Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 4
4 SiÐA — ÞJÓÐVILJÍNN Fimmtudagur 31. mars 1983 DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. fþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Pílatusarþvottur • Nú fara páskar í hönd, bænadagar, fermingardagar, skíðadagar og sitthvað fleira. Þótt flestir virðist hafa gleymt því, þá er hin opinbera ástæða þessara helgidaga sú, að þá skal minnst mannssonarins frá Nasaret. Pess sem kvalinn var og deyddur fyrir boðskap sinn. Þessir dagar eru þannig minningardagar píslarvottarins. Þess- ir dagar eru einnig góðir til að minnast þess, að það stoðaði Pílatus lítið að þvo hendur sínar af blóði hins saklausa manns. Sá þvottur fjarlægði ekki sektina. • Fátt höfum við lært. Nú, tæpum 2000 árum síðar er enginn skortur á píslarvottum í henni veröld. Um gjörvallan heiminn er fólk pyntað og líflátið fyrir skoð- anir sínar og boðskap. Og við sem á horfum bregðum þá gj arna fyrir okkur afsökun Pílatusar og þvoum hend- ur okkar af blóði hinna saklausu. Ábyrgðin er annarra. • En á sama hátt og það dugði Pílatusi skammt að þvo hendur sínar getum við ekki firrt okkur ábyrgð á þeim atburðum sem gerast um heim allan í dag. Við getum ekki firrt okkur ábyrgð á atburðum í E1 Salvador eða Afghanistan eða fyrir botni Miðjarðarhafsins. Og ábyrgð okkar á hörmungum stríðs og kúgunar um heim allan er meiri en ella fyrir þá sök, að við tökum þátt í stríðsbandalaginu Nato. Sú ábyrgð verður ekki fj?.r- lægð með neinum Pílatusarþvotti, færðum í búning)al- mennra orða um friðarvilja. eng. Flótti frá raunveruleikanum • Það er undarlegt pólitískt fyrirbæri Bandalags jafn- aðarmanna eða -manns. Hvernig sem reynt er, þá er hvergi hægt að finna málefnaflöt í boðskap bandalags- ins sem taki á þeim vandamálum sem við er að etja í íslensku efnahagslífi nú um stundir. • Hið eina handfasta í tillögum bandalagsins er hin merkilega tillaga um að forsætisráðherra verði kosinn beinni kosningu og fái síðan nánast alræðisvald til að skipa embættismenn, ráð og nefndir, og geti stjórnað óháð því hvernig pólitískir vindar blása inni á Alþingi. En hvaða áhrif þetta hefur til lækkunar á verðbólgu, það er svo annað mál. • Einu mögulegu tengslin sem hægt er að sjá þarna á milli eru þau, að hinn sterki forsætisráðherra geti í krafti alræðisvalds síns barið í gegn mjög harkalegar verðbólguaðgerðir, sem gangi lengra en pólitísk sam- staða gæti náðst um á Alþingi. Ef það er hugmyndin, þá er hitt jafn ljóst, að slíkar aðgerðir verða harkaleg árás á kjör launþega. Enda má benda á, að ef forsætisráð- herra yrði kjörinn í dag eftir aðferð Vilmundar, þá sér undirritaður ekki annan mann líklegri til sigurs í þeirri baráttu en Albert Guðmundsson, efsta mann Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Og sá yrði nú fljótur að munda leiftursóknarbredduna að kosningum loknum. Er þetta draumaveröld bandalagsmanna? Því neitum við að trúa. Miklu líklegra er að tilurð og málatilbún- aður Bandalags jafnaðarmanna sé flótti frá raunveru- leikanum. Draumaveröld þeirra sem missa móðinn þeg- ar á móti blæs. Launafólk getur allavega ekki vænst neins skjóls fyrir vindum kreppunnar í faðmi Vilmund- ar og félaga. eng. Við bíðum enn • Nú er vika liðin sfðan Þjóðviljinn spurði þá leiðtoga annarra stjórnmálaflokka, Geir Hallgrímsson, Stein- grím Hermannsson, Kjartan Jóhannsson og Vilmund Gylfason: Hvaða tillögur hafið þið lagt fram um lækk- un raforkukostnaðar í dreifbýli? Svars er beðið með óþreyju. klippt Vilmundur og herinn Svarthöfði hafði af því á- hyggjur þungar um daginn, að Vilmundur Gylfason væri að svíkja hann í hjartfólgnu máli - ætlaði hann að veiða atkvæði út á það að láta Bandalag sitt leika Íausum hala í herstöðvamálinu. Nú hefur Vilmundur tekið af skarið um þetta mál með ummæl- um á beinni línu hjá Dagblaðsvís- inum. Vilmundur segir- eftir að hafa sagt nokkur falleg orð um að friður og afvopnun séu æskileg, eins og allir gera um þessar mundir: „Við (Bandalag jafnaðar- manna) viljum vera innan þeirra alþjóðlegu stofnana sem við höf- um verið í, þar með er talið Atl- antshafsbandalagið". Um herinn svarar Vilmundur á þessa leið:: „Auðvitað er ég þeirrar skoðunar eins og aðrir fs- lendingar að til þess komi að við þurfum ekki að hafa erlendan her í landinu. En hingað til hefi ég litið svo á að vera hersins væri liður í samstarfi lýðræðisríkja“. Þar með hefur Vilmundur sem fyrr segir tekið af skarið í hermál- um - fyrir sína parta. Að sönnu leyfir hann atkvæðum sínum að hafa einkaviðhorf til hersins, því engan vill Vilmundur styggja að óþörfu. Það er kannski rétt að minna á það, að í þessu efni er Vilmundarflokkurinn ekki ósvip- aður hans gamla Alþýðuflokki - þar hefur alltaf verið leyfilegt að vera á móti herstöðinni prívat og persónulega. Álmálið skiptir ekki máli! Spjall Vilmundar við kjósend- ur í síma var að öðru leyti næsta innihaldslítið. Um álmálið hafði hann til dæmis ekki mikið annað að segja en að sér findist „ekki skynsamlegt, að samningamál við erlenda aðila sé dregið inn í kosn- ingabaráttu“! Satt að segja furðuleg lítilþ- ægni hjá Vilmundi. Svo sannar- lega hafa bæði hann og aðrir þingmenn séð hundrað sinnum minna grand í mat sínum en hina stórfelldu meðgjöf íslendinga með rafmagni til Alusuisse. Enginn munur! Meira að segja sú eftirlætishug- mynd Vilmundar að kjósa skuli forsætisráðherra beinni kosningu er orðin undarlega útþynnt. Orð Vilmundar á beinni línu um þetta mál voru á þesa leið: „Ef forsætisráðherra yrði kos- inn beinni kosningu þá yrði í raun og veru enginn eðlismunur á embættinu frá því sem nú er“. Og ef enginn eðlismunur verð- ur - leyfist þá að spyrja: Til hvers er allur þessi hamagangur? Hvaða læti eru þetta?, spurði Steinn Steinarr. Þingmenn og sérfrœðingar Vilmundur hefur, eins og kunnugt er, haft mjög hátt um það í kosningabaráttunni, að það þurfi að halda þingmönnum sem lengst frá ákvörðunum um fjár- festingar - væntanlega með það í huga að slík mál séu miklu betur komin hjá sérfræðingum. Það er því fróðlegt að skoða eftirfarandi tilsvar Vilmundar um raforku- sölu til álversins í Straumsvík: „Mér finnst í fyrsta lagi að raf- orkuverðið til álversins hafi verið og sé of lágt. En menn verða að gá að því að þegar þessir samn- ingar voru gerðir í upphafi þá bjuggu menn við svolítið villandi upplýsingar. Sérfræðingar héldu að vatnsaflsorka væri að syngja sitt síðasta og kjarnorka væri að taka við. Og við þessar aðstæður hafa menn samið um lægra verð en seinna reyndist rökrétt." f Þetta er mjög merkilegt. Það voru ekki stjórnmálamenn á siðspilltum atkvæðaveiðum sem, að mati Vilmundar sjálfs, höfðu rangt fyrir sér í álmálinu. (Og það má vel minna á það, að til voru þeir stjórnmálamenn, eins og til dæmis Magnús Kjartansson, sem gagnrýndu harðlega álsamning- inn og aðdraganda hans). Nei, það voru hinir sérfróðu - verk- fræðingar og hagfræðingar, sem villtu um fyrir hinum þjóðkjörnu og hvöttu þá til að setja vatnsork- una á útsölu - enda væru síðustu forvöð að gera það! Málin eru þar með farin að snúast í hring fyrir Vilmundi. Enda er mikið af röksemdum hans byggt á þeirri firru, að það séu aðeins sessunautar hans á þingi, sem hafi „hagsmuna" að gæta, þegar ákvarðanir eru tekn- ar um fjárfestingar og fram- kvæmdir. -áb. ocp skoriö —--7- Upplagning flokkanna fjögurra í fréttunum sl. sunnudag spurði fréttamaður útvarpsins Vilmund Gylfason formann Bandalags jafnaðarmanna, hvaða úrræði flokkur hans hefði í verðbólgumálum en svo virtist sem efnahagsmálin væru helsti málaflokkur þessarar kosninga- baráttu: -„Þessi upplagning að þessi kosningabarátta snúist um efna- hagsmál, það er auðvitað upp- lagning flokkanna fjögurra", sagði Vilmundur. Síðan flutti hann sömu þuluna um nauðsyn þess að löggjafarvald og fram- kvæmdavald verði aðskilið. En um efnahagsmálin virðist honum líkt farið og öðrum fram- bjóðanda um annan mikilvægan málaflokk: þetta er ykkar einkamál. Enginn ágreiningur Vilmundur hefur, eins og kunnugt er, haft það að aðalinn- taki málflutnings síns, að hann sé eitthvað allt annað en „gömlu flokkarnir". í því samhengi er fróðlegt að skoða svör Kjartans Jóhannssonar, fyrrum flokksfor- ingja Vilmundar, við því, hver sé máíefnaágreiningur milli Vil- mundar og Alþýðuflokksins. Kjartan svarar: „Ég kannast ekki við að þar hafi verið neinn málefnaágreiningur. Vilmundur ákvað bara að fara sínar eigin götur...Hann hafði ekki komið með neinar tillögur í Alþýðuflokknum sem við neituðum honum að flytja, hann flutti allar þær tillögur sem hann vildi flytja.“ -óg- eng.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.