Þjóðviljinn - 24.12.1948, Qupperneq 49

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Qupperneq 49
Jólin 1943 ÞJÓÐVILJINN 49 Þegar Schubert komst í söngkórinn Fyrir rúmum hundrað árum átti heima í borginni Vín, í Austurríkh drengur að nafni Franz Schubert. Hann heyrði oft yndislega tóna, sem enginn hafði áður heyrt. Hann átti þá sjálfur, ef svo má að orði kveða, og alla ævi sína fékkst hann við að skrifa niður þessa fögru tóna, sem sungu sig inn í sál hans. Faðir þessa drengs var fátækur skólakenn- ari. Börnin voru mörg og oft skorti bæði föt og fæði. Stundum var varla líft í litla húsinu fyrir kulda, því að þá vantaði peninga til þess að kaupa fvrir eldiviðinn. Einn dag, þegar Franz litli var 12 ára gam- all, stóð hann, ásamt fleiri drengjum, í stóra salnum í Konunglega Tónlistaskólanum í Vínarborg, og ætlaði, ásamt þeim að ganga undir próf í söng. Þeir drengjanna, sem stæð- ust prófið, skyldu fá að syngja í söngkór keisarans. Ekki nóg með það, þeir fengju líka ókeypis kennslu í tónlist og fallegan ein- kennisbúning, allan settan gylltum borðum og hnöppum. Franz varð að komast í kórinn, því að auk alls þess, sem hér er talið, var einnig von á tveim máltíðum á dag í þokka- bót. Drengirnir, sem ásamt Franz biðu þarna, gerðu sér heldur en ekki dælt við hann. Fyrst og fremst var hann nú ósköp tötralega klæddur, svo var hann bæði feitur og stirð- ur, en út yfir tók, að hann hafði þykk gler- augu og var eins alvarlegur á svipinn eins og hann hefði þegar fallið við prófið. Franz hafði orðið að vinna mikið heima og var ó- vanur að leika sér við drengi á sínum aldri. Þetta gerði hann feiminn og óframfærinn, hann gat ekkert sagt, og drengirnir hrintu honum og drógu óspart dár að honum og gömlu fötunum, sem voru snjáð og slitin, en þó sérstaklega gleraugunum, og kölluðu hann fjöreygða strákinn. Á endanum kom röðin að Franz að syngja. Þetta var nokkuð, sem hann kunni. Nú var hann ekki lengur feiminn. Fullkomlega ró- legur söng hann með sinni skæru rodd hið fallega einfalda lag, sem notað var við próf- ið. Þá lét kennarinn hann syngja erfiðara lag. Aftur söng hann hreint og skært. Erfiðari og erfiðari viðfangsefni fékk hann, og hann söng af svo miklum skilningi og innileik, að kennarinn gat varla trúað því, að hann væri að hlusta á þennan feimna og óframfærna dreng. Það þarf ekki að orðlengja, að Franz litli stóðst prófið með mestu prýði, var tek- inn í söngkór keisarans, fékk fallega ein- kennisbúninginn og ókeypis kennslu í tón- list. Franz var byrjaður að læra á píanó og fiðlu og nú fór honum daglega fram. Hann æfði sig kappsamlega ’tímunum saman og hætti aldrei við neitt viðfangsefni, fyrr en hann gat spilað það leikandi létt. Faðir hans var einnig sönghneigður og unni tónlist. Hann hafði ásamt Franz og tveim bræðrum hans dálitla hljómsveit á heimili sínu. Faðir Schuberts spilaði á cello, en stundum kom það fyrir, að hann fór eklci allskostar rétt með, að því er Franz fannst, og var hann þá vanur. að segja: ..Faðir minn, ég held það sé eitthvað bogið við þetta.“ En hvaða lög haldið þið að litla hljómsveitin haf oftast spilað? Þau voru reyndar flest eft- ir litla Franz sjálfan. Oft kom það fyrir, að Franz átti ekki nóga peninga til þess að kaupa fyrir nótnapappír, svo að hann lét umbúðapappír duga. En hon- um fannst hann mega til að skrifa niður bessa yndislegu tóna, sem ævinlega sóttu að honum. Litla hljómsveitin á æskuheimilinu var sú fyrsta, sem spilaði lög eftir Franz litla. En hundrað árum síðar hljóma enn um allan heiminn. hin vndisfögru lög og tónverk hins mikla tónsnillings. Franz Schuberts. vmist leikin af stórum hljómsveitum í sönghöllum stórborganna, eða á heimiium söngelskra manna, leikin á allskonar hljóðfæri. Mikið væri nú ánægjulegt að geta sagt, að þessi litli listamaður, með þykku gleraugun, hefði orðið frægur og ríkur, meðan hann lifði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.