Þjóðviljinn - 24.12.1948, Síða 12

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Síða 12
12 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1948 hafði í þessum sameiginlegu áhugahmálum okkar og það sem fyrirhugað var að hrinda í framkvæmd. „Það versta fyrir hvern bónda “ — Þú tókst við 50 hesta kargaþýfi og skilar 400 hesta rennsléttu túnu, en hvað um byggingar á jörð- inni? — Já. túniö er orðið gott núna, en oft var hey- skapurinn erfiður hjá mér áður fyrr. Eg man sér- staklega eftir einu harðindavori og grasspretta kom hæði seint og illa. Þá heyjaði ég inni í Hvalsárdal, en þangað er hátt á þriðju klst. lestagangur. Það fór oft ofan á þeirri leið! Eg veit ekki til að aðrir hafi heyjað þarna, enda er það vart gerlegt. Eg heyjaði þarna með börnum mínum og það gekk vel. Sumt af heyinu flutti ég ekki heim fyrr en um veturinn, — en vegna þessa gat ég sett skepnur mínar á um haustið. Einu sinni ‘heyjaði ég líka vestur í Mýrdal í Sól'heimalandi í Dalasýslu. I 53 óra búskap hef ég aldrei orðið heylaus. Versta tjón fyrir hvern bónda er að verða heylaus. Nú á ég hey miklu meira en ég þarf að nota fyrir næsta ár. Eg hef alltaf lagt áherzlu á að fóðra vel og hafa heldur færra, það margborgar sig. Það er mín reynsla. Eg hef t. d fengið tvílembing, er lagði sig með 43 pund. Ef vel er fóðrað verða fleiri ær tví- lembdar, ég hef t. d. fengið 40 lömb undan 25 ám. — Þú átt eftir að segja mér frá byggingum þín- um. — Já, efnin jukust smátt og smátt eftir að ég keypti jörðina, en bæinn byggði ég fyrst 1917. Svo 1930 byggði ég hlöðu, 500 hesta, og fjárhús fyrir 120 fjár, allt úr steini. En við jarðabætur fék'kst ég fram að því að ég hætti. Eg seldi Skúla syni mínum einn þriðja hluta fyrir 10 árum og sl. vor tók hann við allri jörðinni. Hafði af sér 3 aura — Þú virðist hafa haft nóg að gera um dagana. — Já ég átti oft annríkt á vorin, því ég varð að ljúka vorverkum mínum og slétta mikið á hverju ári áður en ég fór í vegavinnuna. — Varstu einnig í vegavinnu á hverju ári? — Já, ég var vegavinnuverkstjóri í sveitinni og því fylgdi margvíslegt umstang, m. a. rei'knings- færslan, en þótt ég væri ekki lærður til skriftanna tókst iþetta allt vel. Það ^var einu sinni á 28 árum að Geir vegamálastjóri skrifaði mér og sagði að ég hefði haft af mér 3 aura — og sendi þá norður! „Eg meiddist á fingri við að setja bát “ — Þú segist ekki hafa verið lærður til skriftanna. Hvernig var með menntun í þá daga? — Þú getur séð mína menntun á því að ég fékk einn mánuð á ævinni tilsögn í skrift og reikningi. Eg meiddi mig í fingri við að setja bát, og af því ég var á fyrirmyndarheimili var fcíminn notaður meðan ég var handlama til þess að kenna mér. Af litlu má manninn marka — Það er óhætt að fullyrða, skaut nú fornvinur hans inn í, að samvizkusamari mann en Guðjón er ekki hægt að finna gagnvart því sem honum var falið að gera. Þegar hann var vegavinnuverkstjóri fór hann t. d. upp úr rúminu um nótt og 30 kni. vegalengd af því hann frétti að það væri bilað ræsi. — Æ, hvers vegrxa ertu að segja frá þessu? sagði Guðjón. — Segðu mér hvernig þetta var. — Eg var á Borgum þessa nótt, þegar ég fékk skilaboð um að það væri bilað ræsi á veginum inni við Borðeyri. Við fórum tveir um nóttina og gerðum við það og vorum líka búnir um morguninn. — Ertu búinn að gleyma, þegar þú fórst og mahd- ir vatnsveituna? Skaut vinur Guðjóns enn inn í, — Nei, en það er ekkert til að segja frá. Eg gerði ekkert annað en það sem mér bar að gera. Það var fátæk ekkja á koti í Holtavörðuheiði, sem gerði vatnsveitu, en mælingamaðurinn nennti ekki þangað inneftir svo ég fór sjálfur og mældi til þess að hún fengi þann styrk sem ihenní bar. — Þannig var Guðjón alltaf. hélt nú vinur hans áfram. Honum finnst sjálfum þetta ekki frásagnar- vert, en mér finnst einmitt þetta lýsa hopum rétt. Það var aldrei minnzt á það — Geturðu ekki sagt mér fxú einhverjum ævintýr- um úr smalaferðum þínum? — Nei ek'ki þótt ég hafi alltaf verið smali og fjallkóngur í 30 ár, það belzt 'að ég tapaði aldi'ei manni í leit.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.