Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 31. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 ári síðar að úrslit voru ráðin. Þá stóðu eftir tveir af upphaflegum hópi níu listamanna. Leifur var annar tveggj a og fór svo að hann var kjörinn til að vinna verkið. Listamennirnir átta sem til álita komu ásamt honum eru allir í hópi þekktustu steinglersgerðarmanna Evrópu. Fyrst má nefna þá John Piper, einn mikilsmetnasta listamann Bretlands og Patrick Reyntiens, dómnefndarmann og kennara Leifs, en saman unnu þessir menn að gluggaskreytingum fyrir dómkirkjurnar í Coventry á 6. áratugnum. Þá eru Wilhelm Buxhulte,þekktur fyrir glugga sína í kirkju heilagrar Ursúlu í Köln og Ludwig Schaffrath, meistari glugganna í kirkju heilagrar Angelu í Wipperfurth, stærstu nöfn þessarar listgreinar í Þýskalandi. Frakkinn Gabriel Loire sem eftir stóð ásamt Leifi í lokin, hefur hlotið mikið lof fyrir vinnu sína við gluggana í hinni fornfrægu dómkirkju í Chartres. Það er því ljóst að útnefning Leifs ber vitni vaxandi áliti sem hann nýtur meðal þjóða. Það ætti síst að koma okkur Islendingum á óvart sem höfum fylgst með hverju stórvirki hans á fætur öðru. Kapella kvennadeildar Landspítalans sem hann hannaði ásamt konu sinni Sigríði Jóhannsdóttur vefara, gluggi Fossvogskapellunnar og glerið í kórglugga Bústaðakirkju, en uppsetningu hinna sex glerja lýkur 1984, sýna ótvírætt hæfileika hans og skipulagsgáfu. IV Strax og vali var lokið var Leifur kvaddur á fund nefndarinnar í Edinborg til að gera grein fyrir hugmyndum sínum. „Þeir vildu tékka á mér og ítreka mikilvægi málsins“, sagði Leifur og brosti í kampinn, þegar ég innti hann eftir málavöxtum. En áður en Jiann kom fyrir nefndina hélt hann til St. Giles til að gera sér grein fyrir aðstæðum. Þá fékk hann hugmyndina að glugganum. Han'n gerði uppkast í skyndi og lagði fyrir nefndina, sem samþykkti. „Það var mikið happ að ég skyldi fara og skoða kirkjunaþennan laugardagsmorgun, svo ég gæti áttað mig á kringumstæðum í ró og næði án áhrifa frá tillögum nefndarinnar. Það kom nefnilega á daginn að þessi fyrsta hugmynd var sú rétta, þótt hún hafi breyst allnokkuð í úrvinnslunni,“ sagði Leifur þegar hann sýndi mér uppkastið. Glugginn er þrískiptur og þema hans er náttúran, bræðrahugsjónin oglífsgleðin, aðalinntakið í ljóðum Robert Burns. Efst másjá nokkurs konar rósarglugga. Hann er helgaður ástarsöngvum Burns sem þrungnir eru lífskrafti. Miðhlutinn er bræðralagið, en líkt og margir framfarasinnaðir listamenn á ofanverðri 18. öld var Burns svarinn andstæðingur ofríkis, grimmdar og yfirborðsmennsku. Neðst er svo fólk við vinnu í náttúrunni, tákn tengsla mannsins við náttúruna. Öll þessi tákn þrædd inn í margslungna myndbyggingu Leifs sem vaxin er úr ótal uppdráttum, frumteikningum, mælingum á stóru jafnt sem smáu. Allt verður að vera skýrt og skipulegt svo hægt sé að skera glerið eftir lokaútfærslunni. Reyndar má sjá frummynd af glugganum á kirkjulistarsýningunni að Kjarvalsstöðum ásamt öðrum verkum Leifs sem hann hefur unnið að hér heima. V Leifur þurfti að taka tillit til ótal atriða og ýmsar kvaðir voru samfara þessu verki. Framhlið gluggans snýr inn í kirkjuna og verður hvert smáatriði að vera læsilegt berum augum úr 15-20 metra fjarlægð. Þá er athyglisvert hvernig Leifur hugsar fyrir stóru jafnt sem smáu, því hönnunin gengur langtút yfirramma gluggans. M.a. miðar hann formin í eigin glugga við stærðirnar í hliðargluggunum. Þanniger gætt samræmis og heildarsvipur glerjanna þriggja raskast ekki, þegar horft er í átt til aðaldyranna. í öllum atriðum hefur Leifur haft náið samband við yfirarkitekt kirkjunnar en næsta sumar mun hann fara til Norwich á Englandi til að kanna aðstæður og velja glerin en þar mun svo glugginn endanlega verðaunninn. Nú er aðeins eftir að bíða uppsetningar þessa mikla verks. Glugginn verður afhjúpaður á 200 ára afmæli Kilmarnock- ljóðasafnsins, en fyrstu ljóð Burns voru gefin út í Edinborg árið 1786. Þá munu þeir Leifur Breiðfjörð og Robert Burns heilsast undir hamraveggjum Edinborgarkastala, í minningu „þeirra gömlu kynna sem gleymast ei“. Aðalglugginn á vesturhlið St. Giles, séður að utan Leifur fyrir framan St. Giles. í baksýn er aðalglugginn sem hann Gerð steindra glugga er mikið nákvæmnisverk. Ljosm.: Atli, mun endurskapa. Listamaðurinn við úrtak úr væntanlegum aðalglugga. Úrtakið er í fullri stærð. fV Jr ' Ww If * f < jr/w 'i 11 m mJt f 4 l '■ nw — iruiiTnfrv wt 8 r 1 t. V -1 9 A r V v ~ V - \ «T/5i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.