Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 Utlönd Páf inn kominn affuráfætur Jóhannes Pál) páfi kom opinberlega frara sl. sunnu- dag en þaö er í fyrsta skipti sem hann læt- ur sjá sig síðan hann datt og fótbrotnaði fy rir þremur vikum. „Þeir eru búnir að rannsaka mig svo mikið að ég vissi ekki einu sinni að öll þessi líffæri væru til,“ sagði páfinn þar sem hann talaöi til fólksins út um gluggann á spítalanum í Róm. Páfmn, sem er 74 ára gamall, var sagður líta vel út og vel á sig kom- inn andlega. Hertarinnflytj- endareglur Bretar hafa ákveðið aö gera breytingar á innflytjendareglum sínum sem fela m.a. í sér hertari reglur er varðar erlenda stúdenta og verkamenn. Samkvæmt reglunum, sem taka gildi í október næstkom- andi, er háskólum og einkaskól- um skylt aö halda nákvæmar skrár yfir alla erlenda stúdenta og mætingar þeirra en dæmi eru um að stúdentar þykist vera í námi til að fá landvistarleyfi. Þá verða settar nýjá reglur er varða auðugu útlendinga en þær eru á þann veg að þeir útlendingar sem hafa yfir að ráöa yfir hundrað milljónir króna og eru reiðubúnir til að fiárfesta yfir helming þess á Bretlandi fá landvistarleyfi til einsárs. Reuter Vísindamenn bauna á nýja tegund fitu: Efast um holl ustu smjörlíkis Hundruðpíla- grímatróðust undiríMekka Óttast er að hundruð pílagríma í Mekka, hini helgu borg múslíma, hafi látist eöa slasast þegar þeir tróð- ust undir í helgiathöfn þar sem verið er að grýta djöfulinn. Fregnir af atburðinum eru óljósar en að minnsta kosti tvær heimildir segja að um tvö hundruð manns hafi látiðlífiðítroðningnum. Reuter Bandarísku manneldissamtökin, ADA, segja að ekki sé hægt að draga óyggjandi ályktanir um skaðsemi svokallaðra trans-fitusýra sem m.a. er að finna í smjörlíki miðað við núverandi vísindagögn um fituteg- und þessa. Vísindamenn við læknadeild Har- vard háskóla í Bandaríkjunum, und- ir forustu Walters Willetts, skýrðu frá því fyrir skömmu að trans-fitu- sýrumar ættu sök á dauða um þrjá- tiu þúsund manna af völdum hjarta- sjúkdóma á ári hveiju þar vestra. Trans-fitusýrur myndast við svo- kallaða vetnun þegar fljótandi jurta- olíur eru hertar og búið til úr þeim smjörlíki. Fitu þessa er einnig að finna í ýmsum unnum matvörum. Walter Willett segir að fæðuteg- undir á borð við smjörlíki séu taldar hollar þar sem ekkert kólesteról sé í þeim og heldur ekki mettuð dýrafita, sem er í afurðum á borð við smjör. Neytendur viti hins vegar ekki að trans-fitan sé lika slæm, sennilega verri. „Margt fólk sem er að reyna að taka skynsamlegar ákvarðanir um mataræði fyrir sig og böm sín hefur verið leitt á alvarlegar villigötur," segir Willett. Sara C. Parks, formaður manneld- issamtakanna ADA, segir að eftir Smjörlíki er ef til vill ekki jafn hollt og menn hafa viljað vera láta þrátt fyr- ir kólesterólfátækt. umfangsmiklar rannsóknir viti menn að fituríkt mataræði auki hættuna á fjöldanum öllum af sjúk- dómum. „Þó svo mikið hafi verið fjallað um þær í fiölmiðlum hafa ekki jafn miklar rannsóknir verið gerðar á trans-fitusýrunum og þar af leið- andi getum við ekki sagt nákvæm- lega til um hættuna af þeim,“ segir Parks. Hún segir að trans-fitusýrur sjái manninum fyrir aðeins tveimur til þremur prósentum af hitaeinungun- um sem hann fær en fita sér fyrir um 36 prósentum hitaeininga í dæmigerðu mataræði. Með þvi að draga úr fituneyslu almennt og þar á meðal neyslu á trans-fitusýrum, geti menn dregið úr hættunni á sjúk- dómum af hennar völdum. Margo Denke við Texasháskóla tekur undir með Parks og segir Wil- lett taka of djúpt í árinni. „Já, það er rétt að trans-fitusýrur auka kól- esterólmagnið en hvort þær eru sami áhættuvaldurinn og mettuð fita er ekki vitað enn.“ Marktækur útleigulisti sem birtist í blaðauka DV um dagskrá og myndbönd í viku hverri. Auk þess er ítarleg úttekt á því helsta sem er að gerast í heimi myndbanda eins og umfjöllun um ný og væntanleg myndbönd, myndbandagagnrýni, umfjöllun um leikara o.fl. o Vantraustá norskafjármála- ráðherrannfellt Ríkisstjóm Gro Harlem Brundt- land í Noregi hélt naumlega velli í gærkvöldi þegar Stórþingið felldi vantrauststillögu á Sigbjörn Johnsen fiármálaráðherra og sfiómina alla vegna skipunar jafnaðarmannsins Torsteins Molands í embætti seðla- bankasfióra. Umræður í þinginu urðu bæði langar og heitar og féllu atkvæði þannig að 83 greiddu atkvæði gegn vantrausti en 80 með. Deilan um seðlabankasfiórann snýst um hvort hann hafi oröið sér úti um ólöglegan skattafrádrátt þeg- ar hann fiárfesti í fyrirtæki. Rann- sókn hefur enn ekki leitt neitt mis- jafntíljós. NTB Gro Harlem Brundtland stóóst van- traust í gærkvöldi. ekkiforseta- framhoð 1996 James Baker, fyrrum utan- ríkisráðherra Bandaríkj- anna, útilokar ekki að hann muni keppa að útnefningu repúblikana fyrir forsetakosningamar árið 1996. Baker sagði þó á mánudag að flokkurinn ætti að bíða með að hefia kosningabaráttuna þar til eftir kosningar sem verða í haust Hann sagöi líkur á að fiokkurinn mundi vinna á, í kosningum til beggja þingdeUda og í kapphlaup- inu um fylkisstjóra. Baker hefur starfað sem lög- fræðíngur í Houston frá því Bush tapaði fyrir Clinton haustið 1992. Efastumskað- semi óbeinna tóbaksreykinga Bandaríski sígarettuframleið- andinn R.J. Reynolds hefur hrandið af staö auglýsingaher- ferð sem ætlað er að telja Banda- ríkjamönnum trú um að of mikiö hafi verið gert úr hættunni af óbeinum reykingum. Fyrirtækið birtir heilsíðuaug- lýsingar í mörgum stærstu dag- blöðunum vestanhafs, svo sem New York Times, Wall Street Jo- umal og Washington Post. Þá fara smærri blöð ekki varhluta af herferöinni. Auglýsingar þessar era birtar á sama tíma og verið er að þrengja sífellt meira að reykingamönn- um. Almenningur verður þeim andsnúnari með hveijum degin- um og þingmenn íhuga að koma á eftirliti með tóbaksiðnaðinum. Þýska þjóöin tapaðiíforseta- kosningunum Þýskir leiðarahöfundar sögðu margir hverjir i gær aö það hefðu ekki aðeins verið jafnaðarmenn og frambjóðandi þeirra, Johann- es Rau, sem töpuöu í kosningun- um um nýjan forseta Þýskalands heldur einnig þýska þjóðin. „Rau sem naut stuönings 50 prósenta þjóöarinnar hafði nær þrefalt meira fylgi en Herzog (ffambjóðandi kristilegra demó- krata og sigurvegari kosning- anna). En þingheimur lét sér fátt um finnast,“ sagði meðal annars í forustugrein blaðsins Sachs- ische Zeitung í Dresden. Blaðið Kuríer í austurhluta Berlínar sagði að ósigur jafnaðar- manna i forsetakosningunum heíði dregið úr líkunum á sigri þeirra í kosningunum í október. Fergiehafnar drottningarhlut- verkiíbíómynd Sara Fergu- son, hertoga- ynja af Jórvik, hefur vísað á bug blaöafrétt- um þess efnis að hún íhugi að taka að sér hlutverk drottningar nokkurrar í kvik- mynd eftir Ken Russeli. Drottningin sem um ræðir hét Boadicea. Hún lifði á fyrstu öld og streittist gegn hemámi Róm- verja í Bretlandi. „Tilboðið var ósvikið. Hún var mjög upp með sér en er ekki að íhuga það í alvöru,“ er hafl eftir VÍnÍFergÍe. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.