Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, benti á að auka þyrfti annað hvort framlag lífeyrissjóða til húsnæðis- framleiðslu og skuldbindingar bankakerfisins - eða að öðrum kosti verði að koma til skattlagning, sem gæti t.d. orðið jafngildi 1 söluskattsstigs. Frá ráöstefnu um atvinnuhorfur í byggingariönaöi: Ástandið sérlega erfitt á Norðurlandi Þátttakendur á ráðstefnunni voru á einu máli um að nú þyrfti að koma til pólitískur vilji stjórnmálamannanna til að beina þróun húsnæðismála á betri veg. Laugardaginn 26. tnars héldu sveina- og meistarafélög byggingariðnaðarins, fram- leiðendur einingahúsa og Verkamannasamband íslands ráðstefnu um atvinnuhorfur í byggingariðnaði. I fréttatil- kynningu sem þessir aðilar hafa sent frá sér um ráðstefnuna segir: Um þessar mundir veldur þróun byggingariðnaðar þungum áhyggj- um þrátt fyrir sæmilegt ástand á einstaka stað, eins og t.d. á Vest- fjörðum. Ástandið er sérlega erfitt á Norðurlandi, einkum Akureyri og Húsavík. Þátttakendur á ráðstefn- unni voru á einu máli um að nú þyrfti að koma til pólitískur vilji stjórnmálamannanna til að beina þróun mála á betri veg. Félagsmálaráðherra benti á að auka þyrfti annað hvort framlag líf- eyrissjóða til húsnæðisframleiðslu og skuldbindingar bankakerfisins að öðrum kosti verði að koma til skattlagning, sem gæti t.d. orðið jafngildi 1% söluskattsstigs, til þess að leysa fjármagnsvanda húsnæðisframleiðslunnar. Þróun kaupmáttar er afgerandi fyrir þróun í byggingariðnaði, ásamt stefnu í lánamálum. Enn sem komið er hafa Byggingar- sjóður verkamanna og Byggingar- sjóður ríkisins getað staðið við skuldbindingar sinar. Þessir sjóðir hafa aldrei staðið jafn sterkir og um þessar mundir vegna tilkomu vísitölutryggingar lána. Á undanförnum 5 árum hefur fjárframlag til íbúðabygginga aukist að raungildi um 36,7%. Sá vandi sem byggingariðnaður- inn stendur frammi fyrir um þessar mundir er fyrst og fremst af völdum aflabrests á árinu 1982 og versn- andi viðskiptakjara landsins við út- lönd. Einnig kom fram á ráðstefnunni að nú virðist margt benda til að húsnæðisþörf dreifbýlisins sé sums- staðar fullnægt. Erfitt er að selja fasteignir úti á landi, enda hefur fyrrnefndra erfiðleika fyrst og fremst gætt þar. Menn óttast því að þetta geti leitt til byggðaröskunar; að fólk streymi á ný á höfuðborgar- svæðið, þar sem atvinnuástand í byggingariðnaði fari versnandi utan þess. Einkennandi fyrir íslenskan byggingariðnað er hversu mörg smáfyrirtæki eru á þessum markaði með 1-5 starfsmenn. Meðallífs- lengd þessara fyrirtækja er 3-5 ár. Það kemur til af því að samkeppni er hörð, verktakar undirbjóða hver annan í baráttu um verkefni með þeim afleiðingum að þeir fara á hausinn. Einnig er það ríkjandi stefna við lóðaúthlutun á höfuðborgarsvæð- inu að lóðum er þar úthlutað til einstaklinga, sem verður til þess í reynd að fjölda einstaklinga er fal- ið að reisa heilu borgarhverfin. Á ráðstefnunni var varað við öf- und gagnvart núverandi verka- mannabústaðakerfi, sem er elsta sjálfseignabústaðakerfi landsins, stofnað 1929. í stað-þess ætti að beina kröftunum að því að bæta önnur húsnæðiskerfi landsmanna. Milli 10 og 12 þúsund manns starfa að byggingariðnaði í landinu, eðaum 10% alls vinnuafls á íslandi. Þessi starfsgrein verður einna fyrst fyrir barðinu á samdrætti í efnahagslífi þjóðarinnar. Auk þess að byggingarstarfsemi í landinu hefur dregist saman, hef- ur innflutningur einingahúsa og húsgagna skapað verulegan vanda. Nú mun Félagsmálaráðuneytið birta innan skamms auglýsingu þar sem ekki verður leyfð tollaf- greiðsla innfluttra húsa, nerna fyrir liggi vottorð frá Rannsóknastofn- un byggingariðnaðarins um að við- komandi hús standist íslenskar gæðakröfur. Innflutningur húsgagna hefur þegar leitt til þess að nú er mark- aðshlutdeild innlendrar húsgagna- framleiðslu um 40%. 5. umferö í landsliðsflokki á Skákþingi íslands Ágúst Karlsson náði forystu Ágúst Karlsson úr Hafnarfirði náði óvænt forystunni á Skákþingi íslands sem nú stendur yfir í húsa- kynnum Taflfélags Reykjavíkur við Grensásveg. Ágúst vann einn af efstu mönnum mótsins, Hilmar Karlsson, í 5. umferð og þar sem Svíinn Dan Hansson tapaði fyrir Gylfa Þórhallssyni frá Akureyri missti hann forystusætið. Önnur úrslit í 5. urnferð urðu sem hér segir: Sævar Bjarnason vann Sigurð Daníelsson, Magnús Sólmundarson vann Halldór G. Einarsson og Elvar Guðmundsson vann Hrafn Loftsson. Jafntefli gerðu Áskell Örn Kárason og Sig- urður Daníelsson. Staðan að loknum 5 umferðum er þessi: 1. Ágúst Karlsson 4 v. 2. -3. Dan Hansson og Gylfi Þór- hallsson 37: v. 4. Elvar Guðmundsson 3 v. + 1 biðskák. 5. -7. Sævar Bjarnason, Magnús Sólmundarson og Hilmar Karlsson 2'h v. + 1 biðskák hver. 8. Hrafn Loftsson 2 v. 9. Halldór G. Einarsson 17i v. 10. Áskell Örn Kárason 1 v. + 1 biðskák. 11. Sigurður Daníelsson 'h v. + 1 biðskák. 12. Björn Sigurjónsson 'h v. í Áskorendaflokki er Pálmi Pét- ursson frá Akureyri efstur eftir fjórar umferðir með 372 vinning. Guðmundur Gíslason frá ísafirði er í 2. sæti með 2'h vinning og biðskák. í gærkvöldi voru tefldar biðskák- ir en 6. umferð verður tefld í dag og hefst kl. 14. -hól. Bókmenntaverðlaun frœðsluráðs: Guöni Kolbeinsson og Ólafur Haukur Guðni Kolbcinsson og Ólafur Haukur Símonarson hlutu bók- menntaverðlaun fræðsluráðs sem afhent voru í gær í Höfða. Verð- launin taka til bestu frumsömdu barnabókarinnar á árinu 1982 og best þýddu barnabókarinnar á sama ári. Guðni skrifaði bókina Mömmustrákar sem hlaut afbragðs viðtökur, bæði hjá börnum sem gagnrýnendum og Ólafur Haukur þýddi bók danska rithöfundarins Bjarna Reuter, VerÖld Busters. Það var Davíð Oddsson borgar- stjóri sem afhenti verðlaunin. Guðni hlaut 15 þús. krónur í verð- laun og Ólafur 10 þúsund krónur. „í æsku var mér kennt að það væri sjálfsögð kurteisi að þakka fyrir sig þegar vel er gert”, sagði Guðni þegar hann veitti verðlaununum viðtöku,....og það er best að segja það eins og er að ég er rígmontinn með að hafa hlotið þessi verðlaun”, sagði hann enn- fremur. 1 áliti dómnefndar, segir að bók Guðna sé skrifuð af hreinskilni og ástríki, efnismeðferð sé létt og leikandi. Bókin Mömmustrákar fjallar um strák sem elst upp með móður sinni, ferðast um landið með henni og lendir í ýmsum ævin- týrum. Ólafur Haukur sagði eftir að hafa tekið við verðlaununum að fyrst og fremst gæti hann þakkað höfundi bókarinnar fyrir verð- launin. Þarna væri mjög góður höf- undur á ferðinni sem gaman hefði verið að þýða. Hann sagði að bókin fyllti á vissan hátt eyðu í barnabók- menntir hér á landi. Bókin væri dá- lítið á skjön við það sem hér kemur á markað, full af fantasíu og húm- or. Fyrir sína parta, kvaðst Ólafur vera ánægður með að hafa orðið svo vel ágengt í samkeppninni um sálir barnanna, hún væri mikil hér á landi. -hól. Herstöðvaand- stæðingar Gíróseðlar fyrir félagsgjöldum voru sendir út fyrir röskum mánuði. Heimtur hafa ekki verið sem skyldi og fjárhagsstaða samtakanna er enn bágborin. Greiðið því félagsgjöldin sem fyrst og styrkið þannig baráttustöðu samtak- anna. Samtök herstöðvaandstæðinga Auglýsing um aðalskoðun bifreiða og bif- hjóla í Kjósar-, Kjalarnes- og Mosfellshreppum og á Seltjarn- arnesi 1983. Skoðun fer fram sem hér segir: Kjósar-, Kjalarnes- og Mosfelishreppur: mánudagur þriðjudagur miðvikudagur fimmtudagur Skoðun fer fram við hreppi. Seltjarnarnes: mánudagur þriðjudagur miðvikudagur 11. apríl 12. apríl 13. apríl 14. apríl Hlégarð í Mosfells- 18. apríl 19. apríl 20. apríl Skoðun fer fram við félagsheimilið á Seltjarn- arnesi. Skoðað verðurfrá kl. 8.15-12.00 og 13.00- 16.00 alla framantalda daga á báðum skoðunarstöðunum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoð- un skulu ökumenn leggja fram fullgild öku- skírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiða- gjöld séu greidd, að vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og að bifreiðin hafi verið Ijósastillt eftir 1. ágúst s.L Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma ökutæki sínu til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og ökutækið tekið úr umferð hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, Bæjar- fógetinn á Seltjarnarnesi 29. mars 1982. Einar Ingimundarson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.