húsnæði Félags einstæöra foreldra við Öldugötu í gær. Aðalheiður sést hér taka við syni sinum, Samúel Kristni Ámundasyni, úr fangi borgarstjórans. DV-mynd BG I heimsókn hjá einstæðum foreldrum: Borgaríbúðim- areruekki nógu margar - segir Ámi Sigfusson borgarstjóri „Félag einstæðra foreldra á þetta hús. Við leigjum af félaginu og þess vegna er leigunni haldið í lágmarki. Flestar héma em á skrá eftir íbúð hjá borginni en biðtíminn eftir borg- aríbúð er tvö ár og ein er búin að bíða í þrjú og hálft ár. Þess vegna hringdi ein okkar í hann og bað hann að koma,“ sagði Aöalheiður Gylfa- dóttir, leigjandi hjá Félagi einstæðra foreldra við Öldugötu, meðan á heimsókn Árna Sigfússonar borgar- stjóra í húsnæði Félags einstæðra foreldra stóð í gær. „Við fóram aðeins yfir þau úrræði sem em til staðar, bæði leiguíbúðir og eignaríbúðir í félagslega kerfinu, og vomm á því að hvort tveggja gengi svo sem upp þó að einstæðir foreldr- ar hefðu í mörgum tilfellum einfald- lega ekki efni á eignaríbúðum. Leigu- íbúðir eru augljóslega ekki nógu margar til að geta svaraö þessari stöðugu þörf,“ sagði Ámi Sigfússon eftir spjailið í gær. Sjálfstæðismenn munu halda uppi öflugri kosningabaráttu í höfuðbprg- inni fram að helgi og verður Ámi Sigfússon upptekinn á kappræðu- fundum í útvarpi og sjónvarpi næstu daga. Þá hyggst hann ganga í hús og ræða við borgarbúa eftir því sem tími gefst til auk þess sem hann ætlar einnig að halda uppteknum hætti eftir kosningar. Iitiö inn 1 dvalarheimili aldraöra: Hið pólibska fóður er stund- umtormelt - segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Farið er að síga á seinni hluta kosningabaráttunnar í Reykjavík enda atkvæðagreiðslan á laugardag- inn. Frambjóðendur Reykjavíkur- listans vom á fullri ferð í dag að heilsa upp á borgarbúa og kynna stefnumál sín. Frambjóðendumir Utu inn á dvalarheimih aldraðra við Lönguhlíð síðdegis í gær og stóð þar yfir söngur og spjall um „andleg og veraldleg verðmæti þar sem hið póli- tíska fóður er stundum tormelt“, eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arstjóraefni Reykjavikurhstans, komst að orði. „Við erum búin að vera að frá klukkan níu í morgun. Við fórum í hverfavagninum að heilsa upp á starfsfólk í Utlum fyrirtækjum í morgun og keyrðum svo um bæinn áður en við komum hingað. í fyrra- máUð forum við svo í fyrirtæki við Höfðabakka og notum bílinn aftur eftir hádegi," sagði Guðrún Ög- mundsdóttir borgarfuUtrúi í gær. Nú stendur yfir Ustavika imga fólksins hjá Reykjavíkurlistanum og er ýmislegt á pijónunum í tengslum við það. Á fimmtudaginn verður heU- mikU kosningahátíð á Ingólfstorgi og hafa verið skipulagðar skrúðgöngur úr Hljómskálagarði og frá kosninga- miðstöð R-listans við Laugaveg, svo eitthvað sé nefht. Þá ekur hverfa- vagninn svokaUaöi um borgina en hann er „vel skreyttur Reykjavíkur- Ustaáróðri," eins og Einar Öm Stef- ánsson, kosningastjóri R-fistans, orð- ar það. Frambjóðendur Reykjavíkurlistans heimsóttu dvalarheimili aldraöra við Lönguhlíð í gær og stóð þar yfir söngur og spjall um „veraldleg og andleg verðmæti þar sem hið pólitiska fóður er stundum tormelt," eins og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir komst að orði. DV-mynd BG FIugliðarAtlanta: Mál íslensku flugUðanna tveggja frá Atlanta, sem era í far- banni í Dubai I Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum, verður að öUum likindum tekið fyrir í dag. Vegna helgihalds múhameðstrú- armanna hafa allar opinberar skrifstofur verið lokaðar síöustu daga en verða opnaðar aftur I dag. Eins og DV skýrði frá í gær voru flugUðamir, flugfreyja og flugþjónn, handteknir í Dubai síðastUðið föstudagskvöld fýrir meðferð á áfengi á almannafæri og settir í fangelsi. Þar máttu þeir dúsa í nokkra tíma áður en félagi þeirra fékk þá lausa. FlugUðamir hafa slðustu daga verið í fárbanni og gist á hóteU í Dubai. FlugUðamir vora ásamt fleiri íslenskum starfsmönnum Atl- anta í frii á eigin vegum í Dubai á meðan ein þotna félagsins var i skoöun í Abu-Dahbi, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæm anna. Þangað var flogið frá Jedda i Sádi-Arabíu en Atlanta hefur verið í pílagríraaflugi þar undanf- arið. Það var QugUöunum til happs, ef svo má segja, að vera teknir fyrir meðferð áfengis á almanna- færi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þar eru ekki likt í því eins ströng viðurlög og í Sádi-Arabíu. Búist er við þvi að flugUðamir verði sektaðir um fimm til sex þúsund krónur hvor. Tekið skal frara vegna fréttar DV um máhð í gær að blaðið frétti fyrst af máiinu frá öðram en þeim starfsmanni Atlanta, sem vitnaö var til í fréttinni Brenndist mjögilla Karhnaður á þrítugsaldri Uggur með djúp og alvarleg brunasár á gjörgæsludeild Landspítalans eft- ir að hann féU ofan í heitan pott \dð sumarhús á Flúðum. Ekki er taUö óUklegt að vatnið hafi verið aUt að 90 stíga heitt I dag mælir Dagfari______________ Meinatæknar mega vel við DeUa meinatækna og sjúkrahús- anna er leyst. Eftir sex vikna verk- faU kom í ljós að rekstur spítalanna gekk eðUlega fyrir sig án þess að meinatæknar mættu til vinnu og meinatæknar uppgötvuðu að þeir geta vel unað við þau laun sem þeir hafa haft og niðurstaðan varð því sú að deUuaðUar gerðu sam- komulag um að leggja deUuna nið- ur. Raunar lá það snemma fyrir að erfitt gæti verið að ganga að kröf- um meinatækna. Það gat líka reynst meinatæknum erfitt að hætta verkfalU nema þær fengju eitthváð fyrir sinn snúð. Síðustu vikumar hafa því farið í það að finna einhvem flöt á samningum sem gerði báðum aðUum kleift að réttlæta það fyrir umbjóðendum sínum að þetta verkfall heföi borg- að sig. Um tíma voru nokkrar vonir bundnar við að ríkisvaldið setti lög á verkfaUið en þegar ráðherrar neituðu því staðfastlega aftur og aftur var því miöur engin önnur lausn sjáanleg en sú að deUuaðUar þyrftu að leysa deUuna sjálfir. Það sem leysti hnútinn var að þetta var orðið langt og þreytandi verkfaU og þegar deUuðaðilar sáu að þeir gátu ekki borið úr býtum annað en það sem verkfóU yórleitt gera, þ.e. að verkfaUsmenn tapa meira á verkfoUunum en þeir græða, var loks gengið í það að finna lausn sem meinatæknar gátu skrifað undir án þess að fá ekkert fyrir sinn snúð. Eftir því sem sagt er var samið um sex prósent launahækkun, einkum þó fyrir þá lægst launuðu, en spítalarnir lofuðu að hækka meinatækna um launaflokka þannig að enginn eöa aUa vega mjög fáir verða eftir í lægstu launa- flokkum svo að þessi sex prósenta launahækkun er meira í orði en á borði. Enda er það mat forstjóra spítal- anna að kostnaður sjúkrahúscmna hækki nánast ekkert við þá samn- inga sem gerðir hafa verið. Það verður engin breyting á rekstri sjúkrahúsanna sem felst í því að sjúkrastofum veröur lokað í sumar og þannig spara spítalarnir sér greiðslur fyrir vinnu sem ekki verður unnin. Á meðan það ástand varir þarf auðvitað ekki að borga laun og þar með heldur ekki laun til meinatækna svo að launahækk- anir til þeirra, ef einhveijar era, koma ekki til útborgunar þótt skrifað hafi verið undir nýja samn- inga. Það sem gerir sjúkrahúsimum sömuleiðis kleift að búa við sömu rekstraráætlanir þrátt fyrir nýja kjarasamninga við meinatækna er sú staðreynd að meinatæknar era yfirleitt í svo háum starfsaldri að þegar samið var um hækkun miUi flokka með hhðsjón af starfsaldri reynir ekki á þá hækkun þvi meinatæknar eru langflestir komnir á þann starfsaldur sem samið var um að skyldi óbreyttur hjá þeim sem honum hafa náð! Af þessu sést að meinatæknar hafa fengiö launahækkanir sem ekki telja og spítalamir hafa sam- þykkt að greiða hærri laun til þeirra sem ekki era til. Þetta veldur því að launakostnaður hækkar aUs ekkert þrátt fyrir nýja kjarasamn- inga og era það nýmæU í kjaramál- um. Helsti sigur meinatækna í þessu sex vikna verkfalh var sú yfirlýs- ing heUbrigöismálaráðherra að meinatæknar fengju mann í nefnd una til að endurskoða rekstur rann- sóknarstöðva sjúkrahúsaog „hugs- anlega að koma á einhvers konar ábataskiptakerfi ef það fyrirkomu- lag leiðir til aukinna afkasta og betri reksturs". Þessi yfirlýsing stendur upp úr og hlýtur að teljast tU tímamóta í kjaramálum alveg eins og launa- hækkanir sem ekki reynir á vegna þess að hér er verið að lofa því að koma á nýju kerfi fyrir ríkið sem á að leiða til minni kostnaðar fyrir spítalana. Ef meinatæknar auka ekki afköst sín og gera reksturinn ódýrari fá þeir ekki mann í nefnd og ekki hærri laun og verður að segja meinatæknum það til hróss að engri starfsstétt hefur hingað til dottið í hug aö leggja út í sex vikna verkfaU til að ná þessu fram. Að þessu leyti er verkfaUið meiri hátt- ar sigur fyrir viðsemjendur þeirra og sýnir að launastéttimar leggja sig mikið og drengUega fram til að ná fram hagræðingu í rekstri hjá hinu opinbera. An verkfaUsins hefðu meinatæknar öragglega ekki fengið mann í neftid til að vinna að því að auka afköst þeirra í þágu ódýrari reksturs. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.