Þjóðviljinn - 24.12.1948, Page 36

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Page 36
36 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1943 uM « i»l I > >»■ »n<»il | Þorsteinn Valdimarsson: Fjögur ljóð Ort við gömul þjóðlög handa börnum í Tónlfetarvskóitanum til að syngia. Hið fyreta 'skilst, ef ,höfð er 1 huiga aú helgi, sem verið hef-ur á reyniviði í landinu c’dum saman; hann var þögull málsvari lítilmagnans og á jólanótt tendruðust > ljós í greinum hans. í Ó, reynitré, ó reynítré Ó, reynitré, ó, reynitré, fyrst nú er jólanótt, ó, láttu þá loga öll ljósin, sem þú átt. Ó, reynitré, ó reynitré á afviknum stað, æ, kveiktu nú fáein ljós, því ég á enga.n að. Ó, reynitré, ó reynitré, þó ekki væri nema eitt, því bóndinn hann barði mig, og ég er sVöng og þreyt.t. Jólaljós Nú fagnar heimur helgri nótt; á himni stjörnur skína rótt, en kertaljósin lýsa húm á litlum kveik við barnsins rúm. Og þreyttir gleyma þyngstu sorg við þrönga jötu’ í Davíðs borg °g eygja bjarma enn af von — þar er hann fæddur, mannsins son. Iiann brýtur ekkert brákað strá — hann brýtur fjötra’ og virki há, og gerir frelsið lýðum ljóst og leggur elsku þeim í brjóst. Og þótt hans bíði þyrnikranz: og þeirra, er ganga í fótspor hans, og sábr nísti hörmung hörð, hans hugsjón mun þó sigra’ á jörð. Ó, blessað ljós, svo löngu slökkt, þú lifir meðan hjarta klökkt af himintrú á heimirm 'sléér, og heimsljós öll þú gerir skær. Höfundur þjóðvísnanna Á heiði sveinn yfir hjarðfé stóð, af hjartans djúpi söng hann ljóð svo heyrðist um víðan heiminn og aldrei síðan gleymist. Hann söng um hjartnanna sáru þrá, um sumarblóm, sem eggjar slá — og svo var söngurinn blíður, að döggin féll á hlíðar. Hann söng um kúgaðra sorg og smán, hann söng um valdsins grimmd og rán — og það voru þvílíkir hreimar, að döggin spratt á steina. Og þjóð hans hrökkvandi nlekki sleit og hófst til frægðar — en enginn veit um nafn hans né legstað léngur nema vindar og blóm á engi. iftfWMOf'vyyinaFi » • y/yaf

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.