Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 Lesendur_________________________ Á afmælisári: Til hamingju med afmælið, íslendingar „Látum 50 ára afmælisárið vera árið sem markaði upphafið að raunveruleg- um breytingum í aðgengismálum á íslandi," segir formaður Sjálfsbjargar. Spumingin Horfirðu mikið á sjónvarp? Fróði Steingrímsson: Já, mjög. Ég er sjónvarpsfíkill. Hjörvar Hafliðason: Já, sérstaklega á Stöð 2. Sonja Arnarsdóttir og Árni Þor- steinsson: Já, svolítið. Sigríður Guðmundsdóttir: Nei, bara stundum. Berglind Sigurðardóttir: Já. Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra skrifar: Það hefur tæpast farið fram hjá neinum aö í ár eigum við íslendingar afmæli. Lýðveldið ísland er 50 ára. Þetta eru merk tímamót og upp á svona merkisafmæli verður að halda með reisn. Ekki bara á sjálfan afmæl- isdaginn, heldur allt afmælisárið. í merkisafmælum eru gjarnan haldnar miklar ræður um afmælis- barnið og hvernig því hafi vegnað á liðnum árum og víst verða margir til þess á þessu afmæli. Þá eru afmælis- barninu oftast færöar hina ýmsu gjcifir og svo verður örugglega einnig að þessu sinni. Við, Sjálfsbjargarfélagar, óskum hinu unga lýðveldi til hamingju á afmælisárinu og þökkum samfylgd- ina í áratugi. Við væntum þess að okkur verði eins og öörum lands- mönnum boðiö í afmælisveisluna og að þar verði öllum þegnum þessa lýðveldis búin jöfn aðstaða, hvað snertir aðkomu og aðgengi og viður- gjörning allan. Okkar afmælisgjöf til lýðveldisins verður sérstakt átak á afmælisárinu til að vekja athygli á aðgengis- og ferlimálum, hvað megi betur fara og hvar sé vel á málum haldið. - Um áratuga skeið höfum við barist fyrir bættu aögengi, fyrir „þjóðfélagi án þröskulda". Og víst hefur miðað þótt okkur þyki stundum hafa miðað nokkuð hægt. Nú er hins vegar kjörið tækifæri Páll Sigurðssón skrifar: Stórt vandamál okkar íslendinga eru hinir dreifðu markaðir okkar nánast um allan heim og kostnaður- inn við að koma vörum okkar á þessa staði. Því hef ég lengi séð fyrir mér þá lausn að þrengja markaðsstöð- una, þótt undarlega hljómi, og stefna að samningi við eitt sterkt markaðs- svæði, austanhafs eða vestan, þar sem afskipa mætti öllum okkar út- flutningi og þá um leið aö kaupa sem mest inn frá sama markaðssvæðinu. Hingað til hefur verið litið til Evr- ópu í þessu skyni. Þar eru þó veður válynd og ekki útséð um hvort við Karl Guðmundsson skrifar: Ég er einn þeirra sem hef verið mjög á móti því að vera að setja nið- ur breiðar og miklar graseyjar milli fjölfarinna akbrauta hér í Reykjavík. Ég reikna með að hugsunin bak við þessar framkvæmdir gegnum árin hafi fyrst og fremst verið sú að gera borgina hlýlegri og grænni ef svo má að orði komast. Það er líka hið besta mál þar sem það á við. - Græn svæði og grösug eiga bara ekki heima viö allra fjölfómustu götumar og allra síst hér á landi þar sem gróður á hvort eðermjög erfitt uppdráttar. Ég var að aka nýlega eftir Bústaða- veginum og þar gaf á að líta sjón sem ég hef svo sem rekist á áður en þarna keyrði um þverbak. Úti við kant einnar graseyjunnar hefur verið komið fyrir þökum í fyrra og nú em þær allar orðnar trosnaðar og orpnar og óhemju mikið lýti fyrir þá er fram hjá fara. Skýringin er líklega sú að í DV áskilur sér rétt til aó stytta aðsend lesendabréf. fyrir sveitarfélögin, ríkisvaldiö og fyrirtækin til að gera stórátak í að- gengismálum og gefa íslenska lýð- veldinu verðuga afmælisgjöf, gjöf sem skiptir máli fyrir alla þegna þess. ekki bara þá sem í dag em hreyfihamlaðir. - Látum 50 ára af- eigum nokkurn möguleika á inn- göngu í það stóra markaðsbandalag sem þar er orðið, ESB. Það er enda ekki nærri því eins öruggt að ná góð- um samningum við Evrópuríkin og við Bandaríkin eða það stóra banda- lag NAFTA sem nú er orðiö. Ég tel að þar eigum við mesta möguleikana. Þarf ekki líka að stefna að eins mikilli fullvinnslu á hér á landi og mögulegt er? Það er hið eina atvinnu- skapandi tækifæri sem við eigum. En hverjir kaupir allt af okkur? Hver kaupir t.d. skreið af okkur aðrir en Nígeríumenn eða aðrar suðrænar þjóðir? Svarið er: Það á aö vinna upphafi vom þökurnar langstaðnar og illa skomar í upphafi og hafa aldr- ei náð að rótfestast þarna. Afleiðing- in er svo sú að allt verkið er unnið fyrir gýg. - Ég ráðlegg blaöinu að láta ljósmynda þetta fyrirbæri þótt viöar megi sjá svipaða sjón. Ég tel að þama hefði aldrei átt að vera graseyja í upphafi, heldur að- eins þriðja akreinin því ekki veitir af. Graseyjamar em alls staðar van- mælisárið vera áriö sem markaði uphafið að raunverulegum breyting- um í aðgengismálum á íslandi. Nú skulum við hætta að tala um hlutina, hugsa um hlutina og skrifa um hlut- ina. - Nú skulum við láta verkin tala. skreiðina hér heima t.d. í gæludýra- fóður. Þekkinguna vantar en hana fengjum við frá Bandaríkunum. Hrá- efnið er hér og það yrði unnið hér og pakkað og flutt út sem fullunnin vara til Vesturheims. Á mörgum öðr- um sviðum má líta til fullvinnslu hér úr íslensku hráefni þegar þekkingin er fengin. Því má líta á skreið sem eina viðbótar vörategund sem selja megi fullunna í Bandaríkjunum. - En til þess þarf að gera samningana haldgóðu og við enga þjóð er jafn gott að seipja og einmitt Bandaríkin. ræktar sem eðlilegt er þvi þetta er heilmikið verk að halda við og auk þess eyðileggja bílar og stórir jeppar eyjamar að vetrinum þegar þeir aka upp á þær til að taka fram úr öðrum bílum. Svo ólöglegt og óskammfeilið sem það er nú. - En þegar allt kemur til alls eru allar graseyjamar óþarfar og þær á að fjarlægja eins og borgin er líka að byija að gera. - Þótt fyrr hefði verið! Fyrirspurntilyf- irkjörstjórnar Oddur Benediktsson skrifar: Umboðsmönnum framboðslista er heimilt að vera viðstaddir kosningar á einstökum kjörstöð- um samkvæmt lögum. - Ég spyr: Með hvaöa heimild hafa umboðs- mennimir kjörskrá undir hönd- um og krossa kerfisbundiö við þá sem kjósa og flytja þær upplýs- ingar af kjörstað? DV hafði samband við Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., for- mann yfirkjörstjómar, og er svar hans eförfarandi: „í 33. gr. kosn- ingalaga er skýrt kveðið á um rétt umboðsmanna framboðslista viö kosningar til að vera við- staddir eða gefa öðram umboð til að vera viðstaddir kosningar á hinum einstöku kjörstöðum. - Með þessum hætti er stuðlað að réttarörygi við framkvæmd kosningar, bæði gagnvart fram- boðslistum og kjósendum al- mennt. - Til réttar umboðsmanna heyrir vitaskuld réttur til aö fylgjast með að kosningaþátttaka sé í samræmi við kjörskrá enda teljast kosningar leynilegar þó að fylgst sé með því hvort menn neyti atkvæðaréttar síns eða ekki. - Framkvæmd kosninga fer eftir kosningalögum og á undir kjörstjómir. Hún er þvi svo- nefndri Tölvunefnd óviðkom- andi.“ Gegndarlausar kosningagreinar Gísli Ólafsson hringdi: Manni blöskrar hvernig fólk ryður fr á sér greinum og pistlum í landsblöðin vegna fyrirhugaðra kosninga hinn 28. mai nk. Þetta hefur yfirkeyrt blöðin svo hroða- lega, einkum stærsta blað þjóðar- innar, Morgunblaðið, að það hef- ur ekki verið hæft til lestrar. - Föstud. 20. mai sl. keyrir svo um þverbak - þá era hvorki fleiri né fáerri en 24 aðsendar greinar! Hver les þessi ósköp? Forsetaferðin Benedikt Sigurðsson skrifar: Mér fmnst ferð forseta okkar til Tékklands og Slóvakíu vera of- keyrð í sjónvarpsfréttum. Þetta er enginn fréttamatur og þaö sem þaö er snýst upp í braðlsýningu, skraut og pjátur. Auövitað borg- um við allt og einnig undir opin- bera liöið sem er áhangandi for- setanum. Við höfum engin slik samskipti við þessar þjóðir að við þurfum að eyða „penný“ í svona ferðalög. Ekkifleiriátök! Sigr. Bjömsdóttir hringdi: Eg og mitt fólk eram orðin afar leið á þessum sífelldu „átökum“ sem veriö er að efna til. Látum nú vera ef þau ganga fyrir sig án fjáröflunar. En þegar verið er aö senda gíróseðla, miða eða banka upp á og selja merki þá er þetta eitt það hvimleiðasta sem maður er ónáðaður með daglega. Vin- samlegast, ekki fleiri átök, takk, eða a.m.k. verulegan niðurskurð. Kjarabæturi eingreiðslu! Árni Bjarnason hringdi: Ástandið er orðiö slæmt þegar VSÍ og ASÍ láta undan þrýstingi ríkisstjómarinnar um að greiöa launafólki 6000 kr. i eingreiðslu sem einhvers konar kjarabót. Þetta era ekki neinar 6 þúsund krónur, rétt rúmar 3000 kr. eftir skatt - fyrir flesta. - Ég tel að rík- iö hafi beinlínis skikkað VSÍ til að samþykkja þessa greiöslu og fá þar með tekjuskatt frá fyrir- tækjunum í galtóman ríkiskass- ann. Ástandið er nefnilega orðið verulega slæmt Skreið á Bandaríkjamarkað Graseyjar vanræktar og óþarf ar Sveinn Þormóösson, Ijösmyndari DV, fór á staðinn til aö festa umræddar skemmdir á graseyjunni við Bústaðaveg á tilmu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.