Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 31. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Heima hjá fjölskyldunni að Sognstúni 4 á Dalvík. Svanfríður og maður hennar Jóhann Antonsson en á milli þeirra eru strákarnir á heimilinu þeir Jónas 3ja ára og Pétur 11 ára en sá þriðji, Kristján 7 ára var ekki heima þegar okkur bar að garði. Ljósm. Atli. Strákarnir hennar Svanfríðar eru ef til vill að ihuga möguleika hennar til að ná kjöri í alþingiskosningunum 23. apríl nk. land með að standa jafn vel að vígi hvað þetta varðar og karlkynið. En það hefur átt sér stað þróun í rétta átt og skilningur manna á þessu er að aukast, sem betur fer. Svo er annað í þessu sambandi og það er munurinn á að vera í framboði hér í þessu kjördæmi eða t.d. á þéttbýlissvæðunum fyrir sunnan. Það er nefnilega talsvert ólíku saman að jafna að skreppa á fund upp í Breiðholt eða til Þórshafnar, þar sem maður getur átt á hættu að vera tepptur í viku. Þetta verða landsbyggðarmenn að sætta sig við af eðlilegum ástæðum, og ég er ekki í nokkrum vafa um að konur setja þennan annmarka frekar fyrir sig en karlar, m.a. vegna þess vinnuálags sem ég að fram- an nefndi. Eg gerði mér hins vegar glögga gréin fyrir þessum aðstæðum áður en ég gaf kost á mér í framboð og legg þess vegna ótrauð á brattann með stuðning minna nán- ustu að bakhjarli". Eignarhaldið hefur breyst En svo við vendum okkar kvæði í kross. Það er stundum talað um einhæft atvinnulíf í sjávarplássum. Hvað viltu segja um það? „Jú, vissulega er atvinnulífið í mörgum sjávarplássanna allt of einhæft, en á undan- förnum árum hefur hins vegar átt sér stað breyting í atvinnulífinu á mörgum stöðum, sem tryggir verulega afkomu íbúanna. Hér áður fyrri þekkjum við mörg dæmi þess að einstaídingar „áttu“ heilu plássin og þessir Bogensenar léku þráfaldlega þann leik að stökkva frá atvinnurekstrinum fyrirvara- laust þegar kaupin gerðust betri á eyrinni annars staðar og kipptu þar með grund- vellinum undan lífi heimamanna. Þetta voru helstu ágallar hins einhæfa atvinnulífs í sjávarplássunum. Síðari árin hefur eignar- hald útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja ver- ið að breytast og fólkið sjálft, sem vinnur við framleiðsluna og samtök þess, hefur eignast æ stærri hlut í atvinnufyrirtækjun- um. Þarna hafa verið stigin stór skref fram- ávið að mínu mati og afkomuöryggi íbú- anna verið stóraukið. Hins vegar þarf að gera átak í að vinna betur úr hráefninu í plássunum sjálfum. Úrvinnslugreinar sjáv arafurða þarf að efla og við þurfum að koma í veg fyrir hið mikla fjárstreymi frá sjávarplássunum í formi lítt unnins hráefn- is. Þar með gæðum við atvinnulífið meiri fjölbreytni og bætum afkomuna enn frá því sem nú er. í þessu þarf okkar atvinnustefna við sjávarsíðuna að vera fólgin, auk þess sem við þurfum auðvitað að hyggja að öðr- um möguleikum í sambandi við störf í iðnaði, ekki síst úrvinnsluiðnaði landbún- aðarafurða". Stóriðjan ekki lausn Þú rennir þá ekki hýru auga til álverk- smiðju við Eyjafjörðinn? „Ég er ekki ýkja hrifin af því fyrirbæri og hef verið þeirrar skoðunar að stóriðja, hverju nafni sem hún nefnist, sé ekki heppi- legt innlegg í^atvinnulífið hér úti á lands- byggðinni. Ég held að hættan sé ekki síst fólgin í hinni stóru einingu sem sogi til sín fólk úr byggðunum í kring og lagt geti í rúst þá hefðbundnu starfsemi sem fyrir er og þá menningu sem hefur þróast í sveitunum. Þá er reynslan af samskiptum okkar við auðhringinn Alusuisse ekki sérlega uppörv- andi. Og á meðan harðast er vegið að ís- lenskum landbúnaði þykir engum mikið þótt meðlag til Grundartangaverksmiðj- unnar við Hvalfjörð á síðasta ári hafi slagað hátt upp í útflutningsbætur á landbúnaðar- afurðum okkar, og er þó um margfalt fleiri störf að tefla í síðarnefndu greininni. Hinir flokkarnir vilja þrátt fyrir þessar staðreyndir halda áfram á þessari braut. Og á sama tíma og þeir tala urn að útvega þurfi þúsundir atvinnutækifæra í iðnaði á næstu árum og áratugum vilja þeir leið stóriðjunn- ar þar sem hvert starf er um það bil hundrað sinnum dýrara en í okkar hefðbundnu atvinnugreinum, auk þess sem stóriðjan skapar hlutfallslega afar fá störf.“ Betri nýting auðlinda Ertu hrædd við mengun hér við Eyja- fjörðinn? „Ef rétt er að málum staðið eigum við að geta tryggt að náttúran spillist ekki mjög mikið af völdum atvinnureksturs, hvort sem þar er um stóriðju að ræða eða eitthað annað. Ég vil hins vegar frekar sjá einhvers konar endurvinnsluiðnað hér á landi en þá stóriðju, sem postular hennar klifa stöðugt á. Við þurfum að nýta betur það sem til fellur, því við megum aldrei gleyma því að auðlindir jarðar eru ekki ótæmandi. Við getum ekki einungis lifað fyrir daginn í dag því að á eftir koma kynslóðir sem við verðum að búa í haginn fyrir. Ég held sumsé að margir aðrir kostir séu fyrir hendi við iðnaðaruppbygginguna í þessu landi en ál og kísiljárn, svo eitthvað sé nefnt. Ör- tölvuiðnaðurinn á t.d. einnig framtíð fyrir sér og hann hefur þann kost umfram stór- iðjuna að vera afar atvinnuskapandi“. Landbúnaðurinn samofinn okkar menningu Nú sast þú landbúnaðarráðstefnu Al- þýðubandalagsins nýlega. Hvernig fannst þér? „Það fannst mér mjög fróðleg og gagnleg ráðstefna og ég hygg að margir þeirra sem vilja landbúnaðinn feigan hefðu átt að sitja „Einar frá Her- mundarfelli sagði mér að menn hefðu ort um þœr Ijóð sakir fegurðar þeirra,án þess jafnvel að hafa litið þœr augum!“ þá ráðstefnu og kynnast þeim viðhorfum sem þar komu fram. Auðvitað er það kór- rétt, sem fram kom þar, að trustur landbún- aður er ein af meginundirstöðum sjálf- stæðis okkar. Ef við föllum í það farið að treysta á innflutninga matvæla nánast alfar- ið, þyrfti ekki mikið að gerast úti í heimi til að verslun stöðvist og okkur yrðu allar bjargir bannaðar. Mér finnst því út í hött að leggja eingöngu arðsemi landbúnaðar til grundvallar þegar við fjöllunt um tilveru- rétt þessarar fornu atvinnugreinar, því pen- ingar mega ekki og geta ekki verið mæli- kvarði á sjálfstæði þjóðar. Hitt er svo rétt að ítreka sem fram kom á þessari ráðstefnu Alþýðubandalagsins að möguleikar landbúnaðar á íslandi eru miklir og við ætt- um að geta stóraukið framleiðslu okkar á því sviði. Ekki veitir af í sveltandi heimi. Þá held ég að fólk viti ekki að úrvinnslu- iðnaður landbúnaðarins hefur útvegað flestum atvinnu í iðnaði á sl. árum. Hef trú á málstaðnum Nú leið að lokum dvalar okkar Þjóðvilja- manna í hinu snotra sjávarplássi Dalvík við Eyjafjörð og við innum húsmóðurina, kennarann og frambjóðandann Svanfríði Jónasdóttur eftir því hvernig kosningabar- áttan legðist í hana: „Núna er mér efst í huga góð útkoma Al- þýðubandalagsins í kosningunum 23. apríl nk. Ég er þess fullviss að við munurn hafa erindi sem erfiði ef fólk gefur sér ofurlítinn tíma til að kynna sér stefnumið G-listans, því þar er lögð áhersla á að tryggja sem best hagsmuni hins vinnandi fólks í landinu og að treysta sem best efnahagslegt og menn- ingarlegt sjálfstæði þjóðarinnar. Ég hef trú á þeim málstað og er tilbúin að leggja mitt af mörkum til að vinna honum fylgi og áhrif". Við þökkum Svanfríði Jónasdóttur á Dalvík fyrir spjallið og biðjum háttvirta kjósendur í Norðurlandskjördæmi eystra að íhuga orð hennar. -v. Great Workl Attas 1? eader's Digest Great World Atlas REVISED AND UP-DATED EDITION Hvar er Efri Volta? Því, og öilum slíkum spurningum, svarar Great World Atlas á auðveldan hátt. - Þú finnur staðinn á tíu sekúndum. Einnig kaflar um himingeiminn, jarðsöguna, dýralíf, þróun og sögu mannkyns. FALLEG OG FRÆÐANDI FERMINGARGJÖF Sendum í póstkröfu Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. Sími 2-42-42

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.