Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1994, Blaðsíða 19
18 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ1994 Iþróttir Knicks byrjaði betur - sigraði Indiana, 100-89, í fyrsta úrslitaleik austurstrandar LeTissier samdi aftur Enski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Matthew Le Tissier sem Ieikur með Southampton, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. „Aðalmarkmið mitt sem ungl- ingur var að fá tækifæri til að leíka meö enska landshðinu. Nú hef ég náð þessu markmiöi sem leikmaður með Southampton og ég sá því enga ástæðu til að leika með öðru félagi í framtíðinni," sagði Tissier í gær. Hann skoraði 25 mörk á síðasta tímabili. Burkinshaw ábiðlistann Keith Burkinshav/, fram- kvæmdastjóri enska 1. deildar liðsins West Bromwich Albion, hefur bæst á listann yfir þá aðOa sem áhuga hafa á að krækja i miðvallarleikmanninn Ronníe Whelan. WBA, sem slapp svo naumlega frá falli í 2. deild í vor, þarf á styrk að halda og Ronnie Whelan er með frjálsa sölu frá Liverpool. Whelan á að baki 49 landsleiki fyrir írland. Rif ist um sæti viðgluggana Um flest er rifist þessa dagana. Landshðsmenn Brasilíu eíga fyr- ir höndum ferð til Bandaríkjanna i lokakeppnina um heimsmeist- aratitilimt ognú hefur óvenjulegt ágreiningsefni skotið upp kollin- um innan Uðsins. Leikmenn liðsins deila nú um það hverjir fái sæti viö gluggana á leiöinni til Bandaríkjanna. Hinn frægi Romario er einn þeirra sem vUja sitja við glugga og hann hefur lýst því yfir að honum sé ekki sama hverjir sitji nálægt honum í vélinni. Romario hafði verið úthlutað miðsæti í þriggja sæta röð. Naumursigur hjá Sveini Sveinn Sigurbergsson, GK, varð sigurvegarí i opna Hexa golfmótinu hjá Golfklúbbnum Keilí um síðustu helgi. Um var að ræða punktakeppni og hlaut Sveinn 39 punkta. í öðru sæti varð Leifur Kristj- ánsson, GK, og þriðji Guðjón G. Bragason, GK, báðir með 38 punkta. í kvennaflokki vann Kristjana Eiðsdóttir, GG, öruggan sigur og hlaut 34 punkta, Agústa Guö- mundsdóttir, GR, varð í öðru sæti meö 29 punkta og Sigríöur Mathiesen varð þriðja með sama punktafjölda. Keppendur voru 112. Næsta mót hjá KeiU fer fram næsta laugardag og verður opið. Leikinn verður höggleikur með og án forgjafar í karlaflokki og án forgjafar i kvennaflokki. Knútur bestur íLeirunni Knútur Björnsson, GK, varð hlutskarpastur án forgjafar á opnu golfmóti fyrir 55 ára og eldri sem fram fór í Leirunni á dögun- um. Knútur lék á 78 höggum. Sigurður Albertsson, GS, varö annar á 79 höggum og þriöji varö Friöjón Þorleifsson, GS, á 80 höggum. í keppninni með forgjöf varð Friðjón hins vegar blutskarpast- ur og lék á 66 höggum nettó. Kristján Grant, GA, varð annar á 67 höggum og Vilhjálmur Ólafs- son, GR, þriðji á sama högga- fjölda. Indiana Pacers, sem komið hefur skemmtilega á óvart til þessa í úr- sUtakeppni, beið ósigur gegn New York Knicks, 100-89, í fyrsta úrsUta- leik Uðanna í austurdeildinni í nótt. Leikurinn var háöur í Madison Squ- are Garden eins og önnur viðureign- in sem verður aðfaranótt fimmtu- dagsins. Ewing og Oakley bestir hjá Knicks Eins og oftast fór Patrick Ewing fyrir liði Knicks, skoraði alls 28 stig, tók 11 fráköst og blokkaði sex skot. Charles Oakley skoraði 20 stig og tók 13 fráköst. Þessir leikmenn voru hvað mest áberandi hjá Knicks. Hjá Indiana skoraði Rik Smith 27 stig og Reggie Miller 14 stig. Indiana minnaði muninn niður í tvö stig Ewing og Oakley léku stórvel fyrir Ingjbjörg Hinriksdóttir skrifer: Valsstúlkur kræktu sér í þrjú stig gegn Stjömunni í fyrsta leik þessara liða í 1. defld á þessari leiktíð á Hlíð- arenda í gærkvöldi. Valur sigraði 1-0. Valsstúlkur fóru betur af staö og sóttu stíft í fyrri hálfleik en vöm Stjörnunnar var þétt fyrir og hálf- leikurinn varð markalaus. í síðari hálfleik snerist dæmið við, Stjörnu- stúlkur sóttu meira og náðu að skapa sér nokkur góð færi en inn vfldi bolt- inn ekki. Á 83. mínútu komst Helga Rut Sigurðardóttir á auðan sjó fyrir innan vöm Stjömunnar og renndi boltanum fram hjá Hönnu Kjartans- Ólympíunefnd íslands hefur ákveðið að greiða allan læknis- og lyfjakostnaö þeirra keppenda sem veiktust á síöustu Smáþjóðaleikum á Möltu. Jafnframt hefur ólympíu- nefnd ákveðið að greiða íþróttafólk- inu vinnutap sem það hefur orðið fyrir vegna veikindanna. Tfl þess aö koma í veg fyrir að sUkt endurtaki sig sem veikindi sund- manna eftir síðustu smáþjóðaleika, Knicks í fyrri hálfleik, skomðu tfl samans 26 stig en þá var staðan 53-37. Á þessum kafla var grunnurinn lagð- ur að sigrinum. Indiana reyndi að klóra í bakkann í síðari hálfleik og minnkaði muninn mest niður í tvö stig en Knicks reyndist sterkara í lokin. Olajuwon mikilvægasti leikmaður deildarinnar Hakeem Olajuwon, nígeríski risinn í liði Houston, var í gærkvöldi út- nefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar 1993-94 af banda- rískum íþróttafréttamönnum, og er hann fyrsti útlendingurinn sem hlýt- ur þessa miklu viðurkenningu. Olqjuwon, sem á dögunum var út- nefndur besti vamarmaður deildar- innar annað árið í röð, sagði þegar hann tók við verðlaunum sínum að hann tfleinkaði þau friði í heiminum. Alls tók 101 fréttamaður þátt í kjör- dóttur markverði. Hvorugu liði tókst að sýna sínar bestu hliðar í þessum leik. Varnar- leikur beggja liða var sterkur en broddinn vantaöi í sóknarleikinn. Auður Skúladóttir og Rósa Dögg Jónsdóttir, Stjörnunni, léku vel og hjá Val stóð Amey Magnúsdóttir upp úr í jöfnu liði. „Þetta var jafn og erfiður leikur. Við fengum nokkur góð færi í fyrri hálfleik sem við nýttum ekki en það tókst í þeim siðari,“ sagði Helga Rut Sigurðardóttir, markaskorari Vals, eftir leikinn. „Við lögðum áherslu á vörnina í fyrri hálfleik og það gekk vel, síðan hefur ólympíunefnd ákveðið að skipa nefnd til þess aö endurskoða og semja nýjar reglur um undirbúning, ábyrgö og skyldur þjálfara, farar- stjóra, aðstoðarmanna sem og kepp- enda í keppnisferðum á vegum ólympíunefndar. Einnig verði trygg- ingamáUn endurskoðuð. Olympíunefndin harmar þau vand- ræði og leiðindi sem veikindin og eftirköst þeirra hafa valdið íslensk- inu og þessir urðu í efstu sætum. Fremri talan sýnir fjölda stiga og sú aftari hve margir kusu viðkomandi í fyrsta sæti: Hakeem01ajuwon,Houston..889 66 David Robinson, San Antonio 730 24 Scottie Pippen, Chicago...390 7 Shaquille O’Neal, Orlando.289 3 Patrick Ewing, New York..255 1 Isiah Thomas vara- forseti Toronto Isiah Thomas, bakvörðurinn snjaUi frá Detroit sem á dögunum lagði skóna á hilluna vegna meiðsla, var í gær útnefndur varaforseti Toronto Raptors, kanadíska Uðsins sem fær inngöngu í NBA-defldina 1995-96. Thomas hefur yfirumsjón með öllu sem viðkemur Uðinu sjálfu og stefnir að því að skapa meistaraUð á sex tfl sjö árum. lögðum við meiri áherslu á sóknina í síðari hálfleik og við fórum framar, svo kemur svona sókn á okkur og við fáum á okkur mark. Heppnin var ekki á okkar bandi,“ sagði Auður Skúladóttir, fyrirliði Stjömunnar. „Stefnan í sumar er að taka þrjú stig í hverjum leik. Fyrri hálfleikur- inn var nokkuð góður, við hefðum átt að setja mark þá. Seinni hálfleik- urinn var jafnari, mikið þóf. Mótið í sumar á eftir að verða skemmtilegt, spennandi og jafnt,“ sagði Ragnheið- ur Víkingsdóttir, fyrirUði Vals. Maður leiksins: Amey Magnús- dóttir, Val. um landsUðsmönnum í sundi sem tóku þátt í smáþjóðaleikunum á Möltu. Nefndinni þykir miður ef ekki hafa verið gerðar þær ráðstafanir sem þurfti til að gæta hagsmuna sundmanna eftir að heim var komið. í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefur mun nefndin gera allt sem unnt er til aö slíkt gerist ekki aftur. Heiða Sigurbergsdóttir, Stjörnunni, og Ragnheiður Víkingsdóttir, Val, kljást um boltann i leik liðanna að Hliðarenda í gær. Valur sigraði i leiknum, 1-0. Sigurmark Vals undir lokin - Helga tryggöi Val sigur á Stjömunni, 1-0 Veikindi sundmanna á síðustu smáþj óðaleikum: Ólympíunef nd greiðir allan læknis- og lyfjakostnað Hakeem Olajuwon, mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar. Minnesotaflytur Bandaríska körfuknattleiksfélagið Minne- sota Timberwolves hefur ákveðið að flytja starfsemi sína til New Orleans. Forráðamenn liðsins telja félagið hafa ekki fengið nógu góða fyrirgreiðslu í Minneapolis. Geirekkimeð Geir Sveinsson fór ekld meö landsliðinu í handknattleik sem hélt utan í æfinga- og keppnisferð til Portúgals í gær. Af persónuleg- um ástæðum sá Geir sér ekki fært að fara í ferðina. Héðinn Gilsson fór ekki heldur, er að ná sér af meiðslum, og Einar Gunnar Sig- urðsson fer undir hnífinn á næstum dögum. HoHmannlátiiinfara Þjóðverjanum Rainer Hoilmann hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari tyrkneska liðs- ins Galatasaray. Uppsögnin kom nokkuð á óvart því Hollmann var fyrsti þjálfari til að koma ty'rknesku liði í 8-liða úrsUt Evrópu- ' keppni meistaraliða. Tveir kunnugir heima Tveir kunnir rúmenskir landsliðsmenn fengu ekki náð hjá þjálfaranum þegar hami tilkynnti 24 manna hóp fyrir HM í Bandaríkj- unum. Þjálfarinn taldi þá Ion Timofte hjá Porto og Marius Lacatus ekki í nógu góðu formi og sitja þeir félagar því eftir heima þeg- ar liðið heldur tfl Bandaríkjanna. írar unnu Bólivíu írland sigraði Bólivíu, 1-0, í vináttulands- leik í knattspyrnu sem fram fór í Dublin 1 gærkvöldi. Jolm Sheridan skoraði sigurmark Ira fimm mínútum fyrir leikslok en rétt á undan áttu Bólivíumenn stangarskot. Bóliv- íumenn gerðu þrjár breytingar á liðinu sem tapaði fyrir íslandi á dögunum. Donald skoraði fjögur Hermann Karlsson, DV, Akuxeyri: Donald Þór KeUey skoraði 4 mörk fyrir SM í gærkvöldi þegar liöið vann góðan útisigur á Geislanum, 3-6, í 4. deildinni í knattspyrnu á Hólma\nk í gærkvöldi. Ólafur Númason skor- aði tvö marka Geislans og Halldór Ólafsson eitt. Júiíus sigraði í Eyjum Þorsteinn Gunnaisson, DV, Eyjunu Júlíus HaUgrímsson sigraði í keppni án for- gjafar á Flugleiðamótinu í golfi sem íram fór í Vestmannaeyjum mn hvitasunnuna. Júlíus lék á 152 höggum, Haraldur JúHusson á 153 og Sigurjón Pálsson á 155 höggum. Gutmar Berg Viktorsson sigraöí í keppni með forgjöf á 142 höggum nettó. Tennisklúbbur Víkings Tennisklúbbur Víkmgs hefur starfsemi sína í vikunni en hann býður meðal annars upp á kynningarnámskeið fyrir ftfllorðna og tennis- skóla fyrir böm og unglinga. Skráning stend- ur yfir í síma 33050. MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 31 Iþróttir Odýrum lausnum varðandi yfirbyggða knattspymuvelli fjölgar: Fleiri vilja byggja yf ir gervigrasið - Garðasmiðjan með hús sem kostar 155 milljónir og annað stærra á 300 milljónir Garðasmiðjan sf. í Garðabæ er til- búin tfl að byggja yfir gervigras- völlinn í Laugardal, hús sem hægt væri að nýta fyrir heimsmeistara- keppnina í handknattleik, fyrir tæpar 155 milljónir króna. Fyrir- tækið, sem er umboðsaðili fyrir bandarísk hús, Star-hús, hefur kynnt hugmyndir sínar fyrir mannvirkjanefnd Knattspyrusam- bands íslands, en KSÍ leggur sem kunnugt er mikla áherslu á að slík hús verði byggð hér á landi. „Húsið er nákvæmlega jafnstórt og það sem Elektrolux hefur boðist til að reisa hér á landi, og DV sagði frá á sínum tíma. Þetta er líka stál- grindarhús og verðið er það sama, en munurinn er sá að þeir klæða með dúk en við klæðum með stál- klæðningu og einangrun, og gerum ráð fyrir lofttúðum, rennum og nið- urfóllum, og 38 öryggishurðum. Ef við gætum hafið verkið fljótlega væri húsið risið í lok október,“ sagði Kristófer Magnússon, tækni- fræðingur hjá Garðasmiðjunni, í samtali við DV í gær. Stærra hús fyrir 300 milljónir króna Kristófer sagði ennfremur að fyrir- tækið væri síðan tilbúið til að reisa enn stærra hús fyrir 300 milljónir. Það yrði 115x86 metrar á stærð en hitt er 112,5x80. „í þessu húsi yrðu búningsklefar, félagsaðstaða, og aðstaða fyrir ýmsar fleiri íþrótta- greinar en knattspyrnu, og loft- hæðin er 25 metrar, á móti 20 í hinu, þannig að það yrði löglegt fyrir Evrópuleiki í knattspyrnu," sagði Kristófer. Garðasmiðjan er tflbúin til aö setja upp handboltavöll með áhorf- endapöflum fyrir 6000-7000 manns í hvoru húsinu sem er, en það væri sérstakt dæmi, að sögn Kristófers, og ekki innifalið í ofangreindum tölum. Nauðsynlegt að leysa húsnæðisvanda HM ’95 Eins og áður hefur verið fiallað um í DV er brýnt að koma upp viðun- andi keppnisaðstöðu fyrir heims- meistarakeppnina í handknattleik sem fram fer hér á landi næsta vor. Það er þegar ljóst að Laugar- dalshöflin er of lítfl enda þótt HSÍ hafi fengið undanþágu tfl að nota hana undir úrshtaleik keppninnar. Keppnin veröur aldrei haldin með sóma fyrir ísland meö Laugardals- höllina sem helsta keppnishús. Styttist í yfirbyggðan knattspyrnuvöll Þaö brennur heitt á forvígismönn- um knattspyrnunnar að farið verði að byggja yfir íslenska knatt- spyrnuvelli. Menn hafa fyrir löngu áttað sig á því að það er ekki nóg að koma upp gervigrasvöllum því þeir ráða ekki við íslenskt vetrar- veður. Kostnaðurinn hefur lengi vel vaxið mönnum í augum en nú eru þau mál að breytast ört. DV sagði fyrir skömmu ítarlega frá Eletrolux-húsunum, og nú hafa Star-húsin bæst við, þannig að sá dagur Iflýtur að nálgast óðum þeg- ar íslenskir knattspyrnumenn geta byijað aö æfa og spila á veturna í skjóli fyrir veöri og vindum. Stærri gerðin af yfirbyggðum knattspyrnuvelli sem Garða- nmíAinn nnlnv knAiA ísland aldrei komist ofar - komið í 39. sæti á styrkleikalista FIFA1 kjölfar sigursins í Bandaríkjunum ísland er komið upp í 39. sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspymu- sambandsins, FIFA, sem gefinn var út í síðustu viku. ísland hefur aldrei áður komist svona hátt síðan FIFA fór að gefa öllum aðildarþjóðum sín- um stig fyrir frammistöðu sína í landsleikjum, mótsleikjum sem vin- áttuleikjum. ísland var í 43. sæti á listanum sem birtist í apríl og hækkaði sig því um Qögur sæti. Sigurinn á Bandaríkja- mönnum í síðasta mánuði vegur þar þyngst, og ljóst er að á næsta hsta, þegar sigurinn á Bólivíu reiknast líka með, má búast við því að ísland komist enn ofar. ísland er nú í 23. sæti yfir Evrópu- þjóðir á listanum og er komið fram úr þekktum knattspymuþjóðum á borð við Austurríki og Ungveijaland. Samtals er 171 þjóð á listanum, þar af 46 Evrópuþjóðir, og það undir- strikar stöðu Islands enn frekar. Brasilíumenn og Þjóðverjar eru áfram í tveimur efstu sætum Ustans en Svíar, mótherjar íslands í næstu Evrópukeppni, hafa stokkið úr níunda sætinu í það þriðja, og síðan koma Norðmenn og Danir. Staða Norðurlandanna í heimsknattspyrn- unni er því gífurlega sterk um þessar mundir. Fjörtíu efstu þjóðimar em eftir- taldar: 1. Brasilía, 2. Þýskaland, 3. Svíþjóð, 4. Noregur, 5. Danmörk, 6. Argent- ína, 7. Nígería, 8. Sviss, 9. Spánn, 10. Rúmenía, 11. Holland, 12. írland, 13. Mexikó, 14. Uruguay, 15. England, 16. Ítalía, 17. Frakkland, 18. Kólombía, 19. Zambía, 20. Rússland, 21. Fíla- beinsströndin, 22. Portúgal, 23. Bandaríkin, 24. Kamerún, 25. Egyptaland, 26. Skotland, 27. Pólland, 28. Ghana, 29. Búlgaría, 30. Marokkó, 31. Túnis, 32. Grikkland, 33. Noröur- írland, 34. Belgía, 35. Saudi-Arabía, 36. Wales, 37. Suður-Kórea, 38. Finn- land, 39. ísland, 40. Chfle. Aðrar Evrópuþjóðir: 41. Austur- ríki, 45. Slóvakía, 49. Ungverjaland, 56. Tyrkland, 59. Tékkland, 74. Malta, 75. Júgóslavía, 76. Kýpur, 87. Slóven- ía, 88. Litháen, 91. Lettland, 93. Úkra- ína, 97. Albania, 102. Króatía, 111. Lúxemborg, 113. Eistland, 122. Fær- eyjar, 129. Georgía, 131. San Marino, 142. Hvíta-Rússland, 147. Makedónía, 149. Moldavía, 158. Liechtenstein. Örebro tapaði fyrir Malmö Eyjólfur Harðaisan, DV, Svíþjóö: Arnór Guðjohnsen, Hlynur Stefánsson og félagar þeirra í Örebro töpuðu í gærkvöldi leik sínum gegn Malmö FF í sænsku úrvalsdefldinni í knattspymu. Lokatölur urðu 3-2 fyrir Malmö eftir 1-1 í leikhléi. Malmö komst síðan í 3-1 en Örebro minnkaði muninn í 3-2. Síðustu tuttugu mínútur leiksins sóttu leikmenn Örebro ákaft og þá áttu þeir Arn- ór og Hlynur báðir hörkuskot að marki Malmö en inn vildi tuðran ekki. Hlynur átti mjög góðan leik en Arnór var sæmflegur og hefur oft leikið betur. Öster er efst í sænsku úrvals- defldinni með 25 stig en Malmö og Gautaborg koma næst með 22 stig. Örebro er í fiórða sæti með 21 stig. Óvissa hjá Selfyssingum Sveirrn Helgason, DV, Selfossi: Viðræður Selfyssinga við kró- atískan handknattleiksþjálfara runnu út í sandinn í gær þegar sá ákvað að þjálfa áfram norska liöið Stavanger. Selfyssingar leita því fyrir sér áfram, bæði innan- lands og erlendis. Aðsóknin svipuð og í f yrra -langflestir mættu á KópavogsvöUinn Aðsóknin að leikjunum í 1. um- ferð Trópídeildarinnar í knatt- spymu, sem hófst annan í hvíta- sunnu, var nokkuð svipuð ef mið er tekið að 1. umferðinni í fyma. Samtals komu núna 4906 áhorfend- ur á leikina í 1. umferð en í fyrra kom 5050 áhorfendur. Flestir áhorfendur voru á leik Breiöabliks og KR, alls greiddu 2015 aðgangseyri. Næstílestir voru áhorfendur á leik Akurnesinga og FH á Skaganum. Þar greiddu afls 1015 aðgangseyri. Tfl samanburðar komu flestir á KR-völlinn í fyrra á leik KR og Þórs, alls 1600 áhorfendur. Annars var aðsóknin mun jafnari á leikj- unum þá en hún var í 1. umferð um helgina. Bochum - Þórður fór út c lá heima if vegna meiðsla Bochum, sem Þórður Guðjóns- en sagðist reikna með aö leika son leiKur meo, naoi eKKi ao iryggja sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni i hefur átt viö slæm meiðsli að stríða sínum gegn Mannheim, 0-1, í 1. deildinni. Var þetta lyrsta tap liðs- ins á heimavelli á tímabfiinu. í gærkvöldi var sparkaö í liann á sama stað og meiðsUn voru en Þórður sagði í gærkvöldi að þetta „viö eigum xjora íeiKi eiur og þurfum tvö stig til að tryggja úr- væri eKKi aivariegi. . Þórður skoraði jöfnunarmark valsdeUdarsætiö og fiögur stig til að tryggja okkur sigur í defldinni,“ hu Berlín á útiveUi um helgina. sagði Þórður Guðjónsson í samtali Hertha komst yfir í leiknmn en við DV i gærkvöldi. Þórður varð að fara af leikvefli í leikhléí. Hann fékk spark í fótinn Þórður jafnaði síðan þegar ein mín- úta var tU leiksloka,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.