Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 28
DMÐVIUINN Fimmtudagur 31. mars 1983 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aðra startsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent heiur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 81663 tJtifundur herstöðva- andstæð inga Samtök herstöövaandstæö- inga héldu ágætan útifund við Alþingishúsiö í gær til að minn- ast þeirra ótíðinda sem gerðust 30. mars 1949, þegar sam- þykkt var aðild íslands að hern- aðarbandalagi. Ávörp fluttu þeir Arnþór Helgason og Ólafur Ragnar Grímsson, Ingibjörg Haralds- dóttir las Ijóð. Fundarstjóri var Njörður P. Njarðvík. Á fundinum var boðaður stórfundur í Háskólabíói eftir páska sem mun fjalla um efnið Kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. Ólafur Ragnar um trúnaðarskeytið. Afhjúpar samráð þeirra Skeytið afhiúpar samvinnu Biörns , J J r ... Komið i veg Bjamasonar við bandaríska sendiraðið fynr umrœðu Björn Bjarnason: Kjarnorku- vopn á íslandi „F ramkvæmdaatriði í bandaríska stjórnkerfinu” I niðurlagi grcinar sinnar segir Björn Bjarnason í Morgunblaðinu, að umræðan um kjarnorkuvopna- kerfi Bandaríkjahers á íslandi snú- ist í rauninni um „framkvæmdaat- riði í bandaríska stjórnkerfinu“. Um leið lætur hann að því liggja í niðurlaginu að tilgangur greinar- innar sé að koma í veg fyrir um- ræðu einsog þá sem varð 1980. Orðrétt er niðurlagið svona: „Það er óskemmtilegt fyrir smáþjóð eins og íslendinga að verða leiksoppur í baráttu sem í raun snýst um framkvæmdaatriði í bandaríska stjórnkerfinu. Við því er ekkert að gera annað en að reyna að koma sannleikanum á framfæri, þrátt fyrir bábiljur ands- tæðinganna. í því skyni hefur þetta efni verið tekið saman nú og í þeirri von að atburðirnir og ummælin geti orðið víti til varnaðar, reyni ein- hver að endurtaka þennan eða svipaðan leik.“ -óg - Það merkasta í grein Björns Bjarnasonar er, að hann upplýsir að Gene La Rocque, fyrrverandi hershöfðingi, hafi látið Morgunblaðið vita af því fyrir ári, að miklar líkur séu á því að á Islandi væru kjarn- orkuvopn, sagði Ólafur Ragnar Grímsson er blaðið innti hann álits á sex síðna grein Björns um það mál í Morgunbiaðinu í gær. - La Rocque undirstrikar einn- ig mikilvægi íslands í kjarn- orkuvopnakerfi Bandaríkj- anna. Morgunblaðið hefur þag- að yfir þessum upplýsingum mannsins í heilt ár! - Það er athyglisvert að Björn Bjarnason skuli birta skeyti frá utanríkisráðuneytinu til banda- ríska sendiherrans á íslandi. Skeyti þetta og fjölmörg önnur leynileg skeyti merkt sem trúnaðarmál hafa nú verið gerð opinber vegna þess að „Center for Defence Informati- on“, Rannsóknarmiðstöð í varn- armálum, fékk því áorkað að þau væru gerð opinber. Þessi stofnun er virt á sínu sviði, enda árangur hennar góður einsog þetta dæmi sýnir. Við getum þakkað einmitt henni fyrir upplýsingar um sam- vinnu Morgunblaðsins og banda- ríska sendiráðsins. Það er vonandi að ekkert lát verði á birtingum á þessum skeytum hjá Birni Bjarna- syni í Morgunblaðinu, því einmitt hann sjálfur kemur þar mjög við sögu. - Samráðið afhjúpað - Meðal annarra trúnaðarskeyta er eitt frá bandaríska sendiherran- um á Íslandí stílað til utanríkis- ráðuneytisins í Washington, varn- armálaráðuneytisins í Pentagon, yfirhershöfðingjans í Norfolk, hershöfðingjans á íslandi, banda- ríska sendiráðsins hjá Nató í Belg- íu, sendiherra Bandaríkjanna í Osló, Stokkhólmi, Helsinki og Kaupmannahöfn, þar sem frá því er greint að Eiður Guðnason muni krefjast þess að CDI, Rannsóknar- miðstöðin í varnarmálum, verði könnuð sérstaklega. Þetta á Eiður að biðja um á fundi alþingis. Með öðrum orðum: bandaríski sendi- herrann veit hvað tekið verður fyrir á íslensku löggjafarsamkom- unni áður en þeir sem þar sitja vita á hverju þeir eiga von! Það er merkilegt samráð að tarna - og ekki veit ég hvað þeir sjálfir vilja kalla þetta. í þessu skeyti er því einnig fagnað sérstaklega að Björn Bjarnason skuli hafa komið í veg fyrir viðtalsþátt í íslenska ríkisút- varpinu og þannig hindra að út- varpið fjallaði nánar, m.a. með viðtali við mig, um þátt íslands í kjarnorkuvopnakerfi Bandaríkj- anna. Það er fróðlegt að vita hvort ritstjórn Morgunblaðsins á öðrum sigrum að fagna með bandaríska sendiráðinu á íslandi! - Ég vil einnig vekja sérstaka at- hygli á því, að skeytið sem Morg- unblaðið birti í gær er með sérstök- um útstrikunum. Og þannig eru fleiri þessara skeyta sem fjalla um íslensk málefni - og Rannsóknar- miðstöð varnarmála^hefur fengið birt. Hvað ætli sé strikað út? - Þetta trúnaðarskeyti Erickson sendiherra staðfestir hina nánu samvinnu Björns Bjarnasonar og bandaríska sendiráðsins. Og af- hjúpar sameiginlegar tilraunir þeirra til að stjórna fjölmiðlaum- ræðunni á íslandi. - Það er rétt að geta þess að við höfum undir höndum ljósrit af þessum trúnaðarskjölum frá bandaríska sendiherranum á ís- landi, sagði Ólafur Ragnar að lokum. -óg Trúnaöarskeytið Frá bandaríska sendiherranum til utanríkisráðuneytis og varn- armálaráðuneytis o.fl. bandarískra stofnana árið 1980. J70LLCVINC C0"MITT2S TKETI'JC, KIDUF. ^UDNASON • Vn.ÍL DEH0C3ATIC PARTY - SPPl 'ilLL FCRMALLY R7CUSST PARLIAMIST TPAT FON MIN LOOK INTO BAKKCP.CUND. HAMCINO AND PRCFESSICNAL RTPUTATION CF CSMTFF. FOR FEN'SE INJCRMATICN (CDI). MEDIA COVFSACT. ALL HEWS MEDIA RAVF FEATURFD THIS -NTROVEP.SY. VIITH NEWSPAPE3S cenerlly follcwiuc TAELISHED PARTISAN ALLSGIANCES. THJOEVILJIMN !?A' PP.INTING LONC- ARTICLFS PY GRI"SS0M AND CRGANIZA- 0N CJ BA.SE OPPCNENTS/ MORGUNBLADID 'IND'PENDENT , .0-NAT0) BAS SEEN MOST ACTIVE IN BRINCIMG OUT STORY 0? THIS C0NTR0V EESY. MULTIPLE RE3UTTALS 3Y SUCCESSIOM CF REIGN MINISTERS. AND LACK 0F EVIDENCE FCP. CJRRENT ■ LEGAT I0.NS / "03001131 ADID'S F0REICN A FFA. I R S C0LUMNIST. ICRN 3JAR.NAS0N IS SPE A P.READI NG T°EI R FFF0R.T. HE A.LS0 ILLFD THE PLUG 0N A EAPI0 PP0GRA" MAY 21 3Y SEFUSIMG ) DEB.ATE GRIMSSON.VER, STATE RADI0 MAY DO ICTPEP. PPOCRAM MAI 22/ INF IDENT IAL „Eiður Guðnasun Alþýðuflokki mun fara formlega fram á það að alþingi biðji utanríkisráðuneytið að kanna bakgrunn, fjármögnun og sérfræðikunnáttu Rannsóknarmiðstöðvar í varnarmálum í Bandaríkj- unum. Umfjöllun fjölmiðla: Allir fjölmiðlar hafa fjallað um þessa deilu og hafa dagblöðin fylgt hefðbundinni flokkslínu. Þjóðviljinn (Alþýðubandalagið) hefur birt langar greinar eftir Grímsson og samtök herstöðvaandstæðinga. Morgunblaðið (óháð, hliðhollt Nató) hefur staðið sig best í því að skýra sögu þessarar deilu og neitanir þeirra og synjanir, sem gegnt hafa embætti utanríkisráðherra, skort á sönnunum fyrir þeim ásökunum sem nú eru hafðar í frammi. Björn Bjarnason, erlendur fréttaskýrandi Morgunblaðsins, hefur forystu fyrir þessu framtaki. Honum tókst einnig að koma í veg fyrir útvarpsþátt 21. maí með því að neita að ræða við Grímson. (VER) Ríkisútvarpið mun hugsanlega gera aðra dagskrá 22. maí. Trúnaðarmál“. Hallgrímur Thorsteinsson fréttamaður „Tilraun til að grafa Björn Bjamason neitaði viðtali 1980 - Þetta er tilraun til að grafa umræðuna, sagði Hallgrímur Thorsteinsson fréttamaður út- varpsins, en hann er gerður tor- tryggilegur í Morgunblaðsgrein Björns Bjarnasonar í gær. - Til- gangur þessarar greinar og tónn- inn í henni er þannig, að það er einsog Morgunblaðið sé að eigna sér málið. Það er cinsog aðrir fjölmiðlar megi ekki fjalla um málið en Morgunblaðið og Þjóð- viljinn. Björn vill greinilega halda umræðunni niðri einsog fram kemur í lokakafla greinarinnar. - Greinin er neikvæð í garð þeirra þátta sem eru nýir í her- stöðvamálinu. Greinarhöfundur vill greinilega halda þessu í gamla farinu sem hann þekkir. Og augljóst er að önnur sjónarhorn eru ekki þoluð. Það verður greinilega engu haggað - sama þó nýjar upplýsingar liggi á borðinu. - Brigslin í minn garð og koll- ega minna á útvarpinu um „sam- særi“ með herstöðvaandstæðing- um eru einsog hver önnur firra. Gegn hverjum hefði slíkt samsæri átt að vera? - í þessari grein koma undar- leg viðhorf fram um það hvernig skoðanamyndun og umræða eigi að vera í lýðræðisþjóðfélögum - ég býð ekki í framhaldið ef það verður á þessum nótum. umræðuna” Neitaði viðtali - í Víðsjárþætti sem kemur til umræðu í grein Bjarnar komu fram nýjar upplýsingar. Hins vegar var þættinum varla lokið, þegar Björn Bjarnason hringdi í mig og hafði allt á hornum sér við mig vegna þáttarins. - Ég bauð Birni Bjarnasyni að koma í útvarpsviðtal vegna þessa máls, - en hann neitaði. Ætlunin var að Ólafur Ragnar Grímsson kæmi til að túlka gagnstæð sjónarmið í viðtalinu. En úr þessu varð ekkert vegna synjunar Björns. - Það er illt til þess að vita að sterkir fjölmiðlar einsog Morg- unblaðið virðast geta verið and- snúnir upplýsingamiðlun. Satt best að segja, þá urðu viðbrögð þessara afla þannig að maður veigrar sér við að fjalla ítarlega um þessi mál vegna væntanlegra hrellinga úr ýmsum áttum. Það er bæði erfitt og leiðinlegt fyrir blaðamann að þurfa að segja annað eins, sagði Hallgrímur Thorsteinsson að lokum. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.