Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. mars 1983 Kirkjugluggarnir í Bústaðakirkju eru langt komnir. Ljósm.: Atli. Myndlistarmenn vinna verk sín í kyrrþey, en kringum suma ríkir enn meiri þögn en aðra. Það eru þeirsem vartsjástí myndlistarsölum og því koma verk þeirra sjaldan fyrir sjónir almennings. Þeir eru þó engu ómerkari en hinir sem tíðum sjást á síðum dagblaðanna eða sjónvarpsskjánum. Gæði myndlistar eru enda engan veginn í réttu hlutfalli við umfjöllun í fjölmiðlum. Einn hinna hæglátu listamanna er Leifur Breiðfjörð glerlistarmaður, hönnuður steindra glugga. Það hefur verið lítið fjaðrafok kringum manninn, þó svo hann verðskuldi meiri athygli fyrir merkan árangur, fyrst hér heima en nú síðast erlendis. / í hinu virðulega skoska blaði „The Scotsman" birtist á dögunum stór grein eftir Sally Magnússon um Leif Breiðfjörð. Greinin var samin í tilefni af sigri Leifs í alþjóðlegri samkeppni um skreytingu aðalgluggans í St. Giles í Edinborg, en svo heitir móðir allra skoskra kirkna. Hún er gotnesk frá 14. og 15. öld og stendur við enda High Street og eina elstu og merkustu götu borgarinnar The Royal Mile, konunglegu míluna sem tengir hana við Edinborgarkastala. Grein Sallyjar ber yfirskriftina „Raising his glass to Robert Burns". Glugganum er ætlað að vera minnisvarði um hið fræga skoska ljóðskáld sem er þjóð sinni jafnkær og Jónas er okkur, þeirra „góða listaskáld“. Enda er glugginn engin smásmíði; fimm metra breiður og tíu metra hár gnæfir hann yfir kirkjudyrunum á vesturgafli miðskipsins og ber höfuð og herðar yfir aðra glugga byggingarinnar. Glerskreytingin sem fyrir er í þessari veglegu umgjörð er frá ofanverðri 19. öld. Hún er í prerafaelískum stíl þeirra nýgotnesku listamanna sem ætluðu sér undir merkjum Williams Morris að endurreisafornar listhefðir miðalda, á flatneskju breskrar iðnvæðingar. En líkt og tákn þess draums er ásjóna spámannanna tíu orðin litlaus og fölleit, sést vart lengur í birtu sólargeislanna sem þrengja sér innum gluggann. Að vísu má segja prerafaelítunum það til hróss að þeim tókst að blása nýju lífi í kulnaðar glæður ýmissa listiðna, þar á meðal glerlistarinnar. Því er það táknrænt að Leifur skuli byggja verk sitt á grunni þeirra manna sem endurskópu hans eigin svið. Tengslin við þessa forvera haldast náin, því við hliðina á hinu stóra gleri Leifs mun áfram standa minni gluggi gerður af „Hin gömlu kynni gleymast Leifur Breiðfjörð hannar steindan glugga í minningu Robert Burns öndvegismálara Breta og prerafaelíta, Edward Burne-Jones. II Forsendur málsins eru þær að fyrir nokkrum árum var ákveðið að gangast fyrir endurnýjunáSt. Giles ogm.a. varákveðið að skapa kirkjunni nýtt andlit með nýjum aðalglugga. Að þessari ráðagerð stóðu hin ýmsu kirkjuráð og kirkjufélög í Skotlandi auk stjórnar St. Giles og yfirstjórnar fjármála skosku þjóðkirkjunnar. Virkasti aðilinn var þó Burns-vinafélagið, The Bums Federation sem sveið mjög hve lítt Skotar héldu minningu skáldsins á lofti. Bentu þeir á að allt frá 1885, hefði brjóstmynd af Burns prýtt Westminster Abbey, höfuðkirkju Lundúna. Þá hefði Krýningarhirðkirkja Skotlands í Covent Garden, einnigí Lundúnum, látið reisa glugga honum til heiðurs árið 1960. Sótti vinafélagið fast eftir að fá vesturgluggann í St. Giles og bauð fram 25000 Sterlingspund til verksins. Síðan hefur upphæðin hækkað um 5000 pund, m.a. vegna styrkja frá skoska listráðinu. Þessu tilboði var tekið og 30 listamenn frá Bretlandseyjum og öðrum löndum sendu inn tillögur sínar að væntanlegum glugga til heiðurs Burns. En öllum tillögunum var hafnað af dómnefnd sem skipuð var þremur mikilsmetnum mönnum. David Daiches 1 prófessor í skoskum bókmenntum, Patrick Reyntiens enskur glerskurðarmeistari og um tíma kennari Leifs og Revel Oddy aðalsafnvörður lista og fornleifa við Konunglega skoska safnið, töldu best að leita til fámenns hóps viðurkenndra glerlistarmanna, þar eð fyrri tillögur væru ófullnægjandi. Um þetta leyti vildi svo til að Leifur Breiðfjörð var staddur í Edinborg, þar sem hann hélt fyrirlestra við Listaháskólann. Var stungið upp á honum sem einum væntanlegra fulltrúa, en hinir voru fjórir Bretar, þrír Þjóðverjar ogeinn Frakki. III Þetta var árið 1981 og það var ekki fyrr en Settur samán einn glugginn sem á að fara í Bústaðakirkju. Ljósm.: Atli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.