Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 31. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Vigfús Árnason, kennari Kveðja frá Iðnskólanum í Reykjavík Vigfús Árnason var kennari í hárskurði við Iðnskólann í Reykja- vík frá ársbyrjun 1969 og nú síðustu árin deildarstjóri í þeirri grein. Hann var eins og sönnum rakara sæmir ekki einungis meistari í sinni grein heldur meistari í mannlegum samskiptum bæði til orðs og æðis. Vigfús var í senn einstaklega skapgóður, kíminn og jákvæður. Þessir eiginleikar nutu sín vel í kennarastarfinu og leiddu til góðs samstarfs við nemendur, sveina og meistara í greininni. Við samstarfsmenn Vigfúsar vissum að hann átti við langvarandi veikindi að stríða. Hann var þó ein- att glaður og reifur. Þannig munum við hann mörg úr góðum fagnaði skömmu áður en1 hann veiktist hinsta sinni. Skólinn þakkar honum farsæl störf og vottar eiginkonu og ætt- ingjum samúð sína. Ingvar Ásmundsson Styrktarfélag vangefinna 25 ára: Hyggur á húsbyggmgu fyrir sambýli Hinn 23. mars sl. voru 25 ár liðin frá stofnun Styrktarfélags vangef- inna, en það var stofnað í Kirkju- bæ, félagsheimili Oháða safnaðar- ins, og voru stofnendur þess um 120. Aðdragandinn að stofnun fé- lagsins var sá, að þann 10. febr. 1958 kom fámennur hópur áhuga- fólks um málefni vangefinna saman til þess að ræða um úrbætur í þessum efnum og hugsanlega fé- lagsstofnun. Niðurstaða þessa fundar, og annarra, sem á eftirfóru varð sú, að stórt átak þyrfti að gera til þess að bæta hag vangefinna hér- lendis og um það átak þyrftu aðstandendur og áhugafólk að sameinast til þess að ýta við ráða- mönnum. Félagsstofnuninni var þegar í upphafi tekið mjög vel. Fjöldi fólks kom til starfa fyrir félagið og áhugi á framgangi þess mjög mikill. Til marks um dugnað þeirra, sem þama ruddu baut er það, að fyrsta dagheimili félagsins, Lyngás við. Safamýri, tók til starfa í júní 1961 en þegar á stofnárinu hafði félagið tekið á leigu húsnæði fyrir leik- skóla fyrir vangefin börn í borg- inni. Féiagið rekur nú þrjú dagvistar- heimili í eigin húsnæði, Lyngás, Bjarkarás og Lækjarás og dvelja um 100 vistmenn á þessum stofn- unum. Þá á félagið og rekur tvö sambýli þar sem búa 16 manns og þriðja sambýli félagsins tekur til starfa fyrri hluta þessa árs. Árið 1981 var stofnsettur vern- daður vinnustaður, Ás, í húsnæði Læjaráss. Þar starfa 13-14 manns við ýmiss konar framleiðslu. Mjög er brýnt að vinnustofan komist sem fyrst í stærra og hentugra húsnæði, en vöntun á vernduðum vinnustöð- um fyrir öryrkja hér í borg er til- finnanlegur. Þá á félagið sumarbústað á Kjal- arnesi og þar dvelja margir vist- menn af hinum ýmsu stofnunum í Reykjavík og nágrenni á hverju sumri. Nú, í tengslum við 25 ára afmæl- ið, var tekin fyrsta skólfustunga að 4 raðhúsum, en þar hyggst félagið koma upp sambýlum og skamm- tímaheimili fyrir vangefna. Reykjavíkurborg úthlutaði fé- laginu þessum lóðum í lok síðasta árs og gaf eftir gatnagerðargjöld af húsunum. Skammtímaheimilið verður rekið í samvinnu við Félags- málastofnun borgarinnar og mun bæta úr mjög brýnni þörf á skamm- tímavistun. Núverandi stjórn Styrktarfélags vangefinna skipa: Magnús Krist- insson, formaður, Davíð Kr. Jóns- son, varaformaður, Ragnheiður S. Jónsdóttir, ritari, Árni Jónsson gjaldkeri og Hafliði Hjartarson, meðstj. Framkvæmdastjóri er Tómas Sturlaugsson. _ mi,g Aðalfundur KRON AðaMundur Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1983 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu kl. 14:00, laugardaginn 9. apríl 1983. Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf samkvæmt ákvæðum 18. gr. samþykkta bankans. Aðgöngumiðar að fundinum verða af- hentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Aðalbanka að Lækjargötu 12, 3. hæð, dagana 5. apríl til 8. apríl, að báðum dögum meðtöldum. Reikningar bankans fyrir árið 1982, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja ieggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega 7 dögum fyrirfundinn. Reykjavík, 25. febrúar 1983 Bankaráð IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS HF. Iðnaðarbankinn Lausar stöður Rekstrarhagn- aður 3,1 milj. kr. Aðalfundur Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis var haldinn á Hótel Sögu sunnudag- inn 27. mars. Fundinn sátu um 100 fulltrúar. Fundinum stjórnuðu Sigurður Magnússon og Vilhjálmur Jónsson en fundarritari var Jónas Hólm- steinsson. Ólafur Jónsson, formaður fé- lagsins, og Ingólfur Ólafsson, kaupfélagsstjóri, fluttu skýrslur um rekstur og hag félagsins á liðnu ári. Kom þar m.a. fram, að rekst- ursafkoma félagsins var svipuð og árið áður. Heildarveltan varð 162 miljónir og er það 53% aukning miðað við fyrra ár. Niðurstaða efnahagsreiknings er 102 milj. kr., þar af eigið fé 63%. Rekstrarhagn- aður varð 3,1 miljón. Stærsta verkefni KRON um þessar mundir er undirbúningur að stórversluninni í Holtagörðum, sem áætlað er að opna seinni hluta þessa árs. Úr stjórn áttu að ganga Guð- mundur Ágústsson, Gylfi Kristins- son og Jón Þór Jóhannsson. Guð- mundur gaf ekki kost á sér áfram en í stað hans var Sigurður Magn- ússon kosinn. Þeir Gylfi og Jón Þór voru endurkjörnir. Endur- skoðandi var kjörinn Hrafnkell Björnsson og varaendurskoðandi Sigurður Ármannsson. -mhg Fjórar stöður fulltrúa við embætti ríkisskatú stjóra, rannsóknardeild, eru hér með aug- lýstar lausar til umsóknar frá 15. apríl n.k. Hér er um að ræða tvær stöður löglærðra fulltrúa og tvær stöður þar sem viðskipta- fræðipróf er æskilegt, þótt einnig komi til greina menn með verslunarskólapróf eða samvinnuskólapróf og staðgóða þekkingu og reynslu \, bókhaldi. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skattrannsókn- arstjóra, Skúlagötu 57, Reykjavík, fyrir 11. apríl n.k. Reykjavík 18. mars 1983 Skattrannsóknarstjóri. Tii sýnis Ufandi ungar í báðum búðunum Sjötugur Þriöjudaginn 5. apríl verður 70 ára Hilmar H. Grímsson tyrrverandi innheimtumaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. Póstsendum Blómabúðin mis Engihjalla 2 Kaupgarði Kópavogi. Simi 46086. BREIÐHOLTSBLéM Amarbakka 2 Simi 79060. Opið skírdag kl. 8—21 Lokað föstudaginn langa Opið laugardag kl. 8—21 Lokað páskadag Opið annan í páskum kl. 8 -21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.