Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 31. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 27 um helgina Tónleikar SA TT 2. apríl nk._____ Grýlurnar Puppets Tónleikar verða haldnir í Klúbbnum laugard. 2. apríl á vegum SATT frá kl. 21-23.30. Hljómsveitin PUPPETS kem- ur þar fram í fyrsta skipti opinber- lega kl. 21.45. Hljómsveitina skipa: Ásgeir Bragason, Richard Korn, Eiríkur Hauksson og Sig- urgeir Sigmundsson. Kl. 22.45 koma svo Grýlurnar fram. Gálgi til prófunar Vélsmiðja Olsen í Njarðvíkum mun á laugardaginn kl. 10 prófa nýjan gálga sem nota á við að skjóta út björgunarbátum í skipum. Karl Olsen hefur hannað gálgann og hefur hann staðist allar kröfur sem Siglingamálastofnun hefur sett. Björgunarbát verður skotið úr Bergþóru KE-5 og fer athöfnin fram í landshöfnum í Njarðvík. Úr myndaseríu eftir Keystone: „Hrun kirkjunnar“. Andkristileg sýning Á morgun, föstudaginn langa, kl. 14.00 verður opnuð í sýning- arsal súrrealista, Skruggubúð, samsýning 40 súrrealískra lista- manna, þar af 30 erlendra, sýning á andkristilegri list. Að sögn forráðamanna Skruggubúðar er sýning þessi sett upp sem mótvægi við kirkjulista- sýninguna sem nú stendur yfir að Kjarvalsstöðum. Sýningin stendur yfir til 20. apríl og er opin alla virka daga nema mánudaga frá 17-21 og um helgar frá 15-21. íslenskur jarðvegur og steinaldar- músik Sigurður Magnús Sólmundar- son hcldur myndlistarsýningu í félagsheimili Olfusinga í Hvera- gerði dagana 31. mars til 4. apríl nk. Petta er fjórða einkasýning Sigurðar auk nokkurra samsýn- inga. Állar myndirnar eru unnar úr íslenskum jarðvegi svo sem- gosefnum hverasvæða, mislitu grjóti ásamt timbri, járni og ýms- Sýning að Hamraborg 12 Þór Magnússon heldur sýningu á olíumálverkum og teikningum að Hamraborg 12, Kópavogi dag- ana 2. apríl tii 30. apríl. Þór er Vestur-íslendingur og hefur búið hér á iandi síðastliðið ár. Þetta er hans fyrsta sýning á íslandi. Sýning Þórs Magnússonar verður opnuð nk. laugardag kl. eitt og stendur til klukkan níu um kvöldið. Hún verður síðan opin á virkum dögum frá kl. 9-6 og um helgar frá kl. 2-6. Figurativskur expressionismi A morgun kl. 20 opnar Jó- hanna Kristín Yngvadóttir sýn- ingu í Nýlistasafninu Vatnsstíg 3b. Þetta er fyrsta einkasýning hennar. Á sýningunni verða tólf olíumálverk í fígúartívum ex- pressioniskum anda, unnin á undanförnum þremur árum. Jóhanna stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1972 - ’76 og að því loknu fjögurra ára framhaldsnám við Ríkisakademíuna í Amsterdam. Hún hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum og er þar helstar að nefna U.M. sýninguna á Kjarvalsstöðum og Gullströnd- in andar í vetur. Sýningin er opin milli kl. 16 og 22 alla dagana. Henni lýkur 10. apríl. Tónleikar á Borginni Hljómsveitin Þeyr heldur hljómlcika á Hótel Borg á laugardaginn annan apríl frá 9-12. Þeir bera yfirskriftina „Kristnihald undir á- hrifum“. Boðið verður upp á ýmis fleirir skemmtiatriði. Aðgangseyri verður stillt í hóf. um gróðri. Laugardaginn 2. apríl frá kl. 3-5 e.h. verður af og til flutt steinaldarmúsík, leikin á grjót. Flytjendur eru Jón Björgvinsson og Kristrún Gunnarsdóttir, bæði úr Reykjavík. Á sýningunni verða ennfrem- ur til sýnis og sölu handunnir gripir, gerðir úr tré. leiklist íslenska óperan: Ein sýning verður hjá Islensku óper- unni um páskana á óperettunni Mika- dó eftir Gilbert og Sullivan. Sú breyting verður á flutningi þessaar óperettu sem verður 2. páskadag kl. 21.00, að Jón Stefánsson organisti viö Langholt- skirkju m.a. tekur við tónsprotanum af Garðari Cortez. Þetta verður 7. sýn- ingin á Míkadó. Leikfélag Reykjavikur: Skilnaöur Kjartans Ragnarssonar verður sýndur I Iðnó i kvöld en aðrar sýningar verða ekki hjá Leikfélaginu yfir páskahelgina. Næstu sýningar eru á þriðjudags- og miðvikudagskvöld en þá verður nýjasta verkiö, Guðrún eftir Þórunni Sigurðardóttur, sýnt. Þjóðleikhúsið: Silkitromman, hin vinsæla ópera eftir Atla Heimi Sveinsson verður tekin til endursýningar hjá Þjóðleikhúsinu nú um páskana. Fyrsta endursýningin verður í kvöld kl. 20.00 og önnur sýn- ing á annan í páskum á sama tíma. Aöeins verða fimm sýningar á þessu vori á óperunni, en um næstu mán- aðamót fer hópurinn með sýninguna á mikla alþjóðlega leiklistarhátið í Car- acas i Venesúela. Þá verður Lína langsokkur auðvitað á ferðinni i Þjóðleikhúsinu um helgina. Sýnt veröur I dag, skirdag kl. 15.00, og á sama tíma annan í páskum. kirkjuleg verk sem unnin hata veriö á síðustu árum og nærri 30 gamlir kirkju- munir. Langbrók: Hjördís Bergsdóttir opnar sýningu á tauþrykki en þetta er fyrsta einkasýn- ing Hjördisar. Handþrykktar lengjur eða púðar sem hægt er að kaupa eða panta á sýningunni. Listasafn ASÍ: Kristján Guðmundsson og Ólafur Lár- usson sýna skúlptúra, teikningar, bækur og málverk þar sem ævintýrin og sofandi prinsessur eru í aðalhlut- verkum. Listmunahúsið: Samsýning 7 ungra og vel þekktra listamanna. Alls 50 verk á mjög fjöl- breyttri sýningu. Siðasta sýningar- helgi. Norræna húsið: Þeir Arni Ingólfsson, Daði Guðbjörns- son, Helgi Þ. Friðjónsson, Kjartan Óla- son, Kristinn G. Harðarson, Tumi Magnússon og Valgarður Gunnars- son sýna málverk, grafik og teikningar. Þessir myndlistamenn hafa sýnt víöa heima og erlendis undanfarin ár og eru yfirleitt tlokkaðir undir svokallað nýja málverk. (tilefni sýningarinnar gefa þeir félagar út grafíkmöppu í fimmtiu eintökum. Sigríður Gunnarsdóttir sýnir listrænar Ijósmyndir í anddyrinu. myndlist Ásmundarsalur: Fjórir ungir menn hafa tekið sig saman undir nafninu MING til að sýna lista- verk sín um páskana. Þetta eru þeir Magnúz Gezzon, sem sýnir olíumálverk, Ingibjörg V. Friðbjörnsdóttir með málverk, Nanna K. Skúladóttir sýnir olíumálverk og Gunnar Árnason sýnir skúlptúra. Viö opnunina á skirdag kl. 14.00 leikur Ashildur Haraldsdóttir á flautu og Ás- geir Þórhallsson les eitt og annaö úr bókum sinum. Félagsheimili Ölfusinga: Sigurður Magnús Sólmundarson opn- ar sýningu í dag kl. 14.00 i félagshei- mili Hvergerðinga og stendur sýningin til 4. apríl n.k. Allar myndirnar á sýningunni eru unnar úr íslenskum jarðvegi, gosefnum, mis- litu grjóti, timbri og járni. Kaffiveitingar á staðnum. Galleri Djúpið: Ákveðið hefur verið að framlengja málverkasýningu Skúla Ólafssonar sem opnaði þann 26. mars siðastliðinn i Gallerí Lækjartorg. Meiningin var að sýningunni lyki þann 4. apríl næstkom- andi en vegna góðrar aðsóknar verður hún opin til 10. apríl. Þegar hafa sjö myndir selst. Háholt: Hafnarfirði: Sigurður Haukur Lúövígsson sýnir vatnslita og olíumyndir sem allar eru til sölu. Sigurður stundaði nám hjá Finni Jóns- syni listmálara á sínum tima og einnig i málaraskóla Finns Jóhanns Briem. Opið til 17. apríl. Hamraborg 12, Kópavogi: Þór Magnússon sýnir olíumálverk og teikningar frá 2. apríl til 30. Fyrsta einkasýning Þórs sem er V- (slendingur. Hallgrimskirkja: ( anddyrinu stendur nú yfir sýning á 50 teikningum eftir Barböru Árnason sem unnar e'ru við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Opið frá kl. 16-22. Hásselbý-höllin í Stokkhólmi: . Ef einhver lesenda Þjóðviljans á leið um Stokkhólm næstu vikur, þá getur hann litiö inn í menningarmiðstöðina i Hásselbýhöll þar sem á morgun verö- ur opnuð samsýning 9 islenskra myndlistamnanna undir heitinu Is- lenskt landslag. Kjarvalsstaðir: Geysimerk sýning á islenskri kirkjulist i öllum sölum. Hátt á annað hundrað Nýlistasafnið: Jóhanna Kristín Yngvadóttir opnar sina fyrstu einkasýningu. Hún sýnir 12 olíu- málverk í fígúratívum expreessionisk- um anda unnin á síðustu þremur árum. Stendur til 10. apríl. Rauða húsið Akureyri: Jón Gunnar Árnason opnar sýningu i dag þar sem hann sýnir sambland af málverki og skúlptúr og um leið um- hverfisverk þar sem áhorfandinn gengur inn i verkið sjálft og verður hluti af því. Safnahúsið á Selfossi: 23 félagar i Myndlistarfélagi Ámes- sýslu eru með sölusýningu á verkum sínum, alls 80 talsins. Málverk, vatns- litamyndir, teikningar, skúlptúr, textil og hnýtingar. Opið kl. 14-22. Skruggubúð: Á morgun, föstudaginn langa opna Skruggumenn alþjóðlega andkristi- lega sýningu sem að þeirra sögn er til mótvægis við kirkjusýninguna á Kjarv- alsstöðum. Yfir 20 listamenn sýna, þar af 30 erlendir. tónlist Q4U i Safari Hljómsveitin Q4U mun leika í veitinga- húsinu SAFARI fimmtudaginn 7. apríl n.k. og að öllum likindum verður þá á þeim stað einnig hljómsveitin SONUS FUTURAE. Bræðrafélag Dómkirkjunnar: Kirkjukvöld verður í kvöld, skirdags- kvöld, í umsjá KFUM og K í Dóm.kir- kj.unni. Martin Hunger Friðriksson dómorganisti leikur á orgel. Séra Þórir Stephensen flytur ávarp. Sigurður Pálsson formaður KFUM í Reykjavik flytur erindi: Það byrjaði allt í Dóm.kir- kj.unni. Jóhanna G. Möller syngur ein- söng og Einar Th. Magnússon les úr fösturæðum eftir Friðrik Friðriksson. Dómkirkja Krists konungs: Fimmtudagur, 31. mars, skirdagur, kl. 18 hámessa.Eftir messuna verður hinu alhelga altarissakramenti stillt út á altarið og verður stöðug tilbeiðsla frammi fyrir þvi til miðnættis. Fyrsta altarisganga barna í messunni. Föstudagurinn langi, 1. apríl, kl. 15, krossferillinn og guðsþjónusta. Laugardagur, 2. apríl, kl. 22.30, páska- vaka, um 23.45 hefst biskupsmessa. Sunnudagur, 3. apríl, páskadagur, kl. 10.30 hámessa, kl. 14.00 lágmessa. Mánudagur, 4. april, 2. páskadagur, kl. 10.30 hámessa. Barðstrendingafélagið heldur hóf Barðstrendingafélagið í Rcykjavík hefur haldið fólki, eldra en 60 ára, sem ættað er úr Barðastrandasýsluni eða hefur haft þar langa búsetu, samsæti á skírdag. Þessi sanikoma verður í Dom- us Medica við Egilsgötu, fimmtu- daginn 31. mars nk. og hefst kl 14.00. Að vanda verður kvennadeild félagsins með kaffi og kræsingar á borðum. Svala Nielsen mun syngja. Vonast er til að sem flestir eldri Barðstrendingar sjái sér fært að koma og njóta dagsins. kv"‘ Frá skírdagsskcmmtun félagsins á síðasta ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.