Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 39 Spurt í Stykkishólmi: Hver verða úrslit kosninganna? Fjóla Edilonsdóttir húsmóðir: Það er ómögulegt að segja. Steinunn Helgadóttir skrifstofumað- ur: Ég hef enga skoðun á þessu. Jón Steinar Kristjánsson sjómaður: Ég held að sjálfstæöismenn og óháðir haldi meirihlutanum. Framsókn fær tvo og H-listi fær einn. Kristján Lárentsínusson skipstjóri: Ég held að þetta verði óbreytt, þó er vafasamt með fimmta mann á D- listanum. Eyjólfur Stefánsson námsmaður: Ég fylgist ekkert með þessu, maður von- ar bara að þetta fari vel. Sigurður Skúli Bárðarson hótel- stjóri: Þetta er voðalega erfið spurn- ing. Ég held að D-listi haldi óbreytt- um meirihluta. ______________________________________Stjómmál Sameinaö sveitarfélag Stykkishólms og Helgafellssveitar: Endurnýjun í bæjarstjórn Kosningabaráttan í Stykkishólmi hefur farið vel af stað enda þrír fram- boðslistar í kjöri að þessu sinni mið- að viö tvo í kosningunum fyrir fjór- um árum. B-listi framsóknarmanna hefur nú bæst í hópinn en síðast voru aðeins D-hsti sjálfstæðismanna og S-listi Vettvangs í kjöri. Talsverð endumýjun hefur orðið og virðist verða í hópi bæjarfulltrú- anna í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólms og Helgafellssveitar eftir kosningar. Aðeins fjórir af sjö bæjarfulltrúum gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn. Þannig hefur Sturla Böðvarsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjar- stjóri fyrir Sjálfstæöisflokkinn, dreg- ið sig út úr bæjarpólitíkinni en Ellert Kristinsson, Bæring J. Guðmunds- son og Gunnar Svanlaugsson hafa Frá höfninni í Stykkishólmi. Guðbrandur Björgvinsson, B-lista: Brunavarnir og björgunarmál „Atvinnumálin eru númer eitt því að þau eru ekki í nógu góðu lagi. Fiskvinnsla hefur lagst af í bænum og fiskurinn er allur keyrður burt í vinnslu. Erfiðleikar eru í fiskvinnsl- unni og menn sjá sér hag í því sem kallað er tonn á móti tonni. Við vilj- um aðstoða fyrirtækin við að færa vinnsluna heim en það verður ekki gert nema í samráði við þau sjálf,“ segir Guðbrandur Björgvinsson, efsti maður á B-lista Framsóknarflokks. „Við viljum sjá meira af nýjum fyr- irtækjum og litlum sem ekki er dýrt að hefja rekstiu- á. Við fögnum öllum nýjimgum í atvinnurekstri, til dæmis í sambandi viö ígulkeravinnslu. ígul- keravinnslan hefur skapað feikna- mikla vinnu og bætt atvinnuástand- ið. Þá lítur illa út með sumarstörf fyrir skólafólk," segir hann. „Viö leggjum mikið upp úr öryggis- málum og viljum leggja meiri pen- inga bæöi í björgunarsveitina og bnmavarnir þannig aö slökkviliðið geti til dæmis endurnýjað tækjakost sinn. Við sameiningu Helgafells- sveitar og Stykkishólms fáum við bnmavamir Helgafellssveitar inn í málið. Þar eru engar brunavamir í dag,“ segir Guöbrandur. Guðbrandur Björgvinsson. Davíö Sveinsson, H-lista: Sorpmálin eru brýnust Davíð Sveinsson. „Við leggjum mesta áherslu á að halda áfram að ná niður skuldum bæjarins sem hafa verið miklar und- anfarin ár eða 210 milljónir um síð- ustu áramót. Það fer að sjá fyrir end- ann á því og þá verður hægt að auka framkvæmdir aftur. Svo er náttúr- lega þetta sígilda, atvinnumálin sem þarf að leggja kapp á,“ segir Davíð Sveinsson, fyrsti maður á hsta Vett- vangs í Stykkishólmi. „Við teljum að það eigi að efla þau fyrirtæki sem fyrir em því að ný- sköpun þýðir ekki endilega ný fyrir- tæki. Það er gott að koma nýsköpun inn í gömlu fyrirtækin og gera þau sterkari. Það er varanlegri lausn á atvinnuleysi," segir hann. „Sorpeyðing er brýnust núna. Nú er sorp brennt við opinn eld sem er náttúrlega ekki gott mál og sameigin- legur urðunarstaður hefur ekki fundist ennþá. Máhð er eiginlega strand í því og þvi viljum við að þaö veröi rekið á eftir þessu máh. Það þarf að minnka svæðið og vinna sorpið hérna á Snæfehsnesinu. Það þurfa hvort sem er að vera tveir urð- unarstaðir. Þá þarf að ganga frá skólpútrásum sem ná allar að fjöru- borði,“ segir Davíð. Ellert Kristinsson, D-lista: „Við höfum verið aö vinna mikiö í því að ná niður skuldunum og telj- um okkur hafa mjög góða stöðu, ekki síst með tilhti th þess hve mörgum verkefnum okkur hefur tekist að ljúka en ríkið hefur tekið þátt í þess- um verkefnum,“ segir Ellert Krist- insson, efsti maður á D-lista. „Þó að atvinnuástandið hafi verið þokkalegt undanfarið verðum við að halda vöku okkar í þeim efnum. Við viljum gera átak í húsnæðismálum með byggingu félagslegra íbúða og þjónustuíbúða fyrir aldraða. Við þurfum að vinna mikið verk í um- hverfismálum á kjörtímabihnu, bæði í frárennshsmálum og sorphirðu- málum, og svo eru það hafnarmál- in,“ segir hann. „í kjölfarið á sameiningu sveitarfé- laganna hér setjum við markið hátt og kappkostum aö sækja fast þau loforð sem ríkisvaldiö gaf í sam- göngumálum innan sveitarinnar," segir EUert. Ellert Kristinsson. alhr gefið kost á sér til endurkjörs fyrir D-lista. Þá leiðir Davíð Sveins- son H-hsta á sama hátt og fyrir fjór- um árum. Atvinnumálin ber hæst í kosninga- baráttunni í Hólminum þó að at- vinnuástandið sé sæmUegt. Fram- bjóöendur kvarta undan því að ahur fiskur sé fluttur burt úr sveitarfélag- inu og fullunninn annars staðar og því verði að skapa fiskvinnslunni góöar aðstæður tU að fuUvinna fisk- inn heima. Skuldamál Stykkishólms ber einn- ig talsvert á góma í umræðu manna á meðal í Stykkishólmi og Helgafells- sveit en andstæðingar sameiningar í Helgafehssveit hafa löngum bent á að fjárhagsstaða hreppsins sé mun betri en fjárhagur nýja sveitarfélags- ins verður eftir sameininguna. Hólmarar berjast við skuldir eftir framkvæmdir undanfarinna ára. Úrslitin 1990 Sameining Stykkishólms og Helgafehssveitar stendur fyrir dyrum og verður kosið til sveitar- stjórnar í sameinuðu sveitarfé- lagi á laugardag. Úrslit í kosning- unum árið 1990 voru þessi: Stykkishólmur D-hsti Sjálfstæðisflokks og óháðra fékk 462 atkvæði og fimm fuUtrúa og S-listi Vettvangs fékk 204 atkvæði og tvo fulltrúa. Þess- ir náðu kjöri í bæjarstjórn: Sturla Böðvarsson (D), Bæring J. Guðmundsson (D), Auður B. Stefnisdóttir (D), EUert kristins- son (D), Gunnar Svanlaugsson (D), Davíð Sveinsson (S) og ína H. Jónasdóttir (S). Helgafellssveit Eftirtaldir hafa setíð í hrepps- nefnd á þessu KjörtímabUi: Magn- ús Guðmundsson, Reynir Guð- laugsson, Hjörtur IHnriksson, Sigurður Hjartarson, Þorsteinn Jónasson. Frambodslistar í Stykkishólmiog B-listi 1. Guðbrandur Björgvinsson 2. Hilmar Hallvarðsson 3. Elín Sigurðardóttir 4. Sigurður Þórarinsson 5. Jónína Þ. Gmmarsdóttír 6. Þorsteinn Ólafsson 7. Ragna S. Eyjólfsdóttír 8. Ármann Jónsson 9. Laufey V. Hjaltahn 10. Helga B. Ásgrímsdóttír D-listi 1. Ellert Kristinsson 2. Bæring Guömundsson 3. Guörún A. Gunnarsdóttir 4. Rúnar Gíslason 5. Gunnar Svanlaugsson 6. Margrét Ó. Thorlacius 7. Helga Sigurjónsdóttír 8. Sigurður Hjartarson 9. Páll Hjaltalín 10. Eggert Halldórsson H-lísti 1. Davíð Sveinsson 2. Kristín Benediktsdóttir 3. Ath Edgarsson 4. Hörður Gunnarsson 5. Bylgja Baldursdóttir 6. Þröstur Ingi Auðunsson 7. Guðmundur Bragi Kjartans- 8. Birna Pétursdóttir 9. Bryndís Guðbjartsdóttir 10. Guönín Erna Magnúsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.