Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 15 Hvaða skjól f inna menn þar? Síðan í ljós kom að EES er stund- arfyrirbæri hefur áhersla íslenskra fjölmiðla verið lögð á ummræðu um eitt atriði, um einangrun ís- lands við það að þrjú Norðurland- anna gangi í Evrópusambandið. Þetta er heimskulegur áróður. Norðurlöndin kaupa litið sem ekk- ert af okkur. Því hafa þau sárahtla efnahagslega þýðingu. Hvað mun þá gerast? Ferst íslensk menning við þaö að Norðurlandaráð breyti um svip? Verður okkur bannað að heimsækja Kaupmannahöfn og fara í Tívolí? Þetta er bull. Breyttur heimur Á hálfum áratug hefur heimur- inn gjörbreyst og hann heldur áfram að breytast. Sovétríkin eru fallin. Vestur-Evrópa er sokkin í dýpstu kreppu síðan um 1930. í KjaHarinn Bjarni Einarsson framkvæmdastjóri „Til þess að tryggja hagkvæman út- flutning og öryggi í viðskiptum þurfum við að gera sams konar samninga við ESB og NAFTA og síðan fleiri þjóðir.“ Japan er kreppa. Ameríka er hins vegar nær öll á uppleið. Þriðja- heimslandið Kína stefnir í að verða mesta stórveldi heims. Fjöldi ann- arra Asíuríkja er á hraðri uppleið. Atlantshafssamfélag Norður- Ameríku og Vestur-Evrópu er að sundrast því Bandaríkin horfa nú mest í vestur. Kyrrahafssamfélagið er tekið við. Efnahagsleg þunga- miðja heimsins er komin þangað. Vestur-Evrópa er langt frá þunga- miðjunni, afskekkt. Samtímis þessu stendur yfir tæknibylting í fjarskiptum. Þessar breytingar eru í senn góð- ar og slæmar. Fátæklingum mun fækka, heilsufar mun batna og al- menn menntim mun vaxa víðsveg- ar í veröldinni en ekki alls staðar. Hin góðu öfl munu nýta sér tækn- ina og það munu illu öflin gera. Glæpasamfélög heimsins, mafíum- ar, eru að taka hana í notkun. Nú funda glæpaforingjar þjóðanna víða um heim. Mafiur allra landa eru að sameinast. Sú nýjasta og grimmasta er sú rússneska. Hún teygir anga sína víða og hefur tekið að sér heróínflutninga frá Asíu til Vestm--Evrópu. Þar er eiturlyfja- markaður nú góður meðal milljóna ungra atvinnuleysingja og austur- landamæri ESB eru löng og götótt. „Vestur-Evrópa er langt frá þungamiðjunni, afskekkt," segir Bjarni m.a. i grein sinni. Evrópustríð Á Balkanskaga er stríð. Serba við Króata og múslíma. Átök geta bloss- að upp milii Serba og Albana. Grikkir fjandskapast við make- dónska lýðveldiö. Tyrkir styðja Al- bani og Rússar Serba. Rúmenar þrengja að ungverskum íbúum Rúmeníu og Slóvakar skerða rétt- indi þeirra í Slóvakíu. Átök eru víða þar sem áður hét Sovétríkin. í Evr- ópu era strið og þeim getur fjölgað. Atvinnuleysi magnast i ESB-lönd- unum og glæpatíðni vex að sama skapi. Hægri öfgaflokkar láta á sér bera. Ritstjóri Láberation í París skrifaði nýlega grein í Newsweek þar sem hann sagði m.a. „Ólíkt ung- dómnum 1969 dreymir unga fólkiö 1994 ekki um framtíðina. Það fær martraðir hennar vegna. íslensk stefna Þetta verður hættulegur heimur. Mest er hættan í Evrópu. Stefna okkar á að grundvallast á þessum staðreyndum. Áhætta okkar er ekki einangrun, þvert á móti. Til þess að tryggja hagkvæman út- flutning og öryggi í viðskiptum þurfum viö að gera sams konar samninga við ESB og NAFTA og síöan fleiri þjóðir. Hins vegar verð- um við að geta einangrað okkur frá leikvöllum glæpasamtakanna og frá evrópskum styrjöldum og at- vinnuleysi. Ekki er eftirsjá í ESB því það er hnignandi gamalmenna- samfélag og staðnaður markaður. Þfir finr.um við ekki skjól. Öryggi okkar og hagsmuni eigum við að tryggja með samstarfi til margra átta. Markmið okkar á að vera að ísland verði land friðar og öryggis. Slík lönd verða ekki mörg ef svo fer sem horfir. Bjarni Einarsson Kúnninn sleginn af Þegar fyrrverandi ritstjóri Þjóð- viljans skeiðar fram á ritvölhnn og telur sig hafa efni á að gagnrýna ítalska fjölmiðlamenn fyrir póh- tíska hlutdrægni er deginum ljós- ara að hann blygðast sín ekki. Þetta gerir þó Árni Bergmann í kjahara DV mánudaginn 28. mars eins og fátt sé eðlilegra. Tækifæri til að losna við viðskiptavini Meginboðskapm- Áma snýst um þau tækifæri sem eigendur einka- rekinna sjónvarpsstööva og ann- arra fjölmiðla hafa til að nýta sér aðstöðu sína í póhtískum tUgangi. í grein sinni segir hann: „Einka- rekstur útvarps og sjónvarps er alls ekki frelsun undan póhtík. Eig- endur shkra stöðva hafa póhtískan vilja og þarfir eins og aðrir menn og taka mið af því þegar þeim sýn- ist svo.“ Þetta er í sjálfu sér rétt hjá Áma, eins og hann þekkir best sjálfur, þar sem eigendur Þjóðviljans sál- uga tóku aldrei mið af öðru en turnspíranum í Kreml. Hann virð- ist hins vegar hafa gleymt því-að íslenskir blaðalesendur fúlsuðu alla tíð við Þjóðviljanum og hefðu ekki komið til ríkisstyrkir hefði blaðið varla tórað sva lengi sem raun varð á. Hið sama gildir um aðra einka- rekna fjölmiðla. Um leið og þeir KjaUarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi taka póhtísk sjónarmið fram yfir hlutlausan fréttaflutning missa þeir viðskiptavini sína og þar með tekjur. Þetta getur gerst eins og hendi sé veifað enda má segja upp áskrift að einkareknum fjölmiðlum með einu símtah. Árni hefur einnig verið innan- búðarmaður á Helgarblaðinu og Vikublaðinu sem Alþýðubandalag- ið hóf útgáfu á eftir að Þjóðviljinn glataði áhuga ahra nema kröfu- hafa. Helgarblaðið lagði fljótlega upp laupana og vinsældir Viku- blaðsins nú um stundir ættu að kenna mönnum sitthvað um við- brögð markaöarins viö hlutdræg- um fréttaflutningi. Kosningar eða símtal Um ríkisrekna fiölmiðla gilda hins vegar önnur lögmál en um hina einkareknu. Þar geta stjórn- endur látið gamminn geisa um póhtísk metnaðarmál sín án þess að nokkur fái rönd við reist. Ríkið sér um að innheimta rekstrarfé af skattgreiðendum og stjómendur fá laun óháð því trausti sem fiölmið- ilhnn nýtur. Hér er ekki úr vegi að rifia upp ræðu Harris lávarðar af High- Cross á fundi hér á landi fyrir rúm- um tíu árum. í ræðunni vakti hann athygli á því hve almenn óánægja er með það sem fólk greiðir fyrir með sköttum sínum borið saman við það sem menn greiða fyrir á hinum fijálsa markaöi. Skýringin á þessu væri vafalítið sú að á hin- um frjálsa markaði gætu menn skipt um framleiðanda á svip- stundu en á markaði sfiómmál- anna þyrftu menn að bíða í nokkur ár eftir kosningum og þá væri reyndar ahs óvíst að tækist að skipta út mönnum. Ámi Bergmann styður þessa skoðun lávarðarins reyndar með því að heha úr skálum reiði sinnar vegna framgöngu ráðamanna gagnvart Ríkisútvarpinu og lýsa þar með yfir óánægju með ríkisrek- ið útvarp. hann gæti sparað sér þetta þras ef skylduáskrift að Ríkis- útvarpinu væri afnumin og það selt einkaaðhum. Þá þyrfti hann einungis að lyfta upp símtólinu, biðja síðasta skiptiborðið í Havana um að gefa sér samband við Útvarp Efstaleiti og segja upp áskriftinni. Glúmur Jón Björnsson „Hiö sama gildir um aðra einkarekna Qölmiðla. Um leið og þeir taka pólitísk sjónarmið fram yfir hlutlausan frétta- flutning missa þeir viðskiptavini sína og þar með tekjur.“ „VIU mælt með því hehshugar að sprautufíklar fái einnota sprautur af- hentar endur- gjaldslaust. Það er vitað mál að fólk er að nota sprautur sem það hefur dregið blóð upp í og þær því hættulegar hvað það varðar. Svo það er full ástæða th að gefa fólki sprautur og ekki síður nálar. Þetta er þekkt smitleið og ekk- ert sem mælir á móti þessu. Þaö tefur ekki það að fólk fari í með- ferð og kemur ekki í veg fyrir aö fólk taki á sínum vanda. Ávinningurinn er sá að við get- um komið í veg fyrir að fólk fái banvæna sjúkdóma og aöra sjúk- dóma eins og lifrai-bólgu. Það er nauðsynlegt að taka frara til að fólk átti sig á þessu að það er ekki einungis náiin sem er hættuleg með tihiti th smits heldur ekki síður sprautan þvi sprautusjúklingar draga blóð upp i sprautuna th aö vita hvort þeir hafi hitt á æð. Þannig verður sprautan smitandi.“ Þórarinn Tyrfings- son yfirlæknir. „Það ber að virða áhuga og mnhyggju manna fyrir sprautuháð- um fikniefna- neytendum, en hugmynd- in aö dreifa ÓmarSmári sprautUm th Ármannsson að- þeirra endur- stoðaryfirlögreglu- gjaldslaust Þiónn. felur líka í sér ákveðna uppgjöf og viðurkenningu á ástandi, sem hægt er að breyta með miklu áhrifaríkari hætti Með þvi að dreifa ókeypis sprautum til fikni- efhaneytenda er verið að senda ákveðin skhaboð th þeirra og annarra um að það sé í lagi að sprauta sig með fikniefnum. Þetta mætti einnig túika sem fyrstu uppgjöf fyrir banni við fikniefna- neyslu hér á landL í dag era ódýrar sprautur að- genghegar í apótekum ahan sól- arhringinn svo það eitt ætti ekki að koma í veg fyrir að fíklar gætu nálgast þær. Ókeypis dreifing ein sér dregur ekki úr líkum á eyðni heldur getur þvert á móti aukið tíöni sjúkdómsins þar sem likur aukast að að fíklar hendi spraut- unum frá sér hvar sem er og böm umgangist þær með kæruleysis- legum hætti. Reynsla annarra þjóða af ókeypis sprautudreifingu er mjög slæm. Th dæmis var bytjað á því á afmörkuðu sveböí í Zúrick 1987. Því var hætt 1991 vegna rajög slæmrar reynslu. Ástandið í kringum dreifingarstaðinn var þá orðið skelfilegt. Eru menn að sækjast eftir þvi hér á landi? Ég minni líka á að Reykjavik er I samstarfi eiturlyfialausra borga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.