Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. mars 1983 Kúba 3. grein Helga Þórólfsdóttir Eins og mönnum er í fersku minni hafa birst á tveggja vikna fresti greinar í Þjóðviljanum eftir félaga í vinnu- ferð til Kúbu s.l. sumar, sú fyrri um skólamál á Kúbu, sú síðari um stjórnkerfið þar, Poder popular. Nú víkur sögunni að CDR-nefndunum til varnar byltingunni - sem sumir kalla líka „stóra öllu“. Eftir heitan og þreytandi sunnu- dag í Havana voru fáir spenntir þegar kvölddagskráin var kynnt: Heimsókn til CDR-nefndar. Nafn- ið vakti ekki mikinn áhuga, enda varð hópur af fslendingum eftir í Havana og kynnti sér næturlífið í staðinn. Auðvitað höfðum við heyrt og lesið um CDR, en ég held að fæst okkar hafi vitað mikið um þetta fyrirbæri. Sjálf sá ég fyrir mér bróður sem fylgist vel með þetta heita sunnudagskvöld starfa í allstórum bæ í nágrenni við búðirn- ar okkar Norðurlandamanna. Þeg- ar við stigum út úr bílunum var okkur ákaft fagnað af fjölda bæjar- búa á öllum aldri, og ekki spillti það ánægjunni að sjá kunnugleg andlit verkstjóranna okkar af ökr- unum meðal fólksins. Það var svæðisstjórnin sem skipulagði móttökurnar. Allir Norðurlandabúar og Kúbanir stíga dans undir beru næturlofti. Greinarhöfundur er fyrir miðri mynd. Dansað til varnar byltingunni virðulega nefndarmenn sem myndu kynna okkur verksvið sitt á einum af nefndarfundum sínum En þetta kvöid átti eftir að verða ógleymanleg upplifun sem mér reynist erfitt að festa á blað. Hvað er svo þetta CDR? Það eru upphafsstafir Comite dé Defensa de la Revolution, og hefur verið þýtt Nefndirnar tii varnar bylting- unni. Grunneiningar þeirra eru hverfanefndir, en þær tengjast svo samari 15-20 talsins og mynda svæðishóp. Fyrir hverri nefnd er formaður og nokkrir ritarar. Þeir eru allir kosnir á almennum fund- um í nefndinni, eftir að allir fram- bjóðendur hafa verið kynntir og kostir þeirra og galiar ræddir opin- skátt. Almennir fundir eru haldnir einu sinni í mánuði. Þessar nefndir voru stofnaðar ár- ið 1960, árið eftir sigur byltingar- manna á Kúbu, tii þess að koma upp um gagnbyltingarstarfsemi. Síðan hafa 'þær virkjað mikinn fjölda fólks til margvíslegustu verkefna. Yfir 80% Kúbubúa fjór- tán ára og eldri eru í nefndunum, og í sérstökum vinnuhópum á þeirra vegum eru 90 þúsund manns virkir. Það voru þessar nefndir sem skipulögðu lestrarkennsluherferð- ina árið 1961, þegar ólæsi var út- rýmt í landinu að því er sagt er, og síðar hjálpuðu þær til við að bólu- setja öll yngri börn en 14 ára gegn bólunni. Nefndirnar sem við heimsóttum söfnuðust svo saman við verslun- armiðstöðina í miðju bæjarins, þar sem ræður voru haldnar og sungið. Það sem við sáum af umhverfinu í náttmyrkri og sparlegri götulýs- ingu var ekki eins framandi og margt annað sem við höfðum séð og kynnst á Kúbu. Hverfið líktist Breiðholtinu, nýlegar blokkar- byggingar með leiksvæðum á milli og verslunarmiðstöð í miðju hverfi. Það sem var framandi var að sjá unga og' gamla nota svæðið í kringum verslunarmiðstöðina til að syngja og skemmta sér. Eftir stutta móttökuathöfn var liðinu deilt niður á hverfanefndir bæjarins. íbúar tveggja stórra fjöl- býlishúsa mynduðu eina nefnd sem tók okkur lslendinga upp á arma sína. Þau byrjuðu á að tilkynna okkur að þau væru að halda veislu þetta kvöld og buðu okkur að gera hvort sem væri að taka þátt í henni eða að hitta nefndarmenn inni í einhverri íbúðinni, spyrja þá um starf nefndarinnar og ræða málin. Ég er hrædd um að allir hafi valið veisluna, en nokkrir brugðu sér þó einhverja stund á fundinn og fræddust af þeim sem þar sátu fyrir svörum. Tilefni veislunnar var að ungur „sonur fólksins“ var að fara í her- inn. Kornungur og feiminn en bráðlaglegur strákur átti að leggja af stað til herbúðanna morguninn eftir. Við vorum frædd um að eitt af verkefnum CDR væri einmitt að halda veislur fyrir hverfisbúa, og tilefnin geta þá verið margs konar. Á augabragði vorum við drifin út í dans, ég dansaði meðal annars við heiðursgestinn, unga piltinn sem var að fara í herinn. Kúbanirnir virtust sjá þarna í fyrsta skipti dans- ara sem ekki höfðu rúmbutaktinn í blóðinu og höfðu gaman af. Þarna var ekkert húsnæðisvandamál því að gatan fyrir framan hús íbúanna var notuð fyrir dansgólf. Allir aldurshópar voru í götuveislunni, frá fjögra ára börnum upp í gamal- menni. Fræðst með því að spyrja Túlkurinn okkar, hún Carmen, var alltaf umsetin og ekki síst þetta kvöld því að margs var að spyrja. Sjálf var hún með í að stofna CDR- nefndirnar í upphafi og gat því frætt okkur um margt. Og svo varð hún að þýða allar okkar spurningar til forystumanna nefndarinnar og svör þeirra. Enskukunnátta kúb- ansks almennings reynist vera heldur bágborin þegar til kastanna kemur, og spænskan okkar íslend- inga var ekki til mikillar hjálpar heldur. Starf nefndarinnar fer að mestu fram í vinnuhópum sem sjá um ein- stök verkefni. Ritari er ábyrgur fyrir starfi hvers vinnuhóps. Mark- mið eru sett og vinna skipulögð á mánaðarlegum fundum. Meðal verkefna vinnuhópanna er að hirða um og fegra nánasta umhverfi. Þeir vinna líka að margs konar sparn- aðarverkefnum, safna flöskum og pappír til endurnotkunar. Stund- um liggja stærri verkefni fyrir, svo sem bygging sumarbúða. Allt er þetta unnið í sjálfboðavinnu eftir venjulegan vinnutíma. Einhver í hópnum okkar hafði nýlega lesið grein í norrænu blaði eða tímariti þar sem því var haldið fram að eitt meginhlutverk CDR- nefndanna væri að koma upp um hómósexual fólk og helst flæma það úr landi. Þessari ásökun var nú pundað á gestgjafa okkar. Fyrstu viðbrögðin virtust staðfesta þá fordóma gagnvart hommum sem greinin fjallaði um, nefndarmenn skelltu sér á lær og sögðu að það þyrfti nú síst af öllu nefndir til að korna upp um homma, þeir væru alls staðar auðþekktir fyrir andfé- lagslega hegðun sína! Nei, CDR- nefndir hefðu annað þarfara að gera en eltast við þá! Síðar kom í ljós að þessi ásökun var tekin alvar- legar en spyrjanda hafði grunað. Hún var tekin fyrir á fundi með fararstjórum norræna hópsins, þar sem einn af yfirmönnum þeirrar stofnunar sem tók á móti okkur andmælti henni af allri þeirri mælsl u sem mörgum Kúbönum er gefin. Já, það gat verið erfitt að komast að öruggri vissu um hlutina með því að spyrja um þá á fundum. Þá var oft eins og ákafinn við að svara Bifreiða eigendur Chrysler Plymouth Dodge þjónusta NISSAN DATSUN TALBOT Simca Talbot Horizon þjónusta Og nú höfum við tekið að okkur þjónustu á Datsun Nissan fyrir Ingvar Helgason. Við önnumst m.a.: - Mótorstillingar í fullkomustu tækjum - Ljósastillingar - Sjálfskiptingaviögeröir - Boddyviögeröir - Almennar viögerðir Varahlutir ávallt til á staönum. Bifreiðaverkstæöi í - alfaraleið. Reyniö viöskiptin. Bifreiðaverkstæði Þórðar Sigurðssonar Ármúla 36 - Sími 84363. bæri málefnið ofurliði og allt drukknaði í mælsku. Vænlegra var að spyrja einn og einn, eftir því sem málakunnáttan leyfði. Við þótt- umst þannig komast að því eftir á að margir hommar hefðu verið viðriðnir alls konar smáglæpastarf- semi sem viðgekkst í kringum Bandaríkjamenn á Havana fyrir byltingu (vafalaust af því að þeir voru að einhverju leyti útskúfaðir meðal landa sinna). Því hefðu þeir verið illa séðir lengi eftir byltingu og væru sjálfsagt enn. Þó bar heim- ildum saman um að það væri mesta fjarstæða að hommar þrifust ekki á Kúbu. F élagsmálastofnanir fólksins En áfram með CDR-nefndirnar. Þær reyndust hafa mjög víðtækt starfssvið, og meðal annars reyna þær að leysa hvers konar vandamál sem koma upp innan hverfisins og í samskiptum fólks við skóla og aðrar opinberar stofnanir. Ef ung- lingur hættir t.d. að mæta í skóla fer menntunarritari nefndarinnar á stúfana, hefur samband við heimil- ið og skólann og reynir að komast að því hvað valdi og hvernig megi bæta úr. Ef einhver í hverfinu lendir í fangelsi fylgist viðkomandi nefnd með fjölskyldunni á meðan og hjálpar svo til við að aðlaga hinn brotlega að samfélaginu þegar hann er kominn út aftur. Okkur var sagt að allir íbúar blokkanna tveggja sem tilheyrðu okkar nefnd væru félagar í henni. Þetta er því engin nefnd í okkar skilningi held- ur eitt allsherjar velferðarþjóðfé- lag íbúanna. Margur íslendingur mundi líklega kalla starf nefnd- anna mikla hnýsni um einkahagi. En þá verðum við að taka tvennt með í reikninginn. Annað er það að Kúbanir eru fátækari en við, þannig að félagsleg hjálp er þeim ennþá mikilvægari. Hitt er það að við mættum kannski að ósekju láta okkur meira varða líf samborgara okkar. Það gæti til dæmis verið minni þörf fyrir kvennaathvarf ef fulltrúar CDR væru alltaf tilbúnir að snúast við hverjum heimils- vanda. Það má segja að hinn almenni borgari sem starfar í CDR-nefnd hafi áhrif á flesta þættr sem snerta hans daglega líf, svo sem skipu- lagningu umhverfisins, menntun, heilsugæslu, félagsaðstoð. Það er því engin stofnun niðri í bæ, engin Félagsmálastofnun, sem sér um að leysa vandamálin, heldur fólkið sjálft. Þó hafa nefndirnar mögu- leika á að ráða sér starfsmenn með sérmenntun og leita til sérfræð- inga. Kúbanirnir voru duglegir við að hella yfir okkur upplýsingum og svara spurningum. En það var ekki fyrr en heim var komið að við gát- um melt þetta í ró og næði, og þá vöknuðu heilmargar spurningar sem leita á mig enn við þessi skrif. En þá er bara að fara aftur og sjá meira og spyrja um fleira. Því ég er viss um að á þessu sviði getum við lært heilmargt af Kúbönum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.