Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 32 Stjóminál Spurt á Seyðisfirði: Hver verða úrslit kosninganna? Óskar Friðriksson: Ég spái því að það verði litlar breytingar. Annars læt ég mér bara nægja það sem kemur út úr kosningunum. Finnur Óskarsson: Valdahlutfollin verða óbreytt. Ósamkomulagið í röð- um Tinda kemur til með að skemma rfyrir þeim. Kristrún Helga Björnsdóttir: Ég á von á því að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn haldi nú- verandi meirihluta. Hrönn Ólafsdóttir: Ég vona að Sjálf- stæðisflokkurinn vinni þessar kosn- ingar og taki mann af Tindum. Það er ljóst að Tindar tapa mest. Guðmunda Hafdís Jónsdóttir: NÚ eru nýir menn í framboði þannig að ég vona að núverandi meirihluti haldi völdum. Þaö var kominn tími til að skipta um menn. Sigmar Svavarsson: Kosningabarátt- an hefur verið lítilfjörleg og umræð- umar daufar. Ég er hræddur um að breytingamar verði átakanlega litl- ar. Seyðisfjörður: Bjart fram undan á af mælisári Vandi atvinnulífsins, fólksflótti og uppbygging skóla- og íþróttamann- virkja em meðal þeirra stefnumála sem allir íramboðshstamir á Seyðis- firði leggja áherslu á í komandi sveit- arstjómarkosningum. Erfiðleikamir í sjávarútvegi hafa undanfarin miss- eri sett mark sítt á bæjarlífið en nú virðist hafa rofað til í atvinnumálun- Frá Seyðisfirði. DV-mynd BG Ambjörg Sveinsdóttir, B-lista: Heilbrigt atvinnulíf er hornsteinninn „Sjálfstæðisflokkurinn leggur megináherslu á að efla atvinnulifið. Við teljum heilbrigt atvinnulíf vera homstein hvers byggðarlags. Við leggjum áherslu á að hlúa sem best að undirstöðuatvinnugreinunum. Ef að staða þeirra er góð blómstrar ann- að atvinnulíf og allt mannlíf," segir Ambjörg Sveinsdóttir, efsti maður á D-lista Sjálfstæðisflokksins. Ambjörg segir að sjálfstæðismenn muni beita sér fyrir þvi að keypt verði nýtt skip til hráefnisöflunar fyrir fiskiðnaðinn. í því sambandi komi til áhta að skipta upp Útgerðar- félaginu Birtingi hf. Hún segir brýnt að auka þjónustu við fiski- og kaup- Ambjörg Sveinsdóttir. skipaflotann við höfnina, meðal ann- ars til að efla ferðaþjónustuna. Af öðrum málum segir Ambjörg að gera verði átak í hreinsun og fegr- un bæjarins. í því sambandi nefnir hún meðal annars frágang gang- stétta og hofiæsa. Þá segir hún nauð- synlegt að ljúka skólabyggingu og byggingu íþróttahúss eftir því sem framkvæmdafé bæjarins leyfi. „Á árinu 1995 verður kaupstaður- inn 100 ára og munum við minnast þeirra tímamóta með veglegum hætti. Þessi tímamót viljum við með- al annar nota th að efla alla menning- arstarfsemi og styrkja ímynd bæjar- ins sem menningarbæjar." Jónas HaHgrímsson, efsti maður á B-lista: Jarðgöng eru framtíðarsýnin „Á næsta kjörtímabili munu fuh- trúar Framsóknarflokksins í bæjar- stjóm fylgja fast eftir stuðningi við sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrir- tæki auk þeirrar þjónustu sem því fylgir. í því sambandi má nefna jám- iðnað, áframhaldandi uppbyggingu dráttarbrautar og að tryggja rekstur netagerðar. Á þetta leggjum við höf- uð áherslu. Að auki verður áfram barist fyrir fyrir uppbyggingu tohað- stöðu og fríhafnar," segfi Jónas Hah- grímsson, efsti maður á B-Usta Fram- sóknarflokksins á Seyðisfirði. Jónas nefitir ýmis mál sem fihltrú- ar Framsóknarflokks vhji koma í Jónas Hallgrímsson. höfn á kjörtímabhinu. í því sambandi nefnir hann meðal annars uppbygg- ingu tjaldsvæðis og stuðning við ferðaþjónustu, byggingu skólahúss, íþróttahúss og annarra íþróttamann- virkja, gerð útivistarsvæðis og við- unandi lausn á sorphirðumálum. „Það hefur verð meðal meginvið- fangsefna okkar í bæjarstjómum hð- inna ára að beijast fyrfi bættum samgöngum um Fjarðarheiði, jafn- framt því sem framtíðarsýn Seyð- firðinga hlýtur aö vera jarðgöng. Þessari baráttu vérður haldið áfram uns máhð er í höfn.“ Pétur Böðvarsson, T-lista: Styrka stjórn oq minni skuldir „Við vhjum styrka fjármálastjóm og minnka skuldir bæjarins enda varar endurskoðandi bæjarins við frekari skihdasöfnun. Bæjarbúar em famir að skynja þreytu í meirihluta- samstarfinu sem hefur staðið sam- : fleytt í 20 ár. Við bendum á að önnur ’ meirihlutaform er til heldur en B- og D-listi,“ segir Pétur Böðvarsson, efsti maður T-listans á Seyðisfirði. Pétur segfi T-listafólk leggja áherslu á að staðið verði vörð um þau fyrirtæki og stofnanir sem em á Seyöisfirði. Stöðva þurfi fólksflótt- ann og fjölga störfum. I því sambandi segfi hann nauðsynlegt að koma á fót virkri atvinnumálaneftid sem Pétur Böðvarsson. hafi nokkur fjárráð th að kanna nýja atvinnumöguleika. Þá segir Pétur að T-hstafólk muni bregðast hart við öhum tifiaunum ríkisvaldins th að flytja opinberar stofnanir burt úr bænum, th dæmis sýslumannsemb- ættið. „Það þarf að ráða garðyrkjumenn og annað kunnáttufólk th að stjóma og sjá um snyrtingu og fegrun bæjar- ins því öh vhjum við að bærinn hti eins snyrthega út og hægt er á 100 ára afmæh kaupstaðarins á næsta ári. Það þarf að standa vel að þessu og sjá th þess að afmæhð verði fyrfi aha.“ um. Bjartsýnir bæjarbúar tala jafii- vel um að eftirspumin eftir vinnu- afli verði meiri en framboðið þegar í sumar. í ljósi þess að kaupstaðurinn á 100 ára afmæh á næsta ári þykir mörgum við hæfi að minnast tíma- mótanna með fegrun bæjarins. Undanfama tvo áratugi hafa Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokk- ur myndað meirihluta á Seyðisfirði. Minnihlutann skipa fulltrúar T-lista í bæjarstjóm en að baki honum stendur Félag jafnaðar- og vinstri- manna á Seyðisfirði. Kosningabaráttan á Seyðisffiði fór að þessu sinni seint að stað. Ágrein- ingsmálin milh framboðshsta em fá og segjast margir kjósendur standa frammi fyrir því að þurfa að velja menn í stað hsta. Einungis einn bæj- arfuhtrúi skhur á milli meirihluta og minnihluta á Seyðisfirði og þvi þarf htið th að valdahlutföh breytist. Úrslitin 1990 Þrír hstar voru í framboði á Seyðis- firði í sveitarstjómarkosningunum 1990. B-hsti Framsóknarflokks fékk 213 atkvæði og þijá fulltrúa í bæjar- stjóm, D-hsti Sjálfstæðisflokks 155 atkvæði og tvo fuhtrúa og T-hsti Tinda, félags jafnaðar- og vinstri- manna á Seyðisfirði, fékk 233 at- kvæði og íjóra fuhtrúa kjöma. Þessir náðu kjöri í bæjarstjóm: Jónas Hallgrímsson (B), Sigurður Jónsson (B), Kristjana Bergsdóttir (B), Theódór Blöndal (D), Arnbjörg Sveinsdóttir (D), Magnús Guö- mundsson (T), Sigrún Ólafsdóttir (T), Margrét Gunnlaugsdóttfi (T) og Hafsteinn Friðþjófsson (T). Framboðslist- ar á Seyðisfirði B-listi Framsóknarflokks: 1. Jónas Hallgrímsson. 2. Siguröur Jónsson. 3. Jóhann P. Hansson. 4. Gcstur Valgarðsson. 5. Sigríður Stefánsdóttir. Ð-listi Sjálfstæóisflokks: 1. Ambjörg Sveinsdóttir. 2. Davíð Gunnarsson. 3. Hrafnhhdur Sigurðardóttir. 4. Guðjón Harðarson. 5. Sigfmnur Mikaelsson. T-listi Tinda: 1. Pétur Böðvarsson. 2. Hermann Vestri Guðmunds- son. 3. Ólafía Þórunn Stefánsdóttir. 4. Siguröur Þór Kjartansson. 5. Eghl Sölvason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.