Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. mars 1983 Þau skipa G-LISTANN 1. Svavar Gestsson f. 26.6. '44, alþingismaðurog ráðherra, Drápuhlíð 5. Svavar lauk stúdentsprófi 1964, var starfsmaöur Þjóðviljans, Alþýðubandalagsins og Samtaka hernámsandstæðinga 1964-1968 og varaborgarfulltrúi í Reykjavík 1966- 1974. Svavar starfaði við Þjóðviljann frá 1968 og var ritstjóri frá 1971 -1978. Hann var kjörinn á þing 1978, var viðskiptaráðherra 1978-1979 og félags- og heilbrigðisráðherra frá 1980. Svavar - er formaður Alþýðubandalagsins. 2. Guðmundur J. Gu&mundsson f. 22.1. '27, alþingismaður, Fremristekk 2. Guðmundur hefur um árabil setið í stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og var varaformaður félagsins frá 1961 til 1982 er hann tók við formennsku ífélaginu. Guðmundur hefurveriðformaður Verkamannasambands íslands frá 1976. Hann var kjörinn á þing 1979. 3. Gu&rún Helgadóttir f. 3.9. '35, alþingismaður, Skaftahlíð22. Guðrún var ritari rektors í Menntaskólanum I Reykjavík 1957- 1967 ogdeildarstjóri ÍTryggingastofnun ríkisinsfrá 1973-1980. Guðrúnvar borgarfulltrúi í Reykjavík 1978-1982 og var kjörin á þing 1979. Hún hefur skrifað sjö vinsælar barnabækur og leikrit. Guðrún er ritari Alþýðubandalagsins. 5. Grétar Þorsteinsson f. 20.10.'40, formaður T résmiðafélags Reykjavíkur, Brekkustig 5. Grétar starfaðiviðtrésmíðarfrá 1962 þartil hann hóf störf hjáTrésmiðafélaginu 1978. Hann var kjörinn formaður félagsins í mars 1978 en áður hafði hann verið varaformaður í fjögur ár og átt sæti í stjórn og trúnaðarráði félagsins og framkvæmdastjórn Sambands byggingarmanna. Hann hefurstarfað mikið með bindindishreyfingunni. 6. Gu&rún Hallgrímsdóttir f. 5.11 .'41, deildarstjóri, Fálkagötu 19. Guðrún er matvælaverkfræðingur að menntog starfarnú i iðnaðarráðuneytinu. Hún starfaði áður sem verkfræðingur hjá búvörudeild SlS. Guðrún vann um tíma sem fulltrúi hjá Iðnþróunarstofnun SÞI Vínarborg. Guðrún hefur verið stjórnarformaður Iðntæknistofnunar Islands frá árinu 1980. Hún hefur starfað mikið að jafnréttismálum, m.a. í Rauðsokkahreyfingunni. Hún hefur veriðvaraþingmaðurfrá 1979. 7. Margrét S. Björnsdóttir f. 1.7. '48, kennari, Miðstræti 5. Margrét lauk magisterprófi í þjóðfélagsfræðum í Þýskalandi 1975. Hún hefurverið kennari við Fjölbrautaskólann í Breiöholti frá 1976 og er deildarstjóri félagsgreinadeildar. Hún átti sæti ístjórn Hins íslenska kennarafélags 1980- 1982. Margrét var formaður ABR1980- 1981, og fulltrúi í æskulýðsráði Reykjavíklur 1978-1982. Margrét er varamaður í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins. 9. Arnór Pétursson f. 14.11 .'49, fulltrúi hjá T ryggingastofnun ríkisins, Stífluseli 2. Arnór starfaði sem stýrimaðurframtilársins 1971 og hjá Tryggingastofnunfrá 1974. Hann hefur tekið mikinn þátt í starfi Sjálfsbjargar og veriö formaður Iþróttafélags fatlaðra frá stofnun þess 1974. Arnór er margfaldur Islandsmeistari í lyftingum. Hann er fulltrúi BSRB í nefnd á vegum ríkisstjórnarinnarum atvinnumál fatlaðra. 10. Ragna Ólafsdóttir f. 7.5.'44, kennari, Tómasarhaga 12. Ragna lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Islands 1968 og hef ur síðan kennt við Melaskólann. Hún sat I stjórn Sambands grunnskólakennara 1976-1980 en var kjörin formaður Kennarafélags Reykjavíkur 1981, þegar kennarafélögin voru sameinuö í KFR. Ragna á sæti í samninganefnd Kennarasambands Islands og er varamaðurí stjórn og samninganefnd BSRB. 11. HallgrímurG. Magnússon f. 19.4.'55, húsgagnasmiður, Spóahólum 8. Hallgrímur tók virkan þátt í starfi Iðnnemasambands islands þartil hann lauk námi í húsgagnasmíði 1980, og var formaður INSÍ1977-1978 og framkvæmdastjóri Félagsmálaskóla INSl 1978-1979. Hallgrimur var kjörinn formaður Sveinafélags húsgagnasmiða 1981 og var ráðinn starfsmaður félagsins í ársbyrjun 1982. Hann átti sæti í framkvæmdastjórn Sambands byggingarmanna. 13. Sigrún Valbergsdóttir f. 21.2.'48, leikari, Ránargötu 20. Sigrún lauk stúdentspróf i frá Verslunarskólanum 1968 og útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1970. Næstu 8 árin var hún i Þýskalandi við nám í leikhúsf ræðum I Köln og vann einnig við Háskólann í Aachen. Frá 1978 hefur hún unniö við dagskrárgerð fyrir útvarp, kennt við Leiklistarskóla Islands og unnið við leiklist víða um land. Hún var leikhússtjóri Alþýðuleikhússins 1980-1982 og er nú nýráðin framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga. 14. Þráinn Bertelsson f. 30.11 '44, kvikmyndagerðarmaður, Klapparstíg 42. Þráinn lagði stund á heimspeki- og sálfræðinám í Dublin, starfaði við blaðamennsku og kenndi við Þelamerkurskóla 3 vetur áður en hann sneri sér að kvikmyndagerð. Hann lærði leikstjórn fyrir sjónvarp og kvikmyndir við Dramatiska I nstitutet 1974-1976 og hef- ur síðan verið dagskrárgerðarmaður hjá sjónvarpinu og starfað sjálfstætt við kvikmyndagerð. Hann leikstýrði kvik- myndinni „Jón Oddurog Jón Bjarni" og vinnur nú að gerö myndar sem ber heitið „Nýtt líf“. Þráinn hefur skrifað 4 skáld- sögur og gert þætti fyrir útvarpið. 15. JónReykdal f. 14.1 .'45, myndlistarmaður, Vesturbergi 60. Jón stundaði myndlistarnám í Reykjavík, Amsterdam og Stokkhólmi á árunum 1962-1972. Frá því ári hefur hann verið kennari við Myndlista- og handíðaskólann. Jón á sæti I stjórn Norrænu myndlistamiðstövarinnar í Sveaborg í Helsinki, og hefur verið fulltrúi myndlistarmanna í stjórn Kjarvalsstaða frá 1978. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga, einkum á grafík heima og erlendis. Jón hélt einkasýningu í Norræna húsinu árið 1980. 17. Ragnar A. Þórsson f. 28.7.'58 í Berlín, verkamaður, Starhaga 14. Ragnar hefur stundað almenna verkamannavinnu undanfarin áren hefur nú um tíma verið starfsmaður Alþýðubandalagsins, fyrst Laga- og skipulagsnefndar flokksins og nú kosningastjórnar. Ragnar á sæti í stjórn Æskulýðfylkingar Alþýðubandalagsins. 18. Esther Jónsdóttir f. 30.9.'30, varaformaður Sóknar, Grýtubakka4. Estherhefurunniðýmis verkakvennastörf fra 14 ára aldri, m.a. í 17 ár á Ellihemilinu Grund. Esther hefur verið i stjórn og varastjórn Starfsmannafélagsins Sóknar frá 1967 og varaformaður félagsins frá 1975. Hún starfar nú á skrifstofu Sóknar. 19. Þorsteinn Blöndal f. 5.8.'46, yfirlæknir, Hávallagötu 13. ÞorsteinnerstúdentfráM.R. 1966 og lauk læknaprófi frá Háskóla (slands 1973. Hann stundaði framhaldsnám í lungnalækningum og lauk doktorsprófi í þeirri grein frá Háskólanum í Uppsölum 1982. Þorsteinn er yfirlæknir við Lungna- og berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkurog sérfræðingurvið Lyflæknisdeild Landspítalans frá síðustu áramótum. 21. Silja A&alsteinsdóttir f. 31.10. '43, bókmenntafræðingur, Hrísateigi 34. Silja lauk BA prófi í íslensku og ensku frá Háskóla fslands 1968 og cand. mag. prófi í íslenskum bókmenntum árið 1974. Hún hefur verið stundakennari við Háskóla Islands og þýtt fjölda barnabóka. Árið 1981 kom út bók hennar um íslenskar barnabókmenntir. Silja er annar tveggja ritstjóra Timarits Máls og menningar. 22. Hallgrímur Gu&mundsson f. 2.7.'48, stjórnmálafræðingur, Birkimel 10 A. HallgrímurlaukBAprófií stjórnmálafræðum frá Háskóla íslands 1975 og stundaði framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu í Manchester 1975-1979. Hallgrímurvarístjórn Stúdentafélags Islands 1971 og varaformaður Æskulýðssambands íslands 1973-1974. Hann hefur um nokkurtskeiðátt sæti í stjórn Torfusam- takanna og er nú formaður þeirra. 23. Steinn Halldórsson f. 3.6. '49, verslunarmaður, Hraunbæ 156. Steinn er gagnfræðingur að mennt og hefur lengst af stundað verslunarstörf i Borgarfelli. Hann hefur starfað mikið innan knattspyrnuhreyfingarinnar, var formaður Knattspyrnudeildar Fylkis 1973-1980, átti sæti í stjórn Knattspyrnusambands (slands um tima og hefur átt sæti í stjórn Knattspyrnuráðs Reykjavíkurfrá 1973.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.