Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. mars 1983 Framboðs- listar í Norðurlandskjördæmi vestra til alþingiskosninganna 23. apríl 1983. A-listi Alþýðuflokksins 1. Jón Sæmundur Sigurjónsson, hagfr., Suöurgötu 16, Siglu- firði. 2. Elín Njálsdóttir, póstafgr.m., Fellsbraut 15, Skagaströnd. 3. Sveinn Benónýsson, bakaram., Hvammstangabraut 17, Hvammstanga. 4. Pétur Valdimarsson, iönverkam., Raftahlíö 29, Sauðár- króki. 5. Reqína Guðlaugsdóttir, íþróttakennari, Aðalg. 24, Siglu- firði. 6. Hjálmar Eyþórsson, fv. yfirlögregluþj. Brekkubyggð 12, Bl.ósi. 7. Axel Hallgrímsson, skipasmiður, Suðurvegi 10, Skaga- strönd. 8. Baldur Ingvarsson, verslunarm., Kirkjuvegi 16, Hvamms- tanga. 9. Sigmundur Pálsson, húsgagnasm.m., Smáragrund 13, Sauöárkróki. 10. Pála Pálsdóttir, fyrrv. kennari, Suðurbraut 19, Hofsósi. B-listi Framsóknarflokksins 1. Páll Pétursson, alþingismaður, Höllustöðum. 2. Stefán Guðmundsson, alþingismaður, Sauðárkróki. 3. Sverrir Sveinsson, veiturstjóri, Siglufirði. 4. Brynjólfur Sveinbergsson, oddviti, Hvammstanga. 5. Pétur Arnar Pétursson, deildarstjóri, Blönduósi. 6. Sigurbjörg Bjarnadóttir, húsfr., Bjarnagili. 7. Gunnar Sæmundsson, bóndi, Hrútatungu. 8. Magnús Jónsson, kennari, Skagaströnd. 9. Skarphéðinn Guðmundsson, kennari, Siglufirði. 10. Gunnar Oddsson, bóndi, Flatatungu. ÐB-listi sérframboðs Framsókn- armanna 1. Ingólfur Guðnason, alþingismaður; Hvammst.braut 5, Hvammstanga. 2. Hilmar Kristjánsson, oddviti, Hlíðarbraut 3, Blönduósi. 3. Kristófer Kristjánsson, bóndi, Köldukinn II, A-Hún.. 4. Björn Einarsson, bóndi, Bessastöðum, V-Hún.. 5. Jón Ingi Ingvarsson, rafv.m. Hólabraut 11, Skagaströnd. 6. Helgi Olafsson, rafv.m. Brekkugötu 10, Hvammstanga. 7. Sigrún Björnsdóttir, hjúkr.fr., Ytra Hóli, A-Hún.. 8. Indriði Karlsson, bóndi, Grafarkoti, V-Hún.. 9. Eggert Karlsson vélstj., Hlíðarvegi 13, Hvammstanga. 10. Grímur Gíslason, gjaldk. Garðabyggð 8, Blönduósi. C-listi Bandalags jafnaðar- manna 1. Þorvaldur Skaftason, sjómaður, Hólabraut 12, Skaga- strönd. 2. Ragnheiður Ólafsdóttir, nemi, Gauksstöðum, Skagaf.. 3. Sigurður Jónsson, byggingarfr., Smárahlíð 1F, Akureyri. 4. Valtýr Jónasson, fiskmatsmaður, Hávegi 37, Siglufirði. 5. Stefán Hafsteinsson, Urðarbraut 7, Blönduósi. 6. Vilhelm V. Guðbjartsson, sjómaður, Melavegi, Hvamms- tanga. 7. Friðbjörn Örn Steingrímsson, íþróttakennari, Varmahlíð, Skagaf.. 8. Erna Siqurbjörnsdóttir, húsmóðir, Hólabraut 12, Skaga- strönd. 9. Arnar Björnsson, nemi, Reykjaheiðarvegi 6, Húsavík. 10. Ásdís Matthíasdóttir, skrifstofum. Unufelli 48, Reykjarvík. D-listi Sjálfstæðisflokksins 1. Pálm i Jónsson, ráðherra, Akri. 2. Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, Reykjavík. 3. Páll Dagbjartsson, skólastjóri, Varmahlíð. 4. Ólafur B. Óskarsson, bóndi, Víðidalstungu. 5. Jón ísberg, sýslumaður, Blönduósi. 6. Jón Ásbergsson, framkv.stj., Sauðárkróki. 7. Knútur Jónsson, skrifst.stj., Siglufirði. 8. Pálmi Rögnvaldsson, skrifst.m., Hofsósi. 9. Þórarinn Þorvaldsson, bóndi, Þóroddsstöðum. 10. Sr. Gunnar Gíslason, f.v. prófastur, Glaumbæ. G-listi Alþýðubandalagsins 1. Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, Varmahlíð, Skagafiröi. 2. Þórður Skúlason, sveitarstjóri, Hvammstanga. 3. Ingibjörg Hafstað, húsfreyja, Vík, Skagafirði. 4. Hannes Baldvinsson, framkv.stjóri, Siglufirði. 5. Þorvaldur G. Jónsson, bóndi, Guðrúnarstöðum, A-Hún. 6. Steinunn Yngvadóttir, húsmóðir, Hofsósi. 7. Brynja Svavarsdóttir, húsmóðir, Siglufirði. 8. Guðmundur Theódórsson, verkamaður, Blönduósi. 9. Anna Kristín Gunnarsdóttir, kennari, Sauðárkróki. 10. Kolbeinn Friðbjarnarson, form.Vöku, Siglufirði. Yfirkjörstjórn í Norðurlandi vestra, Egill Gunnlaugsson, Gunnar Þór Sveinsson, Torfi Jónsson, Benedikt Sigurðsson, Guðmundur Ó. Guðmunds- son. F l|P\y m l Frá blaðamannafundi Kvennalistans: Frá v. Sigríður Þorvaldsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sigríður H. Sveinsdóttir, af Reykjaneslistanum, Þórhildur Þorleifsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Margrét Rún Gunnars- dóttir, Sigrún Dúna Kristmundsdóttir, af Reykjavíkurlistanum. Mynd: - eik. Stefna Kvennalistans: Mannleg verðmæti lögð til grundvallar „Við viljum að sameiginleg 'reynsla og verðmætamat kvenna verði metið til jafns við reynslu og verðmætamat karla, sem stefnumótandi afl í samfé- laginu. Við setjum á oddinn hugmyndir um kvenfrelsi, sem fela í sér rétt kvenna til að vera metnar á sínum eigin forsend- um til jafns við karla.“ Svo segir í stefnu Kvennalistans, sem kynnt var á blaðamannafundi í fyrradag, og sameiginleg er fyrir kvennalistana alla. Ekki er hér rúm til að rekja stefnu Kvennalistans að neinu ráði en benda má á að lögð er á það áhersla að mannleg verðmæti verði fyrst og fremst lögð til grundvallar þegar ákvarðanir eru teknar í þjóð- málum. Barist verður fyrir bættum hag kvenna. Endurskoðun fari fram á skóla-, menningar- og heilbrigðismálum. Efnahagsstefn- an verði miðuð við annað verð- mætamat og aðra forgangsröðun en nú. Upp verði tekin stefna hinn- ar hagsýnu húsmóður þannig, „að íslendingar geti í sem ríkustum mæli lifað á eigin framleiðslu og að við högum útgjöldum okkar í sam- ræmi við tekjur“. Tækni og þekk- ingu verði beitt til þess að draga úr vinnuþrælkun og stytta vinnutím- ann án kjaraskerðinga. íslensk stjórnvöld taki afstöðu gegn hvers- konar misrétti og kúgun, gegn víg- búnaði bæði heimafyrir og á al- þjóðavettvangi. Kjarnorkuvopn verði aldrei leyfð á Islandi. Islensk efnahagslögsaga verði friðuð fyrir kjarnorkuvopnum og umferð kjarnorkuknúinna farartækja og harðlega er mótmælt losun kjarn- orkuúrgangs og eiturefna í hafið. Strangt eftirlit verði með starfsemi hersins hér á landi, dregið úr um- svifum hans og þjóðin verði honum óháð efnahagslega. íslensk stjórn- völd skýri undanbragðalaust frá framkvæmdum hersins og herbún- aði og ákveðin svæði verði lýst kjarnorkulaus og njóti alþjóða við- urkenningar. - mhg Kvennalistinn mótmælir ákvöröun Útvarpsráðs Útvarpsráð hefur nú ákveðið hvert vera skuli fyrirkomulag kosningasjónvarps og útvarps vegna væntanlegra alþingis- kosninga 23. apríl n.k. Samkvæmt þeirri ákvörðun fær Kvennalistinn 15. mín. til umráða í framboðskynningu í sjónvarpi 11., 12. og 13. apríl á meðan flokkarnir fá, hver um sig, 20 mín.. Hið sama gildir þegar setið er fyrir svörum hjá fréttamönnum í hljóðvarpi. Við hringborðsumræður í sjón- varpi daginn fyrir kjördag er Kvennalistinn útilokaður. Utvarpsráð rökstyður þessa á- kvörðun sína með því að V-listinn bjóði ekki fram í öllum kjördæm- um og vísar til fordæma. Lára V. Júlíusdóttir, um- boðsmaður Kvennalistans, hefur harðlega mótmælt þessari á- kvörðun Útvarpsráðs og einkum því, að útloka listann frá hring- borðsumræðunum. Telur um- boðsmaðurinn hana brot á Út- varpslögum en í 3. mgr. 3. gr. þeirra laga segir svo: „Ríkisútvarpið skal í öllu starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Það skal virða tjáningarfrelsi og gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokk- um og stefnum í opinberum mál- um, stofnunum, félögum og ein- staklingum". Hér sé því um að ræða hreina mannréttindaskerðingu. Um- boðsmaðurinn bendir á, að enda þótt V-listinn bjóði aðeins fram í 3 kjördæmum af 8 séu kjósendur í þessum kjördæmum 110.206 en kjósendur í landinu öllu 153.956 (Hagstofan). Hér sé því um að ræða mál, sem snerti 72% kjós- enda. Umboðsmaður V-listans telur þessa ákvörðun Útvarpsráðs glöggt dæmi um miðstýringu og flokkseinræði. Flokkarnir ráði ekki einasta yfir dagblöðunum heldur tryggi þeir og völd sín í ríkis- fjölmiðlunum og snúi þar bökum saman þegar hagsmunir þeirra séu í húfi. Og til þess að gera nýjum framboðum erfitt fyrir víli þeir jafnvel ekki fyrir sér að brjóta lög. - mhg HVERADÖLUM simi 99-4414 Páskar í Hveradölum. Skíðanámskeið alla daga — Skíðaleiga — Gisting. — Heitur matur — Hamborgarar — Samlokur — öl og sælgæti. Sérstakur Páskapakki: Gisting, fæði og skíðakennsla í 3—4 daga. Skráning í síma 99-4414. Verið velkomin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.