Þjóðviljinn - 24.12.1948, Page 17

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Page 17
Jólin 1948 ÞJÖÐVILJINN 17 „Auðmannavaldið þekkir fylgjuna sína“ Frá ritstjórnarárum Þorsteins EríingSsonar Flestir kunna þessa vísu Þors'teins Erlings- sonar úr kvæðinu Eden: Eg sagöi við Jónas: þig fala ég fyrst, því Frón er þín grátandi að leita, og náðugri ritstjóm, því næst sém í vist, i nafni þíns lands má ég heita, og sex hundruð krónum svo leikandi list mun landssjóður tœplega neita. Eg bauð honum allt, sem mín móðir gat misst, en meistarinn kaus ekki að breyta. Almennt hel'ur verið litið svo á — og vafalaust með réttu —, að Þorsteinn hafi sjálfan sig í huga og kjör sín, er hann telur fram gæði þau, sem „mín móðir gat misst“ til að endurheimta listaskáldið góða. Þor- steinn hafði kynnzt hvorutveggja: rausn Al- þingis, er var fólgin í 600 króna „heiðurs- launum“, eftirtöldum, veittum gegn vilja nálega helmings þingmanna, og „náðugri rit- stjórn,“ þar sem ritstjórinn var eins og vist- ráðið hjú hjá útgefendum blaðsins. Þessi ummæli Þorsteins í kvæðinu Eden, eru ekki ein til vitnis um það, að honum féll blaðamennska miðlungi vel. Þegar hann lét af ritstjórn, kvaddi hann þann starfa meðal annars með þessum orðum: „Blaða- mennska hér á landi er ekkert skemmtiverk; því þó maður leiðist til að vinna það til mat- ar sér um stund, þá getur endirinn orðið sá, að maður kjósi heldur sultinn.“ Sú skoðun mun nokkuð algeng, enda hefur henni oftar en einu sinni verið haldið fram á prenti, að Þorsteini hafi eigið látið ritstjórn sérlega vel. Er hans og sjaldan getið, þegar upp eru taldir þeir ritstjórar og blaðamenn liðins tíma, sem snjallastir eru taldir og mestur ljómi leikur um. Svo fast hefur að Þorstcinn Erlingsson, skáld þessu kveðið, að eigi allfáir virðast álíta, að Þorsteinn hafi á engan hátt notið sín við blaðamennskuna, og jafnvel verið meinað af eigendum blaða þeirra, er hann stýrði, að halda fram skoðunum sínum á þjóðfélags- málum. Sennilega eiga fyrrgreind ummæli Þorsteins um blaðamennskuna og ritstjóra- sældina drjúgan þátt í því, að slíkt álit hefur myndazt. En þessi ætlun er algerlega úr lausu lofti gripin, og veldur því ókunnugleiki á blaðamannsferli skáldsins, ef hún hefur gripið allmjög um sig, sem ég hef ástæðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.