Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 28
40 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 Stjómmál Spurt á Egilsstöðum: Hverju spáir þú um úrslit kosninganna? Guðmundur Paul Jónsson: H-listinn fær einn mann, D-listinn tvo, B-list- inn þijá og G-listinn einn mann. Sigrún Halldórsdóttir: Égspáilitlum breytingum. Ætli núverandi hlutfoll í bæjarstjóm verði ekki óbreytt eftir kosningar. Helgi Kristinsson: B listinn fær þijá menn kjöma, G-listinn tvo, H-listinn einn og D-listinn einn mann. Guðmundur Sigfússon: Framsókn fer tvo fulltrúa í bæjarstjóm, Sjálf- stæðisflokkurinn einn, Alþýðu- bandalagið tvo og H-listinn tvo full- trúa. Magnús Pálsson: Aróðurinn hefur verið lítill og helstu stefnumál list- anna em óbreytt. Það er lítið hægt að bjóða kjósendum þegar lítið er um peninga. Silja Amfinnsdóttir: Ég spái því að Sjálfstæðisflokkurinn vinni þessar kosningar. Egilsstaöir: Marair nýir kjósendur Fjórir listar bjóða fram á Egilsstöð- um í kosningunum 28. mai: B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæð- isflokks, G-listi Alþýðubandalags og H-listi óháðra. Forsvarsmenn list- anna hafa allir lýst því yfir að þeir gangi til kosninganna með óbundnar hendur. Því er óvíst hvort Fram- sóknarflokkur og óháðir haldi áfram meirihlutasamstarfi eftir kosningar. Mikil þensla hefur verið í bæjarfé- laginu undanfarin ár og hefúr íbúum Frá Egilsstöðum. Ásta Sigfiísdóttir, H-lista: Fyrirtækin þurfa stuðning Asta Sigfúsdóttir. „Við sem stöndum að H-listanum erum einstaklingar sem höfúm áhuga á bæjarmálum. Við teljum að landspólitískar línur henti ekki við stjóm bæjarins og viljum þar vera lausir við dægurþras stjómmála- flokka, að sjálfsögðu með hagsmuni allra íbúanna að Ieiðarljósi,“ segir Ásta Sigfúsdóttir, efsti maður á H- listanum á Egilsstöðum. Ásta segir nauðsynlegt að hlúa að atvinnulífinu enda sé það undirstaða góðs mannlífs og fastrar búsetu. Styrkja þurfi fyrirtækin í bænum með því að halda veltusköttum og fasteignagjöldum í lágmarki og af- nema verslunar- og skrifstofuskatt- inn. Sjá verði til þess að bærinn standi ekki í samkeppni við starfandi fyrirtæki. TU að laða að ný fyrirtæki vill Ásta að greiðslufrestur verði gef- inn vegna leyfa fyxir nýbyggingar og að veitt verði fé tíl álitlegra atvinnu- skapandi hugmynda í formi tíma- bundinna hlutafjárkaupa. „Við viljum að bærinn þjóni íbúum sínum sem best Kosningaloforð í formi loftkastala em okkur ekki að skapi en við viljum vinna eins vel og okkur er fært í ljósi þeirra fjár- muna sem til ráðstöfunar era hveiju sinni“ Þuríður Backman, G-lista: Atvinnumálin vega þyngst „Atvinnumálin vega þyngst. Við viljum að hið fyrsta verði ráðinn haefúr einstaklingur til að vinna með atvinnumálaraði sem jafnframt myndi liðsinna atvinnuráðgjafa í þeim fyrirtækjum sem fyrir era í bænum. Egjlsstaðabær þarf að hafa frumkvæði að nýsköpun á sviði iðn- aðar með skipulagðri leit og fjár- mögnun nýrra framleiðslufýrir- tækja,“ segir Þuríður Backman, efsti maður á G-listans á Egilsstöðum. Þuríður segir Egilsstaði í víðfeðmu landbúnaðarhéraði og á krossgötum þjóövega með flugvöll í bæjarlandinu og þessa sérstöðu eigi að nýta til ffek- ari sóknar. Hún vill að atvinnumál ungs fólks verði sett í forgang. „Ganga þarf frá endurskoðun aðal- skipulags og fúllgera fyrirliggjandi deiliskipulag á fyrsta ári nýrrar bæj- arstjómar. Þá viljum við alþýðu- bandalagsmenn að hafist verði handa við undirbúning stækkunar grannskólans strax á þessu ári, að bæjarstjórain hafi forgöngu um byggingu þjónustumiðstöðvar og íbúða fyrir aldraða og geðfatlaða, að félagsmálaráð standi fyrir virku for- vamarstarfi og í umhverfismálum verði unnið markvisst að „grænni" ímynd staðarins í samvinnu við bæj- arbúa. Þetta era okkar helstu áhersluatriði," segir Þuríður. Þuríður Backman. Broddi B. Bjamason, B-lista: Góð fjárhagsstaða er lykilatriði Broddi B. Bjarnason. „Kosningamar snúast um það hvort B-listinn verður áfram leiðandi afl í næstu bæjarstjóm - afl til þess að viðhalda góðri stöðu bæjarsjóös. Það gefur auga leið að menn ráðast ekki í fjárfrek verkefni, hvort heldur það er í atvinnumálum eða hækkuðu þjónustustigi, öðravísi en að hafa góða fjárhagsstöðu," segir Broddi B. Bjamason, efstí maður á B-lista Framsóknarflokks á Egilsstöðum. Broddi segir mörg fjárfrek verkefni bíða næstu bæjarstjórnar. í því sam- bandi nefnir hann sérstaklega síð- asta áfanga við byggingu sundlaugar og stækkun grunnskólans. Vart verði hægt að gera mikiö meira án þess Einar Rafn Haraldsson, D-lista: Aukið sjálfstæði bæjarstof nana „Egilsstaðir era bæjarfélag með hátt þjónustustíg og býsna hraða uppbyggingu. Sveiflur í atvinnu- ástandi í bænum tengjast flestar byggingaiðnaðmum og opinberum framkvæmdum því verktakastarf- semi er umfangsmikill þáttur at- vinnulífsins. Það er afar nauðsynlegt aö bæjaryfirvöld greiði sem mest fyr- ir stofnun og rekstri fyrirtækja, til dæmis með nægu lóðaframboði, frestun leyfisgjalda og öðra því sem auðveldar atvinnustarfsemi," segir Einar Rafn Haraldsson, efstí maður á D-listanum á Egilsstöðum. Að sögn Einars Rafns vill Sjálf- stæðisflokkurinn að komið verði á starfi atvinnuráðgjafa í bænum til að örva þróunarstarfsemi og leita að nýjum atvinnutækifæram, meðal annars í tengslum við Egilsstaðaflug- völl. Þar séu tækifæri til mikillar uppbyggingar. „Við viljum auka fjárhagslegt sjálf- stæði bæjarstofnana og fela stjóm- endum þeirra aukna ábyrgð, standa að uppbyggingu skóla og íþrótta- mannvirkja og halda uppi góðri þjón- ustu við íbúana." á Egilsstöðum fjölgað jafnt og þétt. Verktakastarfsemi tengd flugvellin- um og byggingarframkvæmdum hef- ur á liðnum misserum skapað mörg störf í bænum en nú virðist sam- dráttur fyrirsjáanlegur. Því leggja allir framboðslistamir á Egilsstöð- um mikla áherslu á atvinnumálin í málflutningi sínum. Málefnaágreiningur virðist ekki mikill milli listanna. Fulltrúar list- anna leggja allir áherslu á að fara þurfi með gát i útgjöldum og öllum er þeim umhugað um að bærinn dafni sem ferðamannabær. Á kjörskrá á Egilsstöðum era alls 1.079 manns, þar af 542 karlar og 537 konur. Kjósendum hefúr fjölgað verulega frá því í síðustu sveitar- stjórnarkosningum, eða um 14 pró- sent Vorið 1990 vora 943 á kjörskrá. Frá árinu 1983 hefúr kjósendum á Egilsstöðum fjölgað um 23 prósent. ■ - IWÍp (0 G □ Meirihlutasamst. B og H Urslitin 1990 í kosningunum vorið 1990 vora fjórir ffamboðslistar í boði á Egils- stöðum, þeir sömu og nú era í ffarn- boði. B-listi Framsóknarflokks fékk 297 atkvæði og þrjá menn kjöma í bæjarstjóm, D-listí Sjálfstæðisflokks fékk einn mann, G-listi Alþýðu- bandalags tvo menn og H-listí óháðra 1 mann kjörinn. Þessi vora kjörin í bæjarstjóm Egilsstaða 1990: Sveinn Þórarinsson (B), Þórhallur Eyjólfsson (B), Broddi Bjamason (B), Einar Rafn Haraldsson (D), Sigurjón Bjarnason (G), Þuriður Backman (G) og Ásta Sigfúsdóttir (H). Fulltrúar B-lista og H-lista hafa starfað saman í meirihluta á kjörtímabilinu. að stefna fjárhagsstöðu bæjarsjóðs í voða. Hann bendir hins vegar á að þrátt fyrir miklar framkvæmdir að undanfomu hafi skuldir bæjarsjóðs lækkað og séu nú í lægri kantinum miðað við aðra kaupstaði. „Á kjörtímabilinu hefúr orðið um- talsverð íbúafjölgun í bænum og því höfum við orðið að taka ný íbúðar- hverfi í notkun. Og nýverið var keypt land fyrir íbúðar- og útivistarsvæði fyrir 31 milljón. Auk þessa var byggð ný félagsmiðstöð, sorpmálum var komið í gott horf og verulegum fjár- munum hefúr verið varið til atvinnu- lífsins." Einar Rafn Haraldsson. B-listi Framsóknarflokks: 1. Broddi B. Bjamason. 2. Vigdís M. Sveinbjömsdóttir. 3. Halla Eiríksdóttir. 4. Bjöm Ármann Ólafsson. 5. Sólveig Dagmar Bergsteins- dóttír. D-listi Sjálfstæðisflokks: 1. Einar Rafri Haraldsson. 2. Bjami Eivar Pétursson. 3. Guðmundur Steingrimsson. 4. Sveinn Ingimarsson. 5. Hannes Snorri Helgason. G-listi Alþýðubandaiags: 1. Þuríður Backman. 2. Sveinn Jónsson. 3. Bjöm Vigfússon. 4. Erlendur Steinþórsson. 5. Anna Björk Guðjónsdóttir. H-listi óháðra: 1. Ásta Sigfúsdóttír. 2. Helga Hreinsdóttír. 3. Heimir Sveinsson. 4. Þorkell Sigurbjömsson. 5. Hrafhhildur Gísladóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.