Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ1994 17 Fréttir Þúsund lestir af Rússafiski til Hafnarfjarðar? Oskað eftir 100 milljóna króna ábyrgð bæjarsjóðs - verð á Rússafiski komið niður 184 krónur kílóið „Þaö kom ósk til bæjarráös um bæjarábyrgð á 100 milljónum króna til aö kaupa 1000 lestir af Rússafiski. Málið var rætt á bæjarráðsfundi í síðustu viku og þar var því vel tekið. Ákveðið var að setja málið til skoð- unar hjá framkvæmdastjóra hafnar- innar og bæjarlögmanni," sagði Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, í samtali við DV. Hugmyndin að þessu er komin frá atvinnumálanefnd Hafnarfjarðar og er ætlunin aö selja fiskinn á Fisk- markaði Hafnarfjarðar. Um er að ræða sjófrystan þorsk. „Menn hafa beðið eftir umtals- verðri verðlækkun á Rússafiskinum um nokkum tíma. Nú er verðið kom- ið niður í 1200 dollara tonnið eða 84 krónur fyrir kílóið sem er gott verð. Menn segja að verðið fari ekki mikið niöur fyrir þetta. Ahætta bæjarsjóðs með þessari ábyrgð er í sjálfu sér engin. Um leið og fiskurinn selst á fiskmarkaðnum minnkar hún uns hún hverfur þegar 1000 tonnin eru seld,“ sagði Ingvar. Hann sagði menn tala um aum- ingjadóm íslenskra fiármögunarfyr- irtækja eða peningastofnana að gangast ekki í ábyrgð fyrir kaupum á Rússafiski í umtalsveröum mæh, Rússafiski landað i Hafnarfjarðarhöfn. þar sem áhættan sé nánast engin. Um sé að ræða nýjan, sjófrystan fisk sem sé afar eftirsótt hréfni. DV hefur rætt við fiskverkendur sem segja að það sé ekki bara að verð lækki á Rússafiskinum heldur sé mun auð- veldara að fá hann en áður var. „Menn segja að þegar þessi ábyrgð sé einu sinni komin í gegn og menn sjá hvað um er að ræða muni pen- ingastofnanir taka við sér og svo muni fara á endanum að slegist verði um þessi viðskipti,“ sagði Ingvar Viktorsson. Sigurbjörn Eiríksson, til vinstri, og Pétur Stefánsson verksmiðjustjóri í verk- smiðju Vallhólma. DV-mynd Örn Graskögglaverksmiöja KS í Skagafírði: Fersk-gras slær í gegn Öm Þóraimsson, DV, Pljótum; Mikil eftirspurn er eftir Fersk-grasi hjá Graskögglaverksmiðju Kaupfé- lags Skagfirðinga og nánast öll fram- leiðsla síðasta sumars, 500 tonn, seld. Ekki hefur verið hægt aö anna eftir- spurn því þurft hefur að sinna við- skiptavinum í nokkrum löndum sem keypt hafa framleiðsluna allt frá upphafi. Fersk-grasiö er nær alfarið selt úr landi. Stærstu kaupendur eru í Svíþjóð, Noregi og Færeyjum. í þessum löndum er grasið notað handa hrossum, kúm og jafnvel fyrir sauðfé. Fersk-grasið er selt undir vöru- merkinu Arctic Grass eða Horse- Hage. Þar er höfðaö til þess að hvergi í heiminum er sambærileg fram- leiðsla á svo norðlægum slóðum í jafn ómenguðu umhverfi. Kaupfélag Skagfirðinga samdi um kaup á Fersk-grasframleiðslunni og framleiðsluréttinum af Sigurbimi Eiríkssyni á síðasta ári. Áður hafði Sigurbjöm verið með starfsemina á Stórólfsvelli í Rangárvailasýslu en hann flutti norður í fyrravor og starf- ar hjá graskögglaverksmiðjunni. Kaupfélagið hefur undanfarin ár framleitt grasköggla í verksmiðjunni í Vallhólmi en tahð er að Fersk-gras- framleiðslan henti ágætlega jafn- hliða graskögglunum. Að sögn Péturs Stefánssonar verk- smiðjusfióra vom framleidd 750 tonn af graskögglum á síðasta ári og var það nokkuð minni framleiðsla en verið hefur undanfarin ár. Sala á kögglum hefur hins vegar gengið vel í vetur og er stefnt að aukinni fram- leiðslu á báðum tegundum næsta sumar. Pétur segir að Fersk-grasið skapi 2-3 störf hjá verksmiðjunni til viðbótar þeim 10 sem þar hafa verið yfir sumarmánuðina. Sjónvarpsstöövamar: Sameiqinlegur umræðuf undur Ákveðið hefur verið að Stöð 2 og Ríkissjónvarpið verði með samvinnu við útsendingu frá fundi þeirra Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, borg- arsfióraefnis Reykjavíkurhstans, og Árna Sigfússonar borgarsfióra næst- komandi fóstudagskvöld. Helgi E. Helgason, aðstoðarfrétta- sfióri Sjónvarpsins, sagði í samtah við DV að sjónvarpsstöðvamar hefðu áður haft samvinnu fyrir kosningar líka því sem nú verður. Útsending frá fundinum hefst að loknum kvöld- fréttmn sjónvarpsins á föstudag. V markt toPþli TOPP 40 I HVERRI VIKU íslenski listinn er birtur í DV á hverjum fimmtudegi og á fimmtudagskvöldum á milli kl. 20 og 23 kynnir Jón Axel Ólafsson stööu laganna á Bylgjunni og greinir frá sög- um á bakvið athyglisveröa flytjendur og lög þeirra. Á Bylgjunni, laugardaga milli kl. 16 og 19 er staöa laganna 40 svo kynnt á ný og þau endurflutt. GOTT ÚTVARP! ISLENSKI USTINN er unnlnn f samvinnu DV, Bylgjunnar og CocæCola á Islandi. Mikill fióldi fólks tekur þátt í aö velja ÍSLENSKA USTANN 1 hverri viku. Yfirumsjón og handrit eru f höndum Agústs Héðinssonar, framkvæmd f hóndum starfsfólks DV en tæknivinnsia fyrir útvarp er unnin af Þorsteini Ásgeirssyni. Í>V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.