Þjóðviljinn - 24.12.1948, Page 3

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Page 3
Jólin 1948, ÞJÓDVILJINN. 8 GUNNAR BENEDIKTSSON: Jóiahugleiðing Jólin eru stœrst allra kirkjuhátíða. Og þó eru þau miklu meira en kirkjuhátíð. Þau eru eina kirkjuhá- tíðin, sem er þjóðleg hátíð í veigamiklum atriðum. Þau eru eldri en kristnin á landi hér, og fyrirrenn- ari hinna kristnu jóla, miðsvetrarblótin gömlu, hafa alltaf verið og eru enn í dag snar þáttur þeirra, þegar dýpra er skyggnzt. Jólahátíðin er hvarvetna slungin þj óðlegum siðum, sem hvergi er að finna nema með þessari þjóð, hafa orðið til mgð þjóðinni, varðveitzt með henni og þróazt með henni á braut sögunnár. Aðrar hátíðir kirkjunnar eru eingöngu kirkjulegar hátíðir og breyta svip og persónulegu gildi fyrir einstaklingana, eftir því sem trúarlífið breytist. Á tímabili var það píningarsagan og sá tími ársins, sem henni var helgaður, sem djúpstœð- ust ítök áttu í sál þjóðarinnar. Nú hefur trúarlífið þorrið svo eða þróazt á þá leið, að fastan, sem stefndi að hinum langa föstudegi sem takmarki sínu og hástigi, er nú aðeins til í vitund fárra heittrúaðra einstaklinga, án þess að spor hennar sjáist á nokk- urn hátt í heildarsvip þjóðlífsins. Páskarnir, $em upprisuhátíð og hvitasunnan sem heilagsandahátíð- in e'ru ekki til fyrir öðrum en þeim, sem trúaðir eru á kirkjulega vísu. Páskarnir með skírdegi og föstu- deginum langa eru aðeins margir hvíldardagar, hver af öðrurji, tœkifœri fyrir Reykvíkinga að fara til norðlcegari landsfjórðunga til að renna sér á skíðum. Hvítasunnan gefur tækifœri til lengri útilegu og langsóttari fjallgangna en aðrar helgar. Bn jólin eru alltaf jól, ■ rétttrúuðum, villutrúuðurn og 'vantrúuðum, með samskonar siðum og líkum blæ kynslóð fram af kynslóð. Gamalt fólk þykist hafa margs að sakna frá jólunum í gamla daga. En þegar maður lítur til allra þeirra nnörgu og margháttuðu • breytinga,, sem átt hafa sér stað á öllum sviðum þjóðlífsins undanfarna áratugi, þá eru breytingarn- ar i sambandi við jólin undarlega litlar. Húslestrarn-, ir ög kirkjuferðirnar, sem voru fastir og veigamiklir liðir í jólahaldi liðinna kynslóða, hafa að vísu víða lagzt niður, mætti ef til vill segja víðast hvar. En það er líka mesta breytingin. En nú eru útvarps- guðsþjónustur komnar í stað kirkjuferðanna, og víða, þar sem húsléstrár eru með öllu niður fallnir alla aðra daga ársins;-eru þeir þó um hönd hafðir á jóla- nótt, og enn víðar er söng jólasálma viðhaldið. Hvert einasta mannsbarn á Islandi mun kannast við al- gengustu jólasálmana, þótt sálmar annarra kirkju- hátiða séu með öllu gleymdir. Hvað sem öllum trú- arviðhorfum líður, þá eru á meiri hluta íslenzkra heimila sungnir sömu sálmarnir og nœstgengnu kyn- slóðir sungu. Svona djúpum rótum standa jólasið- irnir í vitund þjóðarinnar og svona óaðskiljanlegir eru þeir hver öðrum. Jólin hafa verið menningarhátíð Islendinga á und- ursamlega fjölbreyttan hátt. Hve djúpt sem þjóðin sökk í armóði og hversu langt sem hún komst nið- ur fyrir þær lífsvenjur, í mat, fatnaði og hreinlœti, sem taldar eru til lágmarksnauðsynja siðuðu fólki, og hversu vonlaúst sem það virtist, að nokkumtíma gœti rœtzt úr þeim kjörum, þá var aldrei horfið frá draumunum um og viðleitni með að lifa eins og mönnum sæmdi.jóladagana. Þá varð hver maður að vera í nýju fati, þá varð hver maður að fá nægju sína af mat. Þótt enga aðra daga ársins fyndu hinir efnameiri skyldu sína til að láta eitthvað af hendi rakna til þeirra, er liðu nauð, þá varð vart hjá því komi%t um jólin. Frá efnaðri heimilunum voru send- ir bögglar til fátœkustu heimilanna, kjöt til matar fjölskyldunum, einstakar flíkur til einstakra manna. Islendingar sukky, aldrei svo djúpt í sóðaskap, að að elcki þætti sjálfsagt, að hvítþvo hvern krók og kima híbýlanna, sem þveginn varð, moldargólfin og torfveggina varð að sópa, svo sem kostur var á, og hvert einastá mannsbarn var þvegið frá hvirfli til ilja. Meðan þjóðin lifði í hinni sárustu eymd, var tekin upp liin gagngerðasta lífsvenjubreyting um hver einustu- jól. Það var eins og öll þjóðin samein- aðist um bað á hessum hátíðisdegi að sannfæra sjálfa sig um það, að. nóg vœri til af öllum hlutum. Aðra tíma ársins var farið svo spart með Ijósmetið, að fólkið sat í svgrta myrkri fram eftir öllum kvöld- um, og síðan var ein lítil kola látin lýsa fjölda heimilisfólks við vinnu sína. En á jólunum var Ijós látið loga í hverjum kima yfir sofandi fólkinu. Þá

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.