Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Fallnir englar Ekki er öfundsvert hlutskipti þeirra einstaklinga í þjóöfélagi okkar sem með réttu eða röngu eru taldir eiga að vera öðrum til eftirbreytni. Til þeirra eru gerðar mikl- ar kröfur. Verði þeim alvarlega á í messunni, hvort sem er í einkalífi eða á opinberum vettvangi, er gagnrýnin sem þeir uppskera yfirleitt óvægnari og afleiðingamar fyrir þá sjádfa að jafnaði harkalegri en þegar almennir borgarar eiga í hlut. Verst er áreiðanlega slúðrið og umtahð illa sem fylgir stundum hinum nafnfrægu, sem hrasa, alla ævi. Þeir sem kosið hafa sér lífsstarf, sem gerir miklar kröfur um samkvæmni fyrirheita og athafna, eru undir sérstakri smásjá almennings og fjölmiðla. Þetta gildir til dæmis um presta, sem tekið hafa að sér að leiða sóknar- böm sín um þrönga vegi dyggðarinnar, eða íþróttafröm- uði, sem ætlast er til að sýni drengskap í keppni. Og það er ekki nema eðlilegt og við hæfi að strangar kröfur séu gerðar, þar sem yfirsjónir fyrirmyndanna verða öðrum einatt að skálkaskjóli. Eftir höfðinu dansa limimir. Syndir prestanna valda söfiiuði þeirra ama og skaða með beinum eða óbeinum hætti. íþróttamenn í áliti, sem hafa rangt við í keppni, grafa undan sjálfri hugmyndinni að íþróttum og spilla æskunni. Enginn ætti að gefa kost á sér í starf eða embætti, þar sem htið er á hann sem fyrirmynd annarra, nema íhuga gaumgæfilega þær miklu og á stundum ósanngjömu kröfur sem til slíkra persóna og fjölskyldna þeirra em gerðar. Fyrirmyndarborgarar, sem svo vilja heita, verða með öðrum orðum að gera meiri kröfur til sjálfs sín en annajra. Ekki aðeins í upphafi ferils síns, heldur ávaht. Freistingamar em ekki til að faha fyrir þeim, eins og orðhákurinn Oscar Wilde hélt fram, heldur standast þær. Einkenni nútímaþjóðfélags okkar er hraðinn. Fréttir berast manna á milh á örskotsstundu, ekki síst þær sem fjalla um mannlegan breyskleika. Það má kannski orða það svo að fréttimar af myrkrinu í mannlífinu berist með hraða ljóssins. Mörgum finnst að slíkt efiii eigi ekki erindi í flöl- miðla. Áfahiö sé nægilegt, skaðinn orðinn nógur, þó að íjölmiðlar magni hann ekki upp. Vissulega er það oft álitaefhi hvort og hvenær mál sem berast fjölmiðlum eiga erindi til almennings. Aðstæður 1 htia, íslenska kunningjaþjóðfélaginu em hvað þetta varðar frábmgön- ar því sem þekkist erlendis. íslenskir Qölmiðlar sýna enda og þurfa að sýna meiri varkámi í umfjöhun um fólk og einkahagi þess en erlendir fjölmiðlar. Oftar er það samt áreiðanlega betra að fá staðreyndir út úr skúmaskotum slúðursins og fram í dagsljósið og taka orðnum hlut af manndómi fremur en reyna að sveipa um sig huhðsblæju eða stinga höföinu í sandinn. Við shkar aðstæður er fráleitast af öhu að reyna að koma sök á umtalið þótt að því megi með réttu finna. Afleiðing- unni verður ekki kennt um orsökina. Breyskleiki er mannlegur eiginleiki sem ekki hverfur. Með aga, þolinmæði og sjálfsafheitun er vonandi hægt að rækta með sér það hugarfar sem dugir til að verjast freistingum sem leiða menn af braut sem þeir hafa skuld- bundið sig til að fylgja. Þjóðfélagið þarf nauðsynlega á sönnum fyrirmyndum að halda og sérhver nýr frambjóð- andi er fagnaðarefni. En þeir sem gefa kost á sér verða hka að átta sig á því að almenningsáhtið er harður og óvæginn húsbóndi. Guðmundur Magnússon Umferðardeild lögreglunnar að störíum. Forvamir hjá lögreglu Löggæslan í Bretlandi er grund- völluð á hugmyndum Sir Roberts Peel á öndverðri 19. öld. Löggæsla í Bandaríkjunum er sniðin að breskri fyrirmynd. Aðrar vestræn- ar þjóðir hafa tekið mið af þessum hugmyndum. Vandinn aö baki afbrotunum í upphafi fjórða áratugarins varð víða hröð þróun í þá átt að lög- gæslustofnanir hyrfu frá forvama- starfi. Þess í staö varð höfuðverk- efni þeirra að takast á við afleiðing- ar afbrota sem framin höfðu verið á svipaðan hátt og slökkvilið sem kallað er út þegar kviknað hefur í. Þessi áherslubreyting varð því miður tíl þess að einangra lög- gæslumenn frá samfélaginu og draga úr persónulegu sambandi lögreglumanna og borgara. Aðai- áherslan var lögð á handtökur og hugmyndir manna um forvama- starf breyttust í þá vera að bestu forvamimar væra sýnilegt eftirht lögreglu. Almenningur og margir lögreglu- menn hafa jafnan tilhneigingu tíi að leggja meiri áherslu á að upp- lýsa afbrot en að koma í veg fýrir að þau séu framin. Flestar lög- gæslustofnanir ganga því glaðar í hlutverk vörlsumanna refsivand- arins enda hefur það hlutverk auð- veldað þeim aögang að fé til að margfalda fjölda starfsmanna og víkka út valdsvið sitt í upphafi þessa áratugar var almenningi og framfarasinnuðum yfirmönnum lögreglu hins vegar orðið ljóst að löggæslukerfinu hafði mistekist að koma í veg fyrir að afbrotum færi sífeht fiölgandi. Þennan vanda era nú margir lög- reglustjórar útí í heimi að horfast í augu við með því að hverfa á ný til löggæslustefhu sem tekur mið af hefðbundnum forvarnaaðferð- um ásamt ýmsum nýjungum sem þróaðar hafa verið á undanfómum árum. KjáUaiinn Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn eða hópum sem vitað er að fást við afbrot Á þriðja stígi forvama er reynt að koma í veg fyrir að þeir sem einu sinni hafa gerst brotlegir geri það aftur. Reynt er að beina mönnum í meðferð eða endurhæf- ingu. Jane Jacobs er einn helstí hug- myndafræðingur forvamastarfs í Bandaríkjunum. í einni bóka henn- ar segir hún m.a.: „Fyrst og fremst er nauðsyiUegt að gera sér Ijóst að jafnnauösynleg og lögreglan er þá er það ekki hún sem á mestan þátt í því að halda uppi allsherjarreglu í samfélaginu. AUsherjarregla styðst fyrst og fremst við fóUdð, ómeðvitað net eða kerfi þeirra reglna og hamla sem fólkið setur sér sjálft Það er útilokað að lög- reglusveitir, sama hve stórar þær era, getí staðið vörð um siðmenn- inguna í samfélagi þar sem hið eðh- „Almenningur og margir lögreglu- menn hafa jafnan tilhneigingu til að leggja meiri áherslu á að upplýsa af- brot en að koma í veg fyrir að þau séu framin.“ Lykilþáttur Eigi að takast að snúa við núver- andi þróun afbrotavandamálsins víða í heiminum munu aðferðir forvarnanna leika lykilhlutverkið. Hugtakið forvamir (crime pre- vention) er eins konar samheití yfir margvíslegar aðferðir og áætí- anir í fyrirbyggjandi starfi lög- reglu. Fyrsta stig forvama miðast að því að hafa áhrif á umhverfið í heUd (t.d. heimih og skóla), bæði í efnislegum og félagslegum skiin- ingi. Annað stig forvama beinist að því að greina og grípa eins fljótt og unnt er inn í hjá einstaklingum lega og innbyggða eftirlit almenn- ings er ekki lengur tíl staðar.“ I allar fyrri tílraunir og kenning- ar, sem ætlað hefur verið að koma í veg fyrir glæpi, vantaði þann lyk- Uþátt sem nú er byggt á í þeim áætlunum og kerfum sem unnið er eftir í Bandaríkjunum og víðar; virka þátttöku almennings á hverj- um stað. Þar sem forvamastarf hefur skUað bestum árangri hefur glögglega komið í ljós að sá árangur hefur fyrst og fremst byggst á ein- drægni og samstöðu. Ómar Smári Ármannsson Skoðanir aimarra Atvinnuleysisbætur „Séu brögö að því að einhveriir kjósi að þiggja heldur atvinnuleysisbætur tímabundið en að taka hvaða starfi sem býðst þegar einhverjum atvinnu-, rekandanum þóknast, er það ekkert tU að hneyksl- ast yfir og eins er óþarft að ijúka upp með fúkyrðum þótt einhver hafi orð á... En sífellt tal um aö bætur til atvinnulausra séu ósæmUegar á einn hátt eða annan eða að það dragi úr sjálfstrausti og jaðri viö höfnun af hálfu þjóðfélagsins að þiggja þær, bæta síst stöðu þeirra sem ekki hafa vinnu. Það sem helst er ósæmUegt við bætumar er hve lágar þær era.“ Úr forystugrein Timans 20. maí. Hæstiréttur og Ríkisútvarpið „Ég geri ráö fyrir að framkoma fréttastofunnar við mig bendi til þess að Útvarpið vUji slíta því sam- starfi sem það hefur átt við Hæstarétt... Þaö er þó erindi mitt við útvarpsráð að fá að vita hvort embætt- ismenn megi almennt búast við að sagt verði frá persónulegum bréfum þeirra tíl samstarfsaðUa á öld- um ljósvakans. Því ef svo er verða slflc bréf auðvitað ekki rituð og menn koma saman á leynifundum til að ráða ráðum sínum." Hrafh Bragason, forseti Hæstaréttar, i Eintaki 24. maí. Flýtif yrningar verka hvetjandi „Sérstaka athygh vekur sú ákvörðim ríkisstjóm- arinnar að beita sér fyrir svonefndri flýtifymingu fyrir fyrirtæki á þessu ári og því næsta.... Hitt fer ekki á mUli mála, að flýtifymingar hljóta að verka mjög hvetjandi á atvinnulífið að fara út í nýjar fiár- festingar á þessu ári og því næsta. Þetta era raunhæf- ar aðgerðir í atvinnumálum, mun raunhæfari en margt af því almenna taU, sem einkennir málflutning stjómmálamanna m.a.í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir.“ Úr forystugrein Mbl. 21. mai.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.