Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 30
42 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 Fólk í fréttum Margrét Skúladóttir Sigurz Margrét Skúladóttir Sigurz var kjörin fegurðardrottning íslands á Hótel íslandi á föstudagskvöldið. Starfsferill Margrét fæddist í Reykjavík 10.4. 1973 og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hún lauk stúdentsprófi frá VÍ 1993 og stundar nú nám viö Fóstur- skólann. Margrét starfaði við fiskvinnslu hjá Granda sumrin 1991 og 1992. Hún stundaði skrifstofustörf við lögfræðistofu síðasta sumar og starfar þar nú. Þá hefur hún séð um ræstingar jafnframt náminu hjá fyrirtækinu Fiskkaupum sl. ár. Margrét æfði knattspymu hjá Framumskeið. Fjölskylda Unnusti Margrétar er Kristján Gunnar Ríkharðsson, f. 25.11.1971, nemi í húsasmíði og starfsmaður hjá Fiskkaupum. Móðir hans er Guðrún Sólveig Grétarsdóttir en fósturfaðir Steindór Pétursson, Sonur Kristjáns Gunnars er Alex- ander Ingi, f. 20.8.1990. Hálfsystir Margrétar, sam- mæðra, er Berglind Sigtryggsdótir, f. 6.10.1970, flugfreyja í Reykjavík. Hálfsystir Margrétar, samfeðra, er Dagmar Skúladóttir, f. 27.7.1971, lengi starfsmaður við frystihús í Vestmannaeyjum, nú nýflutt til Reykjavíkur. Fósturbróðir Margrétar er Ing- ólfur Rúnar Sigurz, f. 3.7.1977, dag- skrárgerðarmaður. Foreldrar Margrétar eru Skúli Eggert Sigurz, f. 18.12.1951, skrif- stofustjóri í Reykjavík, og kona hans, Ingunn Þóra Jóhannsdóttir, f. 10.4.1951, húsmóðir í Reykjavík. Ætt Skúli er sonur Ingólfs Sigurz, fulltrúa hjá sýslumanninum í Reykjavík, sonar Siguröar Sigurz, stórkaupmanns í Reykjavík, bróð- ur Steinunnar í Sveinsbakaríi og Kristjönu, móður Péturs Snælands forstjóra, fóður Sveins Snælands framkvæmdastjóra. Þriðja systir Sigurðar var Ingigerður, amma Edgars Guðmundssonar verkfræð- ings, Björns Ástmundssonar, for- stjóra Reykjalundar, og Ágústs Einarssonar, forstjóra Lýsis. Sig- urður var sonur Sigurðar, lóðs í Reykjavík Sigurðssonar, í „Stein- húsinu" í Reykjavík Þórðarsonar, af Borgarbæjarættinni, bróður Pét- urs, foður Gunnlaugs hæjarfull- trúa. Móðir Ingólfs var Guðbjörg Skúladóttir b. á Ytra-Vatni í Skaga- firði Jónssonar, og Guðrúnar Tóm- asdóttur, b. á Tunguhálsi, Tómas- sonar, og konu hans, Ingu Jóns- dóttur, b. á Hafgrímsstöðum, Þor- lákssonar, bróður Þorbjargar, ömmu Stefáns Stefánssonar skóla- meistara, föður Valtýs ritstjóra, foður Huldu blaðamanns og Helgu leikkonu. Móðir Skúla er Ásta Hauksdóttir, sjómanns á Akureyri, Sigurðsson- ar, b. á Brautarhóli í Svarfaðardal Jónssonar. Móðir Hauks var Guð- rún Jónasdóttir. Móðir Ástu var Jóhanna, hálfsystir Þuríðar, móð- ur Þórunnar Þorsteinsdóttur, póst- meistara á Þórshöfn. Jóhanna var dóttir Jóns, hreppstjóra á Læknes- stöðum á Langanesi, Magnússonar, og Matthildar Magnúsdóttur. Ingunn Þóra er dóttir Jóhanns, fyrrv. forstjóra á Akureyri, bróður Jóns, föður Arnars leikara, föður Sólveigar leikkonu en systir Arnar er Helga leikkona, móðir Margrét- ar Ömólfsdóttur hljómlistar- manns. Jóhann er sonur Kristins, smiðs hjá KEA, Stefánssonar, b. á Kambfelli, Sigurðssonar. Móðir Kristins var Jóhanna Magnúsdótt- ir, vinnumanns í Heiðarhúsum á Flateyjardal, Jónatanssonar. Móð- ir Jóhanns var Elínbqrg Jónsdóttir, skipstjóra á Kálfsá í Ólafsfirði, Magnússonar, og Lísibetar Frið- riksdóttur. Móðir Ingunnar er Guðrún Aspar Halldórsdóttir, verslunarmanns á Akureyri, bróður Bjargar, móður Jakobs Magnússonar fiskifræð- ings. Halldór var sonur Guðmund- ar, b. í Aratungu á Ströndum, Jóns- sonar. Móðir Guðmundar var Mar- ín Guðbrandsdóttir, b. á Vals- hamri, Hjálmarssonar, ættfööur Tröllatunguættarinnar, Þorsteins- sonar. Móðir Guörúnar Aspar var Kristbjörg Torfadóttir frá Ásparvík Bjömssonar og Önnu Bjarnadótt- ur. Margrét Skuladóttir Sigurz. Til hamingju með afmælið 25. maí 90 ára Matthea J. Pedersen, Markarflöt 6, Garðabæ. 85ára Indriði Guðmundsson, Munaðamesi 2, ÁrneshreppL Afmæli Jón Aðalgeir Sigurgeirsson Jón Aðalgeir Sigurgeirsson, fyrrv. skólastjóri, Írabakka30, Reykjavík, varð áttatíu og fimm ára í gær. Starfsferill Jón er fæddur á Akureyri. Hann fékk múrararéttindi 1928, lauk stúd- entsprófi í MA1929, var í námi í ensku, þýsku og sænsku í háskólan- um í Hamborg 1929-30 og í háskól- anum í Berlín 1930-31. Jón var í námi í sálar- og uppeldisfræði í há- skólanum í Stokkhólmi 1947-48. Jón var kennari í Gagnfræðskól- anum á Akureyri 1935-73, yfirkenn- ari 1955-61 og stundakennari 1961-73. Hann var kennari í Iðnskól- anum á Akureyri 1935-38, skóla- stjóri 1939-41 og 1955-78 og stunda- kennari 1980-83. Jón var stunda- kennari í MA1944-45 og kenndi ís- lensku í Birkagardens Folkehög- skola í Stokkhólmi og ensku í tungu málaskólann Spraknycklen í Stokk- hólmi 1947-48. Hann stofnaði ásamt fleimm heildsölufyrirtækið Jökul hf. á Akureyri 1942 og var forstjóri þess í nokkur ár. Jón rak Hvíldar- og hressingarheimilið á Laugalandi í Eyiafirði sumarmánuðina 1976 og 1977 og 1980 á Varmalandi í Borgar- firði ásamt Úlfi Ragnarssyni lækni. Hann er einn stofnenda Knatt- spymufélags Akureyrar 1928 og í fyrstu stjóm þess og meðútgefandi Stíganda 1943-48. Jón var form. Guðspekifélags Akureyrar 1943-47 og frá 1953 og er einn af stofnendum Tónhstarfélags Akureyrar 1943 og form. 1966-69. Hann var í sóknar- nefnd Akureyrar 1956-76 og er einn stofnenda Bræðrafélags Akureyrar- kirkju 1979 og form. frá upphafi. Jón var fyrsti form. Þýsk-íslenska fé- lagsins á Akureyri 1961 og form. Iðnaðarmannafélags Akureyrar 1981. Fjölskylda Jón kvæntist 19.101934 Hrefnu Hallgrímsdóttur, f. 18.9.1911, d. 15.9. 1951. Foreldrar hennar: Hallgrímur Hallgrímsson, yfirsíldarmatsmaður á Hjalteyri, og kona hans, Kristín Albertsdóttir. Börn Jóns og Hrefnu: Hrafnhildur Kristín, f. 23.8.1935, gift Jóhanni Pálssyni, grasafræðingur í Reykja- vík; Hallgrímur, f. 7.2.1942, flug- stjóri í Reykjavík, kvæntur Guðríði Þórhallsdóttur. Systkini Jóns: Páll, f. 16.2.1896, d. 21. febrúar 1982, kaupmaður á Akureyri; Vigfús, f. 6.1.1900, látinn, ljósmyndari í Reykjavík; Gunnar, f. 17.10.1902, d. 9.6.1970, píanókennari í Reykjavík; Hermína f. 16.3.1904, tónlistarkennari í Reykjavík; Eð- varð, f. 22.10.1907, ljósmyndari og kvikmyndatökumaður á Akureyri; Agnes, f. 1912, sem lést unglingur; Hörður, f. 6.5.1914, látinn, ljósmynd- ari í Vestmannaeyjum; Haraldur, f. 6.10.1915, skrifstofumaðurhjá Ak- ureyrarbæ. Foreldrar Jóns: Sigurgeir Jóns- son, söngstjóri og organisti á Akur- eyri, og kona hans, Friðrika Tómas- dóttir. Ætt Sigurgeir var sonur Jóns, b. og söðlasmiðs á Stóruvöllum í Bárðar- dal, Benediktssonar, b. á Stóruvöll- um, Indriðasonar, b. á Fornastöð- um, Jónssonar. Móðir Jóns á Stóru- völlum var Guðný Jónsdóttir, b. á Mýri, bróður Sigurðar, föður Jóns alþingisforseta á Gautlöndum. Jón var sonur Jóns, b. á Mýri, ættföður Jón Aðalgeir Sigurgeirsson. Mýrarættarinnar, Halldórssonar, b. á Árndísarstöðum, Ingjaldssonar. Aðalbjörg, móðir Sigurgeirs, var dóttir Páls, b. á Hólum i Laxárdal, bróður Hálfdánar, föður Jakobs, aðalstofnanda Kaupfélags Þingey- inga. Páll var sonur Jóakims, b. á Mýlaugsstöðum, Ketilssonar, bróð- ur Sigurðar, langafa Hallgríms og Sigurðar Kristinssona, forstjóra SÍS. Friðrika var dóttir Tómasar, b. og járnsmiðs á Litlu-Völlum í Bárðar- dal, Friðfinnssonar, b. á Litlu-Völl- um, Illugasonar, skálds á Litlu- Völlum, Einarssonar. Móðir Frið- riku var Margrét Sigurðardóttir, b. í Grímsgerði, Guðmundssonar. Andlát Hermann Sigurður Bjömsson Hermann Sigurður Björnsson, fyrrv. póstafgreiðslumaður, Hlíf II, Torfnesi við Isafjörö, lést 14. maí. Útför hans var gerð frá ísafjarð- arkapellu í gær. Starfsferill Hermann var fæddur 4.12.1917 á ísafirði og ólst þar upp. Hann fór ungur í sveit á sumrin og var síðan á sumrin við saltfiskverkun hjá föð- ur sínum. Hermann lauk barna- skólanámi og var síðan tvo vetur í Kvöldskóla iðnaðarmanna. Hann flutti með foreldrum sínum að Langeyri við Álftafjörð við Djúp 1934 þar sem þau bjuggu í tvö ár. Þar stundaöi Hermann öll almenn störf og var m.a. við vélgæslu við frystihús. Þá var hann á síldveiðum á sumrin. HermannhófstörfhjáKaupfélagi ísfirðinga 1936, fyrst við vörubíla- akstur og síðan við vélgæslu í frysti- húsi, við birgðastörf og fleira. Hann starfaöi hjá Kaupfélagi ísfiröinga í tuttugu og fimm ár en hóf síðan störf hjá Pósti og síma, fyrst við nætur- vörslu á Símanum en siðan við pó- stafgreiðslu þar sem hann vann í tuttugu ár. Er Hermann hætti störf- um hjá Pósti og síma fyrir aldurs sakir hóf hann aftur störf hjá Kaup- félaginu og var þar vélavörður við frystihúsið í fimm ár. Hermann gekk í Slökkviliö ísa- fjarðar 1941 og starfaði þar í meira en hálfa öld. Hann tók ökukennara- próf 1946 og stundaði síðan öku- kennslu í hjáverkum í tæp fjörutíu ár en hann mun hafa kennt u.þ.b. eitt þúsund nemendum þann tíma. Fjölskylda Hermann kvæntist 11.10.1941 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Áslaugu Jónsdóttur, f. 5.1.1922, hús- móður. Hún er dóttir Jóns Gests Vigfússonar, sparisjóðsgjaldkera í Hafnarfirði, og Sesselju Magnús- dóttur frá Skuld í Hafnarfirði. Böm Hermanns og Sigríðar Ás- laugar eru Erhng Þór, f. 12.3.1941, kvæntur Guðlaugu Grétu Þórðar- dóttur, f. 4.1.1945, en þau eru búsett í Hafnarfirði og eiga þijú börn; Sesselja Áslaug, f. 6.8.1943, gift Páh Zóphoníassyni, f. 12.7.1942, en þau eru búsett í Vestmannaeyjum og eiga þrjú börn; Ásthildur Inga, f. 16.7.1945, gift Krist-jáni Rafni Guð- mundssyni, f. 28.5.1944, búsettá ísafirði og eiga þau tvö böm en þau misstu dóttur tíu ára; Bjöm H., f. 21.4.1947, kvæntur Jensínu Guð- mundsdóttur, f. 19.2.1948, en þau era búsett á ísafirði og eiga fjögur böm; Jón Gestur, f. 11.10.1948, kvæntur Bertu Gunnarsdóttur, f. 26.3.1952, en þau era búsett í Hafn- arfirði og eiga tvo syni; Ásdís S., f. 10.11.1949, gift Árna Ragnarssyni, f. 6.3.1949, en þau búa á Sauðár- króki og eiga þrjú böm. Bama- bamabömin era sex. Systkini Hermanns: Herdís K„ f. 4.4.1914, gift Ólafi Ámasyni, f. 8.4. 1902, látinn, símritara, búsett í Reykjavík og eignuðust tvö böm; Guðrún Ehsabet, f. 27.9.1915, d. 31.8. 1992, var gift Gunnari Hjálmars- syni, f. 15.9.1915, látinn, skipstjóra en þau vora búsett í Reykjavík og eiguðust þrjú böm; ÓlafurK., f. 12.3. Hermann Sigurður Björnsson. 1925, loftskeytamaður í Hafnarfirði, kvæntur Gróu Finnsdóttur, f. 24.9. 1924, og eiga þau fjögur böm; Marta, f. 15.11.1926, d. 24.8.1989, var gift Magnúsi H. Magnússyni, f. 30.9. 1922, fyrrv. ráðherra og bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, og eignuðust þau fjögur börn. Foreldrar Hermanns vora Bjöm Bjömsson, f. 7.7.1889, d. 19.7.1964, formaður og verkstjóri á ísafirði, og Ingveldur Ó. Hermannsdóttir, f. 4.6. 1887, d. 5.5.1963, húsmóðir. 80 ára Valgerður Þorsteinsdóttir, Oddagötu 4, Reykjavík. Margrét Elíasdóttir frá Haugi í Gaulverjabæjarhreppi, Eiginmaður hennarvar SteindórGísla- son bóndi. Þau eignuðustníu börnogóluauk þess upp einn dótturson. Bamabörn þeirra eru 34 og barnabamabömin 34. Margrét tekur á móti gestum i Félagslundi, Gaulverjabæ, föstu- daginn 27. mai frá kl. 17-21. 70 ára Finnbjöm Þorvaldsson, Ásholti 22, Reykjavík. Guðríður Salómonsdóttir, Mýrarbraut 12, Vík í Mýrdal. Egill Guðiaugsson, Háaleitisbraut 101, Reykjavík. Hákon Þorsteinsson, Brekkulæk 1, Reykjavík. Gunnar Valdimarsson, Njálsgötu 59, Reykjavík. Sigurður Ingimundarson, Álfheimum 4, Reykjavík. Sigurbjörg Ottesen, Laugarnesvegí 110, Reykjavík. 60 ára________________ ÁstaÓlafsdóttir, Hamrahlíð 21, Vopnafirði. 50 ára Jóhanna A. Ólafsdóttir, Hlíðarendavegi 3, Eskifirði. 40 ára Mark Kristján Brink, Reykjavikurvegi 24, Hafnarfirði. Friðrik Hafberg, Klausturhvammi 3, Hafharfirði. JakobHólm, Salthömrum 11, Reykjavík. Friðrik Steingrimsson, Skútahrauni 2, Mývatnssveit. Guðlaug Harðardóttir, Furagrund 62, Kópavogi. Þóra Sigurþórsdóttir, Garðhúsum 55, Reykjavík. Guðbjörg Gylfadóttir, Vaharhúsum 18, Reykjavík. Sigmar Bergvin Bjarnason, Kleppsvegi 2, Reykjavik. Trausti S. Friðriksson, Kjarrhólma2,Kópavogi. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.