Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 41 I>v _____________________Sviðsljós Á sér stóra drauma Hafnargönguhópurinn fer í gönguferð frá Hafnarhúsinu í kvöld kl. 21. Gengið verður með ströndinni og upp á Valhúsahæð og síðan að Nesstofu og út á Snoppu. Val verður um að ganga til baka eða taka SVR. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágr. Lögfræðingur félagsins er til viðtals á fimmtudag. Panta þarf tima í s. 28812. í sumar er skrifstofan opin kl. 9-16. Tapaðfundið Síamslæða fannst Sealpoint síamslæða, fárveik og grind- horuð, fannst við Torfufell 16. þ.m. Hún er með rauða hálsól. Upplýsingar í síma 79721. Tónleikar Tónleikar Barnakórs Grensáskirkju Bamakór Grensáskirkju er á fórum til ítaliu. Kórinn heldur þar tónleika til styrktar krabbameinssjúkum 28. mai þar sem Kristján Jóhannesson leggur kóm- mn lið sitt. í kvöld kl. 20.30 heldur kórinn tónleika í Seltjamameskirkju. Þar verð- ur fluttur hluti af efnisskrá kórsins. I kvikmyndinni 8 seconds fer Luke með hlutverk Lane Frost en stóru ástina hans leikur Cynthia Geary sem margir þekkja líklega úr þáttunum Northern Exposure. Þær eru liklega margar sem hafa látið sig dreyma um að krækja í Luke Perry og urðu þær fyrir miklum vonbrigðum á síðasta ári þegar hann gekk að eiga stúlku að nafni Minnie Sharp. Luke Perry hefur notið mikilla vinsælda í kjölfar velgengni Beverly Hills þáttanna. Um tima hafði hann nóg að gera við að koma fram við ýmis tækifæri, en eftir að 20 aðdáenda hans lentu á sjúkrahúsi eftir troðning í einni verslunarmiðstöðinni tók hann nær alveg fyrir slíkar uppákomur. Tilkyimingar AFÞREYINGl \FYRIRALLA VEGLEG VERÐLAUN Frístund komið út Krossgáturitiö Frístund, fyrsta tbl. 1994, er komið út. í blaðinu er að fmna kross- gátur af ýmsu tagi, heilabrot, myndgátu, bamaefni og ýmislegt fleira fyrir fólk á öllum aldri. 2. tbl. kemur út undir lok júnimánaðar. Eftir því sem Luke Perry segir hafa fáir náð því að kynnast honum eins og hann er. Bestu vinir hans eru þeir sem hann hafði bundist vin- áttuböndum áður en hann sló í gegn sem Dylan McKay í Beverly Hills 90210. Að hans mati er ein besta leiðin til að meta persónu mannsins að skoða vinahópinn hans og hann segir au hans vina- hópur standi fyllilega undir öllum slíkum væntingum. Luke fékk sér umboðsmann fyrir sjö árum sem heitir Cyd Le Vin. Þegar þau hittust fyrst spurði hún haxm hveiju hann vildi ná í lífinu. Luke svaraði strax: „Hefurðu heyrt um Elvis Presley? Mig langar til að verða álíka frægur og hann, heldurðu að þú ráðir við það?“ Eft- ir að hann var búinn að láta þetta út úr sér átti hann helst von á að Cyd myndi henda honum út, en hún hafði trú á þessum 19 ára stráklingi og ákvað að taka hann að sér. Luke segist ekki eiga margt sam- eiginlegt með Dylan McKay, þó að margir eigi það til að rugla þeim saman sem persónum. Hann segist t.d. hafa átt nokkuð góða æsku, foreldrar hans skildu þó þegar hann var 6 ára en það var frekar léttir fyrir fjölskyldulífið þvi að fað- ir hans átti við áfengisvanda að stríða og átti það til aö leggja hend- ur á móður hans. Þegar Luke var 12 ára giftist móðir hans aftur manni að nafni Steve Bennett. Luke segist hafa lært margt af honum og hann sé einn af hans bestu vinum. Hann segist hafa verið dálítið villtur og fljótfær unglingur en Steve var fljótur að kenna honum það að ef hann ætlaði sér að læra eitthvað, þyrfti hann að læra að þegja og taka eftir. Kvikmyndin 8 seconds, sem nú er verið að sýna hér á landi, er fyrsta myndin þar sem Luke fer með aöalhlutverk. Þar leikur hann rodeokappann Lane Frost sem dó árið 1989 í hringnum. Luke kynnt- ist Lane aldrei, en um leið og hann var búinn að lesa hEmdritið var hann ákveðinn í að gera allt sem í hans valdi stæði til að fá hlutverk- ið. Hann segir að það sé vegna þess að hann sjái margt sameiginlegt með þeim tveimur. Báðir koma þeir frá htlu bæjarfélagi og báðir Húnvetningafélagið Félagsvist í kvöld kl. 20.30 í Húnabúð, Skeifunni 17. Síðasta spilakvöld. Allir velkomnir. Heilsugæslan í Garðabæ fær góðar gjafir Heilsugæslan í Garðabæ varð 10 ára í nóvember sl. í tilefni afmælisins gáfu líknarfélögin í Garðabæ Heilsugæslunni tölvustýrt hjartaritunartæki og fullkom- inn skoðunarbekk. Þau félög sem að þessu stóðu voru: Garðabæjardeild Rauða kross íslands, Lionsklúbburinn Eik, Lionsklúbbur Garðabæjar, Kiwanis- klúbburitm Setberg ásamt Sinawik- klúbbnum og Kvenfélag Garðabæjar. ungur og hann. Luke segist sjálfur stefna að því að ná háum aldri. Hann vih verða virðulegur gamah maður sem nýtur lífsins fram til síðustu stundar en ekki geðvondur nöldrari. Við vonum að sá draumur rætist einhvern tíma á næstu öld. stefndu þeir að þvi að verða bestir í sínu fagi. Lane var aöeins 25 ára þegar hann lést en Luke er þegar orðinn 27 ára gamall. AUt frá því hann var 12 ára hafa menn verið að líkja honum við James Dean og spáð því að hann ætti eftir að deyja jafn TÆKNITEIKNARAR Aðalfundur Félags tækniteiknara verður haldinn a morgun, fimmtudaginn 26. maí, kl. 20.00 á skrifstofu félagsins að Hamraborg 7, Kópavogi. Vonumst til að sjá sem flesta. Léttar veitingar. Stjórnin Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSID Sími 11200 NIFLUNGAHRINGURINN eftir Richard Wagner -valinatriði- Frumsýning töd. 27/5 kl. 18.00, örfá sæti laus, 2. sýn. sud. 29/5 kl. 18.00,3. sýn. þrd. 31/5 kl. 18.00,4. sýn. fid. 2/6,5. sýn. laud. 4/6 kl. 18.00. Athygli vakin á sýning- artima kl. 18.00. Litla sviðið kl. 20.30 KÆRA JELENA eftir Ljúdmilu Razúmovskaju Þrd. 31/5, uppselt, fid. 2/6, laud. 4/6, mvd. 8/6, næstsíðasta sýning, 170. sýning sud. 12/6, siöasta sýning. Stóra sviðið kl. 20.00 GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson Laud. 28/5, uppselt. föd 3/6, nokkur sæti laus, sud. 5/6, nokkur sæti laus, föd. 10/6, laud. 11/6, mvd. 15/6, næstsíðasta sýning, tid. 16/6, siðasta sýning, 40. sýning. Ósóttar pantanir seldar daglega. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13.00-18.00 og fram aö sýningu sýningardaga. Tekiö á móti slmapöntunum virka daga frákl.10. Græna línan 99 61 60. Greiðslukortaþjónusta. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR GLEÐIGJAFARNIR eftir Neil Simon með Árna Tryggva og Bessa Bjarna. Þýðing og staðfærsla Gisli Rúnar Jónsson. Fimmtud. 26/5, laugd. 28/5. föstud. 3/6, næstsíðasta sýning, laugard. 4/6, síðasta sýning. Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 alla daga nema mánudaga. Tekið á móti miðapöntunum i síma 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasimi 680383. Greiðslukortaþjónusta. Munið gjafakortin okkar. Tilvalin tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavikur - Borgarleikhús. jmnrmnw1 iu wnwi 1 ;i]iii~| Hl Hl lEll Fi BjHIWBl [•illé Ih1ILÍJW-*IíI Leikfélag Akureyrar Ól'ERlJ DRAUCiURlNN eftir Ken Hill í Samkomuhúsinu kl. 20.30. Föstudag 27. mai. Allra siðasta sýnlng. OPIÐ HÚS: „OG KÝRNAR LEIKA VIÐ KVURN SINN FÍNGUR" LEIKARAR LA flytja dagskrá i tali og tónum um sumar- ið fyrir börn og fullorðna SKRALLITRÚÐUR Bergþór Pálsson, Marta G. Halldórsdótt- ir, Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Ragnar Daviðsson. Laugardaginn 28. mai kl. 16. ÓKEYPIS AÐGANGUR. ALLIR VELKOMNIR MEÐAN HÚSRÚM LEYFIRU Aðalmiðasalan i Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýningu. Simi 24073. Símsvari tekur við miðapöntunum ut- an opnunartima. Greiðslukortaþjónusta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.