Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. mars 1983 stjórnmál iWZfi Svavar Tími hinna miklu kosningaloforða genginn í garð: wm Gestsson skrifar Geir ætlar nú að gefa hús- byggjendum 2.500 miljónir! í samstarfsgrundvelli Alþýðubandalags- ins segir: „íbúðir fyrir ungt fóik“ „Næstu fimm árin starfi sérstakur sjóður - „fbúðir fyrir ungt fólk“ - sem fjármagni hóflegt húsnæði fyrir ungt fólk og þá sem eru að tryggja sér húsnæði í fyrsta sinn. Fjármagn sjóðsins komi með auknu fram- lagi lífeyrissjóða, með lögbundinni þátt- töku bankakerfisins í húsnæðislánakerfinu og sérstakri tekjuöflun í þessu skyni“. Jafnframt er í samstarfsgrundvellinum gerð grein fyrir því að Alþýðubandalagið vilji beita sér fyrir nýjum eignarformum þannig að ekki sé aðeins um að velja kaup á húsnæði eða leiguhúsnæði, heldur einnig kaupleiguform, þar sem leigan er jafnframt innborgun á eign ef menn svo kjósa að ák- veðnum tíma liðnum. Þá er gert ráð fyrir því í stefnuskrá Alþýðubandalagsins að hús- næðislán verði greidd út í tvennu lagi en ekki þrennu og loks að verulega verði aukin hlutdeild byggingarsamvinnufélaganna. Þessi atriði sem nefnd eru í stefnuskrá Alþýðubandalagsins kosta um 300 miljónir króna á einu ári og flokkurinn bendir á þrjá möguleika til þess að afla fjárins: 1. lMeð auknum framlögum lífeyris- sjóðanna Þeir eiga nú að kaupa skuldabréf fyrir a.m.k. 40% af ráðstöfunarfé sínu og það hafa flestir þeirra gert. Þó eru tvær undantekningar: Lífeyrissjóður versl- unarmanna, sem heldur vill fjármagna höll verslunarinnar en verkamannabúst- aði, og Lífeyrissjóður starfsmanna Sam- bandsins, sem hefur lagt fé í byggingar- framkvæmdir á vegum SÍS. Alþýðubandalagið er tilbúið til þess að hækka tölu í 45% - ég hef reyndar nefnt 50% -af ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna, en þá verður um leið að setja strangari reglur sem tryggja að allir lífeyris- sjóðirnir leggi fé til þessá húnæðislána- kerfis, en ekki bara sumir. 2. Með lögbundinni hlutdeild bankanna í húsnæðislánum. Þessum tillögum hafa aðrir flokkar en Alþýðubandalagið (og Alþýðuflokkur- inn) hafnað gjörsamlega og bankarnir hafa sett sig þvert á úrbætur af þessu tagi á húsnæðislánakerfinu. 3. Með auknum tekjustofnum fyrir hús- næðislánakerfið, þ.e. með cinhvers kon- ar skattlagningu. Ég hef bent á þann möguleika að afla fjárins með einu söluskattsstigi en það gæfi tekjur í um 300 milj. kr. á einu ári. Þetta eru raunar einu leiðirnar sem til eru til þess að auka fjármuni húsnæðislánakerf- isins. Sá sem ekki vill fara þessar leiðir vill ekki auka lán til húsbyggjenda. Það eru aðeins loddarar sem halda því fram að unnt sé að auka fjármuni húsbyggjenda án þess að leggja um leið skyldur á aðra. Húsbyggjendum duga þess vegna ekki óljós loforð, heldur skýr og ótvíræð, enda byggi þau á nákvæmum tillögum sem unnt er að framkvæma hér og nú, það er tafar- laust. Staðið við fyrirheit í kosningabaráttunni 1979 gáfum við fyrirheit um það að verða við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um endurbætur á húsnæðislánakerfinu. Það var gert í einu og öllu þannig að félagslegar íbúðarbyggingar hafa margfaldast (500 á tveimur árum í staðinn fyrir 800 á 12 árum), verkalýðshreyfingin kýs fulltrúa beint í hús- næðislánastofnunina, útlánakerfið er allt sveigjanlegra en áður og bæst hafa traustari fjármögnunarleiðir en áður. Þannig eru byggingarsjóðirnir nú sterkari en nokkru Enginn á að borga! sinni fyrr. Hitt er ljóst að það dugir ekki til vegna þess að verðtryggingarstefnan - raunvaxtarstefnan - hefur farið illa með húsbyggjendur að það er brýnasta jafnrétt- ismál okkar um þessar mundir að treysta stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaðnum. Eldri kynslóð fékk íbúðir án þes að þurfa að greiða lánin að fullu aftur - verðbólgan hjálpaði þeim - yngri kynslóðir verða að endurgreiða það að fullu sem tekið er að láni. Krafa Alþýðubandalagsins um íbúðir fyrir ungt fólk er krafa um að stíga myndar- legt skref í átt til batnandi lífskjara og um leið krafa um jafnrétti. Margir fá áhuga á húsnæðismálum nú í kosningabaráttunni. Formaður Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra sem skyndilega hefur öðlast áhuga á húsnæðismálum. Hann tók ekki til máls um húsnæðismál á þingi sem þó voru mjög til umræðu á alþingi síðustu þrjú árin. Hann sýndi þessum málum heldur ekki mikinn áhuga þegar hann kom í veg fyrir það ásamt Matthíasi Á. Mathiesen að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar framkvæmdi loforðin Götin í þessu húsi, sem er í byggingu, eru ekki stór miöað við miljarða gatið í hús- næðistillögum Sjálfstæðisflokksins. um félagslegar íbúðarbyggingar sem Geir gaf aftur og aftur. Greinilegt er nú, að Geir hefur verið andvígur þeim fyrirheitum sem hann þó gaf sjálfur og má það verða verka- lýðshreyfingunni nokkurt íhugunarefni þegar sami maður keppist við að sanna sjálfan sig sem næsta forsætisráðherra landsins. Það varð hlutskipti núverandi ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen að efna þau fyrirheit sem ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar hafði gefið en svikið í húsnæðis- málum. Lofar 2.500 miljónum í grein í Morgunblaðinu í gær kemur fram að formaður Sjálfstæðisflokksins hefur skyndilega öðlast þörf fyrir að skýra frá því að hann geri sér grein fyrir því hvað kostar að byggja hús. I grein hans kemur fram eftirfarandi: Að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins að allir fái 80% lán af kostnaðarverði staðal- íbúðar í 42 ár. í greininni segir Geir að núverandi lán séu aðeins 12% af kostnaðar- verði staðalíbúðar. Samkvæmt orðanna hljóðan þarf því að margfalda núverandi útlánagetu Húsnæðisstofnunarinnar til nýrra íbúða með 6.7 (12% verður 80%), en til eldriíbúða með 13.3 (6.0% verður80%), til þess að fá rétta tölu. Éf Geir ætlar að hrinda stefnu Sjálfstæð- isflokksins í framkvæmd - (frá orðum til athafna!) - kostar það ekki minna en um 2.500 miljónir króna, þar sem útlán til ný- bygginga í ár eru áætluð 285 milj. kr., en til eldri íbúða 162 milj. Hér með er því skorað á Geir Hallgrímsson að gera nákvæma grein fyrir því hvernig hann ætlar að ná þessum fjármunum. Það er ekki nóg að segja að markið sé 80%. Það er líka skylda hans að segja nákvæmlega hvernig á að ná því. Allt annað er ómerkileg tilraun til þess að slá ryki í augu kjósenda á síðustu dögum fyrir kosningar - ábyrgðarleysi á samdráttar- tímum. Að vísu gerir Geir Hallgrímsson tilraun til þess að svara þessu í Morgunblaðinu í dag, en þar segir hann meðal annars: „í fyrsta lagi viljum við efla tekjustofna Byggingarsjóðs ríkisins, en núverandi ríkis- stjórn hefur tekið tekjustofna hans eins og launaskátt að meginhluta í almennar þarfir ríkissjóðs". Hækkun ríkisframlags að raungildi Hverjar ætli séu „almennar þarfir ríkis- sjóðs“ aðrar en heilbrigðismál, trygginga- mál, menntamál, félagsmál o.s.frv.? Launaskattur hefur runnið í ríkissjóð að nokkru leyti, en ríkissjóður hefur líka verið látinn tvöfalda framlag sitt til Byggingar- sjóðs ríkisins milli áranna 1982 og 1983 að raungildi. í ár nemur framlag ríkissjóðs til byggingarsjóðanna tveggja nærri 300 milj. kr. Framlagið hefur hækkað um 12% að raungildi frá 1980 til 1983, eða á þeim tíma sem núverandi ríkisstjórn hefur setið við völd. Það er einnig verk núverandi ríkis- stjórnar að tryggja að íbúðalánasjóðirnir eru nú sterkari að eigin fjármagni en nokkru sinni fyrr. Þannig nema eigin tekjur sjóðanna í ár 83% hærri upphæð en í valda- tíð ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar, þ.e. 1977 - að raungildi. Hlutur ríkissjóðs í Byggingarsjóði ríkisins var stóraukinn á þessu ári vegna bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar frá s.l. ári. Þessu vilja stjórn- arandstæðingar gleyma af eðlilegum ástæð- um. Ef Geir Hallgrímsson ætlar þrátt fyrir þessar upplýsingar að halda því fram að hann geti sótt í ríkissjóð 2.500 miljónirnar sem hann lofar nú húsbyggjendum verður hann að ráða því sjálfur, en þá væri fróðlegt að fá upplýst hvað hann ætlar að skera nið- ur í ríkisútgjöldum sem nema alls um 12 miljörðum króna. Áf þessu sem hér hefur verið rakið er ljóst að ávísun Geirs Hallgrímssonar á ríkis- sjóð í þessu sambandi er markleysa. Ekki tíu aura virði En hann hefur fleiri ráð. „í öðru lagi viljum við með frjálsum samningum við lífeyrissjóðina auka þátt- töku þeirra í fjármögnun íbúðabygginga". Hókus, pókus! Er þarna stórfé? Núver- andi ríkisstjórn hefur náð betra samkomu- lagi við lífeyrissjóðina en nokkur ríkis- stjórn. Fjármögnun þeirra í húsnæðislána- kerfinu hefur meira en tvöfaldast frá því sem var í valdatíð ríkisstjórnar Geirs Hall- grímssonar (2.84 sinnum meira en 1977). Samt hafa tveir sjóðir brotist undan merkjum. Alþýðubandalagið er tilbúið til að hækka hlutdeild lífeyrissjóðanna úr 40% í 45%, enda verði tryggt að það sama gangi yfir alla lífeyrissjóði. Núverandi fyrirkomu- lag er hins vegar útilokað til frambúðar, þar sem fjármögnun húsnæðislánanna frá degi til dags er háð sviptingum í stjórnum margra tuga lífeyrissjóða í landinu. Ég væri fyrir mitt leyti jafnvel tilbúinn til þess að fara hærra en í 45%. En þá þarf líka að vera tryggt að jafnt gangi yfir alla lífeyrissjóðina og jafnframt að gerður sé greiðslusamning- ur milli lífeyrissjóðanna og Húsnæðisstofn- unarinnar. Er Geir tilbúinn til þess að lög- binda slíkt fyrirkomulag eða ekki? Ef hann er ekki tilbúinn til þess er fyrirheit hans um fjármagn frá lífeyrissjóðunum ekki tíuaura- virði. Enn segir Geir: „í þriðja lagi gerum við ráð fyrir að sérstakar skattaívilnanir verði veittar þeim einstaklingum sem leggja regl- ulega fé inn á bundna reikninga. Síðan verði sú aukning sparnaðar sem af þessu hlýst, notuð til að standa undir auknum þörfum húsnæðislánakerfisins". Hvað þýðir þetta? Hversu mikla fjár- muni ætlar Geir Hallgrímsson að taka inn í húsnæðislánakerfið með þessum hætti? Hvaðan á það að koma? Frá ríkissjóði - skattaívilnanir? Úr bönkunum? Svarið liggur ekki fyrir - eða er þetta kannski eins og öll hin atriðin, aðeins hjóm, loftbóla, einskis virði? Heldur Geir Hallgrímsson að kjósendur sjái ekki í gegnum svona flug- eídasýningar? Heldur hann að menn átti sig ekki á því að fyrirheit í húsnæðismálum kosta einnig peninga og spurningin er í fyrsta lagi um þaö hvaðan þeir eiga að koma og í öðru lagi hvort til er pólitískur vilji til þess að sækja þessa fjármuni. Allar leiðir Geirs Hallgrímssonar eru því miður skrumið eitt - eins og sýnt hefur ver- ið fram á - nema ein. Sú sem enn er ónefnt á þessum blöðum: Öfundarbyigja „Þótt lán til íbúða í verkamannabústöð- um nemi 90% kostnaðarverðs, njóta þeirra svo fáir, og jafnframt er um svo mikla mis- munun að ræða, þótt tillit sé tekið til efna- hags, að óviðunandi er“. (Leturbreyting mín). Þá liggur það fyrir: Það á að brjóta niður verkamannabústaðina. Um áratugaskeið hafa láglaunafjölskyldurnar í Reykjavík orðið að sætta sig við kjallara og hermanna- bragga. Það var hlutskipti þeirra Reykvík- inga þúsundum saman sem ólust upp hér í borg á valdatíma íhaldsins. Verkalýðshreyfingin barði fram með lang- vinnum verkföllum umbætur í húsnæðis- málum. Framkvæmdanefnd jbyggingaráætl- unar reisti 1250 íbúðir, en borgaryfirvöld gerðu allt sem þau gátu til þess að tefjaþær framkvæmdir. Þegar Geir Hallgrímssón hætti að vera borgarstjóri en varð forsætis- ráðherra gaf hann að vísu loforð um þessar íbúðir eins og áður getur, en þau voru svik- in jafnharðan. Núverandi ríkisstjórn tryggði þessu fólki sem aumast hefur hlut- skipti allra íslendinga í húsnæðismálum íbúðir við þolanlegum kjörum. Nú reynir sjálfur formaður Sjálfstæðisflokksins að reisa bylgju öfhndar I garð þessa fólks með þeim hætti sem hér var vitnað til - hér sé um að ræða óviðunandi mismunun: Þessa kjara bót láglaunafólksins á að rífa niður. Það er hún sem á að standa undir kostnaðinum við loforð Geirs Hallgrímssonar. En jafnvel þó að verkamannabústaðakerfið verði lagt í rúst er ekki unnt að efna fyrirheit um 80% handa öllum. Þess vegna er enn eftir að skýra hvernig á að ná þessum 80%. Hver á að borga? Hvenær á þetta fyrirkomulag að verða til? í upphafi var minnt á okkar tillögur. Þær miðast við um 300 milj. kr. til þess að hækka raunvirði húsnæðislána og til þess að koma til móts við unga fólkið. Þetta eru tillögur sem við ætlum að hrinda í fram- kvæmd hér og nú, strax, því samstarfs- grundvölur okkar verður forsenda viðræðna um stjórnarmyndun af okkar hálfu eftir kosningar. Kjósendur þurfa þess vegna að átta sig á því hvort er vænlegra að hafa skjól í raunsæjum yfirlýsingum Alþýðubandalags- ins eða loftkastala Sjálfstæðisflokksins. Það er spurningin. Svo mega menn gj arnan velta því fyrir sér hvort ábyrgðarlaus málflutningur Geirs Hallgrímssonar er viðeigandi fyrir formann stærsta stjórnmálaflokks landsins nú um þessar mundir, þegar öllu skiptir að vísa leið gegn kreppu og atvinnuleysi. Við slíkar aðstæður er ekki fremur en endranær við hæfi að stjórnmálamenn dreifi i kringum sig ábyrgðarlausum loforðum eins og þeim sem Geir Hallgrímsson hefur sent frá sér og hér hafa verið rakin. Þar stendur ekki steinn yfir steini. Reykjavík 27. mars 1983 Svavar Gestsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.