Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 Stjómmál Spurt í Snæfellsbæ Hververða úrslit kosninganna? Svanur Kristófersson bilstjóri: Ég spái ekki í þaö. Þaö skiptir engu máli. Hulda Skúladóttir kennari: Ætii sjálfstæðismenn fái ekki þijá bæjar- fulltrúa og hinir tvo hver. Inga Dóra Sigurðardóttir gjaldkeri: Það er afskaplega erfitt að svara þessu. Ég vona bara að það besta. Sigurlaug Jónsdóttir kennari: Ég vona að Alþýðuflokkurinn og Al- þýðubandalagið myndi meirihluta efttr kosningar en annars er ég nokk- uð óákveðin og stendur á sama. Guðmundur ívarsson fiskverkamað- ur: Ætli sjálfstæðismenn verði ekki efstir og Alþýðuflokkurinn komi þar á eftir. Inga Jóhannesdóttir verslunarstjóri: Þetta er svo óráðið hjá okkur núna að ég hef enga hugmynd um það. Sameinað sveitarfélag á Snæfellsnesi: Brýnt að ríkið efni loforðin Sameining sveitarfélaganna flög- urra, Ólafsvíkur, Hellissands, Breiðuvíkurhrepps og Staðarsveitar, í nýtt bæjarfélag, Snæfellsbæ, hefiir sett mikinn svip á kosningabarátt- una á utanverðu Snæfellsnesi þó að um frekar átakalitla kosningabar- áttu hafi verið að ræða. Svo virðist sem frambjóðendur á listunum ljórum séu allir sama sinn- is varöandi sameiningarmálin, at- vinnumálin, samgöngumálin og um- hverfismálin. Frambjóðendurnir telja brýnt að krefja ríkisvaldið um efndir á loforðum um bættar sam- göngur, bæta sorpeyðingarmál og vinna að mótun nýja sveitarfélags- ins. Þá telja frambjóðendur nauðsyn- legt að gera skurk í atvinnumálunum en sveitarfélögin verða eitt atvinnu- svæði með tvo aðalatvinnuvegi, sjáv- arútveg og landbúnað, eftír samein- ingu. Talsverð endumýjun virðist vera á framboðslistum flokkanna og nokk- uð um nýtt fólk þó að reyndir menn séu einnig í hópnum. Karlmenn skipa öll efstu sæti list- anna nema efsta sæti G-lista. Drífa Skúladóttir leiðir G-lista og er hún eina konan sem virðist eiga mikla möguleika á aö ná kjöri í bæjarstjóm Snæfellsbæjar. Magnús Eiríksson, B-lista: Sorpmálin leyst til bráðabirgða „Við leggjum mesta áherslu á at- vinnumálin, að standa vörö um auð- lindimar og að fyrirtækjum sé boð- inn sá rekstrargrundvöllur sem sveitarfélögin geta best gert með hvatningu um fullvinnslu sjávaraf- urða og aukna verðmætasköpun, “ segir Magnús Eiríksson, fjórði mað- ur á B-lista í nýja sveitarfélaginu á Snæfellsnesi, Snæfellsbæ. „Ferðamannaþjónustan er ört vax- andi atvinnugrein og þar kemur inn í Snæfellsjökull og svæðið í kring. Með stofnun fólkvangs um Snæfells- jökul og nánasta umhverfi eigum við möguleika á að efla ferðaþjónustu verulega," segir hann. Magnús segir að framsóknarmenn leggi áherslu á að hraða byggingu íþróttahúss og leysa sorpmálin til bráðabirgða með því að urða sorp á einum stað auk þess sem fundin verði varanleg lausn á sorpmálunum í samvinnu við önnur sveitarfélög á Snæfellsnesi. Drífa Skúladóttir, G-lista: Tíunda bekk að Lýsuhóli „Atvinnumálin brenna á öllum núna og aðalmálið að bæta atvinnu- möguleikana. Við sjáum hilla undir það núna að fyrirtæki sem hafa verið lokuð séu að fara í gang þannig að við lítum aðeins bjartari augum til sumarsins og tímanna framundan. Fullnýting í sjávarútvegi og land- búnaði er mjög mikilvæg," segir Drífa Skúladóttir, oddviti alþýðu- bandalagsmanna í nýja sveitarfélag- inu á Snæfellsnesi, Snæfellsbæ. „Við viljum leggja áherslu á frá- gang sorpmála og frárennslismál og vatnið hjá okkur er sums staðar ekki nógu gott. Við leggjum áherslu á að tíundi bekkur verði að Lýsuhóli. í okkar sameinaða sveitarfélagi er yfir fiallveg að fara þannig að þeir verða að hafa sinn skóla þó að það séu fáir krakkar í tíunda bekk. Það er einset- inn skóli á Hellissandi en ekki í Ól- afsvík og því þurfum við að stækka skólann þar,“ segir hún. Drífa Skúladóttir. Páll Ingólfsson, D-Iista: Nýtum alla vaxtarbrodda Páll Ingólfsson. „Helstu kosningamálin núna eru atvinnumálin því að við þurfum vart að hugsa um önnur mál ef ekki er atvinna héma og fólk hefur ekki at- vinnu við sitt hæfi. Við þurfum að skapa atvinnufyrirtækjunum sem hér eru og hingað vilja koma sem best skilyrði og nýta alla þá mögu- leika og vaxtarbrodda sem til eru,“ segir Páll Ingólfsson, oddviti sjálf- stæðismanna í nýja sveitarfélaginu á Snæfellsnesi, Snæfellsbæ. „Eitt af stærri málunum í kosn- ingabaráttunni er sameiningin sem átt hefur sér stað. Við sjálfstæðis- menn höfum lagt áherslu á að sam- einingin gerist meira með mótun en offorsi og reynum að hafa alla íbúa og starfsfólk sveitarfélaganna í sátt við þær breytingar sem munu koma,“ segir hann. „Inni í þessu eru samgöngumál og ekki síður skólamál sem voru stór þáttur í kosningunni um sameining- una. D-listinn leggur mikla áherslu á að hægt sé að ljúka grunnskóla- prófi á Lýsuhóli á, næsta skólaári og að stjómvöld standi við gefin fyrir- heit um fjármagn til bættra sam- gangna,“ segir PálL Gunnar Már Kristófersson, A-lista: Brýn verkef ni í samgöngumálum „Aðalstefnumál okkar er að koma sameiningunni betur áfram en gert hefur verið. Þaö er fjöldamargt eftir í sameingingarmálinu sem þarf að vinna betur þannig aö markmiðin um að gera svæðið byggilegra og búsetulegra fyrir þá sem vilja eiga hérna heima náist,“ segir Gunnar Már Kristófersson, annar maöur á A-lista. „Það er nauðsynlegt að huga að atvinnumálum í nýja sveitarfélag- inu, styrkja stoðir þess atvinnulífs sem fyrir er sem er fiskveiðar og fisk- vinnsla og reyna að finna nýja at- vinnumöguleika, til dæmis í ferða- mannaiðnaði, jarðefnaiðnaði og vatnsútflutningi. Mikið hefur verið unnið að báðum síðastnefndu mál- unum og eru þau á lokastigi," segir hann. Gunnar Már segir að mörg brýn verkefhi séu í öllu nýja sveitarfélag- inu á Suðumesjum og megi þar helst nefna hafnarmál, fræðslumál og samgöngumálin þannig að íbúamir geti sótt atvinnu milli svæða og heimsótt hver annan. Gunnar Már Kristófersson. Úrslitin 1990 Ólafsvík, Neshreppur utan Ennis, Breiðuvíkurhreppur og Staðarsveit sameinast formlega í eitt sveitarfélag, Snæfellsbæ, 11. júní og er því kosið til nýrrar, sameiginlegrar sveitarstjómar í vor. Úrslitin í kosningunum vor- iö 1990 vom þessi: Ólafsvík A-listi Alþýðuflokks fékk 132 atkvæði og einn fulltrúa, B-listí Framsóknarílokks fékk 198 at- kvasði og tvo fulltrúa, D-listi Sjálf- stæðisflokks fékk 150 atkvæði og tvo fulltrúa, G-listi Alþýðubanda- lags fékk 97 atkvæði og einn full- trúa og L-listi Samtaka lýðræðis- sinna fékk 147 atkvæði og einn fulltrúa. Þessir náðu kjöri í bæjarstjóm: Sveinn Þór Elinbergsson (A), Atli Alexandersson (B), Stefán Jó- hann Sigurðsson (B), Bjöm Am- aldsson (D), Margrét Vigfúsdóttir (D), Ami E. Albertsson (G) og Kristján Pálsson (L). Kristján Pálsson afsalaði sér sæti sínu árið 1990 og við tók Emanúel Ragnarsson. Meirihlutasamstarf hefur verið milli Framsóknarflokks, Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubanda- lags. Neshreppur utan Ennis Tveir listar vom í kjöri á Hell- issandi vorið 1990. F-Usti al- mennra hreppsbúa fékk 255 at- kvæði og fjóra fulltrúa. N-listi Framboðs fyrir betri byggð fékk 89 atkvæði og einn fulltrúa. Þessir náðu kjöri: Ólafur Rögn- valdsson (F), Ömar Lúövíksson (F), Gunnar Már Kristófersson (F), Óttar Sveinbjömsson (F), Kristinn Jón Friðþjófsson (N). Staðarsveit Þessir náðu kjöri: Eyjólfur Gunnarsson, Stefán Þórðarson, Margrét Þórðardóttir, Sveinn Gíslason og Jónína Þorgrímsdótt- ir. Breiðuvíkurhreppur Eftirtaldir náðu kjöri: Hall- steinn Haraldsson, Ingólfur Guð- mundsson, Reimar Karlsson, Ólína Gunnlaugsdóttir, Pétur Pétursson. A-listi: 1. Sveinn Þór Elinbcrgsson 2. Gunnar Már Kristófersson 3. Haukur Már Sigurðsson 4. Málfriður Gylfadóttir 5. Kristján Kristjánsson 6. Gréta Hafsteinsdóttir 7. Gústaf Geir Egilsson B-listi: 1. Atli Alexandersson 2. Guömundur Þórðarson 3. Stefán Þórðarsson 4. Magnús Eiríksson 5. Svanur Aðalsteinsson 6. Margrét Þórðardóttir 7. Kristín Vigfúsdóttir D-listi: 1. Páll Ingólfsson 2. Ásbjöm Óttarsson 3. Pétur Pétursson 4. Ólafur Rögnvaldsson 5. Bjöm Arnaldsson 6. Margrét Björk Bjömsdóttir 7. Jóhannes Ólafsson G-listi: 1. Drífa Skúladóttir 2. Jón Þ. Oliversson 3. Hallsteinn Haraldsson 4. Kristinn Jón Friðþjófsson 5. Margrét Sigríöur Birgisdóttir 6. Margrét Jónasdóttir 7. Hallgrímur Guðraundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.