Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 31. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 myndlist Nýja málverkið í hnotskurn Auglýsing um breyttan afgreiðslu- tíma Á tímabilinu 1. apríl til 1. september 1983 verður afgreiðslutími frá kl. 8.20 til 16. Framkvæmdastofnun ríkisins Þjóðhagsstofnun Móðir mín, systir okkar og mágkona Guörún Þorsteinsdóttir kennari, Álftamýri 8 sem lést 28. mars veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. apríl kl. 13.30. Þóra Björk Kjartansdóttir Bragi Þorsteinsson Baldur Þorsteinsdóttir Jóna Þorsteinsdóttir Helgi Þorsteinsson Fríða Sveinsdóttir Jóhanna A. Friðriksdóttir Sigurjón Einarsson Svanhildur Björgvinsdóttir Glæsilegt úrval Afar hagstætt verð Opið til kl. 4 í dag Vörumarkaðurinnhf. Ármúla 1A - Sími 86112 Samsýning sjö listamanna Halldór B. Runólfsson skrifar Ekkert lát er á sýningum ungra myndlistarmanna sem fást við svo kallað nýja málverk. Til dæmis er nýlokið sýningu Helga Þorgils Friðjónssonar í Nýlistasafninu þegar listamaðurinn snarar sér út í kjallara Norræna hússins og sýnir þar ásamt sex öðrum umgum listamönnum. Þáeru verk eftirhanná kirkjulistarsýningunni að Kjarvalsstöðum. Daði Guðbjörnsson sem einnig sýnir í Norræna húsinu á málverk á samsýningu nokkurra ungra listamanna í Listmunahúsinu við Lækjargötu. Kristinn Guðbrandur Harðárson sem einnig tekur þátt í sýningunni í Norræna húsinu, á verk á kirkjulistarsýningunni. Þáer skemmst að minnast „Gullstrandarinnar" á Hringbrautinni þarsem þessir þrír listamenn sýndu ásamt Tuma Magnússyni og Valgarði Gunnarssyni. Ein aðalsprautan í þeirri sýningu var Árni Ingólfsson sem er sjötti maðurinn á sýningunni í Norræna húsinu. Hinn sjöundi er svo verðlaunahafinn frá sýningunni „Ungir myndlistarmenn" á Kjarvalsstöðum, Kjartan Ólason, en sú sýning stóð yfir um líkt leyti og Gullströndin. Það má því segja að sýningin í kjallara Norræna hússins, sem hófst um síðustu helgi sýni ágætis- úrtak af nýja málverkinu og hér séu saman komnir, a einu bretti, helstu postular stefnunnar hér á landi. Sýningin er breið, listamennirnir eru ólíkir og færa þeir gestum raun- sanna mynd af þeim viðfangsefn- um sem þeir fást við. Breytileiki sjömenninganna er kannski fremur fólginn í afstöðu hvers fyrir sig til vandamála mynd- listarinnar, en þeir streði við að koma sér upp mismunandi stíl- brigðum innan einnar og sömu lín- unnar. Þó má greina viss sameigin- leg einkenni svo sem áherslu á óhefta tjáningu og óvenjulega efn- isnotkun. En þar lýkur kannski samanburðinum. Kristinn G. Harðarson sem er erfiðasti maður sýningarinnar, not- W pappír sem hann rífur í lágmynd- Ir, teiknar eða sagar úr tré merki- lega lifandi samstæður. Efniviður hans er stundum svo fínlegur að nærri liggur við að honum verði blásið burt af veggjunum. Árni Ingólfsson notar einnig pappír en á hetjulegri og hrárri hátt. Málverk hans koma sannarlega á óvart. Þau eru fersk og unnin af miklum krafti. Helgi Þ. Friðjónsson sýnir einnig verk unnin á pappír, teikningar og málverk. Helgi fer sínar sérstæðu leiðir, leiftrandi af skringilegum uppátækjum og fyndni. Valgarður Gunnarsson, sá sem upphaflega var kjarninn í sýningunni gerir gott betur en að sanna ágæti sitt. Sömu- leiðis er afhyglisvert að sjá verk Daða, en þau eru allólík þeim málverkum sem hann sýnir í List- munahúsinu. Einkum eru smá- myndir hans eftirtektarverðar og lætur honum vel að vinna í lítinn flöt. Tumi Magnússon heldur sínu striki frá þeim sýningum sem hann hefur áður tekið þátt í, hrár og næsta barnalegur í tjáningarríkum verkum sínum. Með Kjartani Ólasyni hefur bæst við fylgjendur nýja málverksins kraftmikill og sterkur málari. Verk hans eru stór og voldug, einhver sterkasta andstæða hinna smá- gerðu mynda Kristins. Þannig leitar hver listamaðurinn að ands- tæðu hins, einn vinnur grafískt meðan annar starfar á malerískan hátt. Kannski sameinast þeir í graf- íkmöppunni sem þeir hafa unnið í félagi og sýnd er við innganginn. Þetta er skemmtilegt og líflegt framtak. Þannig sýna þessir sjö ungu listamenn að þrátt fyrir ólíkar leiðir, geta þeir sameinast hvar og hvenær sem er. Þessi staðreynd lyftir óneitanlega sýningunni af plani ópersónulegrar samsýningar, á svið sterkari heildar þótt hver meðlimanna haldi fullkomlega sjálfstæði sínu. Þrír af málurum nýja málverksins við uppsctningu sýningarinnar. BARNAFATNAÐUR NÝJAR SENDINGAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.