Þjóðviljinn - 24.12.1948, Síða 2

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Síða 2
ÞJÓÐVILJINN Glitrar grund og vangur glóir sund og drangur, litli ferðalangur láttu vakna nú þína tryggð og trú, — lind í lautu streymir • lyng á heiði dreymir — þetta land átt þú. . W í Hér bjó afi og amma • eins og pabbi og mamma — eina ævi og skamma eignast hver um sig, stundum þröngan stig, en þú átt að muna alla tilveruna að þetta land á þig. Ef að illar vættir inn um myrkragættir bjóða svikasættir svo sem löngum ber við í heimi hér, þá er ei þörf að velja: þú mátt aldrei selja það úr hencM þér. Göngum langar leiðir — landið faðminn breiðir allar götur greiðií gamla landið mitt, sýnir hjarta sitt. Mundu mömmuljúfur mundu pabbastúfur að þe-tta er landið þitt.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.