Þjóðviljinn - 24.12.1948, Page 18

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Page 18
Þ JÓÐVIL JINN 18 Jólín 1&48 til að ætla. Eigendur „Bjarka“ og „Arnfirð- ihgs“, en þeim blöðum stýrði Þorsteinn báð- um, voru menn frjálslyndir og samvinnu- góðir, enda bera blöðin þess engin merki, að reynt hafi verið að sitja á skoðunum ritstjór- ans og halda þeim niðri. Það mun og sann- ast„ þegar ritstjóraferill Þorsteins Erlings- sonar verður kannaður til nokkurrar hlítar, að hann er um margt hinn merkilegasti og stórum athyglisverðari en almennt mun tal- ið. Eigi eru tök á því í stuttu greinarkorni sem þessu, að gera blaðamennsku Þorsteins viðhlítandi skil. Mun aðeins reynt, aðallega með tilvitnunum, að skýra frá viðhorfum hans til heimsstjórnmálanna, og gerð tilraun til-að sanna, að í fréttaflutningi sínum frá útlöndum vann hann merkilegt brautryðj- andastarf, einstætt á þeim tíma. Hann kom þar fram, eins og í ljóðum sínum, sem boð- beri sósíalismans og talsmaður undirokaðra stétta og þjóða, en risti auðvaldshyggju og stórveldastefnu napurt níð. .Þorsteinn Erlingsson hafði dvalizt erlend- is, aðallega í Kaupmannahöfn, um þrettán ára skeið, er hann settist aftur að á íslandi og gerðist ritstjóri vikublaðsins „Bjarka“ á Seyðisfirði, sem hóf göngu sína 9. október 18j96. Á Hafnarárunum hafði Þorsteinn orðið gagntekinn af hugsjón sósíalismans, sem þá var tekin að ryðja sér til rúms meðal danskr- ar alþýðu. Þetta voru viðburðarík á‘r óg Þpr- steinn fylgdist með því af lífi og sál, setn fram vatt í veröldinni. Maðurinn yar þaiinig : gerður, að samkvæmt eðli sínu og skapgerð hlaut hann að skipa sér í fylkingu þeirra manna, sem kröfðust aukins réftlætis og' meiri jöfnunar á hag manna og lífsáðstöðm : Hitt er og auðsætt, að hann kynntíst allnáið þeirri þjóðfélagsstefnu, sem ein 'hafði 'é-i kveðnar og rökvísar kenningar að flytja uttV nýja og réttlátari þjóðfélagsháttu. Surná"ri& 1896, fáum mánuðum áður en Þorsteinn flutt- izt heim til íslands, gafst honum köstúh-’á að ferðast til Ameríku. Kynntist hann þar að nokkru hinu vestræna frelsi, er hann hafði vegsamað í kvæðinu „Vestmenn", ög komst: að raun um, að þar „væri talsveft;;öðru; vísi málum skipað, en hann hafði dreymt umÁ Þegar í fyrsta tölublaði „Bjarka“, ’hóf Þor- steinn að segja ferðasögu sína: til Vestur- heims, og er brátt sýnt, að hann þykist eigi þurfa að vera myrkur í máli. Verður honum þegar harla tíðrætt um auðvald Bandaríkj- r anna, „hugsjónir“ þess og vinnubrögð. Það sé ■ að vísu rétt, að enginn kórónaður konung* ur né keisari sé í Bandaríkjunum, en þar . riki þó ,.kóngar“ margir, „kolakóngar, stein- olíukóngar, járnbrautakóngar, sykurkóngar,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.