Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. mars 1983 Tvær Segja má að árið 1967 hafi orðið stefnubreyting í skákmennt íslend- inga. Þá réðst ritstjóri og útgefandi tímaritsins Skákar í það verk að gefa út hina víðfrægu bók Sovét- mannsins Romanovskí, Fléttan. Ekki var það í fyrsta sinn sem skákbók hafði verið íslenskuð, reyndar höfðu þeir Friðrik Ólafs- son og Ingvar Asmundsson einum áratug áður skrifað bókina Lærið að tefla og fleiri bækur í sama dúr höfðu komið út. Betri skákmenn höfðu þó orðið að leita í erlendar fræðibækur til að auka við þekk- ingu sína, skákbókaútgáfan var í raun handahófskennd og fylgdi engum sérstökum markmiðum. Með Fléttunni var markað upphaf að reglulegri skákbókaútgáfu hér á landi og síðan þá hafa skákbækurn- ar orðið 17 talsins, ef með í dæmið eru tekin innbundin mótblöð frá Reykjavíkurskákmótunum, svo og einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík 1972, einvígi Spasskís og Horts í Reykjavík 1977. Fléttan hefur orðið þeim sem þessar línur ritar umhugsunarefni, ekki síst fyrir þá sök að greindir menn vöru fljótt eftir útgáfu henn- ar komnir með þá skýringu að bet- ur hefði verið hætt við útgáfu, held- ur en að senda bókina á markað í umgjörð hennar. Bókinni var ýmislegt fundið til foráttu s.s. eins og að þýðingin væri með hreinum ósköpum og annar frágangur eftir því. Vissulega skal vandað til skákbókaútgáfu, en illt hefði verið ef þau ummæli sem þá gullu í eyrum manna hefðu orðið til að letja bókútgefandann Jóhann Þóri til áframhalds á verkefni sínu. Hann er þó þekktur fyrir annað en að leggja árar í bát, ekki laust við að hann herðist við gagnrýnisradd- ir og í lok árs 1982, nánar tiltekið um jólaleytið sendi tímaritið Skák frá sér tvær bækur, Besti leikurinn eftir Tékkana Hort og Jansa og svo Skákdæmi og tafllok, en þar er samankomiö í eina bók flest af því besta sem sovéskir skákdæmahöf- undar hafa samið í eina öld eða DrEMI OG l.\IT LOK.. svo. Ekki þori ég að veðja að þess- ar tvær nýútkomnu bækur séu betri að innihaldi en Fléttan, því satt best að segja er Fléttan að efni hreint meistaraverk og mikið er tapað fyrir unga og efnilega skák- menn í dag ef þeir hafa ekki lesið þá bók. Hitt er vert að benda á, að þeir sem standa að útgáfu Skák- dæma og taflloka nú eru til muna sjóaðri í útgáfustarfsemi af ýmsum toga en þeir sem í krafti feikilegs áhuga sendu Fléttuna á markað um jólaleytið 1967. En hvernig hefur tekist til nú? . Fyrir um það bil tveim árum sett- ist Arni Bergmann ritstjóri niður og hóf glímu sína við þunglama- legan texta hinnar rússnesku bókar. Hans beið erfitt verkefni þar sem hingað til hafa íslendingar haft nánari kynni af öðrum til- brigðum skákarinnar en skákdæm- um og þrautum. Hefur það m.a. komið fram í heldur fáfengilegum íslenskum fræðiheitum um þessi mál. Menn hafa hingað til notað orðin skákdæmi og tafllok sem eitt og sama hugtakið, en bókin gefur ástæður fyrir því að greinarmun skuli gera á örðunum. Höfundur formála Guðmundur Arnlaugsson gerir þetta að umtals- skákbækur VHort V Jansa TOCTT LEIKUBINN efni og gerir kaflaskiptingu bókar- innar nokkur skil. I átta köflum bókarinnar geta menn fundið vandaða umfjöllun um höfuðsnill- inga skákdæmagerðar þá Kasparj- an og Trotskí. Verk þeirra er skýrt með þeirra bestu dæmum sem eru stílhrein og áferðarfalleg, einföld í uppbyggingu og úrlausn en svo ó- trúlega vönduð smíð áð undrum sætir. Það hvarflar að manni að þessir snillingar hafi fengið tíma til að vinna sitt verk og þá um leið að í Sovétríkjunum sé litið á skák- dæmagerð sem sjálfstæða listgrein. Svo mun vera. Þegar köflunum um Kasparjan og Trotskí sleppir tekur við um- fjöllun sovésku höfundanna um seinni tíma vinnu skákdæmahöf- unda. Mörg verk þeirra eru stór- kostleg að gerð eins og t.a.m. dæmi eftir Pauli nokkurn og er sýnt á bls. 99. Flestir þeir sem ég þekki hafa gefist upp á dæminu með þeim orðum að á því finnist ekki lausn, það hljóti að vera gallað. Betri meðmæli fá skákdæmi ekki! Þau dæmi sem gerð eru á síðari árum eiga það sameiginlegt að vera flókin í allri gerð, taflmennirnir all- ir í einum hrærigraut og get ég á vissan hátt verið sammála Guð- mundir Arnlaugssyni, sem gefið hefur skákdæmum meiri gaum en flestir aðrir er skrifa í blöð, að hin fáliðaðri dæmi séu stílhreinni og lausn þeirra oft áferðarfallegri. Áðurnefnt dæmi eftir Pauli sker sig úr hvað aldur varðar og er frá árinu 1912 á meðan flest hin dæmin í þessum kafla eru til muna yngri. í viðauka eru orðskýringar þar sem mörg nýyrði þýðandans Árna Bergmanns eru skýrð. Ég sakna þess að hið ágæta orð línurof skuli ekki hafa ratað inn í þessa bók en e.t.v. er það of almenns eðlis. Tví- burar, fyrirmyndartvíburar, kam- eljón, þetta eru orð þung í vöfum sem textinn er á frummálinu. Um tök Árna á efninu þarf eng- inn að efast. Hann er að sönnu þekktur fyrir flest annað en afrek sín á skákborðinu, en sannar fjöl- hæfni sína með vandaðri vinnu. Bókin er snyrtileg í öllum frágangi, þýðanda og annarra aðstandenda til sóma. Að því leyti er hún sérlega gott framlag, að þetta mun vera í fyrsta sinn sem hún birtist í örðum en rússneskum búningi. Besti leikurinn Hin bókin, Besti leikurinn, eftir Tékkana Hort og Hansa er tilvalin bók fyrir þá sem vilja auka við skákstyrk sinn og sérlega vel fallin til þjálfunar. Þarna eru um 200 stöðumyndir, skákmaðurinn getur gefið sér 10 mínútur á klukkuna, skrifað niður á blað þann leik sem að hans mati er bestur og á næstu blaðsíðu er lausnin. Dæmin eru tekin úr skákum höfunda og þau eru síst of létt. Oft á tíðum þurfa menn að taka á öllu sínu til að finna besta leikinn. Bragi Halldórsson ís- lenskaði úr ensku og fórst það vel úr hendi enda vanur að sýsla með skáktexta. Hvað frágang varðar þá er sá galli á, að kápuhönnuður virðist hafa gleymt þeirri reglu sem segir, að hvítur reitur skuli ávallt vera á hægri hlið. -hól. I Afmælis- fundur- AA-sam- takanna Islensku AA-samtökin voru stofnuð á föstudaginn langa árið 1954 og munu því halda upp á 29 ára afmæli á þessu ári. AA- samtökin er félagsskapur karla og kvenna, sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir, svo að þau megi leysa sameiginlega vandamál sitt og séu fær um að hjálpa öðrum til að losna frá áfengisbölinu. Til þess að gerast AA-félagi þarf aðeins eitt: LÖNGUN TIL AÐ HÆTTA AÐ DREKKA. Nú eru starfandi 133 AA-deildir á íslandi og 2 íslensku-mælandi er- lendis, sem hver um sig heldur a.m.k. einnfundíviku. Þessafundi sækja allt frá 10-15 manns og upp í 150 manns. Upplýsingar um fundi og fundarstaði er hægt að fá á skrif- stofu AA-samtakanna í Reykja- vík, Tjarnargötu 5, sími 12010. Hún er opin frá 1-5 e.h. alla virka daga. Afmælisfundur AA verður hald- inn föstudaginn langa, 1. apríl í Háskólabíói og hefst hann klukkan níu. Þar koma fram ýmsir AA- félagar og einnig koma fram gestir fra Ál-Anon og Al-Ateen samtök- unum. Kaffiveitingar verða eftir fundinn. sunnudagskrossgátan Nr. 365 J 3 s~ (d 71 7 2 9 (& /o 11 3 £ UL 13 V (5 3 iv- /s~ /3 9 9 /3 )i (o 9 / 10 V <7 / >2 /Ö /9 20 )(, Zl 1 22 Jlo >7- /3 /3 l (p >r 22 23 <o 1 rr s? J3 e í>~ 10 23 <2 2/ // /S~ 21 6 io nr 21 zz <2 zr >7- Zz /o 23 <2 13 20 27- 2Z y ~n~ 2T~ 2Z 2/ V /2. V l 9 10 10 2$ 23 Í? (o /o /o V 23 (r T' s Zl (o zo >r $ 17- S~ ) 20 JT~ 20 y 17- 9 22 V 21 2 i 6" V 2 T~ 32 17- 20 )0 rr~ V zz 23 10 23 /3 lo <2 /3 2 *0 <2 3 23 Z) 21 23 3 <2 JZ )0 // 23 $2 23 >3~ / >T 2 7- tV 20 sr 3 C2 23 V 2.0 2Í 20 3? 9 20 AÁBDÐEÉFGHlfJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá kunnugt örnefni. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „krossgáta nr. 365”. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaun verða send til vinningshafa. )é> 13 3/ M 15 25 // 3 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnr er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgur orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur aldrei a komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 361 hlaut Arndís Þorgeirsdótt- ir, Lambastaðabraut 4, Sel- tjarnarnesi. Þau eru bókin Skíðakapp fyrr og nú eftir Har- ald Sigurðsson. Lausnarorðið var Lómagnúpur. Verðlaunin að þessu sinni eru bókin Hrakfallabálkurinn eftir Einar Braga sem Iðunn gaf út. HRAKFALLA BÁLKURINN IDUNN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.