Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 13 Neytendur Greiddi fyrir bílastæði við Túngötu: Sekt þótt tíminn væri ekki útnmninn - verðum að hafa vinnuregliir í lagi, segir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs „Eg lagði bílnum á bílastæði við Túngötu og setti kvittun fyrir greiðslu stöðumælagjalds í framrúð- una. Af einhveijum ástæðum virðist hún hafa snúist við, líklega þyrlast upp þegar ég lokaöi hurðinni, og lá því á hvolfi við framrúðuna. Þegar ég kom aftur var búið að sekta mig þó tíminn væri ekki útrunninn," sagði Magnús Þ. Magnússon sem kom aö tah við Neytendasíðuna. Magnús sagðist í sjálfu sér ekki hafa neitt við það að athuga að hafa fengið sekt þar sem ekki sást á mið- ann en átti von á því að hún yrði felld úr gildi þegar hann sýndi fram á að hann hefði verið búinn að greiða. „En þegar ég talaði við starfs- mann hjá Bílastæðasjóði sagði hann mér bara að borga sektina, þessu yrði ekki breytt.“ „Okkur er engin launung á þvi að við höfum verið að herða kröfurnar i vetur,“ segir framkvæmdastjóri Bilastæðasjóðs. Bifreiðareigandi kom að máli við neytendasíðuna og sagðist hafa fengið stöðumælasekt þótt tíminn væri ekki útrunninn. Á innfelldu myndinni sést að sektarmiðinn er útfylltur kl. 14.59 þótt timinn renni ekki útfyrr en kl. 15.06. DV-mynd BG. Vinnureglur í lagi „Ef tímamiði í bifreiðum er ekki læsilegar eða hann vantar þegar stöðuvörður kemur að bílnum leggur hann á aukastöðugjald (stöðumæla- sekt) sem verður að greiða. Ökumað- urinn er ábyrgur fyrir því að miðinn sé sýnilegur og kerfið byggist á því. Við verðum að hafa þessar vinnu- reglur í lagi,“ sagði Stefán Haralds- son, framkvæmdastjóri Bílastæða- sjóðs Reykjavikur, þegar DV bað hann að útskýra sektina. „Ef það er hins vegar sannað fyrir okkur að það hafi verið gildur tímamiði í þessum bíl á þessum tíma tökum við málið til athugunar. Þá er ekki nóg að sýna tímamiðann sem hvorki er skráður á nafn né númer. Hann er hreint handhafagagn sem maðurinn getur þess vegna fengið úr næsta bíl. Sönnunarbyrðin er á ökumanninum, að hann hafi verið „Hvað segirðu og ég sem hélt aö þú værir að grínast," sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, húsmóðir í Reykja- vík, þegar DV tilkynnti henni aö hún hefði unnið sér inn 30 þúsunda króna vöruúttekt í 10-11 verslununmn. Ingibjörg sagðist aldrei hafa unnið í getraun áður en var þó ákveðin í með gildan tímamiða," sagði Stefán. Aðspurður sagði Stefán aö það væri t.d. hægt að sanna slíkt með því að leiða fram vitni í máhnu. Inntur eftir því hvort eitt vitni dygði, t.d. vinur viðkomandi, játti Stefán því. að gefa sonarsyni sínum matarút- tektina. „Hann hefur meiri þörf fyrir hana en ég.“ Aftur verður dregið um sex skuldlausa áskrifendur í maí og júní og hljóta þeir 30 þúsunda króna vöruúttekt hver, ýmist í 10-11, Bón- usi eða Nóatúni. „Ég veit ekki hvort menn gera sér grein fyrir því sem fólk leggur á sig til þess að losna við að greiða 300 krónur, hvaða hundakúnstum við höfum staðið fólk að að gera. Þetta er þess eðlis að það verða að gilda ákveðnar reglur og þær eru mjög einfaldar. Það er hins vegar engin launung að því aö viö höfum verið að herða kröfumar í vetur." Eiturcína- miðstöð á Borgar- spítala völdum efha i heimahúsum. Það eru Slysa- vamafélag íslands, Slysavama- ráð íslands og Landlæknisemb- ættiö sem standa aö útgáfu bók- arinnar en um er að ræða endur- bætta utgáfu frá árinu 1986. „íslendingar eru aftar á mer- inni en aðrar þjóðir í sambandi við viðbrögð og varnir sem snerta slys i heimahúsum. Nú hefur ver- ið komið upp sérstakri eiturefna- miðstöð á Borgarspítalanum sem fólk getur hringt í og fengiö ráð- leggingar í þessum efnum. Hvert tílfelli er skráö þannig að auð- veldara sé að sjá stöðu mála,“ sagði Guðmundur Ámi Stefáns- son heilbrigðisráðherra. Efnalisti i stafrófsröð í bókinni er listi í stafrófsröö yfir helstu hættulegu efhin og lyfin sem oft era í heimahúsum og umfjöllun um hættu þeim samfara, hvaö til bragðs á að taka og ráðleggingar um hvar best er að geyma lyfin til að fyrirbyggja slys. Fjallað er stuttlega um skor- dýrastungur og birtur myndalisti yfir skaölegar inni- og útiplöntur. Að sögn Brynjólfs Mogensen, forstööulæknis á slysa- og bækl- unardeild Borgarspítalans, skipt- ast efhaslys í þijá málaflokka; hreinsilegi, sígarettur og lyf. „Eit- urefnaslys era langalgengust hjá böraum en ástandið hefur að því leyti breyst að sígarettueitranir em að verða óalgengari en áður en aftur á móti er meira um of stóra skammta af vægari efnum, eins og lýsispillum," sagöi Brynj- ólfur. Bók fyrir afa og ömmur Bókin veröur seld á heilsu- gæslustöðvum fyrir þá sem ekki fá hana senda heim og kostar 500 krónur. Hún þykir ekki síður til- valin að hafa heima hjá afa og ömmu og í sumarhúsum þar sem bömin búa ekki aö staðaldri. Þeim þykir oft ólíkt meira spenn- andi aö rannsaka umhverfið þeg- ar þau em að heiman. . Aldrei er of brýnt fyrir fólki aö reyna fyrst og fremst að fyrir- byggja slysin. Geyma lyf og hættuleg efni í læstum hirslum eöa þar sem bömin ná ekki til. Eiturefhaslysum fækkaði um allt aö 60% eftir fyrri útgáfu þessarar bókar en 75% manna áttu þá bók fimm ámm seinna. Ingibjörg tekur hér við skjalinu ásamt tengdadóttur sinni, Guðrúnu Ragnars- dóttur, og barnabörnunum Stefáni Geir og Margréti Þórunni Stefánsbörnum. DV-mynd ÞÖK Vann matarkörfu í áskriftargetraun DV: Ætlar að gefa úttektina Þelp sem fá DV í pósikassaim peghilega geta átt von á þpjátíu kúsund kröna matapköpfu _ " Áskriftargetraun DV gefur skilvísum áskrifendum, nýjum og núverandi, möguleika á að vinna þrjátíu þúsund króna matar- körfu að eigin vali. Sex matar- körfur á mánuöi eru dregnar út, hver aö verömæti 30 þúsund króna. Tryggðu þér DV í póst- kassann á hverjum degi og þar með greiðan aðgang að lifandi og fjölbreyttum fjölmiðli og sjálfkrafa þátttökurétt í áskriftargetrauninni. DV - hagkvæml blað. 63 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.