Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 24
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. mars 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Reykjaneskjördæmi Aðalkosningaskrifstofa í Hafnarfírði Alþýðubandalagið í Reykjaneskjördæmi hefur opnað aðalkosningaskrif- stofu sína í kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar í Skálanum, Strand- götu 41, Hafnarfirði. Laugardaginn 2. apríl og 2. í páskum 14-19. Par er opið alla daga nema íöstudaginn langa og páskadag frá kl. 14- 21.00. Síminn er 52020 Kosningastjóri er Sigríður Þorsteinsdóttir. Félagar og stuðningsmenn, lítið við á skrifstofunni. Ávallt heitt á könnunni. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Norðurlandskjördæmi eystra Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi eystra hefur opnað kosninga- skrifstofu að Eiðsvallagötu 18, Akureyri og verður hún opin fyrst um sinn frá kl. 13.00 og frameftir kvöldi. Kosningastjóri er Heimir Ingimarsson og starfsmenn Geirlaug Sigurjónsdóttir og Helgi Haraldsson. Allt stuðnings- fólk Alþýðubandalagsins er hvatt til að hafa samband við skrifstofuna og helst að líta inn. Starfið er komið í fullan gang og alltaf er heitt á könnunni. Símar skrifstofunnar eru 96-21875 og 25875. Kosningastjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins í Reykjavík er að Hverfisgötu 105. Hún er opin frá 9-22 mánudaga til föstudaga. en 10-19 á laugardögum og 13-19 á sunnu- dögum. Símarnir eru: Kristján Valdimarsson: 17604 og 17500, Arthúr Mort:hens. 18977 og 17500 og Hafsteinn Eggertsson: 17500. Sjálfboðaliðar Sjálfboðaliðar til ýmissa starfa fram að kjördegi, með bíla eða án, - látiö skrá ykkur til starfa sem fyrst í síma 17500. Fram með kokkabækurnar! Sendið okkur kleinur, lummur og pönnukökur í kosningamiðstöðina handa sístarfandi sjálfboðaliðum. Þið sem heima sitjið á mórgnana! Stuðningsmenn, þið sem hafið frían tíma að morgni, svo ekki sé nú talað um ef þið hafið bíl til umráða, látið skrá ykkur til morgunverka í síma 17500 strax. Kosningasjóður Þótt kostnaði við kosningarnar verði haldið í lágmarki kosta þær þó sitt. Kosningasjóð þarf því að efla strax. Tekið er á móti framlögum í sjóðinn að Hverfisgötu 105. Ertu á kjörskrá? Kosningastjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík vekur athygli kjósenda á því að kjörskrá liggur frammi á Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2. Allír stuðningsmenn flokksins eru hvattir til að kanna hvort þeir eru á kjörskrá og athuga jafnframt hvort vinir eða ættingjar, sem styðja flokkinn séu þar líka. Þeir sem ekki eru á kjörskrá eru hvattir til að láta kosningaskrifstofuna að Hverfisgötu 105 símar 11432 og 19792 vita, þannig að kæra megi viðkomandi inn á kjörskrá. Kærufrestur rennur út 8. apríl n.k. Kosningastjórn. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur nú yfir vegna komandi alþingiskosninga. í Reykjavík er kosið í Miðbæjarskólanum. Þjónusta Alþýðubandalagsins vegna utankjörstaðaatkvæðagreiðslu er að Hverfisgötu 105. Umsjónarmaður hennar er Gunnar Gunnarsson. Starfs- menn hennar munu veita aðstoð við kjörsákærur, milligöngu um atkvæða- sendingar og frekari upplýsingar. Símar 11432 og 19792 Stuðningsmenn G-listans athugið Kjósið sem fyrst ef þið verðið ekki heima á kjördag. Kannið hvort stuðningsmenn, sem þið þekkið meðal námsmanna, sjó- manna, ferðafólks, sjúklinga, verði að heiman á kjördag-og látið okkur Ef þið eruð í vafa um hvort einhver stuðningsmaður er á kjörskrá - hringið og við athugum málið. Alþýðubandalagið utankjörfundarskrifstofa Hverfisgötu 105 Bændafundur í Víðihlíð Almennur fundur verður haldinn í Víðihlíð fimmtudaginn 31. mars n.k. (skírdag) og hefst kl. 15:00. Þorvaldur G. Jónsson, bóndi á Guðrúnarstöðum ræðir um stærstu vanda- málin í búskapnum í dag. Jón Viðar Jónmundsson, kennari á Hvanneyri ræðir um skipulagningu framleiðslunnar og nýjar búgreinar. Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga ræðir um raforkuverðið og landbúnaðinn. Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, svarar fyrirspurnum um stjórnmála- viðhorf. Almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ. Alþýðubandalagsfélögin Suðurnesjum Kosningaskrifstofan í Keflavík Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsfélaganna á Suðurnesjum verður að Hafnargötu 17 Keflavík. Opið alla daga frá kl. 14-21.00. Síminn er 1827 Starfsmaður skrifstofunnar er Brynjólfur Sigurðsson. Kjörskrá liggur frammi og öll aðstoð veitt við kjörskrárkærur og utan- kjörfundaatkvæðagreiðslu. Félagar og stuðningsmenn lítið við á skrifstofunni. Guðrún H. Kristín G. Hafnfírðingar - Reyknesingar Opið hús - þriðjudagskvöld Hvert þriðjudagskvöld fram að kosningum verður opið hús að Strandgötu41, Hafnarfirði. Kaffi á könnunni - komið og hittið ýmsa af frambjóðendum G-listans og rabb- ið um starfið fram að kosningum. S.l. þriðjudagskvöld mættu Ólafur Ragnar og Árni Bergmann - en nú er komið að konunum (þó fyrr hefði verið segir kannski einhver). Þriðjudagskvöldið eftir páska (5. apríl) bjóðum við velkomnar Guðrúnu Helgadóttur alþingis- mann og Kristínu Gestsdóttur nema. Guðrún mun flytja stutt ávarp og Kristín lesa upp sjálfvalið efni. Til gamans má geta þess að Kristín lék Bubbu í uppfærslu Leikfélags Hafnarfjarðar á Bubba kóngi fyrir stuttu. Þeir sem sáu sýninguna minnast þess eflaust að leikritinu lauk með því að Bubbi fór til ís- lands. Og reyndar hafa Reykvík- ingar fengið smjörþefinn af því að undanförnu. Stjórn ABH Árshátíð Alþýðubandalagsins Borgarnesi og nærsveitum Verður haldin í félagsheimilinu Valafelli 16. apríl n.k. Nánar auglýst síðar. -f Nefndin. Alþýðubandalagið á Suðurlandi Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi hefur ver- ið opnuð að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Kosningastjóri er Sigurður Björgvins- son. Skrifstofan er opin frá 2-10 alla daga nema föstudaginn langa og páskadag. Símarnir eru 99-2327 og 99-1002. j Félagar, lítið inn og leggið hönd á plóginn. Alþýðubandalagið. Kjördæmisráð AB á Austurlandi Kosningamiðstöðin í Neskaupstað er að Egilsbraut 11, sfmi 7571. Opið daglega frá kl. 13 til 19 og 20 til 22 og um helgar frá 14-17. Kosningaskrifstofan á Egilsstöðum er að Tjarnarlöndum 14, sími 1676. Opin daglega frá kl. 20 til 23.30. Kosningaskrifstofan á Höfn er að Miðgarði, símar 8129 og 8426. Opin á kvöldin og um helgar. Á næstunni verða kosningaskrifstofur opnaðar á fleiri stöðum. Hafið samband við kosningaskrifstofurnar og veitið upplýsingar um stuðnings- menn er verða fjarstaddir á kjördag 23. apríl. Tekið á móti framlögum í kosningasjóð. Kosningastjórn G - listans. Alþýðubandalagið í Kópavogi Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa G-listans í Kópavogi hefur verið opnuð í Þinghól, Hamraborg 11. Kosningastjóri er Friðgeir Baldursson. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin frá kl. 14 til 18. Allt stuðningsfólk Alþýðubandalagsins er hvatt til að hafa samband og helst að líta inn. Aðalsími skrifstofunnar er 41746. Svavar G. Alþýðubandalagið í Reykjavík Spilakvöld á þriðjudag Þriðja og síðasta spilakvöldið í yfir- standandi lotu, verðurhaldiðínýju Flokksmiðstöðinni Hverfisgötu *105, þriðjudaginn 5. apríl n.k. kl. 20.00. Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins rabbar við spila- fólk í kaffihléi. Athugið að allir geta mætt, þótt þeir hafi ekki komið á spilakvöld áður, því veitt eru sérstök verðlaun fyrir hvert kvöld og svo auðvitað aðalverðlaunin sem ljost verður hver hlýtur eftir spilamennskuna á þriðjudagskvöldið. Mætið öll. Spilahópurinn Akranes - Akranes „Það sem við viljum er friður á jörð“. Friðarvaka í Rein á Akra- nesi laugardagskvöld 9. apríl. Hefst vakan kl. 22. Fjölbreytt dagskrá, súkkulaði, rjómi og meðlæti. Aðgangur öllum heimill. Friðarnefndin. Alþýðubandalagið Vesturlandi G-iistinn Aðalskrifstofa Kosningaskrifstofa Alþýðubanda- lagsins í Vesturlandskjördæmi verður í félagsheimilinu Rein á Akranesi. Skrifstofan verður opin næstu daga og um páskana frá kl. 14.00 til 20.00. Símar skrifstofunnar eru (93) 1630 og 2996. Kosningastjórn. Kosningastjórn. Alþýðubandalagsfélagar Greiðið félagsgjöldin Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík minnir þá sem enn skulda gjald- fallin félagsgjöld á útsenda gíróseðla. Stöndum í skilum með félagsgjöldin og eflum þannig starf félagsins. - Stjórn ABR Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Fyrst um sinn verður kosningaskrifstofan opin að Bárugötu 9 milli kl. 17 og 19. Sími 1570. Kaffi á könnunni. - Kosningastjórn. Bændafundur í Varmahlíð Almennur fundur verður haldinn í Miðgarði, Varmahlíð, 4. apríl n.k. (annan í páskum) og hefst kl. 15:30. Þorvaldur G. Jónsson, bóndi á Guðrúnarstöðum ræðir um stærstu vanda- málin í búskapnum í dag. Ingibjörg Hafstað kennari og húsfreyja í Vík ræðir um orkuverðið í dreifbýli. Steingrímur J. Sigfússon jarðfræðingur, Gunnarsstöðum Þistilfirði, ræðir um íslenska atvinnustefnu. Úlfar Sveinsson, bóndi á Ingveldarstöðum, ræðir um nýjar búgreinar í landbúnaði. Þórarinn Magnússon, bóndi á Frostastöðum, ræðir um orku- og stór- iðjumál. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra svarar fyrirspurnum um stjórnmála- viðhorf. Aimennar umræður. Fundurinn er öllum opinn. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Æskulýðsfylking AB: Skírnarhátíð Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins boðar til skírnarhátíðar fimmtudaginn 31. mars að Hverfis- götu 105, 4. hæð kl. 20:30. Margháttuð dagskrá. Fjölbreyttar veitingar. Allir ungir sósíalistar velkomnir. 1. Spurningakeppni. 2. Leyndardómsfulli ræðumaðurinn. 3. ÆF kvartettinn. 4. Sápuópera. 5. Fjöldasöngur og annað fjör. Æskulýðsfyiking Alþýðubandalagsins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.